Jurgen Klopp var staðfestur sem stjóri Liverpool á þessum degi fyrir þremur árum. Klárlega mikilvægasta mannaráðning Liverpool í tíð FSG og þeirra mesta gæfuspor í rekstri félagsins. Eftir Man City leikinn hefur hann stýrt Liverpool nákvæmlega þrjú tímabil (114 deildarleiki) og er mjög áhugavert að skoða þróun liðsins á þessum tíma.
Jurgen Klopp’s 1st 3 years at @LFC:
1st 38 PL games
W18 D11 L9 F73 A50Middle 38 PL games
W20 D12 L6 F73 A44Most recent 38 PL games
W24 D10 L4 F86 A29 pic.twitter.com/ohs5rKIRpQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) 7 October 2018
Fyrsta árið keypti hann engan leikmann og hafa verður í huga að liðið fór í úrslit bæði Europa League og Cabaro Cup sem kostaði klárlega töluvert af stigum í deildinni. Liðið var að skora ágætlega en varnarleikurinn var afleitur. Hann náði í 65 stig eftir fyrstu 38 leikina sem stjóri sem er svipað ról og Rodgers var á með liðið.
Liðið bætti sig örlítið á miðjukaflanum í stjóratíð Klopp. Náði í 72 stig og skoraði áfram sæmilega en varnarleikurinn var ekki að batna nærri því nóg. Aðalatriði í deildinni var að liðið náði að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á ný og fara þannig upp um eitt level á leikmannamarkaðnum.
Klopp hefur verið að bæta liðið öll þessi þrjú ár og haldi hann áfram á þeirri vegferð sem hann hefur verið ætti það að fara skila þeim árangri sem við öll vonumst eftir. Ferðalag í úrslit Meistaradeildarinnar er partur af síðustu 38 leikja hrynu sem tók auðvitað gríðarlega á hópinn. Það sást best á því að það voru nánast aðeins ellefu leikmenn leikfærir þegar í úrslitaleikinn var komið. Liverpool vann aðeins einn leik í kjölfar Meistaradeildarinnar á meðan riðlakeppninni stóð sem er annað dæmi um hversu mikil orka fer í þá keppni.
Vörn Liverpool er búin að bæta sig um nánast helming frá fyrstu 38 leikjum Klopp með Liverpool og það bendir allt til þess að sú bæting haldi áfram á þessu tímabili. Ef við brjótum þetta enn frekar niður og skoðum síðustu 19 deildarleiki hefur Liverpool skorað 38 mörk en fengið aðeins á sig 10 mörk sem er með ólíkindum mikil bæting og kemur út sem mark í öðrumhverjum leik. Hjartanlega velkomnir Alisson og Van Dijk!
Það sem af er vetri hefur Liverpool verið að ná í 2,5 stig að meðaltali í leik þrátt fyrir að eiga langerfiðasta leikjaprógrammið. (Af síðustu sjö leikjum var aðeins einn gegn liði sem er fyrir utan topp 13 á lista Euro Club Index yfir bestu lið Evrópu). Allt er þetta klárt meistaraform í eðlilegu árferði en það er auðvitað ekki svo auðvelt í samkeppni við ofurhópa Olíufélaganna.
Klopp hreinlega gæti ekki verið að gera mikið meira með það sem hann fær úr að spila og þetta sýnir nokkuð vel hversu mikið hann hefur verið að bæta liðið.
Liverpool liðið í dag er langt í frá fullkomið, það sem helst er að hjá okkur núna er svipað og þekkt vandamál hjá golfurum, loksins þegar búið er að koma drivernum í lag þá fer helvítis stutta spilið í fokk. Þetta er svolítið málið með vörn og sókn Liverpool núna. Okkar fremstu menn eru ekki í sama ofurformi og þeir voru mest allt síðasta tímabil en það er frekar lítið tilit tekið til mótherjanna í þessum leikjum undanfarið og orkunni sem fer í að spila við þessi lið hvert ofan í annað með svona stuttu millibili.
Þegar Man City mætir á Anfield og leggur upp með að verja stigið og tefur frá fyrstu mínútu er ljóst að það gerir erfiðara fyrir sóknarlega. Man City er nota bene með móður allra leikmannahópa hafa undanfarið spilað við Lyon þegar Liverpool var að glíma við PSG. Oxford var mótherjinn í deildarbikarnum þegar Liverpool fékk Chelsea. Hoffenheim var mótherji City daginn áður en Liverpool spilaði úti gegn Napoli. Deildarleikir þeirra í aðdraganda Liverpool leiksins voru gegn Brighton, Cardiff, Fulham og Newcastle. Þannig að ég skal alveg trúa því að þeirra sóknarmenn hafi verið heitari í byrjun móts en okkar þó reyndar muni ekki nema sex mörkum í deildinni.
Klopp fær núna tvær vikur til að endurskipuleggja sóknarleikinn en það er ágætt að hafa í huga að hann hefur nú bara samt verið betri í vetur en hann var á sama tíma í fyrra. Staðan er ekki alvarlegri en þetta.
