Enn eina ferðina hikstar Liverpool gegn liði sem að öllum líkindum fellur úr deildinni í vor. Liverpool bara ætlar ekki að læra það að brjóta niður lið sem “neitar” að spila fótbolta og fyrir vikið er það svona algengt að sjá Liverpool spila frábærlega gegn bestu liðunum en tapa niður fáránlegum stigum gegn liðunum í neðri hlutanum. Liverpool er Hrói Höttur fótboltans og þarf að fara segja upp því hlutverki.
Kafli 1: 00:00 – Viðbrögð við Swansea leiknum
Kafli 2: 21:10 – Mark Swansea, VVD og vörnin
Kafli 3: 27:10 – Can sem fyrirliði og Joe Gomez
Kafli 4: 34:00 – Sturridge að fara og janúarglugginn
Kafli 5: 38:30 – Stjóraskipti litlu liðana, back to basics
Kafli 6: 47:15 – Leikmannaviðskipti Man Utd og Arsenal
Kafli 7: 54:35 – W.B.A og Huddersfield næst
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 181
Sammála, þetta er nú bara einu sinni fótboltafélag. En hversu flott þetta félag er, er einstakt
Sælir félagar
Góður þáttur og ég er sammála nánast öllu sem þar kemur fram. Það sem útaf stendur er aðdáun Magga og SSteins á Clyne. Hann hefði engu bætt við sóknarleik liðsins enda var hann nánast fullkomlega sóknarheftur. Hinsvegar er hann líklega besti varnarmaðurinn af þessum þremur. TAA er að mínu viti besti sóknarbakvörður liðsins hægra megin og hefur ekki gert eins mikil mistök í vörninni og Gomes. Þar af leiðandi vil ég henn allan daginn fram yfir hina tvo.
Það er áhugvert að skoða uppstillingu Klopps í leikjum eins og þessum. Það er óneitanlega mjög skrítið að stilla upp svona varnarsinnaðri miðju gegn liðið eins og Swansea sem er af dálítið öðru kaliberi sóknarlega en t.d. MC. Eins er merkilegt að skipta út eina miðjumanninum sem gefur eitthvað sóknarlega fyrir annan sóknarmiðjumann en hafa hina tvo varnarsinnuðu áfram inná í stöðunni 1 – 0. Eins hvað skiptingar koma seint. Mér finnst líklegt að Klopp hafi verið spurður að þessu og væri fróðlegt að heyra svör hans við þessu.
Það er nú þannig
YNWA
Clyne er langbesti sóknarbakvörðinn sem við eigum. Virkilega vanmeti leikmaður sem við söknum mikið.
Varðandi Sturrigde umræðuna. Er einhver séns að fá Origi tilbaka. Ég er ekki að segja að hann sé besta lausn en ef ekkert er avaialable á markaðnum væri amk skárra að fá hann tilbaka frekar en ekki neitt.
Sæl og blessuð.
Gaman að hlusta á þetta. Sturridge má fara mín vegna en þá verður vitaskuld að koma í staðinn, nýr og skilvirkari leikmaður. Svo hefur Solanke verið æði nálægt því að pot’onum inn og það er aldrei að vitað hvað gerist næst þegar hann fær tækifæri. Þá hefði maður viljað sjá Woodburn fá að spreita sig – gæti t.d. komið inn af bekknum einhvern tímann er við náum góðu forskotin æst.
En, bottomlínan er sú að Swansea leikurinn var skelfilegur og ef menn læra ekki af honum – heldur festast í einhverjum baklás – þá eru okkur allar bjargir bannaðar.
Eitt sem mér finnst soldið gleymast í þessari Coutinho umræðu að hann hefði líklegast aldrei spilað þennan leik hvort eð er þar sem hann er enn meiddur.
Þannig að þó hann hefði enn verið hjá okkur að þá hefði hann ekki haft nein áhrif á þennan leik.
Sælir félagar
Ég skil ekki Sigurð Einar #4 um Clyne sem sóknarbakvörð. Ég var ekki einn um að kvarta undan “sóknartilburðum” hans meðan hann gat leikið með liðinu. Ég held að krossar hans meðan hann lék nánast hvern einasta leik séu teljandi á fingrum annarar handar og skot hans á mark voru jafnvel ennþá færri og stoðsendingar enn færri en skotin. Svo “sóknarbakvörður”? En við Sig. Ein. getum svo sem bara verið ósammála um þetta án þess að það sé neitt stórmál. 🙂
Hisvegar er ég á því að Clyne sé besti hægri varnarbakvöður sem við eigum svo langt sem það nær. Þetta er auðvitað (þegar hann er heill) spurning um uppstillingu og leikskipulag. Þegar á að spila sóknarbolta á lið sem pakka í vörn tel ég enga spurningu um að TAA sé besti kostur þeirra þriggja Comes, Clyne eða TA Arnold. Það er að minnsta kosti mitt mat.
