Samþykkt tilboð í Fekir!

Allir áreiðanlegustu miðlar Englands og Frakklands virðast slá í sömu strengi í kvöld en samkvæmt því eiga Liverpool og Lyon að hafa komist að samkomulagi um kaupverð á sóknartengiliðnum Nabil Fekir. Mikil pressa hefur verið á Liverpool að ná að klára þennan díl fyrir HM en leikmaðurinn var nokkuð “óvænt” valinn í landsliðshópinn þegar Dimitry Payet meiddist í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Áhugi Liverpool á leikmanninum hefur ekki verið leyndarmál en bæði Fabinho, nýjasti leikmaður Liverpool, og Sadio Mane hafa svarað spurningum um leikmanninn á síðustu vikum. Forseti Lyon hefur alltaf gefið í skyn að Lyon liggur ekkert á að selja fyrirliða sinn og þá síðasta bara í dag sagði hann að ólíklegt væri að þeir myndu selja leikmanninn fyrr en eftir HM ef þeir myndu þá gera það.

Hins vegar er Liverpool staðráðið í að klára kaupin fyrir HM og geta fókuserað á næstu kaup sín og virðist það ætla að ganga í gegn komist hann í gegnum læknisskoðun. Samkvæmt helstu miðlum er kaupverðið 48 milljónir og aðrar fjórar milljónir í bónusgreiðslur sem verður að teljast mjög góður díll fyrir þennan leikmann sem var einn sá allra efnilegasti í Evrópu áður en hann meiddist á hné árið 2015 en hann hefur komið flottur til baka eftir það. Franskir miðlar vilja meina að kaupverðið sé nær sextíu milljónum punda en eflaust er þetta einhvers staðar þarna á milli.

Við komum með aðeins nánari umfjöllun um leikmanninn sjálfan og uppfærum þetta eftir því sem eitthvað gerist í þessum málum.

Hugsanlega gæti Liverpool farið á fullt við að ná að klára kaup á Alisson markverði Roma og Xerdan Shaqiri leikmanni Stoke en báðir munu þeir fara út til Rússlands í næstu viku.

71 Comments

  1. Veit ekki mikið um þennnann leikmann en það sem gleður mitt rauða hjarta er hvað klúbburinn er virkilega að negla takmörk sumarsins. Þetta prútt dæmi sem oft hefur verið issue er orðið að offers they cant refuse!!
    Gleði gleði.

  2. Veisla. Þetta er sá maður sem ég var spenntastir fyrir í sumar. Ég er vangefið spenntur fyrir þessum

  3. Jeij!

    Ég fylgdist með þessum aðeins í fyrra og þvílíkur unaðs-vinstrifótur.

    Veri hann velkominn í Klopp-vélina.

  4. En ef þetta verður ofan á þá er miðsvæðið orðið vel þétt.

    Milner, Lallana, Hendó, Grujic, Chamberlain, Gini. Hvern á að selja?

  5. Þar sem Klopp virðist varla slá feilspor í leikamannakaupum þá er maður orðinn ansi spenntur fyrir næsta timabíli! Ný miðja eins og hún leggur sig og ekkert slor leikmenn að mæta á svæðið. Spurninginn er bara hvað koma margir í viðbót? virðist ætla vera stórskemmtilegur gluggi fyrir okkur 😀

  6. Mikil lýst mér agalega vel á hvað Liveprool er að safna að sér leiðtogum, eitthvað sem Liverpool hefur vantað svo mikið síðastliðin ár. Fekir og Dijk báðir fyrirliðar sinna félaga fyrir félagaskipti og Naby Keita er fyrir liði síns landsliðs.

    Henderson14 –

    Ég sé ekki neinn fara í sumar, það sást vel í lok tímabilsins að okkur vantaði þessa breidd í hópinn og við erum að missa Can frá okkur.

  7. Sæl og blessuð.

    Liðið er að verða skuggalegt. Þarna koma leiðtogar á vettvang og jafnvel þótt meiðsli verði einhver í vetur þá er þykktin orðin bara allsvakaleg.

    Hrakfarirnar í Kænugarði hafa mögulega haft eitthvað um það að segja að sparibaukar voru brotnir og gengið var til verks af rausnarskap. Miðjan í þeim leik var auðvitað skelfileg (þótt aðrar stöður hafi vissulega verið enn verri)! Það var rosalegt að þurfa að segja Lallana og Can inn á þegar féndur hnyklað vöðvana svo um munaði með gæðamannskap af bekknum.

