Mörkin
0-1 Georginio Wijnaldum 39.mín
0-2 Roberto Firmino 54.mín
1-2 Erik Lamela 93.mín
Leikurinn
Varla var búið að blása til leiks á Wembley þegar að Liverpool höfðu komið boltanum í netið. 45 sekúndur voru liðnar og Firmino stýrði fyrirgjöf Milner hárnákvæmt í fjær hornið. En gula flaggið fór á loft og rangstaða var dæmd á Mané sem teygði stóru tá í áttina að boltanum. Hvort að hann hafi náð næfurþunnri stroku eða bara þótt hafa haft áhrif á leikinn úr rangri stöðu skal ósagt látið. Það sem VAR og það sem hefði geta verið voru sitt hvor hluturinn og Liverpool fékk ekki þá draumabyrjun sem Púlarar allra heimshorn höfðu hoppað hæð sína yfir.
Okkar menn héldu áfram að ógna og það var mikil Suðurlandsskjálfti í vörn Lundúna-liðsins sem gerði mýmörg mistök í sendingum og bauð hættunni heim. Eftir þessar öflugu upphafsmínútur róaðist leikurinn niður og heimamenn fóru að ná valdi á boltanum og héldu honum betur innan síns liðs. Liverpool voru þó alltaf hættulegir í skyndisóknum og á 22.mínútu fékk Salah færi vinstra megin í vítateignum en Vorm varði vel. Leikurinn hélt áfram á sömu nótum þar sem Spurs voru bróðurpartinn með boltann en Rauðliðar tilbúnir að refsa ef að tækifæri gafst.
Rúmum 5 mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Liverpool hornspyrnu sem var send á nærstöngina. Þar var Van Dijk innarlega og truflaði markvörðinn Vorm löglega frá því að komast í boltann sem barst út í teiginn og Wijnaldum samlandi þeirra skallaði öflugan bolta upp undir slánna. Vorm kom reyndar í loftköstum og náði að skófla boltanum út úr markinu en í þetta sinn var dómgæslutæknin með okkur í liði og boltinn réttilega dæmdur fyrir innan línu.
0-1 í hálfleik
Liverpool byrjuðu seinni hálfleik á sama hátt og þann fyrri með því að ógna hraustlega. Fyrst með fyrirgjöf frá Robertson sem féll ofan á slánna og svo í skyndiupphlaupi þar sem Mané átti fast snúningsskot sem var vel varið af Vorm. Mínútu síðar sýndu Spurs þó klærnar og hinn líflegi Lucas Moura skundaði inn í vítateginn og smellti skoti í utanverða stöngina.
En á 54.mínútu átti Liverpool enn eina skyndisóknina og Mané keyrði vinstra megin inn í vítateiginn. Fyrirgjöf ætluð Firmino komst á kómískan hátt í gegnum Vertonghen og Vorm og endaði hjá Brassanum okkar brosmilda sem skóflaði boltanum yfir línuna. 0-2 fyrir Liverpool.
Okkar menn voru komnir með töggl og haldirnar í þessari stöðu og Tottenham virtust með litla trú á endurkomu. Við fengum marga sénsa á góðum upphlaupum og eitt þeirra var á 64.mínútu þegar að Vorm varði öflugt vinstrifótarskot frá Keita. Um miðjan hálfleikinn gerðist óhapp þar sem að Vertongen slæmdi hendinni í augað á meistara Bobby Firmino sem lá eftir og blóð lak frá augnsvæðinu. Skipta þurfti Bobby útaf fyrir Henderson en vonandi er þetta ekki alvarleg meiðsli því að fram að þessum tíma hafði Firmino verið með ferskari mönnum og að nálgast sitt hefðbundna frábæra framlag.
