Opinn þráður – Viljiði VAR núna?

Helgin gat ekki mögulega farið neitt verr á Englandi og ljóst að þó tapið á laugardaginn sé engin heimsendur þá takmarkar það aðeins svigrúm fyrir frekari mistök. Öll hin toppliðin unnu sína leiki. Chelsea eru ríkjandi meistarar og aðeins fjórum stigum á eftir Liverpool, við eigum eftir að mæta þeim á útivelli þannig að þeir eru alls ekkert út úr myndinni. Tottenham vann Bournemouth sannfærandi þrátt fyrir að Harry Kane hafi meiðst í stöðunni 1-1. Ef hann er mikið meiddur gæti það sannarlega bitið en ég myndi ekki treysta á það. Þeir hafa áður spilað án Kane og staðið sig vel.

Það var ekkert sem kom sérstaklega á óvart í leiknum gegn United, brandarinn um það hvort leikmenn, lið eða þjálfarar geti unnið á köldum og blautum þriðjudegi í Stoke á betur við um þetta United lið en Stoke í dag. Ekkert hægt að setja út á það eftir svona leik ef það virkar, rétt eins og með lið Tony Pulis og Sam Allardyce þarf Liverpool að bæta sig og finna leið til að vinna þessa leiki. Liverpool hefur gengið betur undanfarið gegn svona liðum en United liðið er auðvitað gríðarlega sterkt.

Síðan að Klopp tók við Liverpool hefur liðið spilað 98 leiki og er núna eftir tapið á Old Trafford með nákvæmlega sama stigafjölda og þeir á þessum tíma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður eftir aðra 98 leiki, sérstaklega ef þessir stjórar verða ennþá við stjórnvölin hjá sínum liðum.

Það sem ég erfiðast með að meta eftir leikinn um helgina er hvort Liverpool hafi verið eins steingelt og af er látið. Það er ljóst að United með sína þrjá 1,93m – 1,94m miðjumenn er erfitt að brjóta niður í stöðunni 1-0 á Old Trafford, hvað þá 2-0. Mourinho er þekktur fyrir að stilla upp liðum sem kunna að verja forystu og þó það nú væri að hann geti það með (lang)-næst dýrasta hóp deildarinnar (711m) og besta markmann í heimi. Það er bara ekki hægt að horfa framhjá þeim skiptum sem Liverpool náði að opna vörn United en fékk ekkert fyrir er þeir beittu öllum brögðum innan teigs, þrisvar gerði Liverpool sterklega tilkall til vítaspyrnu án árangurs. Það væri lítið mál að verjast Lukaku hinumegin ef nota mætti hendur, hanga á honum eða sparka hann niður, jafnvel kung fu sparka.

Mo Salah hefur ekki fengið eina vítaspyrnu í deildinni í vetur. Hann hefur einu sinni fengið víti og það var í bikarleiknum gegn WBA sem sami helvítis ullarhattur var að dæma, ekki það að Pawson hafi séð neitt athugavert við brotið, hann þurfti að fá 93 endursýningar úti á hliðarlínu til að sannfærast um víti sem allir í heiminum sáu við fyrstu endursýningu. Hugsið aðeins út í þetta, m.v. öll færin sem Salah hefur fengið í vetur og mörkin sem hann hefur skorað hefur aldrei verið brotið á honum innan teigs. Alveg ótrúlegt. Já eða til marks um dómgæsluna almennt. Atvikið í Newcastle leiknum um daginn var auðvitað með ólíkindum en það var litlu minna bull í United leiknum og núna innan teigs. Loksins þegar hann sleppur framhjá Young fær hann að hanga í Salah og stoppa hann án þess að vera refsað vegna þess að Salah er of heiðarlegur og lét sig ekki falla, engin vernd frá dómaratríóinu. Þetta er ástæðan fyrir því að sóknarmenn láta sig falla og fyrir mér eiga sóknarmenn Liverpool að láta sig falla á Old Trafford frekar en að treysta á dómara eins og Chris Pawson sem er vitavonlaus. Harry Kane og Lamela fengu víti fyrir að henda sér niður á Anfield, Alli reyndi það einnig í þeim leik en fékk gult. Hann hefur fengið víti síðan á álíka mikið “brot”.