    Það eina sem stendur eftir, neikvætt, við þessi svaðalegu kaup er spurningin sístæða: hvað verður um börnin?

    Hvert fara Woodburn og co? Eru þeir dæmdir til láns eða jafnvel sölu???

  8. Sælir félagar

    Hvílík hamingja ef satt reynist. Þessi leikmaður er sá sem ég vildi helst að yrði keyptur. Klopp og félagar eru að setja saman geðveikan hóp. Til hamingju pullarar og velkominn Nabil Fekir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Núna er miðjan allt í einu orðin best mönnuð hjá okkur hvað breidd varðar. Leikmenn eins og Lallana og Henderson eru með það mikil gæði að þeir gætu alveg eins orðið byrjunarliðsmenn og haldið einhverjum af þessum gaurum úti. Mér sýnist samt að þetta sé algjör uppfæring á miðjunni. Allir þessir þrír nýju leikmenn fara beint inn í byrjunarliðið samkvæmt öllu eðlilegu.

    Fekir getur spilað líka verið í stöðunni hans Firmino sem skiptir gríðarlega miklu máli upp á breiddina. Núna finnst mér mest liggja á að finna Vængmann og topp markmann. Ef það tekst er Liverpool á góðri leið að nálgast Man City í gæðum.

  10. Keita #8 Fekir #10 Fabinho#3
    Ég er svo gamaldags að mér finnst að alvörumenn eigi að fá alvöru númer.. Oblak #1 já takk..

  11. Þar fauk öll upphæðin út um gluggann sem við fengum fyrir árangurinn í CL.

    Hefði ekki verið betra að kaupa Tomma tæklara og Láka looser? Hægt að kaupa þá fyrir sömu upphæð. Algjört bargin.

    Mmuuuuuuuuuuhhaaaaaaa

  12. Couthino (150 millur) = Keita, Fabhino & Fekir (150 millur) = 0. 🙂

  13. Fabinho inn fyrir Can, síðan þarf að styrkja hópinn:
    Keita fyrir miðjuna, Feikir í sóknina.

    Það sem vantar er Markvörður, ef maður vill alvöru markvörslur þá er Oblac maðurinn en ef maður vill mann sem getur spilað boltanum að öryggi og ráðið teignum, sem klopp vill sennilega er Alisson maðurinn. Síðan vantar Miðvörð, eg myndi villja betri miðvörð og selja Klavan.

    Ef þetta gerðist þá væri Klavan, Sturage auk Migs seldir og það sem er grundvallaratriði, ENGINN ANNAR.

    Ef Shaqiri kemur er það bara til að auka breidd og maður myndi vona að hann fengi ekki mikinn spilatíma, og einmitt það fær mann til að efast um þau kaup en miðað við meiðslasöguna síðasta tímabil gæti verið gott að geta gripið til Þannig manns en það má ekki gleyma því að Wilson og Woodburn eru ári eldri.

  14. There is no deal yet in place between the relevant parties, but Liverpool are expected to try to finalise an agreement before Saturday.
    Lyon president Jean-Michel Aulas has ruled out finding a resolution before the World Cup begins, though, saying the deal is at a “standstill”.

    Skysports

  15. Það er ekkert komið enn, ég trúi þessu þegar ég sé (Staðfest) slúðrið segir að hann hafi fallið á læknisskoðun og svo að ekkert sé til í að þetta sé frágengið , ég vona það besta , frábær leikmaður !

  16. Getur verið að Fekir hafi farið í læknisskoðun til að þrýsta á að komast til Liverpool en forseti Lion stendur fastur við sinn keip og er að vonast til þess að fleirri lið fari að keppast um þennan bita svo verðið á honum hækki ? Kannski er ástæðan sú að hann hafi heimildir fyrir því að önnur stórlið hafi áhuga á honum eða hann er að vonast að tíminn vinni með honum og þrýsti þannig á Liverpool að bjóða mun hærra verð en þeir hugðu í fyrstu.

    Mér finnst að Liverpool eigi að halda fast við sína kaupastefnu og kvika hvergi frá henni. Hún er augljóslega að snarvirka. Þeir eiga að nýta peningina eins vel og unt er og ef verðmiðinn á Fekir er einfaldlega of hár, þá eiga þeir hiklaust að leita að öðrum leikmanni sem hefur sambærileg gæði sem er ekki of dýr eða bara bíða eins og þeir gerðu með Van Dijk.