Það er nú þannig
YNWA
Áttum okkur á því að liverpool eru lið sem eru ekki að krossa mikið inn í teig einfaldlega af því að við erum oft ekki að fylla teigin af einhverjum svakalegu skallamönnum og þegar Clyne var með þá var það hraði hans og ákvörðunartaka voru hans helstu kostir og traustur í varnarleik.
Gomez átti að vera sá trausti í vörn og átti hann oft í vandræðum sóknarlega en hann virðist ekki hafa bæt sig mikið sóknarlega og varnarleikurinn hefur einfaldlega ekki verið nógu góður á þessu tímabili.
Trent er ekki eins líkamlega sterkur en er klárlega betri sóknarlega en Gomez en eins og með Gomez þá er varnarleikurinn misjafn hjá kappanum og að dekka inn í teig þar sem hann er lélegur í loftinu.
Clyne var nefnilega það eina stöðuga við liðið á síðustu leiktíð. Hann er sókndjarfur og kappinn er reynslubolti sem hægt er að treysta á í varnarleik. Ef Liverpool eru loksins búnir að finna miðvarðapar sem getur spilað í hverri viku með Dijk og Matip og Robertson er að eigna sér vinstri bakvörðinn þá væri ágæt til að fá inn hægri bakvörð til að búa til þennan stöðuleika sem okkur vantar(ég tala nú ekki um markmans hræjinn okkar).
Miða við það sem maður sér er hvorki Gomez né Trent alveg tilbúnir í að eigna sé þessa stöðu en vonandi tekur annar þeira það svo aðsér en við söknum Clyne af því að EF hann væri heill þá væri þetta staðan hans en hann spilaði 37 af 38 deildarleikjum liðsins á síðustu leiktíð og var Klopp duglegur að hrósa kappanum.
Já við erum ósamála Sigkarl og er það bara hið besta mál en við eru líklega samála því að okkur langar bara að sjá okkar menn vinna leiki og á meðan að það gerist þá skiptir nafnið aftaná engu máli heldur merkið framaná 🙂
Sturridge fer og Lemar kemur. Það er 110%
Spennandi!
Það er búið að vera óvenju ömurlegt veðrið hérna á Englandi undanfarið. Kalt og rigning og snjóaði um daginn wtf. Vellirnir þungir. Að fara til Wales síðan af öllum stöðum var einhvern veginn ekki að gera sig hjá okkar mönnum. Salah með flensu en spilaði allan tímann. Firmino var ekki líkur sjálfum sér. Ég var með peninginn minn á U2.5 mörk, var sannfærður um að þetta yrði basl. Því miður var það grísa Swansea mark. En vörn og markmaður er ekki við að sakast, aðal vandamálið var auðvitað að það tókst varla að skapa færi í leiknum.
Já þetta er flott að vanda og bara besta mál að menn séu brjálaðir hérna.
Ég er svosem að selja sjálfum mér það að enginn var á deginum sínum sem við kemur þessum klúbbi og um algjört slys hafi verið að ræða
En hvernig var það var ekki eitthver hörmuleg mánudags tölfræði til hvað varðar liverpool?
Það er rétt hjá #7 hvað varðar Coutinho
Hann hefði aldrei spilað.
Og þessi skipting á uxanum ég var fúll með hana .
Hefði viljað sjá lallana inn fyrir gini eða can.
Hvað varðar leikmanna kaup er ég hundfúll með að goretzka hafi ekki valið liverpool.
Nú vil ég bara sjá Can skuldbinda sig félaginu
Og að menn finni svo mann inn á miðjuna sem getur dripplað bolta og opnað lið.
Held satt að segja að þetta verði okkur að falli, ég hef enga trú á að við höldum þessu 4 sæti, lið pakka bara í vörn og við getum ekkert gert, klopp hefur engann áhuga á að kaupa inn í janúar, til að vinna á svona liðum vantar okkur stóran sóknarmann, 2m Tre til að henda inn í teig.
Sælir félagar.
Einn punktur sem ég skil ekki og það er að spila með tvo varnarsinnaða miðjumenn á móti þessum liðum sem eru að leggja rútunni. Það er allveg nóg að vera annað hvort með Can eða Wjinaldum, allgjör óþarfi að vera með þá báða. Hafa Lalana þarna frekar.
Annars bara næsta leik takk.
