Bobby Firmino hefur framlengt samning sinn við Liverpool um fimm ár og er nú sagður vera launahæsti leikmaður félagsins. Algjörlega frábærar fréttir enda Firmino einn af þremur mikilvægustu leikmönnum liðsins með Salah og Van Dijk.
Firmino hefur verið miklu hærra skrifaður meðal stuðningsmanna Liverpool undanfarin ár en þeirra sem fylgjast ekki jafn náið með liðinu en hefur verið að fá öllu meiri athygli í vetur og nokkuð ljóst að nánast öll topplið væru til í hafa slíkan leikmann í sóknarlínunni.
Auðvitað eru þessir samningar ekki mikils virði þannig séð, Coutinho var líka nýbúinn að skrifa undir samning þegar hann fór en maður hefur aðra tilfinningu með Firmino. Brottfarir Coutinho og Lucas voru smá áhyggjuefni með framtíð Firmino í huga enda bestu vinir hans í Liverpool og því gott að þetta er frá. Hann átti svo sannarlega skilið góða launahækkun.
Firmino er Liverpool mun mikilvægari en t.d. Coutinho var, sérstaklega í Klopp fótbolta. Hann er farinn að skila frábærum tölum hvað mörk og stoðsendingar varðar en sú tölfræði segir bara hálfa sögunna enda er Firmino þar að auki einn besti varnarmaður liðsins og skapar gríðarlega mikinn tíma og pláss fyrir samherja sína. Það er frábært að sjá muninn á sóknarleik Liverpool núna með fljóta menn í kringum Firmino öfugt við hvernig liðið var samansett þegar hann kom.
Næsta vetur verða því nánast allir lykilmenn liðsins með langtímasamning, Emre Can er sá eini sem ekki er með langan samning (ennþá). Van Dijk, Salah, Firmino og Keita verða allir með 4-5 ár eftir af sínum samningi.
Virkilega sáttur, klárlega einn af máttarstólpum liðsins, ég efaðist um að hann myndi skora nóg sem aðalsóknarmaður liðsins en sá hefur stigið upp.
Nú bara spy ég, eru menn búnir að sjá vídeóið af honum að skrifa undir… Hann rölltir inn flautandi og hendir í no look undirskrift og labbar út. Þetta er það svalasta sem ég hef séð
Firminio er geggjaður leikmaður og töffari!
Frábærar fréttir!
Snilld
Frábærar fréttir
Firminho er okkur mjög svo nauðsynlegur því að hann er oft sá sem leiðir hápressuna okkar og er þess valdandi að hinn liðinn tapa boltanum á hættulegum stað fyrir utan að honum hefur farið mikið fram í að skapa og skora undir Klopp.
Ekki tala um E.Can sem lykilmann í þessu liði.
110 milljónir á mánuði og hverrar krónu virði, ekki léleg laun þarna.
No look
Samkvæmt vefmiðlum eins og Guardian hljóðar nýi samningurinn upp á180 k á viku sem gerir Firminio að launahæsta leikmanni liðsins en van Dijk var áður hæstur með 150 k á viku. Nú er bara næst að gera nýjan samning við Salah, þ.e. hækka hann upp í 180 k, en hann er í dag með 120 k. Verðum sennilega líka að hækka Mane sem er með 90 k á viku.
Frábærar fréttir og kemur alls ekki á óvart. Mikilvægasti maðurinn í liðinu (Virgill og Mó skammt undan) og hann virðist vera mjög ánægður hjá klúbbnum. Svo er alls ekki sjálfgefið að hann (og m.a. Mó) myndi brillera eins mikið hjá liðum sem spila eitthvað annað en heavy metal.
Enn og aftur: frábærar fréttir!
Ég treysti því að hann virði nýja samniginn, a.m.k. miklu lengur en Filippus gerði.
væri til í að sjá flottan sóknarmann frá Brasilíu keyptan fyrir næsta vetur
Vonandi dettur Allan bara inn í hópinn sem varaskeifa á næsta tímabili og verður góður andlegur stuðningur við Firmino.
#5 – Can er án efa stór póstur í þessu liði og hefur verið feiki góður á þessu tímabili. Ef hann hefði ekki meiðst þá væri hann eitt af fyrstu nöfnunum á blað. Ég vona innilega að hann skrifi undir samning hjá Liverpool fyrir sumarið.
Vá hvað það var gaman að opna KOP vefinn og lesa fyrirsögnina og sjá svo videoið.
Frábærar fréttir. Kappi á þessu kaliberi vill greinilega spila í góðu liði sem hefur möguleika á titlum á hverju ári. Vonandi er þetta upphafið að því að leikmenn vilji vera í Liverpool alveg sama hvað þeir eru orðnir góðir og sama hvaða lið vilja fá þá. Nú er bara að kaupa skynsamlega í sumar og þá ekki neina miðlungspésa og fylla upp í skörðin sem eru hvað veikust.
