Liðið gegn Chelsea er klárt!

Eins og við var að búast þá gerir Klopp margar breytingar frá því á miðvikudagskvöld. Liðið er svona:

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Milner – Wijnaldum – Henderson

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, Moreno, Matip, Fabinho, Keita, Shaqiri, Sturridge

Í raun ekkert þarna sem kemur á óvart. Van Dijk var lítið sem ekkert búinn að æfa í vikunni en hann er orðinn leikfær, sem eru gleðifréttir.

Liðið hjá Chelsea lítur svona út en þeir eru með sitt sterkasta lið, Rudiger orðinn leikfær í miðri vörninni við hlið Luiz, Jorginho kemur inn í stað Fabregas og frammi verða þeir Giroud og Hazard, báðir reynst okkur erfiðir síðustu misseri.

Kepa

Azpi – Luiz – Rudiger – Alonso

Jorginho – Kovacic – Kante

Hazard – Giroud – Willian

Bekkur: Caballero, Cahill, Zappacosta, Moses, Fabregas, Barkley, Morata

Þetta verður eitthvað. Koma svo!

YNWA

60 Comments

  1. Frábært en hefði þó ekki komið neitt ofsalega á óvart þó annaðhvort Shagiri eða Sturridge hefðu byrjað inná. Gott ef VvD er heill heilsu á ný, sannarlega lykilmaður en þó vonandi ekki eins mikilvægar og ég óttast að hann sé. Áfram svo Liverpool.

  2. Þetta verður hrikaleg brekka í dag en vonandi hittum við á betri dag en chelsea menn og hirðum allavega stig sem væri alltaf gott á þessum velli.
    Bekkurinn er rosalega öflugur og menn þar tilbunir að koma inná ef þess þarf.

  3. Nú verður að taka fast á hazard, fyrir utan vítateig því hann er mjög gjarn á að láta sig detta við minnstu snertingu. Hann er þeirra helsta ógn. Vonandi mætum við dýrvitlausir í pressu dauðans og verðum 0-4 yfir í hálfleik 🙂 Koma svo rauðir, hefna fyrir slysið í vikunni á Anfield.

  4. Vedmangarar telja Livepool liklegra til sigurs heldur en Chelsea a Stamford Bridge. Tad eru hreinlega allir a Liverpoolvagninum! Vonandi tekst lidinu ad stodva Hazard. Besti leikmadurinn i heiminum i dag ad minu mati.

  5. Okkar menn ráða bara ekkert við Hazard. Klopp hefði átt að gera betri ráðstafanir til að loka á hann.

  6. Jæja, hazard aftur, hvað er að klopp og liðinu ? Einn helvítis leikmaður

  7. Er að verða brjálaður að sjá menn labba framhjá Henderson aftur og aftur, Og Mó þarf 10 færi til að skora

  8. Ha, ha, en Henderson er alveg heilagur hjá sumum sem hér skrifa stundum.

  9. Ég hef áhyggjur af Mo Salah. Hann er ekki jafn léttfættur og í fyrra. Held að honum veitti ekki af viku á sólarströnd til að byggja sig upp. Og svo er það andlega hliðin, hún gæti verið brothætt eftir meiðslin.

  10. Ég persónulega vil alltaf frekar sjá Keita byrja leiki en Henderson.

  11. Erum að fara alveg ótrúlega illa með sénsa hérna í fyrri hálfleik og auðvitað refsað harkalega þegar mistökin okkar komu. Verðum að ná stigi hér í dag.

  12. Svakalegt varnarlega þetta chelsea lið. Gegn öllum öðrum liðum værum við búnir að skora 2-3 mörk.

  13. Hvað er verið að gera með þetta Henderson rusl inn á hugsar meira um að hafa hárið sitt fint en fkn leikinn þvílikur aumingi

  14. Mér finnst eins og okkar leikur sé orðinn svo fyrirsjáanlegur. Náum aldrei að byggja upp hraðar sóknir af neinu viti þessa dagana.. hvar er hraðinn og leik skilningurinn :/

  15. Helvítis prump það sem af er. Vonandi verður eðlilegri gangur í seinni.

  16. Mane og Salah bara óskynsamir í færum, meðan hazard þarf bara eitt færi. Liverpool er betra liðið en þarf bara að nýta færin, og ég bíð ennþá eftir að við tæklum hazard hressilega útaf.

