Mörkin
0-1 Mané (10. mín)
0-2 Firmino (45. mín)
1-2 Ghezzal (63. mín)
Leikurinn
Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 4. mínútu fékk Salah gullið tækifæri til að skora fyrsta markið, fallegur samleikur hans við Firmino gaf af sér skot frá þeim síðarnefnda sem var varið, Salah náði frákastinu en skaut naumlega framhjá. Við þurftum samt ekki að bíða mjög lengi eftir fyrsta markinu því á 10. mínútu átti Robertson gott upphlaup upp vinstri kantinn, komst af harðfylgi framhjá varnarmönnum, átti fasta sendingu inn í teig þar sem Mané var fyrstur til að átta sig og skoraði fram hjá Schmeichel með föstu skoti.
Fyrsta almennilega sókn Leicester kom ekki fyrr en á 23. mínútu og þá varði Alisson vel frá Gray, og skömmu síðar greip hann hornspyrnu afar glæsilega. Gaman að vera komin með markvörð sem hleypur út í teig að hirða fyrirgjafir og gerir það vel! Næstu 20 mínúturnar eða svo voru í eigu Leicester sem voru meira með boltann á meðan okkar menn sátu meira til baka og voru tilbúnir í skyndisóknir, en pressan hjá Leicester kom í veg fyrir að það yrði af neinum slíkum. En undir lok hálfleiksins fékk Liverpool 2 hornspyrnur í röð, það hefði nú alveg verið hægt að dæma víti á varnarmenn Leicester í þeirri fyrri þegar það var haldið í Van Dijk, en það kom ekki að sök þegar Firmino skoraði upp úr seinni hornspyrnunni, þar sem svæðisvörn hinna bláklæddu klikkaði. N.b. þá var þetta stoðsending nr. 80 hjá Milner í deildinni, og hann er þar með kominn í 7. sæti yfir stoðsendingar þar frá upphafi. Staðan 2-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik mætti mun grimmara Leicester lið til leiks, og áttu meira í leiknum. Þeir uppskáru svo afrakstur erfiðis síns á 63. mínútu þegar Van Dijk átti sendingu til baka á Alisson, hann fór í einhverja skógarferð og ætlaði að sóla Maddison úti við endalínu en missti jafnvægið, Maddison gaf inn á teig og þar afgreiddi Ghezzal boltann í netið. Fyrsta markið sem okkar menn fá á sig á leiktíðinni staðreynd. Alveg klárt mál að þarna átti Alisson bara að þruma fram, og hann mun sjálfsagt læra af þessu.
Klopp hristi aðeins upp í hópnum, setti Keita inn fyrir Henderson, og Shaqiri fyrir Salah. Í lokin kom svo Matip inn fyrir TAA. Pressan hélt áfram, og það var ekki laust við að það færu um mann ónot þegar Leicester fengu hornspyrnu þegar mínúta var eftir af 5 mínútna uppbótartíma, og Schmeichel kom fram í sóknina. En úr henni varð ekkert, leikurinn fjaraði út og 3 stig í hús.
Bestu/verstu menn
Stundum spilar allt liðið vel, og það væri hægt að velja hvaða leikmann liðsins sem er sem mann leiksins. Því var ekki að heilsa í dag. Alisson lék reyndar vel langstærstan hluta leiksins, en þessi mistök hans hefðu vel getað kostað 2 stig. Sóknin skoraði vissulega 2 mörk, en þar fyrir utan voru skytturnar þrjár alls ekki að finna sig, sérstaklega ekki Salah sem var tekinn út af í seinni hálfleik. Ætli slagsmálin við knattspyrnusamband Egypta séu farin að há honum? Vonum ekki. Hvorki Winjaldum né Henderson voru að sýna neinn stjörnuleik, og Van Dijk hefur oft spilað betur, fékk m.a. gult spjald fyrir klaufalega tæklingu upp við vítateig. TAA var alls ekki slæmur en hefur oft spilað betur. Í mínum huga stendur valið á milli Robertson, sem var síhlaupandi og átti stoðsendingu, Milner sem einnig átti stoðsendingu og var líka sífellt á ferð, og svo að lokum Joe Gomez sem átti mjög góðan leik í vörninni, átti blokkeringu sem kom í veg fyrir mark í síðari hálfleik, og hlýtur því nafnbótina í þetta skiptið. Mistök Alisson eru svo það sem verður mest talað um væntanlega, en það má líka alveg tala um Van Dijk sem getur spilað svo miiiiikið betur.