Enn hélt leikurinn áfram í sama fasa. Tottenham meira með boltann en ekki að ná skapa sér teljandi færi en Liverpool beittir í skyndisóknum þó að alltaf virtist vanta smá upp á herslumuninn til að slútta sóknunum. Eitt slíkt færi var á 81.mínútu þegar að Salah dansaði sig í færi en enn varði Hollendingurinn í markinu vel. Lamela fór að færa sig upp á skaftið og ógnaði með skoti við teiginn á 84.mínútu en rétt framhjá. Leikurinn var að fjara út en aftur var Lamela að ógna og í uppbótartíma fékk hann boltann eftir hornspyrnu, tók hann viðstöðulaust og smellti með grasinu framhjá Alisson í markinu. Sem betur fer var stutt eftir og okkar menn kláruðu lokamínúturnar fagmannlega.
Bestu menn Liverpool
Frammistaðan var frekar jöfn heilt yfir hjá okkar mönnum í dag. Milner hljóp manna mest að vanda og Wijnaldum var öflugur með fyrsta mark leiksins. Mané og Salah voru líflegir þó að það vantaði endapunktinn hjá þeim til að skora. Að mínu mati var Firmino maður leiksins og hann virtist vera búinn að hrista af sér slenið frá upphafsleikjum tímabilsins. Skapandi, hlaupandi, pressandi og skoraði. Vonandi verður hann klár í slaginn sem fyrst eftir þessi meiðsli.
Vondur dagur
Enginn okkar mann lendir í þeim flokki í dag enda góð og jöfn liðsframmistaða. Það var helst að Joe Gomez ætti slæmar 10 mínútur þar sem hann gerði tvenn slæm mistök sem hefði getað farið illa en það slapp fyrir horn. Strákurinn hefur verið frábær og var að spila með landsliðinu þannig að honum er fyrirgefið að hafa átt örlítið einbeitingarleysi. Ef einhver átti vondan dag þá var það enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane sem var týndur og tröllum gefinn allan leikinn. Ágústmarkið langþráða gerði í það minnsta ekki mikið fyrir hann í dag og blessunarlega þá var hann í vasanum á varnarmönnum okkar í rúmar 90 mínútur.
Tölfræðin
Okkar menn voru óvenju lítið með boltann í leiknum miðað við meðaltalið en það er vandsagt hvort að það hafi verið taktík eða bara þannig sem leikurinn þróaðist. Í það minnsta virkaði það ágætlega að vera ekki nema 40% með boltann og beita skyndisóknum þegar að tækifæri gafst. Við áttum heil 10 skot á rammann og með betri nýtingu hefði þessi leikur verið markasúpa hjá okkar mönnum.
Umræðan
Við erum á toppnum! Með fullt hús stiga! Ósigraðir! Efstir á Englandi!
Þarf eitthvað að ræða það?
?
Óþarfa spenna í lokin en góður leikur : D
Blaðamaður Guardian segir þetta best: “It’s faintly absurd that Liverpool only won by one goal, but win they did, and deservedly so. They’re top of the table, with five wins from five.”
Áfram Liverpool!
Það verður að vera smá spenna og sviti 🙂
Milner er vélmenni og geimvera.
YNWA
Vel gert, engin flugeldasýning en gera nákvæmlega það sem lið sem verða meistarar gera, vinna leikinn.
Frábær sigur á erfiðu liði, en við áttum að vera búnir að klára þennan leik fyrir löngu. Klúðruðum fullt af færum.
Gini Winjaldum á skilið maður leiksins fyrir að skora sitt fyrsta útivallarmark.
Fullt hús stiga eftir 5 leiki, til hamingju öll.
James Milner er svo frábær!!