Höfum í huga að þetta er dómarinn sem hikaði ekkert þegar hann dæmi gríðarlega soft víti á Lovren fyrr í vetur er Everton komst í fyrsta skipti yfir miðju í leiknum.

Rashford skorar og fagnar markinu með því að hlaupa upp að stúkunni og fagna með áhorfendum, þetta er smáatriði en í 100% tilvika á þetta að vera gult. Hann braut af sér skömmu seinna og átti þar að fjúka útaf. Hann gerði svo tilraun til þess aftur seinna í leiknum.

Annað smáatriði sem skiptir ekki miklu máli er þegar Alexis fékk að stoppa aukaspyrnu viljandi og tefja þannig en sleppa við gult. Það hafði engin áhrif á úrslitin en sagði helling um völd dómarans á leiknum. Tafir síðustu 25 mínúturnar og í uppbótartíma voru svo með ólíkindum.

Valencia (minnir mig) fékk að stoppa mjög góða fyrirgjöf Robertson með hendi sem annars var á leiðinni á Mane sem stóð dauðafrír á markteignum. Robertson var tíu metrum frá Valencia og hann var með hendur fyrir aftan bak og alls ekkert upp að líkamanum. Meira að segja Gary Neville var á því að þetta væri víti. Þriðja vítið er svo þegar Fellaini brýtur klaufalega á Mane sem einnig er almennt talið vera víti. Þó ekki nema eitt af þessum atvikum hefði fallið með Liverpool værum við að tala um allt annan leik.

Þess fyrir utan sleppur Valencia með gult fyrir kung fu takta við Mane af öllum mönnum sem fékk þriggja leikja bann og rautt í fyrri hálfleik fyrir ekki ósvipaða takta fyrr í vetur. Þetta er í annað sinn sem Valencia sleppur með gult fyrir svona brot í vetur hjá Pawson dómara.

Jú jú sóknarleikur Liverpool var alls ekki nógu góður enda spilaðist leikurinn eins illa og hugsast gat, spurning hvernig hann hefði flokkast hefði VAR hjálpað til við dómgæslu í þessum leik?

Eftir svona leiki er ekkert við fótboltaleiki sem ég myndi sakna svo mikið að ég vilji ekki VAR frekar. Það þarf bara einhverja aðeins skarpari en núverandi dómarahóp á Englandi að hjálpa til við að innleiða þetta. T.a.m. er alveg fáránlegt að dómari á vellinum verði að sjá atvikið sjálfur og taka ákvörðun um það út á hliðarlínu frekar en að hafa bara hæfan dómara að horfa á endursýningarnar sem tekur ákvarðanir sem snúa að VAR. Það tæki í 98% tilvika jafn langan tíma að koma skilaboðum til dómara og það tekur dómara núna að hlusta á mótmæli leikmanna.

Liverpool nýtur alveg góðs af vafaatriðum einnig, er ekki að halda öðru fram, en glætan að þetta jafnist út yfir tímabilið. Liverpool er fyrir það fyrsta svo miklu meira í sókn en andstæðingurinn allajafna að það er ekki raunhæft að halda því fram að þetta jafnist út. Bæði er þessi mýta bull og eins skiptir víti gegn Burnley seinna engu máli hvað þennan United leik varðar.

Þarna erum við að telja upp 3-5 stór vafaatriði sem öll falla með United í leiknum, ég held að Pawson sé ekkert hliðhollari þeim en Liverpool, ekki frekar en Everton. Ég held að hann sé bara lélegur dómari.

Það er hægt að týna meira til yfir veturinn án þess að fara yfir hvern leik aftur, Burnley fékk að brjóta á Salah innan teigs án þess að víti væri dæmt í leik sem endaði jafntefli. Vítið sem Everton fékk, Spurs fékk tvö vafasöm víti á Anfield og rangstöðumark Watford í uppbótartíma í stöðunni 2-3 kostaði tvö stig. Þessi atvik með United leiknum eru mögulega 9-11 stig, þó VAR myndi ekki ná nema helmingnum af þessu væri það þess virði fyrir mér.