Næstu skref
Nú tekur við landsleikjahlé, og nú þarf bara að leggjast á bæn og vona að okkar menn komi heilir á höldnu þaðan. Við heimsækjum svo Tottenham á Wembley eftir 2 vikur. Þá væri nú alveg rosalega gaman að liðið verði almennilega hrokkið í gang, því þrátt fyrir að vera með fullt hús stiga eftir 4 umferðir, og aðeins eitt mark fengið á sig, þá vitum við að það býr svo mikið meira í þessu liði.
3 stig, all that matters 🙂 Veitir ekki af fyrir törnina sem er framundan eftir landsleikjahlé 🙂
Smá mistök hjá Alisson, en sem betur fer kostaði það okkur ekki stig í dag. Klopp á eftir að ræða aðeins við hann 🙂
Ekki góður leikur en það eru þessi 3 stig sem skipta öllu máli og það hafðist.
Frábært að fara i landsleikjahléð með fullt hús stiga og pressa á hin liðin að halda í við okkur.
Joe Gomez klárlega maður leiksins og ég held að Lovren muni ströggla við að komast í liðið á meðan að Gomez og Van Dijk spila vel saman.
Sælir félagar
Núll – þrjú hefði ekki verið ósanngjarnt í leikhléi. En jafn góð og frammistaða liðsins var að mestu í fyrri halfleik þá var seinni hálfleikur skelfilegur hjá okkar mönnum. Alisson á auðvitað skilið hýðingu fyrir markið sem Liverpool fékk á sig og svo voru skiptingar Klopp í meira lagi skrítnar. Mané hafði ekki sést allan seinni hlálfeikinn sem og Wijnaldum enda var miðjan algerlega búin að tapa sínum hluta vallarins. Eðlilegt að skipta Mané og Wijnaldum útaf og setja Keita og Shaqiri eða Lallana inná. Matip er svo linur að það er ekkert gagn að honum.
Flott 3 stig í húsi en lið sem ætlar sér að berjast um toppinn getur ekki boðið uppá svona frammistöðu. Af hverju Salah var skipt útaf er glórulaust og Matip fyrir Arnold bara bull. Liðið virtist missa hausinn algerlega í seinni hálfleik og mátti þakka fyrir þessi stig. Svona má liðið ekki gera. Leikmenn verða að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum og leika sinn besta leik alltaf. Annars er ekki von á góðu. Þessi seinni hálfleikur var liðinu þörf áminning.
Það er nú þannig
YNWA
Unnum leikinn. Erum á toppnum. Höfum ekki unnið fyrstu fjóra leikina síðan ég fæddist.
Það eina neikvæða eru þessi mistök hjá Alisson sem komu í sigurleik! Hann mun læra af þessu. Áfram með smérið.
Skál í botn félagar ! ætla ekki að velta mér uppúr hvort menn hefðu getað spilað betur og eh álíka besta byrjun síðan 1990 er sagt ? ætliði í alvöruni að fara finna eitthvað neikvætt um þetta?
á sama tíma eru united menn að ræða hversu góðir þeir voru í fyrri hálfleiknum þar sem þeir töpuðu 0-3 á Trafford seinast!
Lélegir í 75 mínútur. Samt sigur. Jákvætt.
Alisson gerir risastór mistök sem hann lærir af og kosta okkur ekki stig. Jákvætt.
12 stig eftir fjóra leiki, þar sem við höfum verið lélegir í þremur af þeim. Verður rosalegt að sjá liðið þegar menn verða komnir í gang.
Áfram Liverpool!
Tveir síðustu leikir Liverpool ekkert sérlega vel leiknir, en við fögnum auðvitað öllum sigrum, enda höfum við sterkara lið og meiri breidd núna en á síðustu leiktíð. Henderson er að mínu mati orðinn númeri of lítill fyrir Liverpool liðið. Svo verðum við bara að vona að Allison láti af þessum barnalega leikaraskap – Muna svo að skrá sig strax í Liverpoolklúbbinn á Íslandi !!!!
Fyrstu 20 mín voru virkilega góðar næstu 70 mín var þetta einfaldlega gríðarlega erfitt. Heimamenn eru einfaldlega vel spilandi og skipulagt lið sem á eftir að ná í mörg stig gegn top 6 liðinum í deildinni í vetur svo að þetta voru frábær 3 stig en aftur bara ágæt framistaða.
Tvö síðustu lið sem við höfum mætt hafa verið að reyna að einangra Gomez með lélegum árangri því að strákurinn hefur verið frábær. Fyrst var það Murray svona stór physical miðvörður sem kláraði Man utd(takk fyrir það) og í dag átti Gray að stinga hann af en Gomez maður leikins er bæði physical og hraður og pakkaði þeim báðum saman.
