Það eru ekki margar vikur síðan allt fór á fullt í slúður pressunum og Liverpool var sagt vera greinilega á höttunum eftir nýjum markverði fyrir sumarið þar sem markvarðarstaða liðsins þótti nú ekki ýkja merkileg. Loris Karius hafði ekki spilað mikið í deildinni en stóð á milli stangana í Meistaradeildinni og Simon Mignolet var í þann mund að missa sæti sitt í byrjunarliðinu í deildinni.
Jan Oblak, Alisson Becker og Jack Butland dúkkuðu upp í þessum helstu miðlum og þótti orðið afar líklegt að Klopp leitaði að nýjum markverði. Ef ekki í janúar glugganum þá allavega í sumar. Allir voru undirbúnir því að nýr maður yrði á milli stangana í sumar.
Svo kemur að því að Mignolet fær sparkið og þarf að hlamma sér á tréverkið og Karius verður gerður að valkosti númer eitt, bæði í Meistaradeild og í deild. Klopp greindi frá því eftir að Karius kom óvænt í byrjunarliðið gegn Man City um miðjan janúar og gaf honum skýr skilaboð. Hann skildi taka sénsinn.
Klopp: “He is a really good goalkeeper and we brought him in because we wanted him to play. But of course Loris has to deliver and he knows that.”
Karius hefur leikið vel á leiktíðinni. Verið flottur í markinu í Meistaradeildinni og átt ágætis frammistöðu í deildinni síðan hann kom aftur inn í liðið. Hann er töluvert öðruvísi týpa af markverði en Mignolet og týpa sem hentar leikstíl liðsins töluvert betur. Hann er fljótur af línunni og mætir í 50-50 lausa bolta í kringum teiginn, hann hefur bjargað oft þannig en einnig lent í því að gefa tvær vítaspyrnur, önnur sem hann varði en hin orsakaði mark. Persónulega er ég hæst ánægður með þessi hlaup hans Karius, ég vil að markvörður liðsins mæti þessum boltum og taki áhættu.
Nú undanfarið höfum við heyrt fréttir af því að Liverpool ætli ekki að eltast við markvörð eins og Alisson Becker, sem hefur verið sterklega orðaður við liðið, og sjái Karius fyrir sér í lykilhlutverki á næstu leiktíð. Það gæti svo sem verið opinber lygi félagsins þar sem enn er mikið eftir af mótinu og Liverpool þarf Karius á tánum út leiktíðina.
Frammistaða Karius síðan hann kom inn hefur verið góð og má greinilega sjá að hann er kominn með aukið sjálfstraust í aðgerðum sínum. Hann virkar töluvert öruggari í úthlaupum í lausu boltana í háloftunum og þá sem sleppa í gegn, hann er vel á verði á milli stangana og tekið nokkrar mjög mikilvægar vörslur í undanförnum leikjum.
Hann hefur spilað 13 deildarleiki í vetur, fengið á sig 11 mörk og haldið hreinu í sex leikjum. Leikið 8 í Meistaradeildinni, haldið hreinu í fimm leikjum og fengið á sig 6 mörk. 21 leikur, 11 sinnum haldið hreinu og fengið á sig 17 mörk. Þetta er held ég bara nokkuð fín tölfræði hjá honum og sér í lagi þegar við sjáum að sex af þessum 17 mörkum hafa komið í tveimur leikjum (gegn City og Sevilla).
Loris Karius verður 25 ára í sumar og er að komast á góðan aldur – sama aldri og flestr aðrir lykilmenn liðsins – og hann hefur komið sterkur út úr ansi erfiðri stöðu undanfarna eina og hálfa leiktíð sem ungur markvörður í nýrri deild. Ég ætla ekki að telja það með þegar hann var í unglingastarfi Man City. Hann kom með gott orðspor frá Þýskalandi og það hefur verið einhver ástæða fyrir því að Klopp ákvað að fjárfesta í Karius. Erum við að fara að sjá ástæðuna fyrir því og hefur Klopp verið að koma honum hægt og rólega inn í liðið?
Hvað haldið þið, getur Karius verið markvörður liðsins á næstu leiktíð og er hann að sannfæra Klopp um að það þurfi ekki að kaupa mann í hans stað í sumar þó að hann hafi aðeins sýnt jákvæða hluti í stuttan tíma?
Vil því miður ennþá sjá okkur kaupa markmann city gerðu þetta í fyrra og svinvirkaði okkur vantar allison,Jorginho,de vrij eða álíka og svo er keita að koma þarna sé ég fyrir mér 4 nýja byrjunarliðsmenn í mikilvægar stöður ef við fáum þessa þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Liverpool vinni deildina eða í það minnsta keppi um hana fyrir alvöru og eigi góðar líkur í meistaradeildinni.
