Opinn þráður – útlán og sölur

Í morgun bárust fréttir af því að Ben Woodburn væri kominn til Sheffield United. Upphaflega þótti líklegast að hann færi til Aston Villa, en ráðamenn hjá okkar mönnum voru víst eitthvað smeykir með hvaða spilatíma prinsinn af Wales fengi þar á bæ. Svo hann er kominn til Sheffield. Þetta var m.a. tilkynnt á Twitter reikningi Liverpool, og Sheffield menn svöruðu með þessu.

Þá virðist það komið í uppnám með að Chirivella fari til Rosenborg, hann ku hafa fengið einhverja bakþanka, og viljað vera annaðhvort áfram á Englandi nú eða komast til Spánar. Sjáum til hvað verður, en hann virðist a.m.k. ekki eiga greiða leið í hópinn.

Að lokum staðfesti Klopp að við munum sjá Alisson milli stanganna á laugardaginn gegn Napoli. Og þá verður bara tæp vika í fyrsta leik tímabilsins gegn West Ham!

Orðið er annars laust, það má endilega halda áfram með umræðuna úr podcasti númer 200 sem kom út í gærkvöldi og ætti auðvitað að vera skyldueign á hverju heimili.

28 Comments

  1. Spurning hverja við náum að selja áður en glugginn lokar. Myndi helst vilja sjá okkur fá einhvern aur fyrir Origi, Mignolet, Ings, Chirivella, og Ojo. Gleymi ábyggilega einhverjum en hópurinn er orðinn ansi flottur. Svo er það líka geggjað að allir lykilmenn nema Mané eru á langtíma samning og engar klásúlur, það eru bjartir tímar framundan!

  2. Frábært hlaðvarp að vanda. Ég fagna því sérstaklega að von sé á fleiri gestum enda gefur það umræðunum þeim mun meiri dýpst að fá sjónarhorn og innsýn stuðningsfólks annarra liða í þær.

    Varðandi Voldermourinho þá er hann eins og höggormur í háu grasi og er ráð að stíga varlega til jarðar frekar en að afskrifa hann strax. Karluglan hirti jú silfrið á síðustu leiktíð þrátt fyrir allt.

    En ég hef ekki áhyggjur ef því heldur fagna komandi tímabili enda lítur liðið frábærlega út.

  3. Er fjarvera Buvac eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? Er ennþá einhver möguleiki á því að hann snúi aftur til Liverpool?

    Mjög gott podcast að vanda.

  4. Þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur á þessu stigi? Við erum í öðru sæti í veðbönkunum rétt á eftir Shitty (og í sjöunda sæti hvað varðar meistaradeildina). Það er að mínu viti rétt mat. Án þess að ég vilji spá okkur titlinum þá finnst mér allt stefna í mjög spennandi/skemmtilegt tímabil þar sem allt gæti gerst.

  5. Það pirrar (ekki bara) mig að það virðist ekki vitað hvað nákvæmlega sé í gangi hjá Buvac. Ef það kemur tilkynning um að hann sé hættur þá ok en maður vill sjá eitthvað staðfest með hann

  6. Oh, takk!! ég er alltaf að reyna vera hlýðinn og ekki með þráðrán svo ég er einmitt búinn að vera bíða eftir opnum þræði til þess að ná að spyrja 🙂

    Eru hér einhverjir sem voru að nota NTV.MX og eru komnir í einhverjar aðrar lausnir eftir að því var lokað?

    Var að fatta að það er korter í mót og ég er ekki búinn að verða mér úti um SKY áskrift – get ekki hugsað mér 365 eftir að hafa verið með SKY Sports.

    Er með Mag256 myndlykil.

  7. Pulicic þarna í dortmund neitar að skrifa undir nýjan samning og verður því til sölu, og klopp kaupir hann… pínu langsótt en svona eina sem gæti mögulega gerst í transfers in. Annars hljóta nokkrir að fara hina leiðina. Er annars ekki opið fyrir að selja til evrópu út ágúst?

  8. Veit einhver um stað á Suðurlandi þar sem hægt verður að horfa á leikinn við Napoli í dag, t.d. á Selfossi eða Flúðum?

  9. Frábært!

    Opinn þráður og þeirri einföldu spurningu minni um hvort kop.is sé með fantasy deild er eytt út….?

    Hvers vegna má ekki spyrja um það í opnum þræði?

  10. Gummi það er engin staður á flúðum því hann er ekki síndur á sjónvarps rás annas væri það grund en þau eru bara mér stöð sport pakkan og leikurinn er ekki sindur þar því miður ég á heima á flúðum og ættla að horfa á hann í tölvunni.

  11. Ætlar Milner bara að verða betri með aldrinum ? mark og stoðsending already hvað er að frétta.

  12. Margt skemmtilegt að sjá í þessum leik. Fabinho og Keita rúluðu miðsvæðis, að ógleymdum Sir James Milner sem er eins og gott vín – verður bara betri og betri með árunum. Salah setti eitt stk. trademark skrúfu upp í vinstri samskeytin, hann er bara snillingur þessi drengur. Shaqiri var virkilega sprækur í sinn hálftíma, spólaði upp völlinn aftur og aftur og spilagleðin bara skein af honum. Hlýtur vera gaman fyrir hann að vera kominn með svona góða liðsfélaga. Ég spái því að svissneski Albaninn eigi eftir að hræra vel upp í andstæðingunum í vetur. Sturridge virðist vera að ná óvæntu indian summer og fékk verðskuldað mark að launum fyrir fína spilamennsku. Og Curtis Jones hlýtur að vera kominn í aðalhóp hjá Klopp, trúi ekki öðru. Sá eini sem stakk í stúf var Origi, þrátt fyrir ágæta spretti. Hann hefur ekki trú á þessu, það sést svo vel á líkamstungumálinu. Alltof fljótur að hætta og verða spældur.

  13. Smá rugl hjá mér, Shaqiri fékk 45 mínútur. Og svo var neglan hjá Moreno glæsileg. Verst að hann gerir þetta ekki oftar en á tveggja ára fresti.

  14. Salah #14: því miður á WordPress kerfið það til að taka athugasemdir sem eru alls ekki spam og setja í spam möppuna hjá okkur. Við síðuhaldarar erum svo ekki endilega að vakta þá möppu 24/7.

    Hvað spurninguna varðar þá er best að Einar Matthías svari því, eða hver svo sem hefur séð um að búa til deildina.

Podcast – Tímamótaþáttur og Chelsea umræða

Æfingaleikur: Liverpool 5 – 0 Napoli