Allison 3 – Gerði allt vel nema þetta helvítis mark og ef maður jarðar Karius/Mignolet fyrir stórmisstök þá fær Allison sömu meðferð en andstæðingar liverpool lesa fréttinar og þegar markvörður segjir að þetta sé partur af hans leik þá bíða þeir eftir næsta trixi(þetta er samt heimsklassamarkvörður sem lærir af þessu).
Robertson 8 – Upp og niður allan leikin, lagði upp mark og áræðin
Gomez 9 – maður leiksins. Bjargaði marki og las leikinn vel.
Dijk 6 – Góður í loftinu en tapaði boltanum tvisvar á stórhættulegum stað og tapaði sumum einvíginum á jörðinni sem er ólíkt honum.
Trent 6 – kærulaus með boltan á köflum og missti menn stundum fyrir aftan sig en ungur og á eftir að laga þetta.
Millner 7 – solid Millner leikur með baráttu og dugnaði allan tíman. Mikilvægur fyrir okkur
Henderson 6- dálítið ryðgaður á boltan en vinnslan og baráttan er til staðar.
Winjaldum 5 – átti ekki merkilegan leik en hann var svipaður og Henderson en tapaði boltan of auðveldlega.
Salah 6 – Var ekki eins áberandi og oft áður en hann er líka í gjörgæslu hjá liðum. Hefði átti að skora í upphafi leiks
Firmino 6 – hvað er í gangi? Hélt boltanum illa, virkar aðeins þyngri en venjulega og vantaði fleiri hlaup án og meða bolta. Hann er svo mikilvægur en hann skoraði flott skallamark.
Mane 7 – Skoraði mark og var ógnandi en eins og hinir þá komst hann ekki alveg í gang.
Oki látum okkur sjá. Sóknarmenn okkar náðu sér ekki á strik, gríðarleg klaufaleg markmansmisstök, miðjan okkar ekki að skapa mikið og við náðum ekki að vinna miðjubaráttuna eins og við vildum svo að við hljótum að hafa tapað stigum er það ekki?
Nei ekki í dag. Við náðum í mikilvæg 3 stig og erum farnir að læra að vinna svona leiki þar sem við erum ekki að spila eins vel og við getum og eru það miklar framfarir en við þurfum að gera miklu betur í næsta leik gegn Spurs á útivelli ef við ætlum að halda áfram að næla okkur í 3 stig.
Sæl öll
Flottur sigur og Gomez maður leiksins. Gott að mistök Alisson kostuðu ekki stig en þarna var hann boðinn velkominn í Úrvalsdeildina og hann verður að læra af þessu.
En mikið rosalega þarf liðið að gíra sig upp fyrir komandi átök ef ekki illa á að fara. Ég er fullkomlega sammála Magga að, þrátt fyrir mark í dag, á Firminho tvo ef ekki þrjá gíra inni, heldur bolta illa og slakar sendingar fram á við. Mér fannst allt of margir eiga of margar misheppnaðar sendingar og Leicester leystu mjög vel þegar Liverpool reyndi að pressa hátt.
Þegar öllu er þó af botni hvolft, er geggjað að fara inn í hlé með fullt hús stiga og aðeins eitt mark fengið á okkur í þessum fjórum leikjum.
12 stig. Já, lof sé fyrir þessi 12 stig. Þetta var skrifað fyrirfram eins og 3 x 4. Þessi tala virðist tákna fullkomið fyrirkomulag Guðs. Eins og í sýninni sem Jóhannes fékk af himneskri borg. Hann sá „tólf undirstöðusteina og á þeim nöfn hinna tólf postula.“ (Opinberunarbókin 21:14; 1. Mósebók 49:28) Margfeldið af 12 getur líka haft svipaða merkingu. – Opinberunarbókin 4:4; 7:4-8.
Hvernig getur þetta verið stoðsending hjá Milner?
Annars flott að ná í 3 stig þó við höfum ekki spilað vel.
Þetta Leicester lið er bara þræl gott, og á eftir að valda mörgum liðum usla. Ég eiginlega þakka fyrir að fá þá og CP á útivelli í byrjun leiktíðar. Ekki það, að það er fullt af skeinuhættum liðum eftir. En þrátt fyrir allt og allt þá eru 3 stig í húsi og fullt hús stiga, sem skipta öllu máli hvernig sem á er litið. Alisson málaði sig aðeins út í horn með yfirlýsingu um að hann myndi ekki láta af stælum, í dag var reiknað með því af mótherja, mark. Held hann geri þetta ekki aftur. Annars 3 svona og svona leikir af hálfu okkar manna, en sigrar, hvernig leiki eigum eftir að sjá þegar allt er smollið saman, það verður sjón að sjá.
