Það verður undarlegt evrópukvöld á Anfield á morgun þegar Porto mætir í heimsókn, hluti af spennunni á evrópukvöldum er óvissan, í sextán liða úrslitum Meistaradeildar mætast bestu lið Evrópu og allt getur gerst. Liverpool vann hinsvegar fyrri leik liðanna 5-0 í Portugal og þarf Porto því minnst að skora sex mörk til að sigra einvígið og Liverpool því komnir með nánast báða fætur í átta liða úrslit. Ég tel samt að það muni ekki hafa mikil áhrif á stemminguna annað kvöld enda langt síðan við komumst á þennan stað í þessari keppni og stuðningsmenn munu nýta þennan leik í að skemmta sér.
Porto
Þeir sem vilja fræðast um Porto geta lesið doktorsritgerð Einars fyrir fyrri leik liðanna hér. Porto svaraði skellinum gegn Liverpool vel og vann næsta deildarleik sinn 5-0 og hafa unnið alla fjóra deildarleiki sína milli þessara leikja með markatölunni 15-3. Þeir eru því enn taplausir heima fyrir en það áhugaverðasta er að José Sá virðist hafa misst byrjunarliðsæti sitt eftir afleita frammistöðu gegn Liverpool og hefur Iker Casillas staðið í markinu síðan þá. Casillas er leikjahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 166 leiki fyrir leikinn á morgun og þarf nauðsynlega að bæta í sarpinn þar sem Cristiano Ronaldo hefur aðeins spilað 19 leikjum minna og nálgast hann óðfluga.
Porto hefur í ár iðulega átt auðvelt með að skora. Liðið hefur skorað 2,7 mörk að meðaltali í leik í deildinni og skoraði 2,5 mörk að meðaltali í riðlakeppninni í Meistaradeildinni. Flest mörk þeirra koma þó frá tveimur sóknarmönnum liðsins Aboubakar og Marega. Aboubakar spilaði ekki í fyrri leik liðanna vegna meiðsla en er að stíga upp úr þeim en hann spilaði síðustu 18 mínúturnar gegn Sporting um síðustu helgi, fyrsti leikur hans síðan í byrjun febrúar og er því tæpur fyrir leikinn, Marega meiddist í sama leik gegn Sporting og verður hann klárlega ekki með á morgun. Porto þarf því að reyna klífa Everest (sigra með sex mörkum) án súrefnisgrímu (tveir markahæstu leikmenn liðsins).
Liverpool
Margir stuðningsmenn eru komnir með hugan við leik næstu helgar gegn Manchester United og munu líklega margir vilja sjá mjög breytt lið gegn Porto á morgun. Ég held hinsvegar að Klopp vilji halda áfram á því skriði sem liðið er á og á meðan liðið vinnur er auðveldara að spila leiki. Auðvitað býst ég við einhverjum breytingum en held þær verði ekki jafn miklar og margir búast við.
Síðan Liveprool gekk frá Porto hafa þeir spilað tvo leiki, gegn West Ham og Newcastle og hafa unnið báða með glæsibrag og gæti orðið erfitt fyrir Klopp að velja miðju fyrir Manchester United leikinn þar sem Henderson, Can, Chamberlain og Milner hafa allir verið mjög góðir í síðustu leikjum.
Hjá Liverpool eru allir tiltækir nema Wijnaldum sem er enn með einhverja flensu og býst því ekki við að hann spili á morgun. Clyne er byrjaður að sprikla með u23 ára liðinu en hann fær væntanlega að taka nokkra leiki þar áður en hann spilar með aðalliðinu enda var hann frá ansi lengi. Karius verður í markinu eins og síðustu vikur enda engin ástæða að breyta því sem vel gengur. Gæti séð Moreno fá leik í vinstri bakverði til að gefa Robertson pásu til að geta hlaupið úr sér lungun næstu helgi. Hugsa að liðið verði eitthvað í þessa áttina.
Karius
Trent – Matip – Van Dijk – Moreno
Lallana – Can – Milner
Salah – Ings – Mané
Henderson fái hvíld enda verið notaður sparsamlega undanfarið og því ólíklegt að hann spili þrjá leiki á einni viku. Geri einnig ráð fyrir að einn úr sókninni fái hvíld tók Firmino út en gæti alveg séð hann spila þeim öllum. Að lokum býst ég við að Lallana fái að sprikla aðeins hvort sem hann byrji eða komi inn af bekknum.
Spá
Held að leikurinn byrji af miklum krafti enda þurfa Porto menn að snúa þessum leik upp í einhverja vitleysu til að eiga von um að komast áfram en eftir að hafa séð liðið spila tvö mjög professional leiki gegn West Ham og Newcastle þar sem þeir slökktu á andstæðingunum þegar leið á leikinn ætla ég að spá okkur 2-0 sigri þar sem við komumst yfir snemma leik úr snöggri sókn og drepum vonir Porto manna. Svo er það bara sigla þessu heim og eiga nóg á tankinum um helgina.
Ég gæti alveg trúað því að Firmino og Salah verði báðir á bekknum á morgun. Inn kæmu þá Chamberlain og Ings.
En á moti kemur að það er erfitt að tilkynna svona leikmönnum að þeir spili ekki leik á heimavelli á meistaradeildarkvöldi.
Eitt er víst, ég mun njóta þess í botn að horfa á þennan leik með 5 marka forskot.
Sæ og blessuð.
Við þurfum trausta miðju og góða vörn. Um að gera að leyfa Ingsaranum og Solanke að spreyta sig í sókninni. Markaörláti-Moreno er reyndar ansi mikil áhætta í svona leik, verð ég að játa.