Ég hélt að þetta yrði meira spennandi. En Tottenham varð að sætta sig við ósigur á heimavelli. ÁFRAM LIVERPOOL:
Milner er kóngur
Sælkir félagar
Frá bært að vera með 15 stig eftir 5 leiki og þessi leikur sýnir það að ekkert lið á möguleika þegar Liverpool spilar af þessu afli. Þó orkuður sumar ákvarðanig Mané tvímælis eins og þegar hann sendi á Keita þegar hann hefði getað sett Salah í hgegn fyrir miðju marki. Vertonghen átti auðvitað að fá rautt fyrir að slá Firmino í andlitið en þegar 3 stig eru í höfn fæst maður ekki um það.
Það er bara þannig
YNWA
Andy Robertson, þvílíkur leikmaður!!!!! Milner og Wijnaldum frábærir líka. Það var smá hiksti í ákvörðunartökunni í sókninni en þegar að þeir detta í gang þarna frammi þá verðum við óstöðvandi. Gomez líka á góðri leið með að verða næstbesti miðvörðurinn í deildinni.
Finnst við alls ekki vera að spila það vel þessa dagana en hey við erum samt með fullt hús stiga sem er gjörsamlega amazing!
Eigum orðið SOLID varnarlínu. Öftustu 5 hljóta að vera fyrstir á blað fyrir hvern leik ásamt Milner, þvílíkur vinnuhestur og leiðtogi. Eigum enn inni framlínuna finnst mér þó svo hún skili færum þá vantar (öfugt við síðasta tímabil) loka snertinguna. Er orðinn til í að sjá Sturridge og Shaqiri fá fleiri mínútur bæði til að gefa þeim séns og til að hrista upp í fabulous 3 . En fimm leikir og 15 stig markatalan +8 ekki hægt að byrja um meira. YNWA
Frábær sigur en það er eitt sem ég skil ekki en það er það þegar það eru gerðar tvær breytingar á einni bestu vörn úrvalsdeildarinnar 5 mín fyrir leikslok, þ.e.a.s að Alexander er tekinn útaf, Matip í hafsentinn og Gomez út í bakvörðinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert og mér fannst vörnin fara í hálfgert rugl síðustu mínúturnar. Skil alveg þegar það er bætt við auka varnarmanni við erfiðar aðstæður en þetta finnst mér algerlega óskiljanlegt.
MILNER !!!!! Þvílíkur leikmaður
Afskaplega sterkur sigur og þessi varnarlína er alveg frábær. Eitt erfiðasta lið í deildinni að verjast og það á útivelli. Aldrei fann ég fyrir stressi. Ný tilfinning með þetta lið okkar. Eingöngu klúður í hornspyrnu í lokin og ein mistök hjá Gomez sem gaf Moura gott færi sem hægt er að setja út á.
Skemmtilega við þetta er að manni finnst ennþá að sóknin okkar sé ennþá föst í öðrum gír. Ótrúlegt alveg að við skoruðum ekki fleiri mörk í þessum leik. Salah er ennþá í einhverju fönki og sést hvað hann er örvæntingafullur að ná marki. Hefði átt að senda boltann nokkur skipti í stað þess að fara sjálfur.
Þegar allir sílendrar fara á fullt, og vörnin heldur þessu formi þá verður þetta nánast fullkomið lið.
YNWA!
Matip breytti gangi leiksins í neikvæðum skilningi og gjörsamlega glórulaus ákvörðun að hrófla við öftustu fjórum 5 mínútum fyrir leikslok.
Salah oft á tíðum of eigingjarn á boltann og Mané klaufi. Milner minn maður leiksins og Robertsson fast á hæla honum.
Þroskaður varnarleikur í dag. Lovren er ekki að fara að labba inn i þetta lið, Van Dijk og Gomez flott par. Held að ég kjósi Gini sem mann leiksins. Vinnusemi og aftur vinnusemi ásamt því að skora flott mark sem breytti gangi leiksins, þar sem tottenham var að gera sig líklega.
Flottur leikur í dag og að við séum ósáttir með að sigurinn var ekki stærri á heimavelli Tottenham segir allt sem segja þarf og þegar sóknin hrekkur í gang og nýtir færin og ef vörnin heldur áfram þá verður virkilega gaman.