    Það eru ekki mörg lið í heiminum sem geta boðið 50m punda í leikmann og það eru til mörg lið sem myndu selja sinn besta leikmann fyrir þann pening, sem þýðir í raun að annað hvort verður annar kostur skoðaður eða Lion er með óánægðan leikmann í sínum röðum og 50m pundum fátækari.

  17. Þegar Fekir birtist í Liverpool búning á opinberi mynd , þá er hann leikmaður okkar. Það er svo auðvelt að búa til “frétt” í dag. Það er bara ekki hægt að trúa neinu í þessu.

  18. #19
    “Það eru ekki mörg lið í heiminum sem geta boðið 50m punda í leikmann og það eru til mörg lið sem myndu selja sinn besta leikmann fyrir þann pening, sem þýðir í raun að annað hvort verður annar kostur skoðaður eða Lion er með óánægðan leikmann í sínum röðum og 50m pundum fátækari.”

    Sums it up, gott að halda með topp 6 klúbb.

  19. Maddock on Lyon Denial
    Lyon issued a strongly-worded statement about Nabil Fekir’s proposed move to Liverpool this morning – but David Maddock has a simple explanation.

    “It is understood that as a publicly listed company Lyon are obliged to ensure any information that may affect share price is denied until any deal is officially completed – and the deal will not be done until the results of any medical are assessed and confirmed.”

  20. Veit ekki neitt um Fekir, aðallega af því að ég fylgist ekkert með frönskum fótbolta en ég er afskaplega ánægður með það að Liverpool virðist vera að landa sínum helstu skotmörkum og eru að gera það hratt. Það er líka frábært upp á að þessir leikmenn koma svo inn í hópinn beint eftir HM og ná undirbúningstímabilinu með liðinu.

    Frábær byrjun á sumrinu! Þ.e.a.s ef þeir klára Fekir og helst líka Shaqiri upp á breiddina!

  21. þetta er klappað og klárt.. núna þurfum við að finna einhvern í markið í staðinn fyrir karíus og baktus.

  22. Staðan er þannig að það er ekki búið að samþykkja kaupverð en talið er að hann fái 140þ pund á viku í 5 ár ef af þessu verður.

    Lyon vilja mjólka þetta eins og þeir geta og ef það verður ekki klárað í dag þá verður þetta ekki klárað næstu vikunar því að Frakkar eru að fara á morgun til Rússlands.

  23. Hvað verður um aumingja Divock Origi og Daniel Sturridge?
    Sjaldan hefur maður séð feril eins leikmanns hrapa jafn ört og hjá Sturridge kallinum.

  24. Þeir hefðu nú mátt falsa þessa mynd aðeins betur. Í fyrsta lagi stendur 07/06 á henni og læknisskoðunin fer fram í dag 08/06 og það er aldrei tekið viðtal við leikmenn fyrr en þeir eru orðnir leikmenn Liverpool og það er ekki enn búið að ganga frá samningi.

    Ég vona innilega að þetta sé Jinks hjá mér en mér sýnist nú ekki.

  25. Madur er ad bilast a tessu mali og.vill fara fa stadfest. Ef. Vid klarum tennan Dreng ta erum vid heldur betur bunir ad eyda og styrkja lidid sidan I januar, med Van Dijk og Keita asamt Fabinho og Fekir eru frarnar um 210 milljonir punda i leimlkmenn en fengum a moti 142 fyrir Coutinho svo tetta eru um 70 i minus, ta er bara taka alvoru markmann og myndi alveg þyggja Shaqiri fyrir 12 milljonir uppa breiddona, skoradi 8 og lagdi upp 7 fyrir arfaslakt STOKE lifid i vetur..