Hjartanlega sammála Magga þarna í byrjun. Þetta er mental vandamál. Það sást frá byrjun að menn nenntu ekki að berjast við rútuna einu sinni enn. Jürgen þarf að taka á sig að vera ekki búinn að breyta mentalitetinu i hópinum.
Èg ætla ekki að kommennta beint à það sem var rætt í podcastinu. En èg hrósa síðuhöldurum fyrir gott podcast og fràbært að fà podcastið svona kaflaskipt
Formúlu líkingin var góð hjá þjálfara Swancea.
Það er svo sem ekki í forgangi en ég yrði ekki hissa þó að Klippert myndi skipta Clyne út næsta sumar.
Á síðustu tuttugu árum. Hvenær hefur Liverpool átt virkilega öflugan bekk og stjóra sem hefur gripið í plan B til að klára leiki? Alltaf þegar Liverpool nálgast það að búa yfir alvöru breidd. Þá tökum við upp á því að selja leikmenn.
Ég vil meina að breiddarleysi hafi kostað okkur titilinn bæði 08/09 og 13/14. Tímabilið 08/09 spilaði Torres ekki nema 24 deildarleiki og hver var næsti maður inn? Jú David N’Gog!!!
Tímabilið 13/14 var breiddin þó skárri en fannst þó oft á tíðum vanta gæði á bekkinn til að geta breytt leikjum t.d. gegn Chelsea þegar við lentum 0-1 undir og þurftum mörk.
Hvað er eiginlega langt síðan þessi klúbbur bjó yfir alvöru breidd?
Smá off topic en why not. Var í gamni mínu að renna yfir öll mörk Djibril okkar Cissé. 24 stk í öllum keppnum. Það sem vekur athygli mína er sú staðreynd að í 22 mörkum Cissé af 24 er boltinn svoleiðis límdur við grasið! Hann tók nokkur víti og aukaspyrnur og það voru allt föst skot þar sem boltinn for varla upp fyrir 10cm frá grasinu. Hann finishaði eiginlega alltaf með föstum skotum og hélt boltanum niðri. Gaman að þessu 🙂
@Sv1
Cissé kunni að halla sér yfir boltann.
# 20 Cisse var skemmtilegur leikmaður með rosalega snerpu og hraða en skelfilegt fótbrot skemmdi miklu fyrir hann.
Hann var ekki góður að klára færi en hann var mjög góður að koma sér í þau. Áður en hann meiddist þá var hann samt klárlega frábær framherji og vinnsæl meðal stuðningsmannaliðsins(hann var reyndar líka vinsæll eftir meiðslinn svo að það sé á hreinu).
Mitt uppáhalds mark með honum var í 2006 bikarúrslitaleiknum þar sem hann kláraði frábæra sendingu Gerrard frábærlega.
við lpool menn erum bara því miður svakalega duglegir að gefa okkur sjálfum vænt hnefahögg í andlitið ! svokallað sjálfshögg !
en þessi swansea leikur skrifast alfarið á klopp !
við höfum alltaf náð að gíra okkur i þessa stóru leiki, líka fyrir tíma klopp ! en maður hélt að með komu hans, myndum við fara að vinna þessa “litlu” leiki líka, en það hefur ekkert breyst !!
Sælir félagar
Liverpool búið að landa 18 ára skota sem enginn þekkir. Mikið assgoti var það klókt af okkar mönnum. Meðan MU er að kaupa úr sér genginn heimsklassa leikmann snara mínir menn út einhverjum örfáum krónum fyrir skoskann snilling. Svo eru menn að hafa áhyggjur af breiddinni þegar Sturridge fer. Meira bullið í mönnum.
Það er nú þannig
YNWA
Hér eru allavega ljómandi fínar fréttir fyrir rimmuna gegn Porto. Aðal holding midfielder þeirra meiddur í mánuð. Gæti stefnt í sóknarveislu. https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/porto-suffer-major-blow-champions-14203456
Frábært lallana meiddur 🙁
Menn verða að taka upp veskið og versla YNWA
Hérna … á ekki að versla í staðinn fyrir Cautinho?
Stefnir í slæman janúarglugga.
Fyrsta podcastið sem ég næ ekki að klára. 18 mínútur af því hversu ómögulegur var alveg nógan þessu sinni. Að því sögðu þakka ég drengjunum kærlega fyrir að nenna að halda þessu áfram, þetta er algjörlega ómissandi.
Fyrsta podcastið sem ég næ ekki að klára. 18 mínútur af því hversu Klopp var ómögulegur var alveg nóg að þessu sinni. Að því sögðu þakka ég drengjunum kærlega fyrir að nenna að halda þessu áfram, þetta er algjörlega ómissandi.