Þá fer þessari fótboltahelgi að ljúka. U18 og U23 liðin áttu bæði ágæta leiki; U18 vann Stoke 4-2 þar sem Bobby Duncan skoraði 2, og U23 unnu Chelsea 3-1, Virtue með 2 mörk og Camacho með 1. Svo þarf auðvitað ekkert að minnast á leikinn í gær, en það sem undirrituðum fannst áhugavert var að Sturridge átti nákvæmlega 3 snertingar í leiknum: 1) tók við sendingunni frá Shaqiri, 2) lagði boltann fyrir sig, 3) smurði boltanum upp í samskeytin. Eins og kunnugt er var þetta 50. mark hans fyrir klúbbinn í deildinni, hann er í 14 sæti yfir þá leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná þessari tölu ef við skoðum fjölda leikja, en er hins vegar í 2. sæti ef við skoðum fjölda mínútna. Aðeins Fernando Torres hefur gert betur. Þess má reyndar geta að Mo Salah gæti vel slegið þetta met í vetur.
Nóg um það. Eftir stutta stund hefst leikur Liverpool og Reading í kvennadeildinni, fyrsti heimaleikurinn í deildinni á þessu tímabili hjá stelpunum. Það er búið að tilkynna liðið:
S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe
C.Murray – Coombs – Roberts
Charles – Sweetman-Kirk – Clarke
Bekkur: Little, Fahey, Daniels, Babajide, Linnett
Ég geri ráð fyrir að Preuss sé meidd fyrst hún er hvorki í liðinu né á bekk. Vonum bara að Kitching fari ekki að meiðast líka. Þá er Leandra Little aftur komin í hópinn, og byrjar á bekk.
Þess má svo geta að leikurinn verður sýndur beint á Facebook síðu FAWSL. Við uppfærum svo þessa færslu með úrslitunum eftir leik.
Leik lokið með 0-1 sigri Reading. Markið skoraði Chaplen á 35. mínútu eftir langa sendingu inn fyrir vörnina. Liverpool missti svo konu af velli þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá fékk Rhiannon Roberts sitt seinna gula spjald fyrir klaufalegt brot rétt fyrir utan teig. Eftir það voru möguleikar liðsins skiljanlega litlir, en þó sóttu okkar konur nokkuð stíft síðustu mínúturnar, og t.d. átti Babajide gott skot rétt framhjá undir lokin. Þetta var frumraun Fran Kitching í markinu, og hún stóð sig nokkuð vel, hefði þó mögulega mátt vera betur staðsett í markinu. Hún varði m.a. vel aukaspyrnu frá Fara Williams, en sú var reyndar í hóp Liverpool sem vann titilinn síðast. Fara þessi er einnig þekkt fyrir að hafa verið heimilislaus snemma á ferlinum. En nóg um það. Það að vera ekki með markvörð á bekknum hefði vel getað endað illa þar sem Kitching lagðist tvisvar í grasið, líklega eitthvað meidd í baki, en hún náði að harka af sér og kláraði leikinn.
Ekki úrslitin sem við vonuðumst eftir, en vonum að liðinu gangi betur í næsta leik.
Bara uppá forviti.
Eru margir hérna sem horfa kvennaleiki Liverpool reglulega(s.s heilan leik ekki bara tilþrif úr leikjum) ?
Sorry, eg er ekki konu hatari alls ekki, eg a kærustu og 9 ara gamla stelpu.. veit ekki hvað það er en það fer eitthvað i mig að sja nyja frett þegar eg opna síðuna, mjog spenntur og sja að það er um kvennalið Liverpool..
Sorry og kallið mig það sem þið viljið en eg skal fullyrða það að 98% jafnvel 99% af lesendum síðunnar er nkl drullu sama um kvennaliðið..
Okei skil þetta og þið að auka umfjollun um Liverpool sem er frábært, þið eruð frábærir. Hef lesið þessa siðu fra upphafi og mun gera afram að sjalfsogðu enda besta Liverpool siða sem er til..
Er að reyna koma þessu fra mer an þess að vera vondur og kannski er eg bara pirraður.. öll umfjollun er jakvæð auðvitað, nuna verður drullað yfir mig og eg skal taka þvi.
