Í dag fer liðið til Frakklands, nánar tiltekið til Evian, og verður þar fram að helgi en fer þá til Dublin til að spila við Napólí. Það er búið að gefa út hvaða leikmenn verða í hópnum sem æfir í Frakklandi. Þeir sem ekki voru í Ameríkuferðinni en mæta til Frakklands eru Matip, Alisson, Firmino og Ings, og Alexander-Arnold mætir í fyrramálið. Ennþá vantar Mignolet, Henderson og Lovren í hópinn, auk auðvitað Oxlade-Chamberlain. Markovic, Chirivella, Ojo og Woodburn eru fjarverandi. Þá vekur líka athygli að Ings skuli koma aftur inn í hópinn, enda var almennt talað um að ástæða þess að hann hafi ekki farið til USA hafi verið sú að hann hafi verið á barmi þess að vera seldur. Ungliðarnir Nat Phillips, Rafa Camacho og Curtis Jones verða áfram með hópnum.
Í augnablikinu er semsagt líklegasta breytingin á leikmannahópnum sú að Chirivella verði seldur, líklegast til Rosenborg og hitti þar Stig Inge Bjornebye, og að Woodburn/Ojo fari á lán, mest er slúðrað um að Woodburn fari til Aston Villa í augnablikinu (og taki þá jafnvel stöðu Graelish sem er kannski á leiðinni til Tottenham). Ekkert hefur heyrst af því að ný andlit séu að bætast í hópinn, Pulisic er að vísu líklega á leiðinni frá Dortmund en mögulega eru Chelsea framar í röðinni með að krækja í hann. Munum svo að glugginn lokast áður en leiktíðin byrjar, nánar tiltekið kl. 18:00 að okkar tíma þann 9. ágúst, og þar að auki er líklegt að Klopp sé ekki hrifinn af því að fá inn leikmenn svo seint að þeir nái ekki undirbúningstímabilinu. Persónulega tel ég smá líkur á því að einn bætist við á næstu viku eða svo, en að við eigum eftir að sjá Chirivella, Ings og Origi yfirgefa klúbbinn, sjálfsagt verður reynt eins og hægt er að losna við Markovic sömuleiðis en óvíst að það takist.
Annars er orðið bara tiltölulega laust.
Þetta eru spennandi tímar núna. Pulisic er rosa spennandi líka markaðslega, hugsið útí treyjusöluna í USA en við höfum ekki fókusserað eins á slíka hluti og mörg önnur lið. En höfum við þörf/pláss fyrir hann á vellinum núna, álíka viðskifti með hann einsog Keita kannski? Allavega þá er margt í gangi og flest spennandi, eina neikvæða ef að ungu mennirnir eru ekki að fá tækifæri.
Það er miklu sterkari hópurinn heldur en í fyrra…og ef lykilmenn haldast heilir þá einna helst Mane, Firmino, Salah þá held ég að liðið geti orðið meistari. Klopp segir að liðið verði núna að fara hala inn einhverja titla. 4.sætið er failure…shjitt 2.sætið er klúður. Þannig að ef það eru einhverjir veikir blettir einhversstaðar (ég sé enga í augnablikinu) þá á að redda því núna…ekki á næsta ári.
Jahérna hér. Fekir ekki i hópnum. Er hann meiddur?
Ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Ég verð að segja það. Er að fara á leik Liverpool vs West Ham 12. ágúst.
Hvað næst Daníel?
#3 Kilroy: ég veit ekki, ég vinn bara hérna.
ef klopp kaupir fekir eða einhvern annann í sama klassa tel ég að liverpool eigi séns í að vinna deildina.
Verum raunsæ, eins og staðan er núna, þá erum við í þrusu góðum málum. FSG rétti okkur litla fingur, Klopparinn tók alla hendina, og rúmlega það. Er viss um það að engin gerði þá kröfu við upphaf síðustu leiktíðar að LFC myndi spila úrslitaleik CL. En núna eru gerðar kröfur frá öllum sem elska LFC, núna er tíminn kominn bræður og systur. Mynnumst orðana, MINN TÍMI MUN KOMA, okkar tími er runninn upp, í alvöru.
YNWA
Eitt sem ekki skal vanmeta sbr síðasta vetur. Það er að detta inn pressa, athygli og peningatal. Ég myndi kaupa það að vera í fjórða sæti eftir fyrstu 10 umferðinar. Þetta gæti orðið brekka til að byrja með. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en á maður ekki að segja það sem manni finnst :). Endum samt ofar en það fjórða. Kommaso!!
Fór Salah ekki með hópnum til Frakklands?
Ég vil sjá kröftuga byrjun, toppsætið eftir 6 umferðir og önnur lið skjálfandi á beinunum yfir að þurfa að mæta okkur.
Kassann út, trúa alla leið.
Mætum svo Chelsea og City í 7. og 8. umferð og þar verða ungir menn að karlmönnum.
YNWA
Ég held að við eigum ekki eftir að selja bæði Origi og Ings ! Þeir sem fara verða Mignolet eða Karius, Origi, Markovic og Chirivell. þessir verða lánaðir, Woodburn, Ojo og kannski Grujic.
Ég get ekki séð að við séum orðaðir við neinan kanónur undanfarið, en það þarf s.s. ekki að þýða að við bætum ekki við eins og einum óvæntum. Vonum það besta. Ég held t.d. að Pulisic myndi selja treyjur í Ameríkunni fyrir helvíti margar millur á fyrsta seasoni, langleiðina í andvirði leikmannsins.
