Liverpool 5 – 0 Watford

Mörkin

1-0 Salah – 4. mín
2-0 Salah – Markamínútan
3-0 Firmino – 49. mín
4-0 Salah – 77. mín
5-0 Salah – 85. mín

Leikurinn

Leikurinn byrjaði í svolítilli snjókomu, sem þó var heldur á undanhaldi. Maður var ögn smeykur um að þetta myndi hafa áhrif á framlínuna okkar sem eru kannski ekki beint uppaldir á norðurslóðum, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Strax á 3. mínútu var Salah kominn í færi upp hægri vænginn, og mínútu síðar skoraði hann fyrsta markið eftir að hafa leikið varnarlínu Watford sundur og saman eftir góða sendingu frá Mané.

Síðan tók við tæplega 40 mínútna kafli þar sem lítið var um stórfréttir. Can þurfti að fara af velli eftir ca. 25 mínútur, og Milner tók við. Firmino slapp í gegn eftir hraðaupphlaup og fallega sendingu frá Salah, en setti boltann full nálægt markverði Watford sem tók boltann örugglega. Hinum megin þurfti Karius að taka einn skallabolta sem fór beint á hann, en átti að öðru leyti náðugan dag í markinu.

Það var svo á 43. mínútu sem Robertson og Mané tóku skemmtilegan þríhyrning vinstra megin á vallarhelmingi Watford, Robertson átti hina fullkomnu fyrirgjöf sem fór beint í lappirnar á Salah, og hann einfaldlega gat ekkert annað gert en skorað, algjörlega í takt við þessa leiktíð því Salah hefur jú ekki getað hætt að skora.

Seinni hálfleikur hófst svo eiginlega nákvæmlega eins og sá fyrri, nema að núna var það Firmino sem skoraði eftir að Salah hafði unnið boltann og sendi fyrir. Oxlade-Chamberlain kom svo inn á fyrir Winjaldum um miðjan síðari hálfleik. Þegar tæpt korter var svo til leiksloka fullkomnaði Salah þrennuna eftir laglega fótavinnu hjá Mané. Salah átti samt nóg eftir til að klára færið, en það voru líklega fjórir varnarmenn Watford að vandræðast í kringum hann, án árangurs. Í kjölfarið kom svo Danny Ings inn á í stað Firmino sem hafði átt góðan leik sem endranær. Ings átti eftir að setja mark sitt á leikinn, því hann átti gott færi nokkrum mínútum síðar, og hann “lagði upp” fjórða mark Salah með góðu skoti sem var varið en Salah hirti frákastið. Það var n.b. Salah sem átti sendinguna á Ings sem var óheppinn að skora ekki sjálfur.

Umræðan eftir leik

Mjög einfalt: Salah. Maðurinn var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool, og ákvað að bæta um betur og hafa þetta 4 mörk. Hann er kominn með 28 mörk í deildinni og 37 mörk í öllum keppnum. Það fer alveg að verða spurning um að kaupa faxtækið af Madrid? En já, hann fær að sjálfsögðu nafnbótina maður leiksins. Það er líka rétt að nefna að Karius var að næla sér í enn eitt hreina lakið, og er núna kominn yfir 50% hlutfall, þ.e. meira en helmingur leikja hans í deildinni hafa endað með hreinu laki. Eins og svo oft áður var liðið allt að spila vel, það var einna helst að manni fyndist Henderson vera aðeins úr takti á köflum, en það voru bara einstaka tilfelli. Líka rétt að minnast á frammistöðu Mané, þó hann kæmist ekki á blað átti hann mjög góðan leik og virtist á köflum liggja aðeins dýpra en áður.

Nú tekur við landsleikjahlé, Liverpool verður í 3ja sæti fram að næsta leik þar sem Tottenham lék í bikarnum. Næsti leikur er á móti Palace sem virðast vera að rétta aðeins úr kútnum, svo ekki verður það auðvelt. Síðan þarf að mæta einhverju liði úr Manchester, en við spáum í þá leiki síðar.