Vorum miklu betri á öllum sviðum , enda Henderson á bekknum
Vonum bara að þetta sé ekki alvarlegt fyrir komandi átök!!!
https://www.instagram.com/p/BnwC-6Ql0vJ/
Leikskýrslan er komin inn kappar!
Fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Ekki slæmt. Njótið og samgleðjist.
YNWA
Beardsley
Toppi deildarinnar? Ekki lengur…
Frábær sigur á erfiðum útivelli. Mane, Firmino, Keita, Vijnaldum, Milner, Robertson, Arnold, Van Dijk alveg magnaðir. Spurning hvort að Matip sé ekki orðinn númeri of lítill fyrir þetta Liverpool lið eins og Henderson ?
Allison 6 – Hafði lítið að gera en átti solid leik. Ekkert við hann að sakast í markinu.
Robertson 8 – frábær í dag og einn af okkar bestu mönnum. Var duglegur að hjálpa til strákunum á miðsvæðinu að brjóta upp sóknir ef þess þurfti.
Djik 8 – Steig varla feilspor í dag.
Gomez 6 -Steig allavega tvö feilspor í dag en þau kostuðu ekki mörk. Fyrir utan það þá var hann góður.
Trent 7 – Stóð sig vel í dag bæði í vörn og sókn.
Millner 8 – Frábær vinnsla eins og alltaf og var drifmótorinn á miðsvæðinu
Winjaldum 8 – Fyrir mér maður leiksins. Vann boltan aftur og aftur, skilaði honum vel frá sér og viti men skoraði útivallarmark sem aldrei áður hafði gerst.
Keita 7 – Er að finna sig hjá liðinu en átti góðan leik og maður sér gæðinn í honum(á eftir að verða betri)
Salah 7 – Alltaf stórhættulegur en er ekki alveg kominn í gang.
Mane 7 – Ógnandi og hættulegur en þarf stundum að taka betri ákvarðanir með boltan.
Firmino 8 – leit út eins og Firmino í dag og var þetta hans langbesti leikur á tímabilinu. Vinnusamur og skapandi en meiddist því miður
Henderson 6 – Kom inná og lokaði svæðum vel eins og hann átti að gera.
Virkilega vel skipulagt Liverpool lið í dag sem unnu frábæran sigur á erfiðum útivelli
#23 Rétt hjá þér… og þegar Watford verður búið að vinna sinn leik 3-0 þá sígum við niður í 3. sætið.
Ég dýrka þetta lið!
Við erum ógnarsterkir og áttum þetta svo sannarlega skilið.
Nú er bara að leggjast á bæn og vona að Bobby sé óskaddaður eftir þetta pot hjá totturum.
Gleðjumst og styðjum liðið okkar, við erum langflottastir!
#23
Það er mögulega besta leiðin til að falla niður í þriðja.
Vorum drulluheppnir að missa þetta ekki niður í jafntefli! Með réttu hefðu Tott átt að fá víti! Algjörlega óskiljanlegt og í raun heimskulegt að breyta vörninni í lokin! Klopp klúðraði þessu næstum því.
#29…………… Nei vertu ekki með þetta bull. Ef svo hefði farið þá hefði mátt skrifa það algerlega á leikmennina. Við áttum að vera búnir að setja amk. 3-4 mörk í viðbót 😉
En þetta slapp 🙂
YNWA
#29 Rólegur Kiefer.
Klopp klúðraði engu en menn sem koma inná eiga koma með ferskar fætur inn ekki vera verri en engin næstum því .
Var vonsvikinn að sjá Matip koma inná og fá mark í andlitið 3 mín síðar en ætla ekki að kenna Klopp um það að vilja styrkja vörnina síðustu mínuturnar í leiknum sem er auðvelt að sakast við eftir á!
Sæl og blessuð.
