Tranmere – Liverpool 2-3

Liverpool spilaði annan æfingaleik tímabilsins núna aðeins um viku eftir að undirbúningstímabilið hófst. Klopp stillti aftur upp tveimur liðum í verulega kaflaskiptum leik.

Þetta var liðið í fyrri hálfleik: Ward, Camacho, Phillips, Klavan, Robertson, Fabinho, Keita, Lallana, Kent, Ojo, Solanke.

Yfirburðir Liverpool algjörir, Lallana er klárlega í góðu standi, Ojo var mjög sprækur með hinn unga Rafa Camacho fyrir aftan sig í hægri bakverði en þeir eru báðir kantmenn að upplagi. Camacho skoraði fyrsta markið eftir undirbúning Ojo. Lallana og Ojo bættu svo við tveimur áður en flautað var til hálfleiks, 0-3. Fabinho var aftastur á miðjunni og raunar oft á tíðum eins og miðvörður og það var eins og að horfa á einhvern fullorðin spila við börn. Keita var ágætlega sprækur fyrir framan hann en yfirburðir Liverpool voru slíkir að það er varla hægt að dæma þá út frá þessum fyrri hálfleik.

Svona var liðið í seinni hálfleik: Karius, Clyne, Gomez, Chirivella, Moreno, Milner, Woodburn, Jones, Wilson, Origi, Sturridge.

Án þess að við horfum of mikið í þessa leiki á undirbúningstímabilinu þá er óhætt að setja að seinni hálfleikur var hörmulegur hjá Liverpool og liðið leið verulega fyrir það að stilla upp svona veiku liði varnarlega. Sóknarleikmenn liðsins náðu engum takti og Tranmere skoraði tvö mörk eftir hroðalegan varnarleik hjá Karius og Chirivella sem var að spila sem miðvörður.

Þessa leiks verður auðvitað helst minnst fyrir þessi mistök frá Karius sem mátti alls ekki við þessu.

20 Comments

  1. Ég held að það se bara jákvætt að hann hafi gert þessi mistök svona snemma á undirbúningstímabilinu, núna fer allt á fullt að reyna finna betri markmann

  2. Vildi oska thess ad Karius væri jafn flinkur i ad æfa thessi atridi og hann er ad bua til video af ser… Vid verdum ad fa sterkan markmann i sumar!

  3. Já, held að hann muni ekki höndla pressuna sem verður óhjákvæmilega næsta vetur.

  4. Ég held að hausinn sé löngu dottinn af Karius. Hafið þið séð þetta bjálfa-videó sem hann setti inn af sjálfum sér í Los Angeles?

    Það verður allt brjálað hjá stuðningsmönnum Liverpool ef Klopp ætlar að bjóða upp á Karius sem aðalmarkvörð á komandi leiktíð.

  5. Sælir félagar
    ess er undirbúningstímabilið að laga svona hluti og koma mönnum í gírinn. Ef Klopp hefur trú á Karíusi þá hefi ég það líka. Amk. hefi ég ekki áhuga á Allison í stað Karíusar. Til þess var hann ekki nálægt því nógu góður með Brasílíu.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Karíus í 3 sætið og nýja markmann takk eitthvað eins Hugo til dæmis.

  7. Ekki byrjar undirbúningstímabilið vel hjá Karius. Það verður erfitt fyrir hann stíga upp úr þessu. Ég hélt í smá von um það að hann myndi skrúfa á sig hausinn aftur en mér sýnist það nánast ómögulegt núna. Þó það séu einungis tveir leikir búnir af mörgum þá er hann að gera hlægileg mistök á móti einhverju liði sem maður hefur aldrei heyrt á nafn nefnt. Held við verðum að skoða þá markmenn sem eru til boða mjög gaumgæfilega og ef að enginn finnst sem Klopp vill þá verður þetta 100% meik or breik tímabil fyrir Karius, sem að gæti kostað okkur mjög mikið.

    Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast, en mikið vona ég að við finnum einhvern nýjan markvörð.

  8. #6
    Hefurðu aldrei heyrt um næstbesta lið Liverpool borgar?

    Karius væri seldur nù þegar ef hann væri ekki Þjòðverji.

    Djöfull væri ég til ì að Wilson og Ojo væru mennirnir uppá breiddina á köntunum og Lallana myndi koma öllum á óvart og brillera ì tíunni.

    Henda restinni af budget ì Maguire og Courtois og fara vinna titla fjandinn hafi það! Eða allt budgetið ì Mbappe og færa Firmino ì tìuna og skora 180 mörk á tìmabilinu.

  9. #8 hélt alltaf að næstbesta liðið í Liverpool væri Liverpool U-23, en veit annars ekkert annað um Tranmere en að við spilum reglulega við þá á undirbúningstímabilum.

  10. #8 vel mælt.

    Kaupa Mbappe menn hljóta að vera sturlaðir að reyna ekki allt að eltast við þennan leikmann lang besti leikmaður Frakklands og hann er fokkins 19 ára.

    Nenni ekki að hlusta á þetta Karius kjaftæði hann á ekki að vera með automatic trust hjá okkur hann þarf að vinna sér það inn aftur um þessar mundir er það ekkert hjá mér.

  11. Ef það verður ekki fenginn heimsklassamarkvörður til Liverpool í sumar, þá fer illa.

  12. Ótrúlegt að fylgjast með neikvæðni ykkar í garð eigin leikmanna. ynwa my ass!

  13. Ég sá örlítið af þessum leik og þar á meðal frábæra viðbragðsmarkvörslu frá Danny Ward, er ekki möguleiki á að Danny verði markvörður no1 í vetur.
    Hlakka allavega mikið til að sjá hann á undirbúningstímabilinu.

  14. Sammála Bjarti #12

    Er fólk ekki að átta sig á því að menn eru rétt nýskriðnir úr sumarfríi?

    Ef Klopp treystir Karius, þá geri ég það líka.

  15. Shakiri á leiðinni.
    13 milljónir punda er bara slikk fyrir leikmann af hans kaliberi.

  16. #15 Hvað er það samt sem heillar við hann? Mér finnst hann of þungur, ekki það fljótur einu sinni, má ekki gefa Wilson og Ojo meiri séns?

  17. Hann er aðal maðurinn í svissneska landsliðinu. Hann mundi styrkja okkar hóp verulega.

  18. Algjörlega galið ef það er planið að byrja með Karius í markinu í fyrsta leik. Ég hef samúð með honum eftir fíaskóið í vor en þessi maður á aldrei að spila fótbolta fyrir Liverpool aftur. Hann fær ekkert good-will frá neinum í vetur og Klopp þarf að koma honum í burtu ASAP. Við getum ekki látið næsta tímabil snúast um eitthvað marksmannsdrama þegar það á auðvitað að snúast um atlögu Liverpool að enska titlinum.

  19. Karíus verður flottur. Menn voru að drulla yfir Lovern, núna er hann í úrslitum HM.
    Núna skjóta menn ömurlegum skotum við öll tækifæri á Karíus og hann tekur þau.

    Ég treysti Klopp, ef hann heldur Karíus þá fínt ef hann fær annan betri ennþá betra.

    Liverpool spilar bolta sem gerir markmanninn berskjaldaðan. Svo það er erfitt fyrir hvaða markmann sem er að standa í marki Liverpool.

Harry Wilson framlengir…aftur

Shaqiri næstur inn?