Þær ánægjulegu fréttir bárust í gær að breska krúnan hefði tekið ákvörðun um að aðla King Kenny Dalglish og verður það staðfest nú á næstu vikum þegar drottningin kallar hann til sín, dúkkar sverði á axlir og staðfestir riddaratign hans.
Við gerum okkur held ég ekki grein fyrir því hversu stórt er litið á þessa orðu. Með virðingu fyrir okkar Fálkaorðu þá erum við færri um þá hitu og henni fylgir ekki sú tign í hjörtum fólks og er í Bretlandi. Dalglish-nafnið er nú komið í breska annála sem ná langt út fyrir íþróttakreðsuna og verður þar löngu eftir að við höfum hætt að skrifa inn á síðuna.
Dalglish sjálfur er hógværðin uppmáluð að venju og bendir á aðra íþróttamenn og stjórnendur sem hefðu verið a.m.k. jafn verðir þessa titils en um leið greinum við auðvitað þann heiður sem hann upplifir að fá titilinn.
Ég held að enginn núlifandi vera sé meiri táknmynd Liverpool FC en King Kenny Dalglish. Hann fékk það stóra hlutverk að fylgja í skó Kevin Keegan og það segir eiginlega allt bara að ári síðar voru bara allir búnir að gleyma þeim geggjaða hrokkinhærða framherja og frá fyrsta degi varð KD7 elskaður í Liverpool. Við sem munum eftir frammistöðum hans getum ornað okkur við gríðarmargar minningar um sigrana hans, mín sterkasta var FA Cup úrslitaleikurinn 1986 þegar hann fór fyrir liðinu sínu sem framkvæmdastjóri og tryggði einu “The double” í sögu félagsins. En vá hvað margar aðrar eru til.
Sem stjóri bjó hann til lið sem var þess tíma langskemmtilegasta “pass-and-move” lið í Evrópu en vegna bannsins á ensk lið náðu þeir ekki nema í heimatitla. Dagurinn sem hann hætti var dimmur en sá þegar hann kom til baka bjartur. Ég grenjaði báða dagana, af ólíkum ástæðum.
Fyrir utan fótboltann hefur karlinn heldur betur tekið til sín í samfélagsmálum. Dagarnir í kringum Hillsboroughslysið voru heldur betur prófraun fyrir félagið okkar og þar fór King Kenny fremstur í flokki, fór á allar jarðarfarir sem hann mögulega gat ásamt magnaðri eiginkonu sinni Marinu og kom fram fyrir hönd félagsins þaðan frá á ótal stöðum þegar farið var yfir málið.
Hann er fæddur sigurvegari, náði árangri með Blackburn Rovers og Celtic í stjórastólnum og síðasti bikar sem settur hefur verið í geymslu kom undir hans stjórn, deildarbikarinn 2012. Þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið að halda áfram með liðið og röng ráðning hafi komið í hans kjölfar þá sáu FSG til þess að hann yrði áfram á stalli klúbbsins okkar og á liðnu leiktímabili var nafn hans sett á næststærstu stúkuna á Anfield, sem var virðingarvottur við hæfi.
Ég mun ekkert fella tár þegar orðin “Arise Sir Kenny Dalglish” verða sett í loftið en það er virkilega ánægjulegt að King Kenny sé settur á þann stall sem honum ber, á meðal breska aðalsins. Þar eiga Kóngar heima!!!
Loksins! Löngu timabært
Til hamingju öll! YNWA
Við sem höfum fengið að fylgjast með Sir King Kenny Dalglish frá upphafi, gegnum sætt og súrt, sem leikmanni, stjóra og alltumlykjandi utanvallar almætti Liverpool fjölskyldunnar, vitum að sjaldan hefur þessi nafnbót ratað á réttari stað.
Heiðurinn er þinn Sir.
YNWA
Sælir félagar
Lengi hefur Sir King Kenny átt sér stað í hjarta már stað sem enginn leikmaður mun hrekja hann úr. Sir Kenny var einstakur fótboltamaður á sinni tíð og er í mínum huga samhliða de Stefano, Puskaz, Pele, Maradona, Messi og ef til vill fleirum – Mo Salah ef til vill í framtíðinni. Pollarar eins og Dalglish, Rush, og það gullaldarlið sem þeir voru í ásamt Gerrard og Carra, allir þessir menn eru hluti af sögu sem Sir Kenny tók gífurlegan þátt í að móta. Til Hamingju Sir Kenny Daldlish og takk fyrir allt, alltaf.
Það er nú þannig
YNWA
Glæsilegt og verðskuldað.
Til lukku Sir Kenny
Þessi maður þarf enga titla frá afætum til að sanna mikilvægi sitt. Drottningin ætti að beygja sig fyrir honum, ekki öfugt.
Frábærar fréttir og sannarlega viðurkenning fyrir allt sem þessi magnaði maður hefur gert. Það er bara einn kóngur.
Fyrir lööngu tímabært, sérstaklega í ljósi þess að rauðnefur varð sæmdur fyrir mörgum árum síðan. Mjög skrítin staðreynd.
Löngu tímabært. En fyrir mér verður hann alltaf fyrst og fremst kóngur. Stórkostlegur leikmaður, knattspyrnustjóri og manneskja.
Röng ráðning? Náði Rogers ekki öðru sæti?
Það er lögreglumál að þetta sé að gerast fyrst árið 2018, án gríns. En King Kenny er verðugri þessa nafnbótar en nokkur innan fótboltahreyfingarinnar og þótt víðar væri leitað.
En þetta verður gleðidagur og nú hlakka ég til að koma á Anfield og sitja í Sir Kenny stúkunni.
What will change for you now ?
Well i’ll still have to take out the bins
LEGEND þessi maður !
Hvað hefur kóngurinn við riddara tign að gera
# 6 það er rétta hjá þér drottningin á alltaf að beygja sig fyrir Kónginn hmm nóg sagt.