  26. Sælir félagar

    Þá er Emre Can farinn og það er vel. Ég sakna hans ekki enda hefur hann áttað sig á að maður af hans kaliber á engan séns í komandi byrjunarliði Liverpool. Að fá Nabil Fekir í staðinn væri dásamlegt og mikil uppfærsla í getu. Var að sjá aðan að Liverpool væri búið að samþykkja 60 mp fyrir Fekir og frá þessu yrði gengið á morgun. Vonandi er það bæði satt og rétt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Nabil Fekir er að sjálfsögðu ekki að koma í stað Emre can, en að fá Naby Keita, Fabinho og Fekir er gríðarlega uppfærsla á miðju seinasta tímabils.
    Fáranlega spenntur fyrir vetrinum

  28. Engin sérstakur söknuður af E.Can en ömmuboltinn á ítalíu hentar honum eflaust betur þar sem hann er hægur leikmaður þó hann búi yfir ágætis gæðum þá munum við ekki taka eftir því ef við urðum betri við að Coutinho fór frá okkur.

  29. Mér finnst menn heldur fljótir að gleyma. Væru ekki sami mannskapur að fagna því ef Can hefði skrifað undir nýjan samning og sá mannskapur sem er að tala um að hann sé enginn missir. Ég er allaveganna einn af þeim sem finnst hundleiðinlegt að missa hann frá okkur, þá sérstaklega frítt. Hann er með hæfileika og potential alveg tvímælalaust og á besta aldri. Skelfilegt að missa leikmann af þessu kaliberi frítt í burtu, hefði vel verið hægt að fá 40 milljónir fyrir hann.

  30. Mjög vont að missa Can en að sama skapi þá finnst mér einn stærsti kostur liðsins vera hversu góður mórall geislar af þeim. Ef einhver vill ekki vera í liðinu þá er best að hann sé ekki í liðinu að mínu mati en það er virkilega blóðugt að missa hann frítt.. þó hann hafi ekki kostað formúgu á sínum tíma.

  31. Engin ástæða að drulla yfir Can.
    Hann lagði alltaf allt sitt fram. Sannur atvinnumaður.
    Stundum var það ekki nóg því hann þurfti alltaf sinn tíma eftir meiðsli til að komast almennilega aftur í gang.
    En það voru líka öflugar syrpur.
    Nú færir hann sig um set og gangi honum vel á nýjum stað. Aðrir koma inn í staðinn og þróun liðsins heldur áfram, fram á við.
    YNWA

  32. Hápunkturinn hjá Can var auðvitað stórkostlega hjólhestaspyrnan gegn Watford sem tryggði okkur inní CL í fyrra. https://youtu.be/CLZmdxnLj-M

    Þurfum ekkert að pirrast á brottför Emre Can enda betri menn að koma inn. Stórgræddum á Coutinho svo það þarf ekkert að hágráta að hafa ekkert fengið fyrir mann sem við borguðum bara 10m punda fyrir. Can gerði það sem hann gat á uppbyggingartímabili Liverpool. Horfum frekar fram á veginn í stað þess að hnýta í einhver smáatriði.
    Róa sig líka með Fekir. Hann verður staðfestur á næstu dögum. Lyon ætla bara að mjólka þetta eins og þeir geta en niðurstaðan verður sú sama. Höfum verið orðaðir við hann síðan í mars og bara geggjað að klára þetta á þennan hátt. Fleiri stórlið haft áhuga á báðum leikmönnum en hann og Fabinho bara harðneitað að fara neitt annað en til Liverpool. Það er frábært og sýnir mátt Klopp og þess jákvæða fótbolta sem liðið okkar er að spila.

    Nú er bara að losa sig við skemmd epli eins og Sturridge og stoppa í þau fáu göt sem eru eftir. Markmannsstaðan ætti að vera næst. Vonandi erum við að tala þar um Allison eða Oblak í stað einhvers varamarkmanns hjá Barcelona.

    Áfram Liverpool.

  33. Keita, Fabinho og Fekir fyrir 150 milljónir….Liverpool er ekkert að fara spila upp á 2.sætið

  34. Liverpool Echo segir að það hafi verið fengið second opinion útaf hnénu á honum en það hafi verið afgreitt og allt í góðu.

  35. Núna voru að berast fréttir um að Liverpool séu líklega hættir við kaupinn. Þeir eru hræddir við hnéð á kappanum sem þeir telja að gæti verið framtíðarvandamál.

  36. Það er ekki hægt að eyða vænni gommu í leikmann sem verður síðan í sömu sporum og Lallana og Sturridge. Með rosalega mikil gæði en alltaf á sjúkrabörunum.

    Ef Fekir stenst ekki læknisskoðun þá er miklu betra að líta annað. Hitt er að það er engu trúandi i þessari fjölmiðlaveröld. Blaðamenn virðast ítrekað ljúga uppfréttir til þess að skapa umfjöllun. Skondnast þótti mér þegar Fellaini var orðaður við Liverpool.