43 Comments

  1. Slökum all á með Salah og byrjum að tala um hversu fkn góður andy Robertson er

  2. #2 þegar þú ert með einn besta leikmann heims um þessar mundir þá er erfitt að tala ekki um hann 😀

  3. Þetta er í raun alveg nýtt territory hjá Mo Salah því viðlíka tímabil hefur varla sést utan Spánar. Gjörsamlega geggjaður.

  4. Hvað er hægt að segja um Salah sem er kominn með öll þessi mörk og marsmánuður er rétt hálfnaður = Masterclass

  5. Takk fyrir þessa sýningu Liverpool og maður dáðist af ákefðini sem var í gangi allan leikinn en liðið var á fullu alveg til lokaflaust þótt að staðan væri orðinn 5-0

    DJöfull hefði verið gaman að sjá Ings samt skora þarna í lokinn.

    Núna er smá pássa og vonar maður að leikmenn meiðast ekki í þessu landsleikjahlé.

  6. Maðurinn er 7 mörkum frá því að bæta markamet PL og 7 leikir eftir. Suarez skoraði 31. #Moshow

  7. MR Maggi hann er 4 morkum frá því hann er með 28 mork metið er 31 mark á 38 leikja tímabili það met eiga suarez,shearer og C.Ronaldo

  8. Frábær leikur hjá okkar mönnum !
    Skildi lítið í kaupunum á Andy Robertson en mikið hrikalega er kauði öflugur!
    Hann gæti spilað fyrir okkur í vinstri bakvarðarstöðunni í allnokkur ár!
    Salah er náttúrulega bara svindlkall.
    Enn að Palace leiknum,
    Ég verð á þeim leik á Selhurst Park og var að velta því fyrir mér hvort einhver hér hafi farið á þann völl og einnig hvort einhver viti hvar stuðningsmenn Liverpool hittist fyrir leiki í London?
    YNWA

  9. Ég veit það en samt sem áður bara 7 mörkum frá markameti PL, með 42 leikjum ef ég man rétt.

  10. Sælir félagar

    Robertsons á altt hrós skilið en þessi frammistaða Mo Salah er nánast engu lík. Hversu sem menn vilja hrósa mönnum, verðskuldað, eins og Robertson, Firmino, Mané og svo framvegis þá er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá Salah í þessum leik. Þetta var frammistaða uppá 10 enda fær hann 10 í einkunn hjá Sky sem hefur verið frekar spar á einkunnir til Liverpool manna hingað til.

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Allir lofa hinn hógværa Salah og ekki af ósekju en Andy Robertsson 8 milljón punda leikmaðurinn frá Hull eru samt ein bestu kaup Liverpool á síðari árum og hann er nú þegar orðinn einn besti vinstri bakvörður deildarinnar. Hann var notaður af mörgum hér á síðunni sem dæmi um meðalmennsku í innkaupastefnu Liverpool. Hans frammistaða og einnig frammistaða Salah segir miklu meira um Klopp en leikmennina sjálfa. Af kostgæfni velur hann ekki bara leikmenn með fótbolta hæfileika heldur ekki síður leikmenn með rétt hugarfar sem síðan smellpassa inn í kerfið hans og breytir þeim á nokkrum mánuðum í hágæðaleikmenn. Það læðist einnig að mér sá grunur að jafnvel Karius sé einn af þessum leikmönnum sem á eftir að stiga upp og breytast í hágæða markmann. Hann virðist vera á góðri leið með að eigna sér markmanns stöðuna og það verðskuldað. Ég er ekkert svo viss um að Salah blómstri á sama hátt í öðru liði. Kerfið hans Klopp er sem sniðið fyrir hann. Ég treysti Klopp fullkomlega og það læðist að mér sá grunur að eitthvað stórkostlegt eigi eftir að gerast í maí mánuði.