Sælir félagar
Þetta eru bestu fréttir þessarar viku og ekkert toppar þær nema sigur á Roma og Chelsea og svo frábær kveðjuleikur deildarinnar á móti B&HA. Fyrir mér eru Firmino og Salah bestu menn liðsins og í raun legg ég þá að jöfnu. Næsti flokkur eru svo VvD og Mané ásamt Hendo, Milner, TA Arnold og Robertson. Þessir leikmenn teljast allir til lykilmanna liðsins nú um stundir. Aðrir sem eru góðir og nauðsynlegir liðsmenn en eru varla lykilmenn eru svo Wijnaldum, Lovren, Lallana og Can. Menn eins og Gomes, Clyne og Klavan er auðvitað nauðsynlegt að hafa ef í harðbakkann slær en þeir mættu samt vera betri.
Meiðslahrúgan Lallana hafði alla burði til að verða lykilmaður eins og hann spilaði í fyrra en endalaus meiðslasaga hans fer að setja hann út af sakramenntinu ef svo heldur fram sem horfir. Ings virðist ekki ætla að ná því sem ég vonaðist eftir og Gomes virðist vera búinn að missa hausinn. Clyne er og verður góður liðsmaður en ekkert meira en það. Keita verður vonandi í sama flokki og Firmino og Salah og llavega á pari við VvD og Mané sem eru bara hársbreidd frá því að ná toppnum.
Samkvæmt þessu þurfum við að breikka miðjuna (uppalningar?), fá einn alvöru miðvörð og einn sóknarmann á pari við “Þríeykið ógnvænlega” þannig að þeir hafi raunverulegan staðgengil ef á þarf að halda. Ég er ekki nógu kunnugur uppalningunum en vonandi fáum við breikkun í liðið þar í framtíðinni. Ég veit að Maggi hefur fylgst manna best með ungu strákunum okkar og getur ef til vill sagt eitthvað um það.
Það er nú þannig
YNWA
Frábærar fréttir. Einn mikilvægasti leikmaður okkar ef ekki sá mikilvægasti. Tek undir með öðrum að sumarið verður mjög mikilvægt. Uppbyggingin hjá Klopp er komin á þann stað að við erum einungis nokkrum kaupum frá því að vera með lið sem getur keppt um allt. Liðið hefur sýnt það í vetur að við getum skákað hvaða liði sem er en nú vantar bara herslumuninn og breiddina.
Vonandi verður Firmino svo í svipuðu stuði í Róm og hann var í fyrri leiknum!
Á kannski ekki við hér en leitt ef satt er .https://www.dailyrecord.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-no2-zeljko-buvac-quits-12452457
Sælir félagar.Er það rétt að Buvac sé hættur hjá Liverpool?
Snilld megum ekki við því að missa þennan snilling ?
Echo talar um pásu hjá Buvac af persónulegum ástæðum.
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-dismiss-zeljko-buvac-quit-14593526
Hræðilegt fyrir klúbbinn að missa Buvac.
Vona innilega að hlutirnir batni hjá honum og hann komi til baka eins fljótt og hægt er.
Hann og Klopp eru svona svipað par og Brian Clough og Peter Taylor.
Er hann farinn í pásu korteri fyrir einn mikilvægasta leik liðsins seinni ár? Þetta hljómar ofsalega mikið eins og hann sé hættur.
Klúbburinn segir að hann sé ekki hættur en stígi til hliðar tímabundið af persónulegum ástæðum. Eftir áralangt samstarf með Klopp hlýtur nú eitthvað mikið að hafa gengið á fyrst hann tekur þessa ákvörðun, og á þessum tímapunkti.
Ekki gott ef “heilinn” hans Klopp er farinn.
Salah svo á leið í 3ja leikja bann. Nú þurfum við að klára ROMA á miðvikudaginn og svo leggja rútunni gegn Chelsea og sækja þangað stig, þá er CL sætið tryggt.
Salah verður svo úthvíldur fyrir 26 mai 🙂
Hvað er að ske varðandi Salah, á að hafa rekið hendina í Stókara, auðvitað talað um kýlingu, og þá sennilega vegna þess að hann er ekki enskur, sbr. þegar Ings var kýldur, er í kapphlaupi um markakongstitilinn við englending, þá hvað? Hvert er álit fólks?
Hef ekki rekist á þessa frétt nema bara á mbl.is
Grunar að þeir hafi tekið þessar frétt uppúr Sun. Ef svo er, þá þarf ekki að eyða frekari orðum í þetta mál.
Á þessu myndbandi sem fylgir fréttinni, er ekki hægt að sjá að Salah sé að reyna slá mótherjann.
Gerrard að fara i aðstoðarstólinn…?
Þetta er frábærar fréttir!
Eyðsla klúbbana
Síðan Júní 2014
Kaup – Sala = eyðsla
Man City 496 m punda
Man utd 417 m
Arsenal 166 m
Everton 165 m
C.Palace 126 m
Chelsea 119 m
Leicester 113 m
West Ham 86 m
WBA 85 m
Stoke 65 m
Tottenham 50 m
LIVERPOOL 18 m
Swansea 27 m í gróða
Southampton 71m í gróða
Það ætti að vera smá í kassanum okkar 🙂
Á að drepa mann úr áhyggjum fyrir Roma-leikinn?
Átta leikmenn á meiðslalistanum og Buvac (heilinn) hættur í bili.
Annars eru þetta magnaðar tölur hjá Sigurði Einari. Miðað við þetta þá ættum við að getað styrkt hópinn okkar verulega í sumar og ekki síst AUKIÐ breiddina.