  37. Það er ekki búið að hætta við. En þetta verður líklega ekki tilkynnt fyrr en eftir HM. Hefur með það að gera að Lyon er skráð hlutafélag í Frakklandi og hvar þessi sala dettur inn á fjárhagsárið. Þetra er skv Echo.

  38. var að detta inn núna að liverpool séu hættir við fekir og viðræðum sé hætt.

    greinilegt að hnéið á honum er í rusli þar sem liverpool bakkaði út.

  39. Er ekkert einfalt við þennan klúbb. Dæs……

    Það er e-h meira í þessu. Nú væri flott að heyra frá Liverpool

  40. Skv Mirror reyndi LFC að fá verðið (sem búið var að semja um) lækkað vegna áhyggja af hné leikmannsins. Það fór ekki vel í Lyon.

    Ef þetta er rétt þá er þetta fáránlegt. Ef það er vafi með fitness á gaurnum þá á ekki að lækka verðið heldur hætta við.

    En ef hann stóðst læknisskoðun þá borga bara verðið sem búið var að semja um. Óþolandi.

  41. vonandi bara að hann verði ekki keyptur af tottenham eða man utd og verði ógeðslega góður :/ var spenntur yfir þessum kappa:(

  42. Ég veit ekki hvað þeir reykja í Lyon, alltaf keyrt undirgöngin. Rauðvín eru ekki á borðum.
    En næst þegar ég keyri þau mun ég opna gluggann og hrópa: Tu es fou

  43. Voðalega eru menn tense.
    Ef gæinn er með ónýtt hné þrátt fyrir augljósa hæfileika þá á bara að snúa sér að einhverjum öðrum.
    Enska deildin með geðveikina í des og jan er ekki fyrir hnjaskaða lukkuriddara.
    Þeir gera ekkert fyrir okkur í gym-inu.
    Pollurinn er fullur af fiskum sem vilja taka fluguna okkar.

    YNWA

  44. Enn ein vonbrigðin í sambandi við leikmannakaup hjá þessum blessaða klúbb.

  45. hann er nógu góður í hnéskelinni fyrir Franska landsliðið en ekki fyrir lækna LFC ? Það er eitthvað rangt í þessu, en hvað það er kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir WC.

  46. Ogedslega svekkjandi en áttum okkur samt a einu, erum ju bara ad tala um litlar 52 milljonir punda i okkar augun en eg for adeins ad hugsa tetta og komst ta ad tvi ad 52 milljonir punda eru um 8 tusund milljonir og i raun ekkerrt mjog margir leikmenn I sogunni sem hafa kostad meira en 50 milljonir punda.. tad er verid ad reka fyrirtæki, peningurinn var klar og vid hættum ekkert vid med dílinn klaran bara uppa djokid..

    Nuna er bara svekkja sig Ja en madur verdur ad treysta okkar monnum, Klopp tarf nuna ad hrista eitthvad annad fram ur erminni og hingad til hefur hann vart stigid feilspor a leikmannamarkadnum.. tessi stada verdur styrkt og tad eru til fleiri godir leikmenn I heiminum og jafnvel betri en Fekir tott eg hafi verid óendanlega spenntur fyrir honum…

    Eg treysti Klopp og tad kemur vonandi bara eitthvad enn meira spennandi en Fekir 🙂

  47. Hvað eru menn að svekkja sig á því að klúbburinn bakki úr viðræðum ef það kemur í ljós að hnéð á gaurnum er laskað. Vilja menn í alvöru annan Sturridge á næstum 60 m punda. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að byggja upp lið ef mannskapurinn er alltaf meiddur.

    Annars er þessi Coutinho hjá Barca að standa sig ágætlega. 60m punda í hann og málið er dautt.

  48. nr.58 – hvað spilar franska landsliðið marga leiki á ári ? Franska landsliðið er ekki að taka neina fjárhagslega áhættu með því að láta hann spila. Hann spilar og EF eitthvað kemur uppá hjá honum, kalla þeir næsta mann inn.

    LFC er að byggja upp lið framtíðarinnar – þeir gera það ekki með því að eyða 52 milljónum í “kannski mann” – sem ef hann mundi svo meiðast í sept/okt þá væri breiddin horfin á einni tæklingu og 52milljónir farnar fyrir bí.