  17. Flottur fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum heilt yfir.

    Við höfum virkað stórhættulegir fram á við og hefur Salah fengið fullt af plássi til að gera eitthvað sniðugt og var nálagt því að skora þegar þeir björguðu á línu.
    Varnarlega þá var það Robertson sem gleymdi sér í löngum bolta sem hleypti William inn fyrir og svo lét Trent teyma sig úr stöðu og Hazard fékk færi sem hann skoraði úr(sett spurningarmerki við Allison í markinu).

    Annars erum við bara í hápressu og hefur það skilað sér í því að við höfum oft unnið boltan á hættulegum stöðum en síðasta sendinginn hefur verið að klikka.
    úti á vellinum finnst mér við betri en Chelsea liðið en þeir eru með menn sem geta haldið bolta vel en bæði Jorghino og Kovacic virkuðu annsi þreyttulegir þarna undir lokinn og spurning um hvort að orkuboltarnir okkar ná að keyra yfir þá í síðari hálfleik.

    Staðan er slæm en ekki framistaðan. Það eru 45 mín eftir og ætla ég að spá því að þetta verður annað hvort Liverpool sigur eftir magnaða endurkomu eða 3-0 tap(ekkert jafntefli í dag)

  18. Rólegir að drulla alltaf yfir fyrirliðann.
    Hann er ekki fullkominn en þetta er ekki honum að kenna.
    Salah,Mane og Firmino eru ekkert að geta þarna frammi. Salah að eiga mjög lélegan leik eins og er.

  19. Henderson á ekki skilið þennan skít, hættið þessu rugli, hann er í sömu skítavinnunni og kante, nema kante er svartur og lítill. Henderson er að vinna sína varnarvinnu mjög vel, hann er ekki sóknarmiðjumaður í þessum leik. Slakið á þessu rugli !

  20. Sælir félagar

    Okkar menn frekar hægir og fyrirsjáanlegir. Ef Salah skorar ekki snemma í seinni þá á að setja Shaq inná og láta hann djöflast í þessum andskotum. Ferlegt að horfa á andskotans Grasmaðkinn labba í gegnum varnarmennina og skora eins og að drekka vatn. menn verða að geta séð þessar stungusendingar fyrir það eru þær sem hann nærist á. Svo er ekkert annað en berjast til sigurs í þessum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. sættiði ykkur við það að hann fkn sökkar og hættið þessu rúnki yfir honum

    eina ástæðan fyrir því að hann er inná er því hann er breti

  22. Útaf með Salah en halda Mané frekar inná? Salah er þó að reyna, hann er alls ekki búinn að vera lélegur.
    Keita og Shaqiri væri ég til fyrir Hendo og Mané

  23. Bara flottur leikur, finnst Liverpool vera heldur sterkari. Alltaf vitað að þetta yrði erfitt en engin dauðadómar hvernig sem fer. Hef fulla trú á okkar mönnum í seinni. Finnst svo alltaf dauðadómsmennirnir jafn hallærislegir en þetta er víst þeirra líf. Að fæðast neikvæður er örugglega pína og kvöl.
    YNWA

  24. Finnst Liverpool ennþá vantar miðjumann sem getur sprengt upp leiki. Tæknilega góðan með auga fyrir sendingum. Miðjan okkar gengur svolítið bara út á það að yfirhlaupa miðju andstæðingsins. Vantar þessi gæði til að geta sprengt upp leiki upp úr engu þegar þeir eru svona lokaðir.

  25. Skemmtilegur fótboltaleikur. Erum að spila svipað og áður. Færanýting er vandinn þegar hitt liðið hefur súper leikmann. Vinnum ekki deild nema við nýtum færin.

