Leikmaður ársins

Við vissum þetta svosem, en PFA eru búnir að staðfesta það:

7 Comments

  1. Hef hreinlega ekki skilið umræðuna hvort Salah eða einhver annar ætti þetta meira skilið. 100% sanngjarnt val.
    Það vill til að leikmennirnir kusu. Ég hefði trúað FA til að klúðra þessu fullkomlega.

  2. Aðrir sem hafa unnið PFA hjá Liverpool eru:
    Terry McDermott 1980
    Kenny Daglish 1983
    Ian Rush 1984
    John Barnes 1988
    Steven Gerrard 2006
    Luis Suarez 2014
    og núna
    Mo Salah 2018

    Ekki slæmur hópur þarna.

    p.s reyndar hefur Kane kært úrskurðinn og sagst hafa átt rétt á þessari nafnbót og er með upptöku af því þegar mamma hans sagði honum að hann væri bestur því til sönnunar 😉

  3. Svo verðskuldað! Þvílíkur leikmaður og ekki síst þvílíkur maður. Gæði út í gegn.

  4. Menn sem vilja endalausar snertingar eru á niðurleið en það á ekki við um kónginn okkar held að hann viti ekki hvað snerting er því menn hafa reynt að toga hann niður án árangurs !!
    Til hamingju LIVERPOOL með að hafa svona góðan og heiðarlegan fótboltamann í liðinu.
    Ég spá í 3 frá honum á móti Roma !

  5. Svo hryllilega mikið verðskuldað! Stórkostlegur leikmaður og megi hann fá RISAsamning í sumar til 10 ára. Við erum líka að stórgræða á þessum leikmanni fjárhagslega því hálf Afríka dýrkar hann.

    Annars dálítið magnað að Liverpool skuli ekki eiga fleiri leikmenn ársins miðað við alla titlafjöldana.

  6. Sælir félagar

    Þetta er svo sannarlega verðskuldað og hefði reyndar verið hneyksli ef hann hefði ekki fengið þessa nafnbót. Til hamingju Mo Salah

    Það er nú þannig

    YNWA

Besta lið Liverpool?

Upphitun: Rómverjar eru klikk