Meistaradeildarúrslit – leikþráður

Byrjunarliðið mætt

Karius

TAA- Van Dijk – Lovren – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Lallana, Can, Solanke

Ekkert óvænt hérna…nema að púlsmælirinn minn er að slá í 115!

KOMA SVO!!!!!!!!!!

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!!!!


Í dag er keppt um sennilega virtustu verðlaun sem félagslið getur unnið í knattpyrnu, “Big Ears” meistaradeildarbikarinn. Og OKKAR LIÐ er með í þessum leik. Með fullri virðingu þá leyfi ég mér að lofa því að 0% okkar reiknuðu með þessum árangri í haust og við ætlum sko heldur betur að njóta dagsins.

Sérstakar kveðjur fá félagar okkar sem sleikja nú sólina í Kiev, með góðar veigar syngjandi í 24ra stiga lofthita. Megi gleðin þar vara fram á nótt.

Fyrir okkur hin á meðan við teljum niður mínútur fram að tilkynningu byrjunarliðanna á skerinu okkar góða þá er alveg hægt að hita sig upp með að kíkja aðeins á YouTube…

Hér má finna senur frá Róm eftir að lokaflautið gall og miðinn til Kiev var staðfestur.

Við þurfum öll að kynna þjóðsönginn okkar nýja sem varð til í Porto í vetur, hér er tónleikaútgáfu með texta svo við öll getum tekið undir í gegnum daginn.

Svo eru hér tvö sem hljóma í Evrópuleikjum umfram önnur, fyrst er það We shall not be moved og síðan er pottþétt að það mun heyrast Bring on your Internazionale eins og sjá má þarna sungið í Porto, athugulir geta fundið mr. Sigurstein undir lok videosins og svei mér ef raddir mínar og Einars heyrast ekki þarna í fjarska.

Svo er það þjóðsöngurinn okkar allra. Ég valdi að setja inn hans merkasta dag að mínu mati. Istanbúl 2005 verður aldrei gleymt þeim sem það sáu live eða í sjónvarpi. Það að Reds nation brast í söng þegar liðið lenti 0-3 undir segir svo margt um trúna sem fylgir því að vera alrauður!

KRAKKAR – LET’S BRING IT HOME – BIG EARS MISSES HIS FAMILY AND LONGS TO RETURN

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan. Hendið endilega inn myndum af Liverpoolpartýum heima og erlendis!!!


Við uppfærum þráðinn þegar byrjunarliðin mæta….

87 Comments

  1. Það er gaman að vera púllari í dag, annaðhvort gengur maður frá borði eftir þetta tímabil sáttur eða í skýjunum. Klárlega „progress“ í gangi og hlakka ég til framtíðar undir stjórn klopparans.
    Ég ber þá von í brjósti að okkar ástkæru fái titilbragð í munn og hungur í meira eftir þennan dag.
    YNWA!!!

  2. Jæja, það er komið að sögustund.

    Árið er 2005, í lok maí nánar tiltekið. Liverpool er í Tyrklandi og er að fara að spila við AC Milan í úrslitum meistaradeildarinnar.

    Það þarf að fylgja sögunni að á þessum tíma var ég ekki jafn eldheitur aðdáandi eins og í dag. Vissulega var ég stuðningsmaður Liverpool, og hafði verið það síðan ég man eftir mér. En leyfði því meira að lifa svona í bakgrunni á þessum tíma. Það var ekki fyrr en síðar (eða um það leyti sem Rafa Benitez var rétt um það bil á útleið) að ég sá að svona gat þetta ekki gengið lengur, og fór að fylgjast nánar með liðinu, og svo fljótlega að horfa á (helst alla) leiki liðsins á netinu, nú og að hanga á vafasömum stuðningsmannasíðum fyrir og eftir leiki.

    En hvað um það. Þarna um vorið kom það upp úr dúrnum að við hjónaleysin áttum von á okkar fyrsta barni, og á sama tíma vorum við að gera upp íbúðina sem við bjuggum í.

    Ég vona því að mér fyrirgefist – svona í ljósi aðstæðna – að hafa tekið þá ákvörðun að leggja smíðarnar ekki til hliðar fyrir leikinn, heldur ákvað ég að nota tímann á meðan úrslitaleikurinn fór fram til að smíða, frekar en að horfa á leikinn, vitandi að nú yrði að halda vel á spöðunum áður en krílið kæmi í heiminn. En ég ákvað samt að taka stöðuna í hálfleik og gæti þá átt það inni að reyna að sjá seinni hálfleik ef stemmingin væri þannig.