Málið er það að Liverpool þarf nauðsynlega að fá tvo heimsklassa varnarmenn . Karius er greinilega góður markvörður, en mistækur varnarleikur Liverpool getur slegið hvaða markvörð sem er út af laginu.
Karius gæti vel verið okkar framtíðar markvörður. Hann er enþá ungur og ætti að bæta sig en maður vill samt að liverpool einfaldlega kaupi í þessa stöðu tilbúinn markvörður á toppi ferils sem gerir fá misstök og bjargar c.a 10 stigum á tímabili.
Núna er staðan þannig á manni að ef markvörðuinn tapar ekki stigum fyrir liðið þá er maður sáttur á meðan að maður sér markverði toppliða bjarga þeim.
Þessi ákvörðun Klopp að gefa það út að Karius er númer 1 er samt að virka mjög vel og hefur komist meiri stöðuleiki í Karius og vonandi klárar hann tímabilið vel.
Já ég verð að viðurkenna að ég er farin að hafa trú á Karius og hann er búin að vera mjög flottur eftir að Klopp gaf honum traustið. ef hann stendur sig og bætir sig út leiktíðin má er ég til í að gefa honum annað tímabil. Varnarleikurinn er líka að skána sem hjálpar honum. Ég allavega ætla gefa honum sensinn bara 🙂
Eitt sem ég klikkaði á að koma inn á hérna að ofan:
Meti Klopp það þannig að Karius sé að gera nægilega vel til að verðskulda sætið á næstu leiktíð þá gæti það hugsanlega þýtt að félagið gæti eytt tíma, peningum og erfiði í að klára annað mál sem hefði annars verið neðar í forgangsröðinni. Til dæmis annar sóknarmaður, varnarmaður eða miðjumaður.
Ef félagið metur það þannig að það þurfi ekki að eyða 50-60 milljónum þá vonandi gæti verið farið í að bæta enn frekar aðrar stöður.
Þessi gæjji í messunni Nikulás er held ég vitlausasti og mest biased United maður sem ég hef heyrt tala það er rosalegt segir að salah verði kannski með 10 mork á næsta tímabili. Segir að mane salah Firmino muni aldrei endurtaka þetta tímabil í markaskorun og stoðsendingum á því næsta talar um að emre can sé eini miðjumaður Liverpool sem getur eitthvað. Segir að Salah se einn af kannski 3 bestu á tímabilinu þegar hann er spurður hvort hann sé sá besti á tímabilinu hvar dregur hann hina 2 úr rassgatinu á sér kdb okay hægt að segja það. Segir að Davíð silva sé besti leikmaður deildarinnar þessi gaur er gjörsamlega met fyrir United mann. Það var ástæða fyrir að maður nennir ekki þessari messu. United maður efri United mann. Fýla að horfa á skysports og Gary neville þar hann allavega er ekki bitur yfir öllu og reynir að vera sanngjarn
#6 – Hverjum er ekki sama hvað gæjarnir í Messunni röfla? Þeir eru ekkert merkilegri en við hin og ætti ekki að veita því sem þeir segja meiri athygli en nokkrum öðrum.
Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur færri mörk, um leið og heimsklassa miðvörður kom þá fækkaði mörkunum.
Karius er betri markvörður en Mignolet, en það er fyrst og fremst koma Van Dijk sem er að gera gæfumuninn.
Ég vil frekar nota peningana í frekari styrkingu á vörn, miðju og sókn.
Karius á bara eftir að verða betri.
Karíus er alveg sæmilegur markvörður og hefur staðið sig vel. Enn heimsklassamarkvörður er hann ekki og lið sem ætlar sér að berjast um alla titla þarf klassamenn í sem flestar stöður. Held samt að hann hafi staðið undir væntingum enda átti Mignolet að vera nr 1 og mikill kappi. Um fleiri er að ræða í liðinu sem hafa staðið sig betur eða miklu betur heldur en hlutverkið sem þeir voru fengnir í gaf tilefni til. Má þar nefna Milner, Robertsson og Klaven sem dæmi um það.
Varðandi markaskorun og markamun hef ég spurt mig spurningar um hvers vegna okkar góða lið þarf alltaf, amk á seinni árum, að hafa meira fyrir hverju stigi heldur en hin toppliðin. Jákvæð markatala er oftar en ekki betri en stigastaðan segir til um. Kíkti á deildina eftir að hún varð 20 liða 1995-96. Það kemur í ljós að Liverpool lendir að meðaltali í sæti nr 4,5 en ef markamismunurinn er skoðaður þá lendir liðið að jafnaði í sæti nr 4. Þetta er mikill munur en 12 sinnum hefur liðið verið með betri markamismun en stigastaðan segir til um, í 4 skipti lakari. Núna td er liðið með næstbestu markamismuninn en situr í 3. sæti. Það er því augljóst að Liverpool þarf að hafa meira fyrir hverju stigi heldur en hin toppliðin.