YNWA
Styrmir #11: sorrýmemmig, þessi setning átti auðvitað að koma í umfjölluninni um seinna markið.
Það er nokkuð ljóst að þessi miðja, Hendo/Gini/Milner, virkar ekki.
Hún verndar öftustu línuna ekki nógu vel og hefur allsekki nægan sköpunarkraft framá við. Keita er lykilmaður ef miðjan á að tengjast sóknartríóinu almennilega. Henderson er aldrei að fara að skapa neitt að ráði og Wijnaldum missti hreinlega flugið við að vera færður til og fá Hendó við hliðina á sér. Allt of mikið af seinum tæklingum, brotum og drasli. Og enginn hraði.
Mér sýnist að Henderson verði að víkja úr starting XI. Milner er sá þessarra þriggja sem á mest erindi á miðjuna, því hann er svo jafn í gæðum og vinnusemi. Gini var kominn í stuð en datt niður í dag, og svo vitum við alveg hvernig hann getur horfið heilu og hálfu leikina, sérstaklega á útivelli. Ef Fabinho er ekki á leiðinni í byrjunarliðið verður Klopp að finna upp á einhverju öðru á meðan. Ég, fyrir mína parta, vona að Shaqiri verði meira inni í myndinni.
Og það voru mín tvö sent.
Búið að HENDA 70 milljón pund k markmann þegar við eigum 2.
Milner, robertson og Gomez voru bestu mennirnir hjá Liverpool… Og Milner á alltaf að vera í byrjunarliðinu… Ossome í stoðsendingum og engin berst meira en hann…. + Shagiri má fá fleiri tækifæri…..
Færið sem Salah fékk í byrjun leiks er færi sem hann alla jafna myndi ekki klikka á. Spurning er hvort hann sé í nógu góðu jafnvægi eftir ágreining sinn við knattspyrnusamband sitt, sem virðist rista nokkuð djúpt. Svo margir snillingar taka vissa hluti mismikið inn á sig, hann gæti mögulega verið sá sem tekur vissan ágreining of mikið inn á sig, og missir við það fókus, en vonandi tekur Klopp á þessu vandamáli af sinni statisku ró. Kannski er það tóm þvæla í mér, en ég fæ einhvernvegin á tilfinninguna að liðið sé búið að vinna áður en leikurinn hefst, þegar keppt er við svokölluð minni lið, sé svo, þá má breita því hugarfari strax. ManC fékk sennilega að kenna á því um síðustu helgi. Annars flott, fullt hús stiga, efsta sætið staðreynd sem vonandi helst til enda.
YNWA
Verð að segja eins og er að frammistaðan á móti Brighton og núna Lester er ekkert til að hrópa húrra yfir þó við höfum klárað þessa tvo leiki með sigri. Meir að segja fannst mér Kloppó vera alveg sammála mér á kantinum í dag, baðandi út höndunum og hreinlega missa sig yfir þessari frekar súru frammistöðu. En … fullt hús og á toppnum. Það er varla hægt að kvarta.
En framundan eru alvöruleikir, þá fer að reyna meira á þetta.
Glasið er hálffult í dag, ekki spurning.
Þessi mistök Alisson komu á heppilegum tíma, kostaði ekki stig. En djöfull var þetta klaufalega gert hjá honum. Og spurning hvort traustið á honum þegar kemur af því að senda til baka hafi fallið um nokkrar kommur? Hann virkar samt á mig sem maður sem getur tekið þessu og lært af þessu ólíkt forverum hans. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta voru stór mistök sem kostaði mark.
Annars frábær úrslit á góðu liði og á sterkum útivelli.
Ef Alisson fær svona aulamark á sig í fjórða hverjum leik en heldur annars hreinu þá er ég sáttur. Stundum mætti halda að klaufamörk telji meira en önnur miðað við viðbrögðin.
Markvörður sem stendur sig frábærlega í flestum leikjum og kemur oftar í veg fyrir mörk en aðrir myndu gera, hvort sem það er með vörslum eða úthlaupum hættir ekki að vera frábær þó hann geri einstaka sinnum slæm mistök. Það þarf að líta á heildarmyndina en ekki eitt atvik.
Vil Mignolet aftur í byrjunarliðið.
Enginn er óbarinn biskup.Alisson er besti markmaður í heimi.Áfram Liverpool.
Mér hefur fundist Liv, ekki hafa verið sannfærandi í síðustu 2 leikjum en gott og vel, hafa unnið alla sína leiki. Sala er ekki alveg kominn í gírinn og Fermino ekki verið neitt góður en er duglegur, hefði viljað hann útaf og fá Sturridge inn, hann er í fínu formi. Shaqiri átti að fá víti er var stjakað við honum svo að hann féll. En við erum í góðum málum, tralalalala.