    Ég man vel þegar ég heyrði fréttaþulinn í útvarpinu lesa: “Nú er hálfleikur í leik AC Milan og Liverpool í úrslitaleik meistaradeildarinnar, og staðan er 3-0 AC Milan í vil”. Aftur vona ég að mér fyrirgefist að hafa ákveðið að halda áfram með smíðarnar. “From doubters to believers” og allt það, ég hafði bara ekki meiri trú en þetta á að liðinu tækist að snúa þessu við.

    Og hvað er ég svo að gera núna þrettán árum síðar? Jú ég er að smíða. Það er reyndar ekkert barn á leiðinni, en það eru gestir frá Bandaríkjunum á leiðinni, og þau þurfa helst að geta notað herbergið sem ég er að vinna í í augnablikinu:

    Nú er spurningin: á ég að smíða fram að hálfleik og taka þá stöðuna? Því eins og við öll vitum eru það ekki endilega frammistöður leikmanna á vellinum sem skipta máli hvað úrslitin varðar, heldur eru það ákvarðanir stuðningsmanna sem búa á eyju lengst norður í Ballarhafi sem geta ráðið úrslitum.

    Hvað finnst ykkur? Smíða eða horfa?

  3. Vil henda à ad veitinga og skemmtistadurinn AUSTUR sem er I Austurstræti er komin med frabær adstod til ad horfa a leiki og tar med talin leikinn i kvold… mjog god sæti og godir skjair, einn flottastir stadurinn i borginni.. nog af sætinu og bordum lausum og her ætlum vid ad fagna titlinum okkar langt fram a nott.. kikidi endilega hingad i goda stemmningu.. 2 fyrir einn af ollum drykkjum fram ad leik… var bedin ad henda tessu inna fyrir goda vini mina…

    Annars er stressid ordid suddalegt og megi godur gud koma med bikarinn heim til Liverpook

  4. Ég er að farast úr spenningi og er satt að segja í stanslausu svitaáfalli (blanda af svitakasti og taugaáfalli).

    Til hamingju með daginn félagar.

    YNWA.

  5. Sæl og blessuð.

    Einhvers staðar í þráðum fyrri mánaða á þessari ágætu síðu spáði ég okkur öðru sætinu í deildinni og að við kæmumst í úrslit í þessari stórbrotnu keppni. Spáði reyndar að við féllum út eftir vító – en vissi það ekki þá að við fáum aldrei vítaspyrnu svo sá möguleiki er úti ..!

    Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn. RM má muna sinn túnfífil fegurri. Þeir hálf-álpuðust í gegnum keppnina, unnu vængbrotna Bæjara með heppni og engu mátti muna að aðrir leikir féllu þeim í óhag.

    Nú mega gæfudísir hvíla sig á þeim hvítklæddu. Þetta verður fagurrautt vorkvöld í Kiev.

  6. Daníel #3

    Í þetta sinn horfir þú á allan leikinn…… því í dag snýst þetta við…… 3 – 0 fyrir Liverpool í hálfleik! :O)

  7. Virkilega stressaður en að sama skapi ánægður með byrjunina að liverpool spilar sinn leik pressa hátt og láta þá ekki í friði

  8. Þessi ógeðslegi ramos á heima í mma ekki fótbolta ógeðslegur spilari

  9. Alveg frábært að ramos takist að eyðileggja úrslitaleik fyrir salah

  10. Af hverju i helvitinu flautadi hann ekki a thennan slatrara!! Dregur Salah nidur og leggst a hann. Dirty lid rm

  11. ramos er einhver mesti drullusokkur sem ég hef séð í fótbolta,fyrir utan kannski pepe sem var einmitt hjá real madrid!!! þvílíka rusl liðið sem þetta er!!

  12. Eins gott að klopp nái að blása lífi í liðið í hálfleik þeir eru algerlega hauslausir eftir að salah fór útaf

  13. Þó að Ramos sé almennt hundleiðinlegur leikmaður þá var ekkert að þessu einvígi. Gríðarlega svekkjandi að missa Salah út af en nú þurfa aðrir leikmenn að stíga upp.

  14. Klopp neglir þetta í hálfleik.
    Auðvitað sjokkeruðust menn við meiðsli Salah en koma brjálaðir inn í seinni.
    Koma svoooo
    YNWA

  15. Mæta svo brjálaðir í seinni hálfleik. Spila 45 mínútur lífs síns. YNWA

  16. #25 Ertu að grínast! Það loga allir vefmiðlar. Þetta var pura ásetningur! Ramos er skíthæll! HM er líka farið hjá Salah.

  17. Ekkert að þessu einvígi? Þetta er eins augljóst og það getur orðið, ramos klemmir hendina á Salah í þeim eina tilgangi að meiða hann.