  12. #12

    Já, Robertson kaup tímabilsins á eftir Salah. Er búinn að leika nánast óaðfinnanlega í fjölmörgum leikjum, auðveldlega topp 3-4 vinstri bakvörður í deildinni. Enginn bjóst við þessu í haust, svo mikið er víst.

  13. Klopp kaupir og menn gapa. Síðan bætir leikmaðurinn sinn leik og allir hætta að gagnrýna kaupin. Eigum við Ekki bara að fara treysta honum og bíða með alla gagnrýni þar til tímabilið klárast. Þessi maður er snillingur og einu áhyggjur eru hvort við náum að halda honum. Sama hver fer hann finnur annan betri í staðinn.

  14. Klopp er hreinræktaður snillingur í innkaupum og hann stórbætir alla leikmenn sem hann þjálfar. Alveg öfugt við bitra fýlupúkann sem er á old trafford. Sá er nú ekki snjallari en svo að hann sá ekki hæfileikana í Salah hjá chelski. The special asshole.

  15. Takk fyrir fjörlegar umræður félagar. Salah er góður en hann gæti þetta ekki ef hann hefði ekki gott lið með sér, það er alveg öruggt. Hraði og ákafinn í liðinu er svo mikill að maður með þessa hæfileika nýtast til botns. Jú góð voru kaupin í þessum kappa en kaup tímabilsnis miðað við verð eru þó í Robertson. Ekki ætla ég að bera Salah saman við þá Messi og Ronaldo en hafa verður þó í huga að þeir leika í mörgum leikjum gegn slakari liðum heldur en Salah þar sem lið í neðri hluta Laliga eru ekki mikið betri en sum liðin í næstefstu deild á Englandi. Ég verð þó að segja varðandi einhver met þá er alltaf talað um PL eins og engin keppni hafi verið til áður en hún var stofnsett, hálf bjánaleg umræða. Netmiðlar eru svo uppteknir af því fram og til baka. Að verða enskur meistari árið 1970 er jafn merkilegt og að verða meistari árið 2018. Nafnabreytingin á deildinni úr 1. deild í PL er ekki merkilegri en að einhver lið leiki í annarri tegund af búningum. Miklu gáfulegra væri að miða við þegar fækkað var endanlega í efstu deild úr 22 liðum í 20, þremur árum eftir að PL var sett á fót. Held að metið á einu tímabili í efstu deild á Englandi hjá Liverpool sé 36 mörk hjá Gordon Hogdson tímabilið 1930-31. Roger Hunt skoraði 41 mark í næstefstu deild tímabilið 1961-62. Ian Rush á svo metið á einu tímabili í öllum keppnum tímabilið 1983-84 alls 47 mörk. Salah á ekki nein met hjá Liverpool fyrr en slær þessi met.

  16. Er ég eini sem var 100% á því að Robertson væri næsti til að “breaka out” sem vinsti bakvörður? Fannst það vera langbestu kaupinn hjá okkur í sumar, miðað við gæði og verð.

  17. Ef Real ætlar að kaupa Salah í sumar, þá kemur ekkert minna til greina en að selja hann á 200 m punda. Allavega finnst mér hann ekkert síðri en Neymar. Hann var að skora fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæstur í Evrópu af öllum sterkustu deildunum.

    Ég held það snúist reyndar mjög mikið um hann sjálfan hvort hann fari eða ekki. Ásetningurinn hjá Coutinho var mjög einsettur og því varð að láta hann fara. Ég er ekkert allt of viss að hann vilji fara eða það kæmi mér ekkert á óvart að hann gæti allavega hugsað sér að gefa okkur eitt tímabil til viðbótar, því það er augljóst mál að Liverpool er ekki mikið meira en tveimur til þremur leikmönnum frá því að vera hæft til að berjast við Man City um titilinn. Tvær stjörnur í réttum stöðum og einn hágæðaleikmaður. Þarf ekki mikið meira held ég.

