Þá er komið að heimaleik númer 2 á tímabilinu, og í þetta sinn mæta lærisveinar Chris Hughton – öðru nafni United banar síðustu umferðar – og freista þess að ná stigi eða stigum á Anfield. Sagan er þeim þó ekkert sérstaklega hliðholl, a.m.k. ekki ef síðustu ár eru skoðuð, því Brighton fór síðast með 3 stig frá Anfield þegar Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna, Centerford með J. Geils band var efst á Billboard listanum, Falklandseyjastríðið var rétt óhafið, og Jarmilla Kratosvilova var fljótust í 400m hlaupi kvenna. Í þeim leik sem fór fram þann 6. mars árið 1982 (fyrir þau ykkar sem voruð ekki búin að átta ykkur á árinu nú þegar) skoraði Andy Ritchie sigurmarkið á 40. mínútu, en ástand vallarins var slíkt að Ian Rush hefði átt að jafna þegar hann skaut boltanum á autt markið en boltinn stoppaði í drullusvaðinu fyrir framan markið. Það kann e.t.v. að þykja svartsýni og bölmóður að rifja upp svona leiki, en á móti verður að líta á það að Liverpool vann deildina þetta árið – og það næsta. Reyndar urðu Ipswich í öðru sæti, svo það er óhætt að fullyrða að staðan hafi örlítið breyst síðan þá.
Ef síðustu 5 leikir liðanna í öllum keppnum eru skoðaðir mætti svosem halda að þetta verði bara létt æfing fyrir okkar menn. Í þessum leikjum hefur Liverpool skorað 20 mörk en Brighton 5. En eins og úrslit síðustu helgar sýna okkur, þar sem Brighton sáu til þess að United menn fóru stigalausir frá Falmer Stadium, þá er þetta lið sem getur alveg spilað fótbolta og unnið leiki.
Andstæðingarnir
Eins og kunnugt er kom Brighton aftur upp í Úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil eftir að hafa síðast verið í efstu deild leiktíðina 1982-1983. Það voru svosem ekki margir sem reiknuðu með því að liðið héldi sér uppi, t.d. spáðum við kop.is pennar liðinu samtals í 19. sæti í spánni sem við gáfum út fyrir ári. En liðið gerði gott betur en það, og endaði í 15. sæti. Sætið í deildinni var tryggt fyrir síðasta leik liðsins, sem var einmitt á Anfield, og fór 4-0 eins og ætti að vera okkur í fersku minni, þar bæði Solanke og Robertson opnuðu markareikninga sína hjá félaginu.
Brighton sátu ekki aðgerðalausir í sumarglugganum eins og sumir. Eitthvað var um það að leikmenn væru keyptir en lánaðir strax til annarra liða. Eftirfarandi leikmenn hafa síðan bæst í hópinn:
- Florin Andone, sóknarmaður frá Deportivo la Coruna
- Bernardo Fernandes, varnarmaður frá RB Leipzig
- David Button, markvörður frá Fulham
- Bissouma, miðjumaður frá Lille
- Alireza Jahanbakhsh, vængmaður frá AZ Alkmaar
- Anders Dreyer, vængmaður frá Esbjerg
- Martin Montoya, bakvörður frá Valencia
Íranski leikmaðurinn Alireza Jahanbakhsh er jafnframt dýrasti leikmaður sem Brighton hefur keypt, og kom á kringum 17m punda. Af þessum leikmönnum var þó Montoya sá eini sem rataði í byrjunarliðið í síðasta leik, en Button, Bissouma, Bernardo og Jahanbakhsh voru allir á bekknum. Bernardo byrjaði þó inná í fyrsta leik liðsins á tímabilinu, þar sem liðið tapaði fyrir Watford 2-0 á útivelli.