Salah kallar fram minningar frá því í fyrra þegar hann var svolítið mistækur fyrir framan markið. Mané er að sama skapi ólíkindatól. Þeir eru eins og flautaþyrlar þarna frammi, undarlegustu ákvarðanir teknar 3 á móti 2 og ég veit ekki hvað og hvað. Vitleysan í Mané í rangstöðumarkinu reið ekki við einteyming. En gæðin eru sannarlega til staðar og maður vonar bara að þetta fari að slípast til hjá þeim. Á góðum degi hefðum við unnið miklu stærra.
Ormurinn í marki þeirra hvítklæddu var þó ,,betri en enginn” og varði á tíðum afar vel. Mögulega hefðu skyttur okkar mátt senda bolta nær stöng en vörslurnar voru margar. Að því sögðu – þá minnti hann mig á Mignó okkar blessaðan í þessum tveimur mörkum. Þetta var nú treidmarkið hins síðarnefnda, að böðlast um í teignum eftir fast leikatriði og missa alla stjórn á aðstæðum. Það hefði líka verið í hans anda, að láta laflausan bolta renna sér úr greipum beint í fætur andstæðings.
Chelsea eru ógnvekjandi og er ekkert lát á velgengni þeirra. Það verður súakalegt að mæta þeim í tvígang núna á vertíðinni sem er framundan.
Hvað um það: til lukku púlarar nær og fjær. Snilldarsigur!
Skrítnar tilfinningar eftir leikinn í dag. Ég upplifði meistaratakta hjá liðinu. Að vinna leik eftir leik með einu eða tveimur mörkum er nokkuð sem maður hefur ekki átt að venjast á undanförnum árum og það sem meira er Liverpool hefur verið betra liðið í þessum fyrstu leikjum og þeir spila ekki á öllum sílindrum og virðast eiga töluvert mikið inni. Þetta var annað hvort í ökkla eða eyra á síðasta leiktímabili þar sem skiptust á stórsigrar í bland með jafntefli og einstaka töp. Einkennandi var þó að Liverpool var í flest öllum leikjum miklu betra liðið en fyrst og fremst vegna lélegs varnarleiks og markvörslu var liðið að missa mikilvæg stig í baráttunni um meistaratitilinn. Vörnin og markvarslan er í allt öðrum gæðaflokki í þessum fyrstu leikjum haustsins sem gerir dýrustu leikmenn heims í sínum stöðum Virgil og Alisson hverra krónu virði.
Einu hef ég áhyggjur af og það er að við erum ekki með leikmann sem skorar úr aukaspyrnum fyrir utan teig eins og þegar við höfðum litla kút.
Vill sjá Shaqiri fá að spila meira skil ekki að nota ekki þennan orkubolta meira.
Ég verð nú að taka minn hatt ofan fyrir Milner.
Þvílíka rosa-orku sem þessi drengur hefur!
Það eru ekki margir á fertugsaldrinum að bæta sig á hverju ári, en Milner… fjúff!
Geggjaður sigur það sem maður er rólegri með nýja markmannin okkar úff Mane og salah mættu gefa hann oftar oft menn lausir í kringum þá en hey ekki ætla ég að kvarta SIGUR! Eigið gott kvöld allstaðar 🙂
Veit einhver hvað það er langt síðan við vorum með 5 sigra eftir fyrstu 5 leikina?
# 34 Trent kann það og Xhaq líka. Spurning hvort þeir séu alltaf starters en þá … Robertson? Hann gæti gert þetta miðið við hvað hann sendir vel. Og svo Salah. Við eru ekkert í slæmum málum þarna. Setja þetta á æfingasvæðið og boltar munu liggja inni úr föstum leikatriðum.
# 38
1990
Þá unnum við.
Here we go again.