Það er engin spurning að við getum talið til fleiri atvik, ekki endilega úr leikjum þar sem stig töpuðust. Eins atvik sem komu sér vel fyrir Liverpool. Eins er alveg ljóst að vafasamir dómar hafa komið niður á öðrum liðum sem við erum að keppa við. Pirrandi þegar það virðist vera sæmilega einföld lausn í boði.

Það var rosalega margt sem reyndi á taugarnar í þessum United leik og alls ekki hægt að kenna dómaranum einum um að tapa þessum leik. Hann hjálpaði alls ekkert en hvorugt marka United skrifast á dómarann, mörkin eru stóru mistökin í leiknum frá okkar sjónarhóli.

Við ræðum þetta allt saman betur í Podcasti annað kvöld.

38 Comments

  1. Aahh… Takk fyrir fræbæran pistil. Ég lykta af skítafýlu og sú fýla kemur frá FA, þar sem ákveðnir menn stjórna og vilja ekki að við náum flugi.

  2. VAR verður í framtíðinni – ekki nokkur spurning.

    Þarfnast slípunar en það er líka útaf dómurum sem þetta skiptir máli. Er algerlega sannfærður um það að Pawson leið verr eftir þennan leik heldur en WBA leikinn því ég held að hann hafi áttað sig á því í endursýningum að hann gerði mistök í stórum, stórum leik.

    Það vill enginn dómari lenda í – því það er auðvitað þannig að það er enginn “tolerance” fyrir mistökum í leiknum þó að stundum sé látið eins og það sé þannig.

  3. Það var góð umræða um VAR og dómaramál í sunnudagsþætti Sky um daginn þar sem blaðamenn hittast og fara yfir málin.

    Það er nokkuð ljóst að menn eru að læra á að nota tæknina með leiknum og það á eftir að taka tíma að fínpússa þessa hluti. Hinsvegar höfðu menn áhyggjur að það virðist vera mikil þrjóska hjá FA að skoða hvernig þetta er gert í íþróttum þar sem þetta hefur lukkast mun betur, i.e. rugby og bandaríska fótboltanum.
    Einnig eru menn nokkuð á því að meginvandamálið er mannlegt en ekki tæknilegt. VAR mun auka gæði góðra dómara, en það mun að sama skapa gera slæma dómara enn verri. Dómarar verða ekki eingöngu að vera í góðri þjálfun, með leikreglurnar á hreinu, góðar staðsetningar og allt það. Þeir þurfa að hafa nuts of steel. Bestu dómararnir eru þeir sem eru hugaðir, bæði til að taka erfiðar ákvarðanir við erfiðar aðstæður og hugaðir til að koma fram og viðurkenna mistök og þá læra af þeim.
    Alltaf talað um í denn að eina sem við fórum fram á var að dómarinn væri samkvæmur sjálfum sér. Það er, að línan sem hann fer eftir bitnar á báðum liðum. Jafnvel hægt að þola verstu dómarana svo framarlega sem sú lína er augljós.

  4. Ég held að Pawson hafi bara ekki þorað að taka neinar afgerandi ákvarðanir í þessum leik.
    Þorði ekki að spjalda Alexis fyrir að standa fyrir í skápur unnu, þorði ekki að lyfta rauðu í brotinu á mane og þorði ekki að dæma hendi/víti á Valencia. Önnur atriði er ég tilbúinn til að láta liggja á milli hluta en þessi þrjú vega þungt að því að þau gætu vart verið greinilegri.
    Held að Pawson sé bara svona soft dómari og ekki vaxinn svona stórum verkefnum.

  5. Ég vil að þeir lagi það áður en það er tekið upp í ensku, tekur því miður of langan tíma ennþá. En ekki spurning upp á framtíðina.

