Podcast – back where we belong

Liverpool er komið aftur og mikið hrikalega er það gott, gaman og skemmtilegt. Það þarf enga sérfræðinga til að átta sig á dagskrá þáttarins í þessari viku en við fengum heldur betur sérfræðing til að vera með okkur að ræða þetta. Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill og fyrrum fréttastjóri var með okkur og hefur þegar boðið fram krafta sína til að laga ímynd Úkraínu núna strax undir lok mánaðarins.

Kafli 1: 00:00 – Hversu stórt afrek?
Kafli 2: 07:35 – Erfiðleikar við að komast á úrslitaleikinn
Kafli 3: 14:50 – Real Madríd
Kafli 4: 29:00 – Gengi Klopp í úrslitaleikjum
Kafli 5: 30:30 – Kudos á Roma liðið
Kafli 6: 39:40 – Hvaða kvimyndahandrit mynduð þið skrifa um leikmenn Liverpool?
Kafli 7: 45:30 – Stuttar fréttir: Buvac hættur – Gerrard til Rangers – Firmino framlengir
Kafli 8: 53:00 – Vangaveltur fyrir Chelsea

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Steingrímur Sævarr Ólafsson (http://saevarr.is/)

MP3: Þáttur 192

11 Comments

  1. Takk fyrir frábært podcast. Alltaf jafngaman að hlusta á ykkur.

    Ríkisstjórnin er klárlega vel mönnuð þegar kemur að fótbolta. Ekkert að því. 🙂

  2. Gæti trúað að Chelsea reyni að éta upp eitthvað af þessum markamun með stórsigri á sunnudaginn. Svipað og við reyndum gegn Palace 13/14 en klúðruðum því svo eftirminnilega í lokin.

    Með því að vinna 5-0 væri markamunurinn á liðunum kominn niður í 7 mörk og þeir með leik til góða. Held samt að við séum alltaf að fara að ná jafntefli úr þessum leik enda finnst mér Chelsea ekki hafa verið sannfærandi í síðustu leikjum. Voru stálheppnir að ná að merja þetta Swansea lið s.l. helgi. Spái þessu 1-1.

  3. Eftir að við vinnum meistaradeildina og eigum nóg af peningum. Vil ég sjá eftirtalda leikmenn klæðast Liverpool treyjunni fyrir næsta tímabil.
    1. Eric Bailly, hann er eh óánægður hjá Man Utd. Hann og Van Dijk yrði svakalegt og óvinnandi vígi.
    2. Antoine Griezmann, myndi smellpassa í búninginn.
    3. Jan Oblak markmann Atlético Madrid
    4. Semja strax við Can
    Smá draumaheimur en stórlið sem vinna Meistaradeildina geta leyft sér ýmislegt. Notum meðbyrinn. Það hljóta allir að vilja fara til Klopp og Liverpool.

  4. Frábært podcast takk fyrir mig. Sammála langflestu en finnst heldur mikil neikvæðni í kringum Chelsea leikinn. Finnst mjög líklegt að Klopp stilli upp sterkasta liði eftir 4 daga hvíld til að ná amk jafntefli og geta þá hvílt helminginn af lykilmönnunum á móti Brighton og að það væri ekkert stress og allir úthvíldir fyrir úrslitin. Spái 2-3 fyrir okkar mönnum í hörku leik

  5. Gott hjá ykkur að fá þennann fréttamann og mér finnst það gefa þessum þáttum meiri breidd þegar þið fáið utanaðkomandi með.
    En nú ætla ég að dissa Steina fyrir alveg einstaka fordóma út í Kiev og aðstæður þar,það var haldin þarna úrslitakeppni evropu árið 2012 og þessi völlur uppfyllir öll uefa skilyrði .
    Og mér finnst koma úr hörðustu átt að fólk frá Íslandi sem er dýrasta land í heimi sé að rífa kjaft yfir háu verðlagi á hótelum í 4 milljóna borg .Þó að landið sé fátækt og standi í styrjöld við Rússland þá er ekki þar með sagt að allt sé í kalda koli í höfuðborginni sem er vel að merkja sjarmerandi og þar getur maður eins og þessi Steini stndað sína uppohlads iiðju þegar hann er á fótboltferðum þ.a.s drekka bjór því að nóg er til af börum og næturklúbbum þarna ég get staðfest það og dömurnar sumar hverjar rosalegar sem getur verið mun hættulegra fyrir pyngjuna en en dyrt hotel .
    Svo Steini vertu ekki að þessu væli og skeltu þér til Kiev þú munt ekki sjá eftir því ef Liverpool vinnur sem verður að telja ansi líklegt.

  6. Hef það á tilfinningunni að við vinnum Chelsea og að Klopp muni stilla upp frekar sterku liði á móti þeim. Fannst eins og þónokkrir leikmenn spiluðu ekki eins stíft og þeir gera vanalega á miðvikudaginn og flestir munu því mæta sterkir í leikinn á sunnudaginn. 2 – 1 fyrir okkur er mín spá en gæti líka allveg séð okkur setja 3.

  7. Brighton tryggði veru sína í deildinni í gær með sigri á united, þeir höfðu 3 leiki til að tryggja sig uppi. Á móti united, City og Liverpool.
    Það hefði verið erfiðara að fá þá í seinasta leiknum ef að þeir hefðu tapað á móti manhcester liðunum, þannig að takk united 🙂

  8. #9 Óþarfi að þakka U, Brighton eru auðvitað miklu betra lið en þeir ?

  9. Flott pod-cast, takk kærlega fyrir mig. Við erum ekkert að fara að tapa á móti Chelsea á morgun. Við erum bara miklu betri en þeir. Undir stjórn Klopp hefur Liverpool aldrei tapað á móti Chelsea. Afhverju í ósköpunum ættum við að fara að taka upp á því núna?

Roma 4 – Liverpool 2

Chelsea á morgun