YNWA
Joe Gomez, sá er að koma sterkur inn, þrátt fyrir að leikurinn hafi auðvitað ekki verið án mistaka: https://twitter.com/EPLStatman/status/1040958671080108032
Svo er VvD auðvitað algjört monster. Milner, Gini og Robertson voru frábærir og Firmino leit loks út eins og Firmino.
Virkilega flottur sigur en hefði viljað hreint lak. Þá fóru mörg góð færi forgörðum og góðar yfirtölur nýttust ekki. Vorum samt mikið, mikið betri aðilinn gegn Tottenham á útivelli. Fullt hús stiga eftir fimm leiki og tvö mörk fengin á sig? Alls ekki slæmt!
Talan 19 er mögulega talan okkar tala þetta tímabilið.
Árið er 2019
19 ár frá síðasta titli
19. titilinn
Skoskur leikmaður í vörninni síðast þegar við unnum titilinn.
Endilega komið með meira.
Það eru 29 ár frá síðasta titli árið 2019
#42
Það hefði verið gaman ef að við hefðum unnið ensku deildina árið 2000 þá væru við með 19 titla og Man Utd með 19 og við myndum fara fram úr þeim í vor og taka titil nr 20. En því miður kom sá síðasti árið 1990 sem gera 29 ár síðan.
Talan 19 er frumtala. Það vita nú allir.
Sorry var ekki alveg vaknaður þarna í morgun
Gunnar minn # 46. Ég er 29 ára, ekki 39 ára. Það eru níu ár síðan Neil Yong kom fram í Madison Square Garden, ekki nítján. Níu ár síðan The Wind Up Bird Chronicle kom út á ensku, ekki nítján.
Mér finnst mjög virðingarvert að þú hafir vaknað 10 árum of seint í gærmorgun.
Liðið okkar ástkæra er mögulega að vakna tíu árum of seint líka, en það er heldur betur vaknað. Vær blundur veitir kraft.
Sá kraftur verður nýttur til stórra afreka.
This is the new world. A great new beginning.
Of something glorious.
YNWA
Fínn leikur á móti liði sem á allavega að vera ógnarsterkt. Hafði einhvernvegin aldrei trú á því að þessi leikur myndi fara öðruvísi en að við myndum sigra, sem er töluvert ólíkt fyrri árum.
Eitt er þó sem mér finnst að mætti bæta.
Þessi ótrúlega sterka framlína sem við eigum, er ekki að spila neitt sérstaklega vel, held að allir geti verið sammála um það. Það finnst mér orsakast af því að menn eru af einhverri ástæðu orðnir töluvert sjálfselskir, og eiga það til að “einspila” eins og það var kallað í gamladaga. Klopp þarf að taka menn til sín og sína þeim myndbönd frá leiktíðinni í fyrra, og sýna þeim að þá voru þeir að spila fyrir hvorn annan og græddu allir á því. Það gerðist ítrekað í þessum leik að menn voru að skjóta á markið í staðinn fyrir að senda boltann á mann í betra færi.
Annars gæti þetta nú kallast að finnast glasið hálftómt, þó það sé barmafullt í raun og veru.
Eina sem ég vill segja er það að Van Dijk er ekki besti heldur langbesti hafsentinn í þessari deild og sennilega þoty miklu miklu víðar væri leitað. Ég gersamlega elska drenginn…
Þetta er okkar ár áfram LIVERPOOL YNWA
Fimm sigrar í röð í deildinni. Frábær árangur. Dæmigert að þá tekur Chelsea upp á því líka að sigra fimm fyrstu leikina. Miðað hvað Chelsea byrjar vel er liðið alveg jafn líklegt að vera í toppbaráttunni og Liverpool og Man city. Svo er klárt mál að öðrum liðum mun vaxa ásmeginn þegar á líður og því gæti þetta orðið hörku samkeppni á milli topp 6 liðana um í hvaða röð þau munu lenda.
Chelsea þarf því miður að spila á móti okkur og reykingakallinn frá ítalíu er að fara tapa stigum það er morgunljóst!