  6. Það bara verður að fá VAR með eitthverja með allavega grunnskólapróf til að fara yfir myndskeiðin svo það taki ekki marga tíma. Það var mikil skítalykt af þessum leik eins og svo oft áður á Liverpool man utd leik, fyrir utan að það var ekkert dæmt á mjög svo augljóst hendi innan teigs (hvernig sá enginn boltann taka 90°beygju er stórmerkilegt) þá voru hin brotin frekar gróf og augljós víti. Það þarf fá þessa tækni og núna strax til að draga úr því að dómarinn haldi meira með öðru liðinu en hinu sem er aldrei hægt að sanna en svo mjög oft bendir allt til þess dómarinn sé með öðru liðinu í liði, þá er ég ekkert endilega bara tala um okkur, við höfum alveg verið með dómarann með okkur í liði nokkrum sinnum, en með rosalega miklum tækniframförum ætti vera löngu búið loka á þetta “happa glapp” í dómgæslu, yfirleitt sé ég brotin á sjónvarpinu svona 10 sekúndum eftir þau gerast, og ef ég hafði rangt fyrir mér sést það strax, takið þetta til umhugsunar, það tekur 10 sekúndur sýna þetta í sjónvarpinu og er svo endurtekið 2-3 á mjög stuttum tíma en samt eru þeir í 5-10 mínútur taka ákvarðanir með 3 menn að horfa á sér útbúin skjá, það er skítalykt af þessu öllu.

  7. Held við verðum bara að kenna okkur sjálfum um. Hefðum átt að sjá við þessum útspörkum hjá Utd en mikið er þetta leiðinleg taktík hjá Móra alltaf hreint. En þetta virkar.

    En svona til að létta á manni þá er sú skemmtilega staðreynd í spilunum að Manchester City getur tryggt sér meistaratitilinn eftir tvær umferðir, sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að þá spila þeir einmitt á móti hinu liðinu í Manchester ; )

  8. Ég get umberið slæma leiki hjá okkar mönnum.
    Ég get umberið ódýr trix hjá andstæðingum.

    En ég get ekki umberið lélega dómara. Það er eiginlega það eina sem getur gert mig alveg brjálaðan yfir fótboltaleik.

    Ég get þó orðið óður af gleði yfir okkar mönnum, það er allt annað mál.

    Lélegir dómarar er svindlið í fótboltanum. Og því miður er nóg af þeim á Englandi þessi misserin.

    Er VAR lausnin?

    Dómarar sem virka ekki á mann sem skörpustu hnífarnir í skúffunni og eru athyglissjúkir í ofanálag verða aldrei góðir VAR dómarar.

    Það hljóta að vera einhverjir ungir og efnilegir dómarar á Englandi sem gætu aðlagast tækninni, karlar sem konur.
    Gefum þeim séns með VAR og sendum hina niður í þriðju deild.
    YNWA

  9. Alveg sammála þér, flottur, málefnalegur pistill. Gott líka að gera seinustu færslu minna sýnilega.

  10. 5#
    Fyrst að þessi pawson er svona rosalega soft og dæmdi viti á Lovren fyrir að klapp á bakið á móti everton, af hverju í f%*}* dæmdi hann þá ekki á sólarklár viti í þessum leik. Það skín algjörlega í gegn að okkar strákar fá minna dæmt en aðrir. Samsæri eða ekki, bara staðreynd!

  11. Láki (8) hvers eiga þeir að gjalda sem spila í þriðju deild.
    Góður pistill að vanda hjá EM.
    Ég vil helst ekki sjá VAR hræðist að það taki stemminguna úr boltanum en aftur á móti væri ég alveg til í betri dóma og dómara þannig að ég er ekki alveg samkvæmur sjálfum mér.
    Sammála Einari M að það hefði mátt dæma þrjú víti í leiknum við rútumóra og co.

  12. Mikið er ég sammála þessari samantekt. vel skrifað. Til upprifjunnar er hér vítaspyrnan sem var dæmd á Lovren á móti Everton. Í þessu samhengi öllu og þegar maður er búinn að horfa aftur á vítin sem ekki voru dæmd á MU er þetta bara grín. Það er eins og samræmið sé ekkert og tilviljanir ráði . Þetta er með hreinum ólíkindum, hér voru allir álitsgjafar sammála púra víti.
    Byrjar á 5:45

    https://www.youtube.com/watch?v=NUa60SyQCHo

  13. manutd settu greinilega alla orku í leikinn gegn okkur….geta ekki blautan i kvöld gegn sevilla

  14. Yndislegt að scums eru dottnir út, mjög verðskuldað. Vinnum CL!

  15. það þurfti ekki að bíða lengi til að létta lundina…….hahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha…….nú líður mér vel!!!!