    Það er ekki hægt að bera saman landslið sem róterar mönnum að vild frítt og félagslið sem er að leggja allt undir þegar þeir kaupa mann.

  49. hvaða væl er þetta,,gott move hjá klúbbnum að prútta/hætta við gallaða vöru,,,höfum við ekki nóg af svoleiðis t.d Lallana. Gott væri að við myndum bara selja hann, meiddur og svo passar hann ekki í þetta kerfi hjá Klopp…bara farþegi þegar hann kemur inná…..hvað gera menn í bílakaupum ? borga menn uppsett verð ef menn finna eitthvað að ??? nei það held ég ekki. Þannig að þetta er bara mjög gott verklag hjá klúbbnum…..

  50. Ég verð að viðurkenna það að ég dáist frekar að FSG að bakka frekar út úr samræðum ef þeir telja ekki öruggt að Fekir geti haldist heill heilt tímabil. Peningurinn sem þeir eru að bjóða er rosalega mikill og það er miklu skynsamlegra að fjárfesta frekar í öðrum leikmanni með sambærilega hæfileika. Forseti Lyon er líklega sjálfum sér verstur, því ef þetta er rétt, munu allir klúbbar gera nákvæmlega hið sama ef þeir fara í samningaviðræður við hann. Raunvirðið á Fekir er einfaldlega of hátt.

    Það er nóg af bitum þarna úti og þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Ef Plan B möguleikinn stenst læknisskoðun, þá eru miklu meiri líkur á að hann standist allar prófraunir í ensku deildinni.

    Ef Lallana helst heill, þá erum við nú þegar með leikmann sem er með sambærileg gæði og Fekir. Klopp hefur ítrekað sagt að Lallana er forsenda þess að Liverpool geti spilað þann fótbolta sem hann vill að það spili. En það segir sig sjálft að það er með öllu vonlaust að vera með tvo leikmenn sem eru svipað líklegir að meiðast og Lallana og því er miklu skynsamlegra að leita annað.

  51. Sammála strákar. Ef leikmaðurinn er svo óheppinn að standast ekki okkar læknisskoðun þá eigum við að kaupa aðra leikmenn sem bjóða ekki uppá þessa meiðsla áhættu. Ég treysti FSG, Edwards og Klopp 100% til að versla rétt inn. Þeir hafa nú heldur betur staðið sig vel í síðustu gluggum. Ekkert pogba/sanches drasl í gangi á okkar bæ.
    Vonandi náum við 2-3 wc-leikmönnum í viðbót í sumar!

  52. Sæl og blessuð.

    Knattspyrnumaður með laskað hné á að fara á amk. 75% afslætti … og jafnvel þá er ekkert stórsniðugt að kaup’ann.

    Nú er bara að horfa í kringum sig. Það er nú ekkert lögmál að kaupa menn FYRIR HM. Sjáum hvað setur. Verður það Albert eða Arnór Ingvi?

  53. Ég er alveg sammála því að kaupa ekki skemmda vöru og ætla að reyna halda ró minni treysta frekar klúbbnum og Klopp til að klára réttu kaupin.

  54. Þetta er samt enginn meiðslapési. Hann meiðist illa sept 2015 og er frá 2/3 af ári. Síðan þá meiðst 2svar í tæpan eða rúmlegan mánuð. Hefur komið nokkuð vel tilbaka eftir meiðslin þannig séð.

    En meiðslin 2015 voru það slæm(cruciate ligament rupture) að þetta er mikil fjárhagsleg áhætta. Skil alveg ákvörðun LFC í þessu að hætta við kaupin en samt skrýtið að fara prútta þegar búið er að samþykkja upphæð. Þetta er ungur leikmaður sem eins og margir aðrir hafa meiðst illa en komið til baka. Það er mjög ólíklegt að LFC muni snúast hugur um þennan leikmann og þykir mér það miður. Það er áhætta í öllum leikmannakaupum og það væri ólýsanlega svekkjandi ef hann endar í öðru liði í EPL og brillerar.

  55. Þegar tilboðið var gert þá vissu menn alveg af þessum hnémeiðslum, það hefur bara eh meira komið fram í læknisskoðuninni sem lækna teyminu hefur ekki litist á.

Opinn þráður – Karius, slúður og Lijnders

SIR Kenny Dalglish