Mögulega mætti leyfa Mané að spila fyrstu klst.-ina en að öðru leyti á að landa þessu með fagmennsku og yfirvegun og hvíla lykilmenn. Gaman ef banhungraðir og líttnotaðir sóknarmenn fá að sprikla og gera Portovörninni lífið erfitt.
Þetta verður leikur þar sem reynir á yfirvegun og úthald. Það væri stórslys ef svo ólíklega vill til að þeir skori hjá okkur … uh … 5 mörk.
Nei, það er ekki að fara að gerast.
Munurinn á þessu liði og mörgum öðrum sem höfðu augljóslega ekki sömu gæði og við voru að þau spiluðu bara sinn bolta og voru því teknir í karphúsið. Mér heyrist af þjálfara Porto að hann telji sig getað spilað ámóta djarft og áður og því hef ég á tilfinningunni að við tökum þennan leik auðveldlega. Hitt er að ef Portó liggur aðeins aftarlega og er örlítið passívt gætu þeir alveg eins unnið þennan leik en það þarf mikið að gerast til þess að þeir komist áfram í þessari keppni. Þetta er hörkugott lið.
Porto kemur á anfield og hefur nkl engu að tapa, koma dýrvitlausir. Ég vona þó að okkar menn nýti sér það eins og þeir kunna best!
Smá útúrdúr, sit á ölver að horfa á palace united og hér heyri ég menn segja að þeim dauðkvíði laugardagsleiknum ef spilamennskan verður svona. Þvílík hörmung að sjá mu spila. Mér finnst ég eiga ekkert líf með að eyða tíma mínum hér.
Klopp talar um að hann vilji ekki vanvirða keppnina og spila einhverju varaliði. Til hvers að vera með stórann og öflugan hóp ef það er ekki hægt að nýta hann þegar kjörið tækifæri gefst? Tala nú ekki um að spila mönnum í form eða gefa ýmsum smjörþefinn af CL leikjum. Get ekki séð að það sé verið að vanvirða keppnina þegar 1st team leikmenn spila leikinn. Skil samt alveg gremju stuðningsmanna sem keyptu miða dýrum dómi og/eða þurfa að ferðast um langa leið til Liverpool til að sjá Salah, Firmino, VVD o.s.frv. spila. En það er ekki vandamál Klopps. Eða skil ekki að það ætti að vera vandamál fyrir lykilmenn að missa af leiknum og hvíla þrátt fyrir að þetta sé CL leikur á Anfield. Plús auðvitað að koma í veg fyrir meiðsli.
Það er mjög mikilvægur leikur næsta laugardag sem hugsanlega gæti skipt gríðarlegu miklu máli tekjulega og framtíðarkaupum á leikmönnum. Einhverjir af Ward, Migno, Gomez, Klavan, Moreno, Lallana, Solanke, Ings, Woodburn eru fullfærir að spila þennan leik. Það er ekki séns að Porto vinni upp 5-0, ekki séns. Lofa, ekkert jinx.
Mjög líklegt að Moreno/Lallana byrja þennan leik svo væri allt í lagi að gefa Gomez og Solanke eða Ings smá tækifæri.
Lítið eftir af deild og aðeins meistaradeildar leikir eftir og vonar maður að ef við teljum leikinn með á morgun að þeir verða 6 og það er allt í góðu að nota hópinn í þetta eina skipti sem hægt er að rotera mikið.
Ef Liverpool gat unnið gott lið Porto 5-0, Getur Porto alveg unnið “varalið” Liverpool 5-0. Sáum hvað gerðist t.d. á móti Sevilla.. 3-0 yfir og allt í góðu þá mætti eitthvað annað Liverpool lið inná og fór 3-3
Spila bara gott lið og klára þetta strax bara og skipta svo út þegar það er hægt. Þetta er fótbolti og meistaradeildin það getur nefnilega allt gerst.
Ekkert vanmat og fara svo með fullt sjálfstraust á Old Trafford á Laugardaginn
Nei, nei, það mætti sama lið inná í seinni hálfleik á móti Sevilla. Það voru ekki gerðar 11 breytingar í hálfleik. Þú veist að það má ekki.
Migno, Gomez, Matip, Klavan, Moreno, Gini, Milner, Lallana, Mane, Ings, Solanke eru ekki að fara tapa fyrir þessu Porto liði.
Veit það nú vel að þá má ekki skipta 11 mönnum inná. Aðalega að meina að það er alveg hægt að vera með vanmat og það getur allt gerst í Meistaradeildinni.
Og þótt að sömu menn hafi komið inná í seinni hálfleikinn þá spiluðu þeir ekki í samræmi við eins og þeir gerðu í fyrri hálfleiknum allavega.
held það verði sterkasta lið inn á, hann mun frekar skipta út í seinni hálfleik ef vel gengur.. held að klopp sé ekkert að fara að planta varaliði á móti porto og gefa þeim þar með séns á að geta unnið þetta 5:0 tap upp.
hef 0% áhyggjur af leik helgarinnar.. verður hundleiðinlegt jafntefli.
Er sammála tigon með liðið nema hallda Karius í markinu þurfum ekki að kvíla markvörðinn og mig er búin sém leikmaður liverpool vill alldrei sjá hann aftur í liverpool búningi og líka með því að hafa Karius fær hann meiri stöðugleika í sinn leik og verður betri með því að spila honum svo vona ég bara að ward verði á bekknum sém eftir er tímabil.
Atli 11
Þetta eru sorgleg ummæli hjá þér um fyrrverandi aðalmarkmann Liverpool.
Liðið komið og Karius, Gomez,Matip,Lovren,Moreno,Milner,Hendo,Can,Lallana,Mane,Firmino.