Pæliði samt i því að eg hef yfir engu að kvarta, er pirraður og finn bara þetta 🙂
Er ekki vanur að kvarta og er jákvæður en bara Sorry þetta fer sma i taugarnar a mer hahaha 🙂
Plis ekki kala mer þo eg hafi sagt þetta eg meina ekkert illt 🙂
Viðar þú segir bara til þegar þú áttar þig á hversu galið þetta er hjá þér og vilt láta fjarlægja þetta.
Daníel á auðvitað ekkert nema hrós skilið fyrir að auka við flóruna hjá okkur með umfjöllun um kvennalið Liverpool, eina Liverpool liðið sem íslendingur hefur spilað fyrir btw og fáránlegt að reyna letja hann (og okkur) í þeirri umfjöllun í stað þess að leiða þetta bara hjá sér ef þetta er ekki fyrir þig.
Sjálfur hef ég ekki mikið fylgst með kvennaboltanum, ein ástæðan er t.d. hversu lítil umfjöllunin er. Mjög gott að fá innlegg um það hér.
Frábært að fá fréttir af kvennaliðinu og yngri liðunum. Styð það 100%.
Fyrir mig persónulega, þá hef ég fyrst og fremst áhuga á því sem er að gerast hjá Liverpool FC. Jú, áhuginn beinist vissulega langmest að karlaliðinu, og ekkert að því. Ég hef hins vegar líka áhuga á að vita hvað er að gerast hjá bæði yngri liðunum og hjá kvennaliðinu. Ég var búinn að kanna lauslega hvort fleiri hefðu áhuga á slíkri umfjöllun hér á síðunni, og niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi að svo væri. Auðvitað þýðir það ekki að allir hafi slíkan áhuga, enda vill svo skemmtilega til að enginn er neyddur til að lesa þessar umfjallanir.
Ég verð að viðurkenna að áhugi minn á kvennaliði Liverpool er ekki mikil en hef þó fylgst með hvar þær eru að enda í deildinni og stundum horfir higlights á lfctv. Það var samt gaman að fylgjast með þegar Katrín var að spila með þeim. Ég get ekki sagt að ég viti hverjar þessar stelpur eru í þessu byrjunarliði en veit þó hver er orðinn þjálfari liðsins.
Ég fylgist með kvennafótboltanum hér heima og læt það duga en ef einhvern skrifar fréttir um kvenna liðið og einhverjir hafa gaman af því þá er það auðvita bara hið besta mál og fyrir þá sem finnst það ekki gaman að lesa þetta einfaldlega sleppa því.
Þar sem Daníel er snillingur og það er gaman að sjá fréttir af kvennaliðinu þá styð ég áframhaldandi fréttaflutning.
Ég tek undir með Daniel. “enginn er neyddur til að lesa þessar umfjallanir”. Ég er enginn áhugamaður um kvennafótbolta, hvað þá leiðinlegs varnasinnaðs karlafótbolta. AF því tilfefni skrolla ég bara fram hjá þessu en hvet Daniel eindregið að halda þessari umfjöllun áfram, því það er t.d þónokkuð af konum sem eru áhugamenn um fótbolta og það má vel vera að þær vilji vita hvað er að gerast í kvennaboltanum hjá Liverpool og það má þá vel vera að umfjöllun veki áhuga þeirra enn þá meira á að fylgjast með honum og halda með Liverpool.
Ánægður með þessa nýbreytni.
Ég hef gaman af allri umfjöllun um Liverpool og fylgist með kvennaboltanum með öðru auganu (enda blindur á hinu)
Sælir félagar
Umfjöllun um kvennaliðið er mjög til bóta finnst mér gömlum kallinum. Ég horfi á highlights úr öllum leikjum á heimasíðu Liverpool. Bæði aðalliðum karla og kvenna og svo unglingaliðunum. Mér finnst að öll þessi lið séu hluti af starfsemi klúbbsins og þó karlaliðið sé í brennipunkti þá gleðst ég yfir vinningum allra liða og læt töp allra liða fara í taugarnsr á mér. Liverpool átti mjög gott kvennalið og vonandi koma þeir tímar aftur.
Það er nú þannig
YNWA
Styð heilshugar alla umfjöllun um Liverpool og finnst þetta frábært framtak.
Frábært framtak og hver veit nema þetta kveiki áhuga okkar á kvennaboltanum í Liverpoolborg..