Það er virkilega frábært að hugsa til þess núna að það séu ekki margar stöður sem þarfnast uppfærslu. Af sem áður var.
Góð og skynsamleg pæling með Karius, nú sáum við t.d. Lloris gera slæm mistök í gær og hann og Cech eru á toppnum yfir mistök markvarða sem leiða til marka. Þar er hvorki Mignolet né Karius.
Við höfum hins vegar töluvert kvartað yfir því hversu fá skot þeir verja. Tölfræðin lýgur engu um það og það sem hún segir okkur er að þeir fá á sig mjög fá skot í hverjum leik, en oftar en ekki eru þetta úrslitaskot – þ.e. sem tryggir andstæðingum stig. Ég er ekki frá því að með tilkomu Van Dijk hafa þessi skot versnað – færin sem þessi skot koma úr eru verri og því auðveldara að verja þau.
Það sem mér þykir hins vegar jafnvel mikilvægara en markmannsstaðan er hin miðvarðarstaðan og hægri bakvarðarstaðan. Núna eru Matip og Lovren að berjast um stöðuna og síðustu þrjú mörk sem við höfum fengið á okkur hafa öll verið eins. Langur bolti, Matip/Lovren dregnir út úr stöðu af senternum, tapa skallaeinvígi og TAA er of seinn að átta sig. Mín skoðun er sú að við þurfum að selja annan þeirra, hafa hinn á bekknum sem þriðja kost, Klavan sem fjórða kost og kaupa nýjan af svipuðu kalíberi og Van Dijk. Hljótum að geta fundið einn slíkan.
Þá er hægri bakvarðarstaðan líka áhyggjuefni. Nú er Clyne byrjaður að æfa og ekki veit maður neitt um hvernig hann mun fúnkera á næsta tímabili. Hann er töluvert upgrade af TAA og Gomez og með tilkomu hans og nýs miðvarðar verður töluvert annað yfirbragð á vörninni. Þá munu andstæðingarnir allavega ekki targeta þetta svæði trekk í trekk og skora mörk þannig. Ég tek ekkert af TAA og Gomez, þeir eru bráðefnilegir en ef við ætlum að taka skref í viðbót og berjast af alvöru um titilinn á næsta tímabili þá eru þeir einfaldlega ekki nógu góðir enn sem komið er.
Ég er allavega á því að ef Karius klárar tímabilið án mistaka og með því að spila eins vel og hann hefur gert undanfarið þá er ekki sérstök ástæða til að kaupa nýjan markmann.
Frekar myndi ég telja nauðsynlegt að auka breiddina fram á við, því ef einhver hinna fremstu þriggja meiðist erum við í frekar vondum málum því varamennirnir þeirra eru svo langt langt fyrir neðan þá í getu. Ef við ætlum í titilbaráttu þá þurfa að vera 5 leikmenn af næstum því þessu kalíberi að berjast um þrjár stöður. Solanke, Ings, Sturridge og Origi eru bara því miður ansi langt frá því. Væntanlega verða Sturridge og Origi í það minnsta seldir og þá þarf að vanda vel valið á þeim sem koma í staðinn.
kaupa heimsklassa miðjumenn í sumar, fókusinn á að vera á miðjuna hún er okkar stærsta vandamál í dag.
hef engar áhyggjur af þessu,, klopp reddar þessu, verðum komnir með besta liðið í deildinni 2020.
Karíus verður kominn í landsliðsklassa á næsta tímabili, hann er klárlega framtíðin að mínu mati
Þrátt fyrir að Karius sé búinn að vera betri en hann var er ekki þar með sagt að hann sé besti markvörður í heiminum. Hann er 25 ára gamall, ekki 19 eða 20. Þetta lítur vissulega betur út fyrir hann núna en það gerði fyrir nokkrum mánuðum en eins og HÞ er að koma hérna inn á að þá er hann ekki í þeim klassa sem maður vill hafa sína markverði. Nú hef ég bara ekki guðmund um það hvort Alisson sé í þeim klassa. Ég gef ekki mikið fyrir markverði frá Brasilíu svo það þýðir ekki að benda á að hann sé landsliðsmaður Brassana en hef þó séð tvo leiki með Roma á seasoninu og þar leit hann vissulega vel út en hvorugur leikurinn var “stórleikur” svo lítið reyndi á Allisson.
Ég er á því að við þurfum að kaupa markvörð sem hefur reynslu úr bolta á stærsta sviðinu og augljósasta svarið er Oblak fyrir mér eða hreinlega að ráðast á Courtois hjá Chelsea. Er svo handviss um að hann væri meira en lítið til í að spila fyrir Klopp.