Það virðist vera ólíklegt að Hughton nái að stilla upp sama liði eins og vann United, því Lewis Dunk yfirgaf völlinn á hækjum eftir þann leik. Leiðinlegt, því maður hefði alveg verið til í að sjá þríeykið Bong-Duffy-Dunk á Anfield. Það er þó ekki algjörlega útilokað að hann verði leikfær.
Jæja, nóg um andstæðingana. Þetta var farið að hljóma eins og pistill í hópnum “Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar” á Facebook.
Okkar menn
Það eru engar stórfréttir af okkar mönnum. Þeir leikmenn sem eru í langtímameiðslum eru Chamberlain og Brewster, við megum teljast heppin ef Chamberlain sést eitthvað á þessu tímabili, og Brewster kemur örugglega ekki til með að sjást fyrr en undir lok ársins. Þá er Lovren ekki ennþá farinn að æfa með liðinu, og á blaðamannafundinum fyrir leikinn talaði Klopp um að hann reiknaði ekki með honum fyrr en eftir landsleikjahlé í fyrsta lagi. Aðrir leikmenn virðast vera bara í góðu lagi. Matip er kominn aftur eftir meiðsli, sem veitir ekki af enda ekki um auðugan garð að gresja í miðvarðarmálum. Fyrir vikið fékk Nat Phillips að spila með U23 liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við City í kvöld (föstudagskvöld). Klavan er farinn eins og kom fram í síðustu upphitun, og Karius er væntanlega bara rétt ófarinn. Einhverjar þreifingar voru á milli Liverpool og Dortmund varðandi Origi, en það ku hafa dottið upp fyrir, svo Klopp sér alveg eins fyrir sér að halda honum, en ef svo fer myndi Solanke líklega fara á lán. Og já klúbburinn reiknar með að Markovic sé á útleið, sem er bara sama leið og hann er búinn að vera á síðastliðin 2 ár.
Af öllu framansögðu held ég að Klopp sé einfaldlega ekki að fara að rugga bátnum neitt, og muni væntanlega bara hlaða í sama byrjunarlið og í fyrstu tveim leikjunum:
TAA – Gomez – Virgil – Robertson
Milner – Winjaldum – Keita
Salah – Firmino – Mané
Ef ég ætti að veðja á einhverja breytingu, þá væri það einna helst að Henderson komi inn, og þá annaðhvort fyrir Milner eða Winjaldum, en ég ætla að spá þessu svona. Klopp talaði reyndar um það á blaðamannafundinum að það væri alls ekkert víst að liðið haldist óbreytt. Kannski er hann þar að blöffa.
Það hverjir komist á bekkinn er kannski aðeins meira spennandi. Ég ætla að skjóta á þennan bekk:
Mignolet, Clyne, Matip, Fabinho, Lallana, Shaqiri, Sturridge
Þetta myndi þýða að eftirfarandi væru utan hóps: Moreno, Origi, Solanke, auk svo auðvitað þeir sem eru meiddir.
Og úrslitin? Það er rosalega freistandi að spá því að liðið nái að setja 3-4 mörk, sem ætti ekki að vera svo ólíklegt ef við horfum á síðustu leiki. Nú og svo fer liðið okkar ekki að valda #kopis pennunum sem verða á leiknum vonbrigðum, er það nokkuð? Segjum 3-0 og allir sáttir.
5-0
Ekkert flókið
Verður flottur leikur, þar sem gestirnir koma á Anfield fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á manu. En innst inni vita þeir að LFC er ekki manu og parka því rútu sem verður brotin niður snemma með marki frá Salah. Eftir það verður fjandinn laus og við setjum 3 til viðbótar, sem sagt 4-0.
Hverjir skora skiptir engu, en vil fara að sjá Salah setja fleiri.
YNWA
Ég spái 4-0. Ég er viss um að Keita setur inn eins og eina “drombu” og að Fabinho gær að sýna hvað býr í honum.
TOPPNÆS!