  18. Ojjbara hvað Ramos er viðstyggilegur leikmaður, dregur Salah niður eins og í fjölda bragða glímu og lætur sig svo fljúga þegar hann ör Mané kljást. Klopp skrifar hausinn rétt á okkar menn í hálfleik!!

    Koma svo!!!!

  19. Fyrirgefðu Eyþór, en hvernig í fjandanum sérðu ekkert að þessu einvígi?

    Það er nokkuð augljóst að Ramos reynir aldrei við boltann og heldur handleggnum á honum þannig að hann fer úr lið þegar að hann dregur hann niður. Það er engin möguleiki á að það hafi verið ófart og sést augljóslega í endurtekningu.

  20. Sergio Ramos er ekkert a leiðinni að skíða pýramídana i Egypt ?? A næstunni

  21. Pjura asetningur hja thessu villidyri og audvitad a domari leiksins ad vita hversu dirty hann er og flauta a thetta og spjalda!

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!

  22. Ramos er svona Pepe v 2.0

    Að viljandi læsa handleggnum svona í mann og twista hann niður í úrslitum meistaradeildar og korter í HM.

    Ramos vinnur ógeðs verðlaun ársins. Mikið vona ég að hann lendi í úkraínskri bullu með hnifasett í vasanum

  23. Hvernig er hægt að vera svona hrikalega vitlaus og gera svona hrikaleg mistök í svona leik algerlega ótrúlegt

  24. Slökkti á sjónvarpinu eftir þetta bull hjá Karius.

    Það er endanlega að sannast að þarf að kaupa markmann í þetta lið, hann hefur átt góða spretti en markmaður sem á heima í CL liði tognar ekki svona á heila í úrslitaleiknum.

    Vona að einhver taki á sig smá bann fyrir að tveggja fóta fótbrjóta Ramos svo við þurfum ekki að sjá þetta ógeð spila knattspyrnu oftar.

  25. Bara prinsipp mál að selja Karius strax. Þetta eru yfirnáttúrulega gufurugluð mistök

  26. Ef það er hægt að tala um lukku hjá einu liði þá er það núna.

  27. Svakalegt mark og kanski stærsti munurinn að við skiptum lallana inná sem hefur ekki gert neitt í leiknum og þeir skipta inná bale og hann gerir markið sem skilur að liðin

  28. Er Lallana á vellinum? Ramos kláraði leikinn með því að taka Salah út

  29. Þýskur markmaður fæst gefins ! Efast um að einhver vilji taka hann, en burt með þetta drasl.

  30. Karius minn… ömurlegur endir á þessari leiktíð.

    Nýr markmaður keyptur í sumar. Engar taugar á ögurstundu.

  31. Karíus minn ertu ekki að fokking grínast í mér? Þér hefur tekist á eigin spýtur að tapa þessum leik!! Karíus vertu bless og gangi þér vel hjá næsta félagi.

  32. Hugsa nú að ferill Karius sé einfaldlega búinn á hæðsta leveli eftir þennan leik

  33. Það eina sem ég vonaðist eftir fyrir leikinn var að enginn leikmaður Liverpool myndi gera sig að fífli.
    Takk fyrir ekkert Karius.

  34. Gömlu góðu mútu-dagarnir eru greinilega ekki liðnir.

    Alveg sama hvað Karíus þykist.

  35. Karíus þarf ekki að stíga upp í vélina.
    Chernobil er hans destination.
    YNWA

  36. Karíus þu focking aumingji vona að þu verðir seldur til Þýskalands i Hamborg FC

  37. ræpuskita dauðans, kæri Karius. Hrikaleg mistök og því miður er efitt að sjá að einhver leið sé út úr þessu.

  38. Það er eitthver villa í markaskorunn á flestu miðlum segir Benzema með fyrsta markið og Bale með 3dja markið en ætti að vera merkt Karius.

  39. Það er leiðinlegt að þessi leikur skuli ráðast á niðurlægjingu eins manns. Ég finn til með Karius þessa stundina og á sama tíma er ég hundfúll að þessi staða skuli ekki hafa verið styrkt fyrir tímabilið. Það er hundfúllt að það þurfi að vera svona komið til þess að menn átti sig á að markvarðastaðann er og hefur verið vandamál.

  40. Jæja félagar þar fór um sjóferð þá það er margt sem er hægt að segja og ekki segja eftir þennan leik en við getum verið stolt af okkar mönnum fram að þessum leik það er bara þannig YNWA !

  41. klopp getur ekki unnið úrslitaleik ???? samt fínt 10 á móti 12…..??? karíus var trompið

  42. Eigum við ekki aðeins að skrifa þetta á Klopp,hann treystir því að fara inn í þetta síson með þessa tvo frábæru markmenn okkar.

