Southmapton var ekki vandamál og Liverpool fer á fullri ferð í tvær viðureignir við Chelsea. Hin toppliðin eru á meðan í misjafnlega góður standi. Fórum yfir allt það helsta úr síðustu viku og höfðum Svenna Waage í banastuði með okkur. Hann fer að hafa hashtagið sitt í hástöfum bráðum #meistararívor.
Kafli 1: 00:00 – #meistararívor
Kafli 2: 09:30 – Shaqiri stækkaði úr 1,54 í 1,63
Kafli 3: 19:40 – Matip spilaði eins og hann sé 1,95m á hæð.
Kafli 4: 22:30 – Fækkar hratt músahjörtunum í liðinu
Kafli 5: 27:00 – Besta Úrvalsdeildarlið Liverpool?
Kafli 6: 34:20 – Alisson snarlagar varnartölfræði
Kafli 7: 38:30 – Hvað er líklegast af United, Spurs og Arsenal?
Kafli 6: 54:10 – Chelsea eru alvöru í vetur
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Sveinn Waage
Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.
Gullkastið er þáttur í boði Egils Gull (léttöl)
MP3: Þáttur 208
Minni sérstaklega á massa góða upphitun hjá Beardsley í síðustu færslu. Skyldulesning fyrir leik.
Kom ekki fram, en veit einhver hver staðan er á Dikkaranum?
YNWA
Van Dijk er tæpur, og ég tel nánast öruggt að hann spili ekki í kvöld. Verður vonandi orðinn klár fyrir helgina.
Takk fyrir þennan fjörlega þátt félagar. Margt athyglisvert en finnst þó við aðeins of drjúgir með liðið okkar sem vissulega er gott og reyndar frábært á sínum bestu dögum. En ekkert er komið í hús ennþá. Ég ætla allavega að bíða með montið þangað til bikar er kominn í hús. Man eftir tímabilinu 85-86 þegar MU vann fyrstu 10 leikina í deildinni og 13 af fyrstu 15 en tapaði svo í 16. leik. Voru að sjálfsögðu með yfirburðarforystu en hvað svo. Um vorið enduðu þeir í 4.sæti í deildinni eftir herfilega seinni umferð og engan bikar. Að vísu er liðið okkar sem betur fer ekki MU en margt getur skeð á löngu og ofsalega erfiðu tímabili.
Takk fyrir þetta Daníel, en er rólegur við eigum strákinn okkar hann Gomes að, svo bara vona að Van Dijk verði orðin góður á laugardaginn.
YNWA
Sæl og blessuð.
Gull af mönnum eru þessir piltar. Þótt mjög hafi aukist djúpið í liðinu verður því ekki á móti mælt að VvD (sem ég skildi ekki af hverju var svona ómissandi) er að verða ómissandi. Hvað gerum við ef rifbeinameiðsli verða þrálát? Erum við að fara aftur í Matip/Lovren kombóið – opið í gegn og allir velkomnir? Jú, Gómez-inn er orðinn rokksólídd en VvD er klárlega burðarstoð sem þarf að vera til staðar.
Hvað er annars að frétta af besta miðverði heims? Er hann ekkert á leiðinni í hópinn að nýju? Og hver er orðinn nötrandi yfir að fá Mignó í markið. Hann er eins og vampíran – skíthræddur við krossa.
Rata út.
Mér fanst Klopp gefa eitthvað til kynna á blaðamannafundinum hvernig liðið verður skipað í þessum leik. Hann gaf jú út að Mignolet yrði í markinu og gaf til kynna að öllu aðalliðinu verði ekki alveg skipt út af fyrir varaliðið og það verði jafnvel mjög margir af aðalliðsmönnum skipt út af. Allavega fanst mér lesa það úr orðum hans.
Persónulega finnst mér að varaliðið eigi að fá þennan leik eða sem stærstur hluti af varaliðinu. Hópurinn er það rosalega sterkur að við megum við 5-6 breytingum á byrjunarliðinu, jafnvel mun meira en það. Að vera með menn eins og Shaqiri og Sturridge, Fabinho, Keita, Clyne,Matip,moreno, Lovren, Lallana(er tæpur fyrir leikinn), solanke, Origi sem varaskífur eða að anda í hnakkann á byrjunarliðsmönnum er eitthvað sem liðið á að nýta sér óspart í vetur. Þetta eru leikmenn með slík gæði að þeir kæmust í byrjunarliðið hjá meginn þorra liða í ensku úrvalsdeildinni ef þeir væru heilir heilsu.
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt. Vogurinn kemur djúpur inn og #meistararívor er gott ekki síst fyrir hvað það pirrar suma MU-ara. Ég er dálítið á Einars-Magga línunni um að það verði ca 4-5 breytingar á liðskipan útileikmanna fyrir þennan leik. Klopp vill titla og ætlar örugglega að reyna við þá alla. Þessi er ef til nvill minnst metinn af þeim sem eru í boði í upphafi leiktíðar en titill samt.
Það er nú þannig
YNWA
Við viljum sjá hellinn!
Vona að Divock Origi fái tækifæri frekar en Dom Solanke. Hann er betri í öllu. Skil enn ekki hvað menn sjá í Solanke. Hægur, lélegur slúttari, hrár í tækni og boltamóttöku. Minnir mann oft á þegar hafsent er settur upp á topp í lok leikja.
Annars held ég að við klárum þennan leik 3-1.