  18. Þetta eru skynssamleg orð Brynjar. Það er gott að lesa viðtöl sem eru tekin við Salah þar sem hann lýsir því hversu félagið er honum kært, að hann vilji helst spila boltann sinn á Anfield. Fáir bjuggust við því sem hann hefur gert þennan veturinn. Andlegur og líkamlegur styrkur, combined, sem skilar gleði til fylgjenda klúbbsins. Mér er til efs að hann fari í bráð. Held að hann verði dedikeraður lengi. Þetta er gaur sem þykir vænt um Liverpool og fylgdi liðinu í æsku, að ég held. Stefnir allt í frábæra átt hjá LFC. Væri gott að geta haldið Can, svo er Keita á leiðinni, Klopp mun skrúfa hausinn rétt á Mané í sumar, því þar er world-class leikmaður. Manni finnst fátt vanta nema kannski ögn af breidd, upp á meiðsli og slíkt. Mikil gæði sem fengust með Dijk, og frammistöðu Kariusar síðust vikur. 2-3 heimsgæða leikmenn munu gera liðið okkar á pari við City. On we go.

  19. @19, m.v. lfchistory.net þá hefur enginn skorað meira á sínu fyrsta tímabili með klúbbnum

  20. Páló, mikið rétt. Enginn hefur skorað meira á fyrsta tímabili enda drengurinn býsna góður. Það hafa ekki allir aðkeyptir miklir markaskorar í sögu félagsins byrjað vel hjá klúbbnum samanber Ian Rush sem átti í miklum erfiðleikum með að koma tuðrunni í netið í fyrstu allmörgum leikjum.

  21. Hvaða snillingur er þessi stjóri sem við höfum og kallast Hr. Klopp. Hringir í landsliðsþjálfara og segir honum að spila manni sem er að stíga upp úr meiðslum. Fáheyrt.

  22. Í umfjöllun The Guardian um leik Liverpool og Watford kemur þessi snillar umsögn um frammistöðu Salah í leiknum.

    The really frightening thing was he barely broke sweat – his goals completely dismantled Watford yet he maintained a relaxed, smiley air throughout.

  23. Í þriðja marki Salah hefði Erik f… Lamela dottið þrisvar og fengið fjórar vítaspyrnur.

  24. Mr. Maggi. Klopp virðist mjög vel innréttaður maður og styðja sitt fólk alla leið. Hann veit líklega að það mun styrkja Lallana að komast í landsliðsverkefni. Klopp sýnir örlæti, það er hans stærsti styrkur sem stjóri á hæsta leveli. Mjög einlægur, um leið og hann er afar kröfuharður.

    Við hér á síðunni höfum mörg hver fylgst lengi með strákunum í rauða búningnum. Minnist þess ekki að hafa séð slíka gleði heilt yfir hópnum, eins og nú. Það er eitthvað virkilega sterkt þarna núna. Algjör dedíkeisjón gagnvart verkefninu. Þetta má þakka stuðningi stjórans við sinn mannskap, og svo vitanlega mjög góðum leikmönnum.

  25. Sannast sagna veit maður ekki hvað maður á að segja, svo mikil snild var þetta. Að grafa upp tvo snilla bara si svona, Salah og Robertson, á svo hlægilegu verði er reyndar ekki einleikið hjá Klopp, en sýnir hversu snjall hann er og hefur verið. Við óttumst eigi Man.C

    YNWA

  26. Það er búið að hæla Salah og Robertson mikið og er það vel en það sem gladdi mig mest fyrir utan úrslitin var Mane ótrúlega flottur leikur hjá strákunum.

  27. Þetta er allt voða gaman.
    Salah er undur og robertson heldur betur að minna mann á snilli klopp á leikmanna markaðnum.

    En það er líka gaman að skoða hvað það virðist stutt í þetta hjá klubbnum.
    Spáið í því að vera með Gerrard og alonso á miðsvæðinu í dag?

