Byrjunarliðið gegn West Ham

Liðsskýrslur hafa verið kunngerðar og Liverpool stillir upp eftirfarandi mannskap í byrjunarliði dagsins gegn gestunum frá Austur-Lundúnum:

Bekkur: Mignolet, Lovren, Gomez, Moreno, Henderson, Lallana, Solanke.

Matip, Emre Can og Oxlade-Chamberlain koma aftur inn í liðið en Wijnaldum og Danny Ings eru veikir og ekki í hóp í dag.

West Ham stillir sínu liði upp á eftirfarandi hátt og fá mikinn liðstyrk í að endurheimta Lanzini í byrjunarliðið eftir að hafa verið meiddur í mánuð. Patrice Evra er einnig í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir West Ham en hann hefur ekki spilað frá því í lok október fyrir Marseilles.

Það verður ekkert gefið eftir og hið stórfína record að David Moyes hefur aldrei unnið á Anfield í 15 leikjum er lagt að veði. Hækkið því í græjunum, kaupið drykk við hæfi á barnum eða syngið ykkur hása ef þið eruð staddir á Anfield!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


38 Comments

  1. Winjaldum hlýtur að vera eitthvað tæpur fyrst að hann er ekki í hóp(líklega hjólaslys á spáni).

    West Ham stillir varnasinnuðu liði þar sem gamli – ljót orð að eigin vali hér – P.Evra er í liðinu og þurfum við að sýna kappanum að árið er 2018 en ekki 2008 og keyra á kappan.

    Við fáum að sjá park the bus extreme hjá Moyes og félgögum og þurfum við að vera þolimóðir og gera okkur grein fyrir því að við verðum með boltan nánast allan leikinn en það verður ekkert pláss fyrir aftan varnarlínuna hjá þeim(því að þá ertu farinn útaf vellinum) og þurfum við að nota kænsku í staðinn fyrir hraða til að klára þá í dag.

    Hef trú að við náum í 3 stig en það verður erfitt.

  2. Skelfilegt að þurfa að hlusta á Gaupa lýsa leiknum. Hefur engan skilning á honum. Sá ekki fyrr en í endursýningu að Karíus hafi bjargað marki, né að hafa skoðun á sólótæklingunni á Milner. Sem betur fer getur maður lækkað í sjónvarpinu.

  3. Við erum að fara að vinna þennan leik ekki spurning betri á öllum sviðum.

  4. Zabaleta og Evra að éta okkar menn 🙁

    Þurfum að fara að mæta til leiks!

  5. Auðvelt hjá Emre, gamli skarfurinn ekki að þvælast mikið fyrir honum. 🙂

  6. 125 ára reynsla í varnarlínunni hjálpaði þeim ekki í horninu 😀

  7. Robertson og Trent að mata þá á fyrirgjöfum en vantar alltaf nokkra sentimetra uppá potið.

  8. Ágætur fyrirhálfleik.
    Liðið byrjaði að þvílíkum krafti fyrstu 10 mín og var þetta eiginlega alltof auðvelt. Leikmenn fengu fullt af plássi til og þeir gerðu það.
    Salah næstum því búinn að skora.

    En West Ham voru svo næstum því búnir að komast yfir en Karius átti einfaldlega heimsklassa markvörslu.

    Við komust yfir eftir hornspyrnu og höldum áfram að ógna en það sem veldur manni áhyggjur er hvers auðvelt það er fyrir West Ham að komast í ákjósalegar stöður og oftar en ekki 2 á 2 eða 3 á 3. Mér finnst við nefnilega pínu kærulausir þarna aftast og við höfum engan miðjumann til að passa vörnina okkar því að Can sem er þarna aftarlega er oft farinn svo langt fram þegar við töpum boltanum.

    Þetta er svo langt í frá búið og vona ég að við náum aðeins að þétta varnarleikinn en náum samt að keyra aðeins á þá.

  9. Sæl öll.

    West Ham eru MJÖG heppnir að vera 11 inni á vellinum eftir tvær heldur betur vafasamar tæklingar.

    Svo langar mig bara að segja það aftur orðrétt að Karius er ljósárum á undan Mignolet hvað varðar markmannshæfileika! Það er frábært að sjá hvað hann er fljótur að koma boltanum í leik.

  10. Nú er að vona að Liverpool komi sterkari út í seinni hálfleik, öðruvísi en undanfarna leiki þar sem það virðist eins og Klopp dáleiði þá í hálfleik 🙂

  11. Þurfti maður nokkuð að hafa áhyggjur að snillingurinn Salah myndi ekki skora í þessum leik ?

  12. Salah!
    Ég held að best sé að hætta að telja mörkin hjá salah. Ég næ ekki uppí svo háa tölu.

  13. Shit, gáum við ekki drullast til að halda hreinu. 30 mín eftir ! ! ! Er annað hrun ?

  14. Best að halda sig á jörðinni. Við erum ennþá færir um að gefa mörk.

  15. Svo verða menn að nýta helvítis færin. Vörnin getur kollapsað hvenær sem er.

  16. Iss, það er annað hvort að “leggja rútunni” eða spila fótbolta og eiga þá á hættu að fá svona mörk á sig.

  17. Ég sagði þægilegur 4-1 sigur í upphitunarþræðinum.. sjáum hvað 😉

  18. Þarna kom það hjá Mané, öll sóknarþrennan komin á blað og markamunurinn orðinn betri en hjá Man Utd. 🙂

    Þetta var mark #103 hjá Liverpool á tímabilinu. Kreisí tölur.

  19. James Milner could be put into a football team of any era in the last 100 years and wouldn’t look out of place.

  20. Mikið svakalega er ég sammála því að Liverpool kemur aldrei til með að vinna titla meðan þeir kaupa leikmenn frá fallliðinu Hull og varamann frá Arsenal !! Þannig hljómuðu athugasemdirnar á þessari síðu í haust.

  21. Þó að Gaupi sé Liverpool maður er hann vonlaus að lýsa leikjum – hann ætti að halda sig við að tala um handboltann

Upphitun: West Ham á Anfield

Liverpool 4-1 West Ham