  16. Ég veit ekki af hverju ég hef svo gaman af að sjá scums tapa 😉 😉

  17. MU gat fagnað á lagardaginn í keppninni um hverjir komast í CL.
    Liverpool heldur áfram að keppa í CL. Hahahahahahahhaha

  18. Eftir kvöldið í kvöld vil ég byrja á því að þakka mömmu og einnig pabba og að lokum Sevilla.

  19. Dásamlegt að fylgjast með Sevilla í kvöld. United fögnuðu 0-0 úrslitunum í útíleiknum eins og óðir menn. Þau úrslit dugðu víst skammt í kvöld þó svo að rútunni hafi verið lagt og freistað þess að vinna viðureignina í vítaspyrnukeppni. De Gea eins og svo oft áður bjargaði Utd. frá stærra tapi og hlutlausir dómarar reyndust einfaldlega of stór biti fyrir djöflanna að þessu sinni. Þurfum ekki að hafa áhyggjur af Tottenham eða United í 8 liða úrslitum þetta árið 🙂

  20. Horfiði á bikarleikinn sem Spurs spilaði við Rochdale í snjókomunni um daginn að mig minnir og þið viljið ekki var. Ekki nóg með að ákvarðanir tóku fáránlegan tíma heldur var svo dómarinn sem átti að fylgjast með skjánum alls ekki sammála öllu sem dæmt var. Spurs fékk td. Fáránlegt víti gefins þar. Algjörlega gagnslaust og eyðileggur leikinn.

  21. Ég hélt alltaf með Barcelona á Spáni en eftir framgöngu þeirra seinustu á til að ná leikmönnum af Liverpool hef ég ekki geð á að halda með þeim lengur. Mitt lið á Spáni er núna Sevilla. Glory Glory Sevilla

  22. Lineker Gerrard Skóls og Fredinard hrauna yfir Sóra og þetta hundleiðinlega utd lið sem er hugmyndalaust baráttulaust og algjörlega andlaust lið með öllu….

  23. Sæl og blessuð.

    Sevilla voru miklu betur skipulagðir en við vorum á laugardaginn og markvissir í langflestum aðgerðum. Þeir áttu svarið við öllum löngu boltunum sem skömms lúðruðu fram. Ekkert vandamál á þeim bænum enda á það ekki að vera það. Léku sér að vörn heimamanna og ég veit ekki hvað og hvað.

    Skömms greinilega búnir að klára á tankinum auðvitað eftir leikinn gegn okkur. Þeir voru stálheppnir gegn CP. Greinilega var allt gefið í, á laugardaginn var!

    Spennandi að sjá hvað gerist í drættinum! Vonandi lærðum við mikið á laugardaginn (muldraði með sjálfum mér að við hefðum átt að kaupa báða hafsenta Sevilla + markmanninn fyrir þessar 75 mills sem VvD kostaði!).

  24. Real Madrid
    Sevilla
    Barcelona/Chelsea
    Bayern
    Roma
    Juventus
    Man City

    Einhverjir óskamótherjar, aðeins ótrúlega sterk lið eftir. Ég myndi þó þyggja Roma eða Sevilla.

  25. alltaf jafn yndislegt að sja man scums að tapa leik, vonandi fáum við roma eða juve !

  26. Greinilegt eftir kvöldið að framlag ManUre í orlofssjóð dómarafélagsins nær eingöngu til dómara í FA.

  27. Tvö bestu lið Englands komin áfram í 8 liða úrslit – Chelsea dettur út á morgun

  28. Það er á dögum sem þessum sem maður getur prísað sig sælan að hafa jafn flottan stjóra og Klopp, en ekki einhvern leiðinda-Móra.

  29. Scums hljóta að vera sáttir við árangurinn í CL. Evrópudeildarlið getur ekki ætlast til að komast í top 8 í CL :):):)

Man Utd – Liverpool 2-1

Podcast – Hroðaleg helgi