    Alltaf talað um að við séum einum hafsenti eða markmanni frá eitthverju….

    En ef Kevin De Bruyne væri í okkar liði eða Gerrard upp á sitt besta.
    Ég veit ekki mikið um keita en ef hann er í eitthverjum takti við kaupin á robertson tala nú ekki um salah .
    Hafið þið spáð í hvað það mun gera?

    Auðvitað hefur spjallið á Kop rúllað frá 100% biður í 0% í vetur.
    En held að innst inni erum við öll að hugsa það innst inni að það er mjög fá púsl eftir og mikið anskoti vona ég að biðin langa sé að fara taka enda.
    Við getum hrósað öllum þessum mönnum endalaust en Klopp er á endanum algjör lykil að öllu

  28. Það er allt svo rétt, kaupum dýrasta, kannski besta varnarmann í heimi, sem var ekki vanþörf á eigi liðið að vera á meðal bestu. Maður spyr sig, hvar getum við bætt okkur, til þess að vera perfect, sannast sagna vona ég að við verðum aldrei perfect. En ég vil sjá að það sé tekið út allt sem er ekki nógu gott. Hvar eru veikleikarnir? Hefur einhver svör við því?

    YNWA

  29. #35
    Veikleikar Liverpool í dag.

    Markvarðarstaðan er stórt spurningarmerki
    – Er Karius markvörður sem getur verið í liði sem ætla sér stóra hluti. Ef við skoðum markverði Man Utd, Man City, Tottenham og Chelsea þá erum við mun slakari en kannski getur hann bæt sig.

    Miðjumaður sem skapar
    – Við erum með vinnuhestana á miðsvæðinu og Lallana er oft meiddur þá væri gott að eiga miðjumann sem gæti skapað aðeins meira.

    Sóknarmaður
    – Bíddu við erum með Mane/Salah/Firminho er það ekki eins gott að það getur orðið? Jú en hvað ef einn eða tveir af þeim meiðast ? Þá eru Ings eða Solanke næstir inn og eru þeir nógu góðir til að leiða lið sem vill berjast á öllum vígstöðum.
    Ég væri til í að hafa einn annan hraðan og góðan sóknarsinnaðan leikmann(Zaha Palace væri góður í því hlutverki t.d)

    Erum við sáttir við varnarlínuna okkar?
    Við erum með tvo unga hægri bakverði sem hafa báðir verið að gera misstök í vetur en lofa báðir góðu. Clyne er svo búinn að missa af þessu tímabili
    Miðverðinir hafa verið vandamál en með Dijk þá er kominn meiri stöðuleiki og bara spurning um hvort að Matip eða Lovren eru nógu góðir með honum.
    Vinstribakvarðar staðan virðist vera í topp málum en ef Robertson meiðist getum við treyst Moreno sem er alltaf svo viltur?

    Liðið okkar er stórskemmtileg með flottum leikmönum en við þurfum kannski að fínpússa það aðeins í sumar og að fá 2-3 gæðaleikmenn inn væri óskandi.

    Miða við kaupstefnu Klopp það sem af er þá einfaldlega treysti ég honum 100% í þetta verkefni.

  30. Sæl og blessuð.

    Stórbrotin úrslit atarna og hreint með ólíkindum hvað Salah er dásamlegur leikmaður.

    En vandi fylgir vegsemd hverri og nú stendur liðið frammi fyrir því að (óvænt?) innan raða þess er leikmaður sem menn eru farnir að tala um að sé á pari við Messi. Það er m.ö.o. ekki í boðið að umbera veika hlekki í slíkum hópi. Nú þarf í raun að hífa nokkrar stöður upp um einn klassa því ekki kemur lengur annað til greina en að:

    1. Ná í a.m.k. einn bikar næsta tímabil
    2. Komast í topp 3-4 þetta tímabil
    3. Komast a.m.k. í undanúrslit í CL þetta tímabil
    4. Keppa um efstastætið í EPL næsta tímabil

    Bæði er það hneyksli að ná ekki sambærilegum árangri með slíkar lappir innan sinna raða og svo er það næsta víst að þær hlaupa frá okkur ef gæðin eru ekki nægileg.

