Podcast – Háspenna lífshætta

Það snýst allt um stórleik helgarinnar í þessari viku og til að hjálpa okkur að hita upp fengum við sjónarmið andstæðinganna frá Kristjáni Guðmundssyni þjálfara ÍBV, þar duttum við sannarlega á alvöru fagmann úr hópi stuðningsmanna Man Utd. Pælingar um stjóra liðanna, leikaðferðir og til gamans var stillt upp sameiginlegu liði United og Liverpool. Þáttur sem ætti að fara svipað vel/illa ofan í stuðningsmenn beggja liða.

Kristján hefur það fram yfir flesta (ef ekki alla) Íslendinga að hafa mætt Jurgen Klopp sem þjálfari og það má enginn missa af frásögn hans frá þeirra rimmu árið 2005. Okkar maður óþekktur þá og fullkomlega óður.

Kafli 1: 00:00 – Framtíð Mourinho hjá United og er hann á réttri leið?
Kafli 2: 19:10 – Þegar Kristján Guðmunds mætti Klopp
Kafli 3: 27:10 – Á hvaða leið er Klopp með Liverpool – (Maggi Már á Anfield)
Kafli 4: 31:30 – Öflugt unglingastarf United (þrátt fyrir Mourinho)
Kafli 5: 41:00 – Sameignilegt lið United og Liverpool
Kafli 6: 01:01:55 – Hvaða lið viljum við næst í Meistaradeildinni og möguleikar ensku liðanna
Kafli 7: 01:06:40 – Spá og vangaveltur fyrir leikinn um helgina

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV og stuðningsmaður Manchester United.

MP3: Þáttur 186

9 Comments

  1. Sælir,

    skemmtileg upphitun hjá ykkur, hafði gaman af þessu.

    Vildi aðeins koma með nokkra punkta fyrir minn mann Mourinho. Þið eruð duglegir að ýja að því hvað það sé honum að kenna að hann sé aldrei lengi á sama stað. Þá langaði mig að benda á þetta:
    – Hann hætti hjá Porto og Inter sem Evrópumeistari af því hann fékk starfstilboð hjá stærri félögum.
    – Frá því Abramovich tók við Chelsea þá á Mourinho tvær lengstu samfelldu stjórahrinur félagsins, í leikjum talið. (Roman hefur átt Chelsea í bráðum 15 ár, hann hefur skipt um stjóra 13 sinnum á þeim tíma.)
    – Aðeins Vincente del Bosque (233 leikir) er með lengri samfellda stjórahrinu en Mourinho (178) frá árinu 1974 hjá Real Madrid. Mou kom líka inn þegar Real Madrid hafði ekki komist lengra en 16-liða úrslit í CL í 6 ár í röð og breytti því, kom þeim strax í undanúrslit og gerði liðið að alvöru contender í Evrópu, sem liðið síðan byggði á eftir að Mou fór.
    – Mou lenti í vandræðum gagnvart klíku leikmanna Real vegna breytinga sem hann vildi gera, t.d. að taka Iker Casillas út úr liðinu. Breytingar sem reyndust bæta liðið, eins og sýndi sig eftir að Mou fór og Casillas hvarf líka á braut. Mourinho tekur erfiðar ákvarðanir, eins og allir stjórar þurfa að gera.

    – Mourinho hefur líka sannarlega gefið leikmönnum úr unglingastarfinu séns hjá þeim félögum sem hann hefur verið hjá, þrátt fyrir að hafa iðulega verið hjá félögum sem ekki eru þekkt fyrir þolinmæði. Og það að hann hafi ekki gefið ungum og efnilegum leikmönnum séns hjá Chelsea? Plís! Chelsea á endalaust magn af ungum og efnilegum leikmönnum sem verður mismikið úr, Mourinho var með geggjað lið þegar t.d. Salah og De Bruyne fóru annað og þáverandi leikmenn liðsins hafa staðfest að þessir leikmenn voru einfaldlega ekki nógu góðir til að komast nálægt liðinu á þeim tíma. Ekki endilega Mou að kenna.

    Annars fannst mér margir góðir punktar hjá ykkur, ég segi það ekki. Sérstaklega t.d. um De Gea 🙂 og auðvitað set ég alveg líka ýmis konar spurningamerki við Mourinho sem United-stuðningsmaður, rétt eins og margir Liverpool-stuðningsmenn hljóta að setja ákveðin spurningamerki við Klopp stundum.

    Er svo sammála Koppurunum að Jones sé betri en Smalling, og Bailly sé betri en þeir báðir 😛 Læt það vera að tækla umræðuna um stöðurnar framar á vellinum 😀

    Og þetta verður helvítis veisla á laugardaginn. Bæði lið nokkuð safe í CL-sætis-baráttunni eins og er svo þetta er pjúra barátta um montréttinn og heiðurinn. Bring it on! 😀

  2. Sælir félagar. Getur einhver sagt mér hvar maður horfir á leikinn. En ég verð stattur í berlín næsta laugardag .man ekki nafnið á barnum en sá einhvern segja fráhonum fyrr í vetur?

  3. Takk fyrir mig.

    Þetta var frábær þáttur og mjög skemmtilegur vinkill að fá Kristján inn. Hann stóð sig mjög vel og maður hélt að hann væri með öllum mjalla þangað til hann valdi lukúku og noSchanzes í liðið sitt í staðinn fyrir Bobby og Mané… Hahahhaha!

  4. This is Liverpool.
    http://m.fotbolti.net/news/08-03-2018/robertson-gaf-ungum-studningsmanni-treyju-af-firmino

    Fullmikið rætt um andstæðinginn en margir góðir vinklar.
    Eina ályktun dreg ég. Andstæðingar Liverpool hafa miklu meiri trú á liðinu okkar en við þorum sjálf.
    Það er rannsóknarefni.

    Sammäla að spennustigið muni ráða miklu og kröftug byrjun er mikilvæg. En menn þurfa að halda orkunni út leikinn og vera skynsamir á því sviði.
    Spennan magnast.
    YNWA

  5. Það er varla að maður hafi taugar í að horfa á þennan blessaða leik :/ Áfram Liverpool!

  6. Ekki láta svona okkar lið er með taugar í alla leiki í dag sé ekki fyrir mér að þeir fari að falla á prófinu þó að þetta sé ManU við erum eina liðið sem hefur unnið mun betra lið í deildinni og við höfum bara tapað 3 leikjum og ekki vegana taugastríðs 1 leikur sem tapaðist var ManC og þar lentum við manni undir á mót langbesta liði deildarinnar og leikur 2 TOT þar var Lovren karlinn átti sinn versta leik og hefur hann útskýrt það í fjölmiðlum (innbrot heima hjá honum) og því var hann fuckt í hausnum. 3 SWAN Algjör grís gerðu völl sinn að einvherju sorpi fyrir leik og áttu örugglega besta leik sinn síðan Gylfi yfirgaf þá og unnu óverðskuldað leikinn.
    hef sagt það áður og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér leikurinn fer 1-2 fyrir LFC en það verður ekki létt því ManU munu eiga sinn besta leik í vetur og það auðvitað á móti okkur en ekki hvað.

Liverpool í átta liða úrslitin!

Stórleikur á laugardaginn