Takk fyrir skemmtilega upphitun..leikurinn fer 4-0
Held að Hendo komi inn og stýri miðjunni, átti flotta innkomu í síðasta leik. Salah setur 2 og Keita 1
Vissi alveg að ég var að gleyma einhverjum. Ef Henderson verður ekki inná verður hann klárlega á bekk, og þá þarf að henda t.d. Matip eða Lallana af bekknum.
Ég held að þetta verði strögl í fyrri hálfleik og Ryan klukki nokkra bolta,en svo hægt en örugglega náum við yfirhöndinni og keyrum þetta í gegn með fínum 3 – 0 sigri að lokum.
Mané með tvist and shout og Salah með ásinn.
YNWA
4-0
Það má ræða það allan daginn að vanmeta ekkert lið og að hitt eða þetta lið sé erfiður andstæðingur…
En at the end ef brighton er erfitt fyrir liverpool á anfield hvað er liverpool þá fyrir þeim þarna?
Þetta er einfaldlega skyldu sigur fyrir lið sem ætlar sér baráttu á toppnum. Punktur …
Ég vil nýta breiddina í hópnum og breyta liðinu eitthvað. Það verður að halda mönnum á tánum þegar breyddin er orðin þetta góð. Annars kemur upp pirringur hjá þeim sem alltaf eru á bekknum. Vil sjá Lallana og Fabinho byrja. Þeir eiga vera hungraðir í að byrja.
Spái að Henderson og Clyne koma inn fyrir Trent og Miller.
Takk fyrir þessa fínu upphitun. Sýnd veiði en ekki gefin. Hve oft hefur liðið flaskað á svona stöðu síðustu árum með endalausu kæruleysi og vanmati. Vona svo sannarlega að búið sé að berja slíkt úr leikmönnum og Klopp ekki síður búinn að læra á ensku deildina. Ég blæs á að einhverjir andstæðingar séu léttari en aðrir í þessarri deild, þetta eru allt erfiðir andstæðingar. Stundum henta einhver lið betur en önnur og höfum við séð að lið sem koma á Anfield og parkera öllu liðinu inn í eigin vítateig eru oftar en ekki erfiði hjallinn fyrir okkar menn. Ekki svo að segja að BHA sé svoleiðis lið enda virðast þeir vera með hörkumannskap og geta verið öllum liðum skeinuhættir. Ef allir eru á tánum og með Milner yfirferð þá eru eðlileg úrslit ca 3-0, en ef vanmatið tekur völdin verður það tæpara
Takk Wolves 🙂
Hó hó hó!
City var að tapa tveimur stigum!!
Wolves að halda jafntefli með ólöglegu marki, skorað með hendi og jafnvel í rangstöðu :þ
Wolves að gera góða hluti gegn Man City 1-1 lokatölur
Man City liðið er samt gríðarlega sterkt og voru óheppnir að vinna ekki þennan leik. Áttu að fá víti og heimamenn skoruðu með hendi. Þeir hentu inná G.Jesus, Sane og Mahrez sem segjir okkur hversu geggjað hóp þeir eru með.
Okkar strákar verða að nýta svona tækifæri og ná í 3 stig þegar City misstígur sig aðeins.
Sælir félagar
Þetta verður erfitt því Brighton mun leggja 2 rútum og einum kálfi í teignum og því er spurning hvort Shaqiri kemur ekki inn í hálfleik til að brjóta þetta upp. Leikurinn fer annaðhvort 5 – 0 eða 2 – 0.
Ég hallast að hinu fyrrnefnda.
Það er nú þannig
YNWA
Jamm, var í Liverpool í átta daga og horfði m.a. á leik Liverpool vs West Ham. — Það var veisla — . Ég á nokkra sögu í Brighton hvar mávarnir vekja með gargi sínu um miðja nótt. Gargið mun ekki duga núna. Áfram Liverpool 4-0.
Held að við þurfum að fara að fa fyrri liða sem er alltaf fyrstur a blaðið hjá klopp.