Podcast – Loksins

Hefjum leik aftur fyrir nýtt tímabil

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 198

12 Comments

  1. Eina huggunin mín við að England sé dottið út er þetta massífa sjálfstraust sem Lovren er að taka út úr þessu. Þvílíkur bónus fyrir okkur að fá hann aftur til okkar alveg spólgraðan í vörnina!

  2. Haldið þið að Ward sé nógu góður til að verða fyrsti markmaður í vetur??

  3. Eru menn ekki aðeins að gleyma Lucas þegar er verið að ræða fyrrum DMC?

  4. Flottur þáttur,
    ég fór allt í einu að hugsa í umræðunni um Lovren. Ef Lovren á góðann leik gegn Frökkum líka, gæti Liverpool ekki horft uppá aukinn áhuga erlendra liða?
    Hann var nefnilega mjög góður í úrslitaleik Meistaradeildar og búinn að vera mjög góður á HM.
    Mikið af króötunum spila á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi, gæti ekki áhugi þaðan verið heillandi fyrir Lovren?

  5. Ingi #6, VVD og Lovren hafa spilað ofsavel saman. Það væri ofsalega skrítið að brjóta upp það partnership. Ef Lovren væri seldur gæti verið mjög erfitt að finna einhvern sem spilar jafn vel og Lovren með VVD. Ég held að enginn hjá LFC sé að hugsa á sömu nótum og þú.

  6. Það skila sér ekki alltaf öll smáatriði í íslensku pressuna. Lovren kemur nefnilega ágætlega út úr þessu viðtali þegar maður sér upprunann.

    “Asked whether he wanted to prove he’s one of the best defenders in the world, Lovren said “I think I have done that, without being arrogant” before revealing he had been in touch with Liverpool manager Jurgen Klopp.””

    https://www.independent.co.uk/sport/football/world-cup/england-vs-croatia-world-cup-2018-final-vs-france-dejan-lovren-best-in-world-a8443916.html

  7. Maðurinn nr.6
    Ég er sammála öllu hjá þér, ég sagði aldrei að ég vildi losna við hann.
    Spurningin er frekar, þar sem hann hefur verið það góður að undanförnu, gætum við ekki staðið frammi fyrir því að stór boð komi í hann?
    Annars voru þetta bara smá vangaveltur hjá mér, ég vona að sjálfsögðu að við höldum Lovren.

  8. Takk fyrir flott podcast drengir. Ég held að það verði erfitt að losna við Sturridge, hann er á svo góðum launum hjá okkur að engin vill taka svoleiðis launapakka hjá leikmanni sem spilar kannski 15-20 leiki á tímabili ! Ég held við losnum í besta falli við hann á láni, og borgum meirihluta af launum hans, þangað til hann rennur út á samning.

  9. Loksins !!! 🙂

    Nei í alvöru, er ég sá eini sem læt mér detta í hug að við gætum keypt Courtois af Chelský á meðan allt er í rugli þarna og hann neytar að skrifa undir samning?
    Hann er ótrúlega góður og já bara 26 ára.
    Mín skoðun er að það þarf einhven svona gaur. Smeichel kannski eða einhvern af þessu kaliberi.

    Hugmyndin um Ward er ágæt en getur hæglega sprungið út í andlitið á okkur. Held að það sé fullreynt með Karíus.

  10. Hvað varð um aðstoðarmanninn hans Klopp sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu sem var settur á hliðarlínuna í vor. Væri gaman að fá smá pistil um það mál núna í upphafi tímabilsins!

  11. ég er mjög spenntur fyrir þessum kaupum og held hann muni passa vel í leikstíl klopp. kraftmikill leikmaður sem mun bæta sig mikið með betra lið í kring um sig. Frábær ódýr viðbót við hópinn

Shaqiri næstur inn?

Lovren og vörn Liverpool