Annars tek ég eftir því að Henderson er ekki í hóp ! Er hann meidur ?
Hópurinn til Frakklands.
Goalkeepers: Kelleher, Grabara, Alisson, Karius
Defenders: Van Dijk, Klavan, Moreno, Robertson, Phillips, Gomez, Alexander-Arnold, Clyne, Matip
Midfielders: Milner, Keita, Fabinho, Grujic, Lallana, Camacho, Wijnaldum, Jones
Forwards: Sturridge, Ings, Origi, Shaqiri, Salah, Mane, Firmino, Solanke
Henderson er enn í fríi – veit ekki af hverju Alexander Arnold er kominn úr fríi, líklega vegna þess að hann spilaði svo lítið með Englendingum?
Henderson er enn í fríi eftir HM, þrátt fyrir að hafa ólmur viljað mæta fyrr. Hann mætir á sunnudaginn, á sama tíma og Lovren og Mignolet.
Höddi B #11
Mignolet Henderson og lovren eru í lengra fríi útaf HM
Sævar #8
Salah var með hópnum í USA og bætist því ekki við eins og Firmino og Allison
Ef við eigum pláss fyrir Fekir, hví ekki Pulisic? .. Báðir menn sem geta spilað margar stöður á vellinum – líkt og Uxinn okkar sem við munum sakna mikið þetta tímabil sem hann er meiddur.
Pulisic getur spilað sem hægri vængur, vinstri vængur og miðjumaður. Fekir væri að sjálfsögðu öruggari kaup, en ég held að Pulisic mundi jafnvel verða betri fyrir framtíðina. Fekir er ekki leikmaður sem mundi stoppa lengi hjá Liverpool, ef hann stendur sig vel þá fer hann til PSG – Pulisic fer ekki í MLS deildina ef hann brillerar.
Annars hefur þetta pre-season farið fram úr mínum væntingum, þá sérstaklega vegna þess að Sturridge virðist vera heill heilsu og hauss. Ég er að verða mjög spenntur fyrir komandi leiktíð.
Nú verð ég að viðurkenna að þetta með gluggann fór alveg framhjá mér. Nú byrja tímabilin ekki á sama tíma í löndunum, lokar glugginn mismunandi eftir landi eða 9. ágúst í Evrópu??
Eitt er alveg á hreinu, það eiga öll lið í PL eftir að hugsa, hvernig í andsk. náum við einhverjum hagstæðum úrslitum gegn þessum skrímslum, eins mikil gæðablóð og þeir eru í raun. Málið er, við eigum svo rosalega góða fótboltastráka að það hálfa er nóg. Titilinn á Anfield er lágmark, er slétt sama um CL, en mun koma í kjölfarið eðli málsins vegna.
YNWA
Djöfulli held ég að varnarlínurnar hjá andstæðingum okkar í vetur eigi eftir að skjálfa þegar þær horfa fram á völlinn og sjá Salah, Mane, Firmino, Shaqiri og Naby Keita fyrir framan sig. Eins gott að vera fljótur að hugsa því pressan verður hröð og refsar grimmilega.
Menn eru að tala um að Alison Becker komi til með að skila inn stigum á töfluna og vonar maður svo sannarlega að það verði raunin.
Orðið langt síðan maður var svona spenntur fyrir byrjun tímabilsins en verandi Liverpool stuðningsmaður og búinn að vera í yfir 30 ár þá hefur maður alltaf vaðið fyrir neðan sig og leyfir sér ekki að verða of bjartsýnn. En það er allt til staðar til að landa titli í vetur, hvort sem það verði Meistaradeild, EPL, FA Cup eða Carabao Cup.
YNWA
Sælir, við höfum bara ekkert með Henderson að gera
Núna virðast mestar líkur á því að Woodburn fari til Sheffield United að láni. Maður vonar bara að það sé einhver “recall” klásúla hjá honum og/eða Wilson, svona ef allt fer til fjandans.
Allison er ekki bara góður markmaður hann er líka fáranlega góður að koma boltanum strax í leik með hraðan sem við höfum þá er það fullkomið fyrir okkur. Hann verður með stoðsendingar í vetur 🙂
Spurning til síðuhaldara:
Væri mögulegt fyrir púalara búsettan á Englandi að taka þátt í Kop.is ferð án þess að kaupa flugmiðann ? Jafnvel án þess að kaupa gistinguna?
YNWA
#7 #LFC 123 Þessi spá er hógvær hjá þér. Eftir 10 leiki verðum við með 30 stig og 20 mörk í plús.
Geir nr 22 er með góða spurningu til síðuhaldara. Held það séu fjölmargir sem búa erlendis og eru spenntir að fara með KOP.IS á völlinn. Miði á leik,fararstjórn og jafnvel hótel, bara ekki flug.
Svör við Púlurum erlendis er já. Þó er smá hængur með að sleppa gistingu en það gerir þó fyrst og fremst verðið á miðanum á völlinn dýrari.
Við munum útskýra þetta nánar þegar ferðirnar verðs kynntar.
Takk fyrir það Maggi. Er sjálfur búsettur sunnarlega á Englandi og hefði áhuga að taka lestina norður og kíkja með ykkur á amk einn leik á þessu seasoni, kominn tími á jómfrúar ferðina a Anfield