  43. Finnst að menn eigi aðeins að róa sig, Karius gerir mistök en að óska þess að hann eigi að deyja o.s.f. er ekki eitthvað sem á heima hér.

    Leiðinlegt að leikurinn hafi farið svona, vona að Salah sé heill, liðið kemur sterkara að næsta ári.

  44. Erfitt að horfa uppa þetta – var sterkara stóran hluta leiksins en töpuðu á þunnum leikmannahóp

    Ef við horfum á björtu hliðarnar:
    – Ronaldo skoraði ekki
    – Snæfell þegar búið að leggja fram tilboð í Karíus (öruggar heimildir)
    – Páfinn lifir áfram!

    Svo sá ég ekki betur en að Klopp hafi sagt við Bale:
    “Af hverju kemurðu ekki til okkar? Þá fengir þú að byrja inná”.

  45. Við komum sterkari á næsta núna þarf að þjappa sér saman ekki fara benda á hina og þessa.
    Vorum að spila á móti besta liði og því reynslumesta í sögu CL.
    Einstaklingsmistök kostuðu okkur mikið í kvöld og mistum okkar besta mann útaf í fyrri það er engin skömm að þessu.

  46. Get ekki annað en vorkennt Karius en Liverpool þarf að fara all in og ná í Jan Oblak í markið.

  47. Ég ætla að segja það, þetta var geðveikur leikur!! Ekki fara að kenna Karius um þetta, við erum Liverpool og RM þurftu að meiða leikmann hjá okkur og treysta á einstaklings mistök til að vinna. VIÐ ERUM Á HÁRRÉTTRI leið með þetta lið!! Takk fyrir FRÁBÆRT tímabil!!

  48. Asnalegt af þulum stöð2sport að segja að það sé hlægilegt af karius að fara og biðja stuðningsmenn liverpool afsökunar. “Vandræðalegt af Karius að fara til
    stuðningmanna sinna og biðjast vægðar, ætti frekar að fara inn í klefa og skammast sín” Gæti ekki verið meira ósammála. Gott move hjá honum og vonandi mun einhver styðja hann næstu daga. Veitir ekki af .

  49. “70”Ég er hálfviti en sem betur fer ekki einn í þeim flokki var eitthvað að bulla í geðshræringunni. YNWA hlakka til næsta vetrar.

  50. Karius synir mikid hugrekki ad bidjast afsökunar og grata fyrir framan studningsmennina. Skil ekki hvernig hægt er ad tulka thad a annan hatt. Kemur ekki a ovart ad heyra islenskan lysanda telja thetta vandrædalegt. Thetta kallast ad vera fullordin og throskadur. Mer hefdi einmitt fundist lelegt ad lata sig hverfa, i stad thess ad owna mistökin og horfast i augu vid momentid. Thannig lærir madur af mistökum.

    Eg hed ad thridja markid hefdi ekki komid ef ekki hefdi verid fyrir fyrsta markid.

    Svo verd eg ad gefa Mane kredit. Hann steig upp eftir ad Salah for af velli. Syndi mikinn karakter.

    Liverpool verdur hungradasta lid álfunnar sem mætir til leiks a næsta seasoni! Lidid er græn oíla upp a vid, med atiganda i vörninni, lidsstyrkingu og menn ad koma ut meidslum a midjunni og svo besta sóknartríóid. Eg tel nidurstödu gærkvöldsins ekki hafa nein ahrif a hversu adladandi option LFC er fyrir heimsklassa leikmenn. Ef eitthvad er held eg ad thetta season hafi gert klubbinn mjög attractive!

    Thad er allavega mjög jakvædur stigandini thessu og thad verdur ekkert lid meira ready i kick-off i agust.

  51. Eg ætla bara ad reyna hugsa tetta jakvætt , frabært timabil okkar manna, hefdum aldrei I haust buist vid ad spila urslitaleik meistara deildarinnar.. . Olysanlega sart ad tapa leiknum i gær og eg hreinlega gret tad var bara tannig… en af missa Salah utaf for bara med leikinn, leikmenn og milljonir studningsmanna misstu truna vid tad, vorum betra lidid og liklegri adur en tad gerist… tetta er sart og verdur sart næstu daga en madur getur ekki annad en horft a tetta timabil sem frábært og ef einhvern timann er sens a ad gera atlogu af titlum ta er tad ad halda rett a spilunum i sumar, styrkja lidid med 4 alvoru leikmonnum og Keppa um alla titla à næsta timabil…

    Takk fyrir frabært timabil Klopp og Liverpool og megi tad næsta verda enn betra…

    YOU’LL NEVER WALK ALONE

Upphitun: Real Madríd í úrslitum Meistaradeildarinnar

Real Madrid 3 – Liverpool 1