Aðeins varðandi hægri bak – TAA og sérstaklega Gomez finnst mér hafa leyst þessa stöðu af í fjarveru Clyne frábærlega og þrátt fyrir að Palace og eflaust fleiri lið hafa lagt á ráðin með það að fara upp vinstri vænginn hefur það heilt yfir gengið ágætlega hjá okkur að ráða við það. Mér finnst Clyne svona allt að því “solid” leikmaður, gerir ekki mörg mistök en munurinn á honum t.d. og Robertson er lygilegur ! Clyne með einhverja 37 leiki á síðasta seasoni og skilar 2 assistum og ég bara veit ekki hvursu oft ég snarbilaðist yfir kross eftir kross eftir kross eftir kross frá Clyne sem kom akkúrat ekkert út úr. Við þurfum því að hafa einhverjar allt aðrar áhyggjur en af hægri bakvarðarstöðunni þegar við þó getum boðið upp á 20 ára gamlan Alexander eða Gomez í þeirri stöðu á næsta tímabili.
Robertson er svo búinn að geirnegla vinstri bakvarðarstöðuna og mjög langt síðan maður þarf að hafa áhyggjur af þeirri stöðu á vellinum. Robertson minnir mig einna helst á Lizarazu þegar hann flögraði upp völlinn með Munich og franska landsliðinu.
Keita er að koma en Henderson og Milner eru ekki neinir Usainar Boltar svo það væri gaman að skreyta miðjuna með allavega einum sniðugum þar (Lesist; Isco)
Svo eitt lítið smáatriði í restina…náum í Lewandowski og okkur verður borgið.
Það er ekkert að því að styrkja markvarðarstöðuna.
Ekkert pláss fyrir tilfinningasemi.
Helsti ókosturinn væri ef það drægi úr kaupum í aðrar stöður.
Sem það. myndi sjálfsagt gera því ef það kæmi inn markmaður þá væri það einhver af þessum top 10 á 50+
Það verða einhverjar áhugaverðar breytingar á miðjunni hjá okkur í sumar fyrir utan Keita.
En klárum þetta tímabil fyrst.
YNWA
Man. City virðist stefna í að hvíla menn næstu helgi gegn United..
http://www.goal.com/en-gb/news/guardiola-ready-to-play-weakened-team-against-man-utd/1ezr38k1t308czwbn1xzzpywf
Ætli það
Mér finnst allavega eins og er mun gáfulegra að eyða peningum í aðrar stöður, eins og liðið er að spila í dag og þá aðallega miðjuna og vörnina. Ef að allar stöður þar eru orðnar eins sterkar og við getum gert þær þá má allveg skoða það hvort að það sé nóg eftir af aurum til að spreða í topp markmann, annars má bara geyma það.
Karius er bara búinn að vera nokkuð solid og að kaupa markmann í sumar á ekki að vera forgangsatriði ekki nema Mignolet fari eitthvert annað sem ég reikna ekki með. Ju ju að hafa heimsklassa markmann væri voða sexy og flott en alvöru talað þeir eru af skornum skammti og ekki víst að þeir breyti það miklu. Van Dijk hefur gert meira fyrir liðið en heimsklassa markmaður og ég væri frekar til í sterkari miðjumenn og bæta við í vörnina
Verð að viðurkenna að mér finnst þessi markmannsumræða alltaf hafa verið frekar skrýtin og óljós. Menn tala um að Mignolet fari í sumar og “heimsklassa” eða ” mjög öflugur” markamaður verði þá keyptur í staðinn til að keppa við Karius.
Gott og vel. Væri einhver hér sem eitthvað veit um markmannsmarkaðinn í heiminum að henda einhverjum nöfnum hérna inn?? Hvaða markmenn í heiminum eru svona miklu betri en okkar markmenn og eru hugsanlega á lausu? Þá er ég ekki að tala um markmenn sem við getum aldrei fengið og eru alls ekki á lausu, þ.e. markmenn stærstu samkeppnisaðila okkar í Englandi eða Neuer.
Með kveðju. Einn sem veit lítið um markmannsmarkaðinn í heiminum.
off topic. Vantar okkur ekki framherja? Þessi er víst einn af topp 10 í heiminum og á lausu í vor. 🙂
19# Siggi: finnst vanta eitthvað í þetta hjá þér, hver er þessi framherji? 🙂
Siggi teaser
Hver mundi ekki vilja Alisson Becker í sínu liði? Ég held Karius geti alveg tekið næsta skrefið og orðið ennþá betri, spurningin er eiginlega frekar hvort við viljum messi markvarðanna eða hvort við viljum leyfa karius verða topp markmaður í okkar röðum, allan daginn auðvitað vil ég besta kostinn. Er búinn vera fylgjast með Alissonn í smá tíma núna maðurinn er á De Gea leveli bara vantar stærra svið en Roma til að sýna það, sem verður í sumar held ég á heimsmeistaramótinu.