Frábært og án þess að spila eitthvað glimrandi. Svona leikur hefði farið jafntefli eða jafnvel tap fyrir ári síðan. Leicester á eftir að taka fullt af stigum á heimaveli í vetur og af hinum toppliðunum spái ég. Mikið rosalega er Comez góður og tala nú ekki um þegar hann leikur í stöðunni sinni. Ef hann heldur svona áfram þá kemst hann í hóp þeirra allrabestu. Kemst Lovren í liðið? Og síðan Clyne og Matip. Einhver þeirra fer í janúar eða næsta sumar. Það eru engir smákallar fyrir utan liðið nú um stundir. Allt í einu er vörnin farin að líta býsna vel út. Hvar er Fabinho? Hann er ekki meiddur og er keyptur gaur á 40 millur án þess að vera klár? Skrýtið en vonandi kemst hann í form og aðlagast stíl Klopp og hinna því væntanlega getur hann eitthvað í fótbolta. Eigum hann því inni og Lallana og jafnvel Shagiri. Ekki ónýtt það.
Leikurinn sem slíkur var ekki merkilegur en 3 stig og ég er sáttur
Hér eru fáir sáttir við leik okkar manna þrátt fyrir að vera ánægðir með úrslitin, en athugið að þrír úr liðinu eru í EPL team of the week, Gomez, Robertson og Mane, það segir okkur eitthvað um kröfunar frá stuðningsmönnum.
Voða geta menn endalaust talað um þetta mark sem við fengum á okkur. Alisson gerði mistök sem hann lærir af. Veit núna að leikmenn í enska boltanum eru mun hraðari og sterkari en í ítölsku deildinni. Næst mun hann dúndra svona bolta uppí stúku eða útá bílaplan ef þarf. END OF STORY. Þarf ekki að kryfja þetta neitt meira.
Fókusinn á að vera á að vð erum með fullt hús eftir 4 leiki og að fara í miklvægan leik eftir tæpar 2 vikur gegn Tottenham á Wembley. Tottenham eru spilandi á sama liðinu leik eftir leik og ættu að vera frekar fyrirsjáanlegir. Væri svakalegt statement og gæðamerki ef við ynnum þá á útivelli og kvittuðum fyrir tapið hræðilega þar í fyrra. Kannski er gott að Lovren sé ekki enn kominn í liðið eftir HM. Það væri kannski erfitt andlega fyrir hann að spila leikinn eftir hræðilega spilamennsku þarna á síðasta ári.
Fínt ef við getum sett Keita á bekkinn af og til án þess að það komi niður á úrslitum. Klopp lagði uppúr hlaupagetu og líkamlegum eiginleikum í þessum leik og það var hárrétt mat. Lagði leikinn mjög vel upp og innáskiptingarnar virkuðu til að halda út og ná sigrinum.
Liðið okkar er enn að spila sig saman og mikil samkeppni um stöður. Þetta er öðruvísi en í fyrra þegar það valdi sig sjálft oftast. Ég held að við söknum Oxlade Chamberlain pínulítið. Hann var fullur af dýnamík í fyrra og mikil skotógn af honum. Varnarmenn voru að stíga soldið út til að mæta honum sem opnaði svæði fyrir Mané-Firmino og Salah. Ekki endilega sammála því að framlínan okkar sé ennþá í 1.gír. Þeir eru að fá minna svæði til að stinga sér inn og útúr en í fyrra. Lið eru að liggjast aftar gegn okkur. Keita á eftir að komast betur inní lek liðsins og búa til þá ógn sóknarlega sem var af Uxanum. Höfðum frábært jafnvægi með Uxann hægra meginn á miðjunni bombandi fram til skiptis við Robertson. Erum enn að finna það jafnvægi sóknarlega sem við höfðum í fyrra. Heilt yfir er þó miklu meiri ró yfir liðinu og varnarlega langt langtum sterkari. Liðið er komið með stálhuga og halda svona leiki gegn vinnusömum liðum eins og Brighton og Leicester frekar auðveldlega út. Auðvitað mun það þó ekki gerast í allan vetur. Við munum verða óheppnir líka.
Við þurfum bara að halda áfram að vinna stöðugt leiki fram að áramótum þangað til Keita og Fabinho verða komnir 100% inní liðið. Þá erum við að tala um lið sem getur unnið allar keppnir sem það tekur þátt í ef meiðsli verða ekki að hrjá okkur um of.
Áfram Liverpool.