    Þar af leiðir að:

    1. Nýr miðvörður (Bless Lovren og Matip). Vonandi vex Gomez upp í að verða fyrsta flokks miðvörður til viðbótar þann sem keyptur verður.
    2. Alvöru aðal/varamarkmaður (sólong Migno og takk fyrir alla fiskana)
    3. Miðjumann sem getur skorað fyrir utan teig (það eina sem við söknum eftir brottör Coutinho)
    4. Mögulega hávaxinn potara sem eykur breiddina í sóknarleiknum.
    5. Öflugan miðjumann sem kemur í stað Millners og Hendersons í lykilleikjum.
    6. Alvöru leikplan gegn Móra, Púlis og þeirra líkum.

    Þannig að … upp með veskið og buxurnar.

  31. Veit ekkert hvað ég get bætt við það sem sagt hefur verið en ég sá ekki ( helvítis djöflus ansk…) leikinn var seinkað í flugi frá London vegna veðurs sem við Íslendingar myndum kalla smá skúr bakvið hús. Er búinn að sjá highlight af leiknum er sammála öllu sem sagt hefur verið hér varðandi Salah og Robba , en ég er líka á því að Mané hafi verið að spila einn af sínum bestu leikjum fyrir liðið var að vinna boltann vel á miðjunni og koma honum í hratt spil upp eða inn í teiginn er eitthvað orðinn meiri liðsmaður en það sem maður sá fyrr í vetur hjá honum. Getur einhver farið í ransóknarvinnu á því hvor Dortmund aðdáendur hafi verið með þessa sömu tilfinningar og við innra með sér í lok annars heila tímabils Klopp hjá þeim ?

    Takk fyrir mig áfram LFC !

  32. Naby Keita maður leiksins á móti Bayern, skoraði og lagði upp sigurmarkið, nú hef ég ekki fylgst mikið með honum en hann verður væntanlega mikill styrkur fyrir okkur.

  33. Naby Keita með stjörnuleik í sigri a móti bæjurum í kvöld. Hann er stórt púsl sem okkur vantar, en hann kemur eftir skamman tima og ég get hreinlega ekki beðið. verðum hreinlega að tryggja okkur CL-sæti. Það er hræðilega mikilvægt.

  34. Horfði á Keita spila í dag og var flottur. Byrjaði mjög rólega átti svo frábæran kafla þar sem gæðin voru í heimsklassa en svo skildi ég ekki alveg afhverju hann var tekinn af velli.
    Þetta er virkilega flottur leikmaður sem á eftir að vera frábær viðbót við okkar hóp á næsta tímabili og menn munu gleyma E.Can strax ef sá kappi fer því að Keita er einfaldlega betri leikmaður að mínu mati á miðsvæðinu.

  35. Það voru margir hér sem hraunuðu yfir kaupunum á Robertson og sögði það mikið metnaðarleysi, en ég var ekki á því og sagði að hann væri stór demantur sem ætti eftir að slípa.
    Ég spyr eðlilega, hefðum við fengið Virgil síðasta sumar, hvernig væri staðan þá?
    Frábær leikur hjá okkar mönnum og mikil skemmtun að horfa á þá. En munið að það er stutt á milli gleði og sorgar í fótboltanum.
    Hafið það gott í þessu tilgangslausa landsleikjahléi.

  36. #42 Held að ef VVD hefði fengið meiri tíma þá værum við með fleiri stig það mun sjást betur á næsta tímabili.

    Robertson hvað skal segja ? hefur hann ekki komið mest á óvart held það en þetta sýnir enn og aftur Klopp kaupir ekki stjörnur hann býr þær til.

Byrjunarliðið gegn Watford

The Egyptian King