    Þeir sem þekkja körfubolta sjá strax hvað vandinn í sókninni er. Við erum að keyra og nálægt markinu (körfunni) og einföldum varnarmönnum þannig lífið. Verðum að senda og skjóta meira a teig toppnum/boganum.

  26. Sóknin er einfaldlega mikið áhyggjuefni og hefur verið það í síðustu leikjum. Skelfileg nýting o gb slæmar ákvarðanir hægri vinstri. Gefa Shaqiri meiri séns takk.

  27. Eg neita að trua að við töpum 2 sinnum fyrir þessu ogeðslegasta plast rusl liði a 3 dögum. Verðum að na allavega jafntefli

  28. Verður Salah ekki að setjast á bekkinn núna? Það er eitthvað að…

  29. Nú er það ekki markvarslan heldur sóknin. Það er alltaf verið að tala um Sala en hvað er Firmino.

  30. Liverpool eru að spila skelfilega…. alveg sama þótt menn eru með Pollýönnu gleraugu…

    Ógeðslega hægt og fyirisjáanlegt uppspil og engin harka… léleg nýting og ekkert function á miðjunni

  31. Gomez og VvD búa báðir yfir merkilega miklum hraða, eru mun fljótari en miðverðir liðsins í ansi langan tíma a.m.k. Gætu orðið svakalegt miðvarðapar, ef fram heldur sem horfir.

    Þvílíkur munur á þessum leik og WHU – Man Utd í hádeginu. Tvö frábær lið að spila núna. Eitthvað þarf þó að detta fyrir okkar menn fremst á vellinum, væru alveg komin 1-2 mörk á eðlilegum degi.

  32. Getum enguk kennt nema okkur sjalfum að nyta ekki færin okkar

  33. Guð minn almáttugur Shaqiri. Vonaði að þú værir ekki eins og hinir.

    Það er eitthvað mikið að sóknarmönnunum okkar.

  34. Við erum ekki að nýta færin , þeir eru búnir að gera það, þar liggur munurinn !

  35. HAHAHAHA, DAAAAAANIEL STURRIDGE, ÞÚ MIKLI MEISTARI!!!

    Geggjað skot!

  36. Var ég búinn að segja ykkur frá Sturridge frænda mínum? 4 mörk komin, 13 á leiðinni.. Þetta var ágætt 🙂

  37. Hæ Henderson rúnkarar? Leið og ruslið fer utaf og alvöru maður inn þa kemur mark

  38. Anton. Þú gerir þér lítinn greiða með svona orðbragði. Reyndu að nota málefnalegar athugasemdir.

  39. Töfrastundin var þegar fyrirliðabandið var þrætt upp á handlegginn á Virgil van Dijk.

    Þar á það að vera, því þá getur allt gerst!

    *OMG Sturridge*

    #lengilifirígömlumglæðum

  40. Haltu kjafti Anton og drullaðu þér í burtu með þessa ógeðslegu neikvæðni.

  41. Svona svona…
    Greyið Anton hefur átt erfitt alveg frá því að Lucas Leiva fór.
    Betra að hann fái útrás svona en sparki í köttinn.

  42. Anton drullaðu þér af þessari síðu ef þú getur ekki hegðað þér eins og maður. Ógeðslegt að lesa svona komment hjá þér.

  43. Sturridge að bjarga deginum fyrir manni. Sem betur fer var hann aldrei seldur, þarf bara 15-20 mín til þess að galdra fram mörk. Djöfull er ég ánægður með breiddina í ár.

  44. frábært 🙂 hefði verið ansi ósangjarnt að tapa þessu, með smá heppni sigur

  45. Frábær gæði í þessum leik allan tímann…hefði sagt það sama þó við hefðum ekki náð jafnteflinu….bara góður leikur hjá góðum liðum…en takk Studge fyrir að gera þetta stórkostlegt….

  46. Skemmtilegasti leikur tímabilsins. Chelsea eru einfaldlega geggjaðir! Við virum samt geggjaðir líka á ljótan hátt og áttum stigið skilið. Þvílika markið hjá Studge!

Upphitun: Chelsea á Brúnni

Chelsea – Liverpool 1-1