For all the crisis and goal-drought that Liverpool and more specifically Mané/Firmino/Salah are facing, it may be worth remembering that after 8 league matches in 2017/18 and 2018/19, the figures are:
2017/18
LFC: 13 goals (MFS: 9 goals)2018/19
LFC: 15 goals (MFS: 9 goals)— Constantinos Chappas (@cchappas) 8 October 2018
Sömu viðureignir á síðasta tímabili
Ef við berum saman þá leiki sem Liverpool hefur spilað það sem af er vetri m.v. sömu viðureignir í fyrra hefur liðið bætt sig um tvö stig. Eini mínusinn kom í gær enda leikur sem Liverpool vann í fyrra. Það er hinsvegar áhugavert að skoða framhaldið og það svigrúm sem liðið hefur til bætingar þar.
Af næstu 10 leikjum náði Liverpool aðeins í 15 stig á síðasta tímabili. Þar af eru töpuð stig gegn Stoke, WBA; Watford, Everton, Man United og Swansea. Smáliðum sem við getum alveg gert okkur vonir um betri heimtur frá m.v. það form sem liðið hefur verið í undanfarið. Inni í þessum pakka eru t.d. öll liðin sem féllu að taka stig af Liverpool. Aðeins þrír sigurleikir og helmingurinn af þeim jafnteflum sem Liverpool gerði síðasta vetur.
Inn í þetta fléttast tveir leikir gegn Rauðu Stjörninni frá Belgrade og ferðalag til Parísar.
Það er hundfúlt að hafa ekki unnið neinn af síðustu fjórum leikjum en Liverpool hefur þrátt fyrir það sjaldan farið í betri málum inn í annað landsleikjahlé tímabilsins.
Mikið gæfuspor fyrir Liverpool að Klopp sé okkar stjóri.
Hann var gerður fyrir þetta félag og ef honum tekst að sækja úrvalsdeildartitilinn til Liverpool eftir öll þessi ár yrði það stærsta ástarsaga siðan romeo julia var gerð .
Til hamingju allir
Jurgen Klopp hafði lengst af með sér aðstoðarmann hjá Liverpool, sem kallaður var ,, heilinn “. Eitthvað sinnaðist þeim og ,, heilinn ” hvarf á braut. Nú er bara að sjá hvað Klopp getur án ,, heilans “, því að betur vinna tveir heilar en einn. Liverpoolklúbbsvinurinn Carragher er að benda á það sem reyndar hefur verið nokkuð augljóst. ,, Allir miðjumenn Liverpool eru mjög svipaðir og það er vandamál fyrir liðið “. Það er því spurning af hverju Klopp notar ekki þá Keita og Fabinho meira ? Svo finnst mér það persónulega stór spurning af hverju Klopp notar ekki þá Sturridge og Shaqiri meira í ljósi þess að ,, skytturnar þrjár ” hafa verið að leika langt undir getu að undanförnu ? Það er vitað að Klopp er þver, þó að ég sé ekki að gera lítið úr augljósum hæfileikum hans fyrir það, en stundum þarf góða að til að sjá vankanta og benda á lausnir.
Jæja, þá er það ljóst. Milner frá í mánuð!
Hver skyldi fá tækifæri á miðjunni hjá Klopp?
https://www.thisisanfield.com/2018/10/james-milner-injury-update-midfielder-set-to-miss-a-month/
Það var verið að keyra Milner út að mínu mati. Hafði virkað þreyttur og meiddist svo. Þrátt fyrir hann sé búinn að vera með betri mönnum Liverpool þessa leiktíð þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Mögulega besti mánuðurinn til að missa hann. Nú þurfa mann að stíga upp og nýta tækifærin. Gott mál.
Varðandi Klopp. Hann er ástæðan fyrir því ég er ennþá að fylgjast með fótbolta. Einfalt.
Búinn að búa til besta LFC hóp síðan ég byrjaði að fylgjast með um 1996. Liðið búið að ganga í gegnum hörmungar áður en hann kom að 13/14 tímabilinu undanskyldu. Bjartir tímar framundan.
Verður þá Keita í aðalhlutverki næstu leikina eða mun Klopp nota Fabinho á meðan Milner jafnar sig. Hvað halda menn að hann geri eru eh aðrir sem koma til greina á þessari stundu ?
Skemmtileg og fræðandi grein. Vonandi heldur Klopp sínu striki og bætur við eins og fyrr milli tímabila. Til hamingju Liverpool aðdáendur að hafa verið með framkvæmdastjóra í 3 ár. Og allir ánægðir að ég hygg.
Slæmt að heyra þetta með Milner sem hefur heilt yfir verið frábær á þessu tímabili. Vonandi verður ekki panik í gangi og aðrir grípi tækifærið, þe Keita og Fabhino. Hendo og Winjaldum þurfa þá að halda áfram að spila vel. Ég er einn af þeim sem hefur engar áhyggjur af sóknartríóinu. Þeir hrökkva í gang og held ég að varnarmenn deiildarinnar verði komnir með í magann eftir 5-10 umferðir þegar mörkin hafa lekið í gegn jafnvel í tugatali. Það eina sem ég vona að breytist er að varamenn komi fyrr inná og jafnvel fleiri. Við erum með öflugan hóp fyrir utan byrjunarliðið sem þarf mínútur og það fleiri en færri.
Sælir félagar
Takk Einar Matthías fyrir skemmtilegan og fróðlegan pistil sem brýtur upp landsleikjaleiðindin. Hvað Klopp varðar þá er hann þvílík himnasending að maður er farin að reikna með sigri Liverpool í hverjum einasta leik. Maður er fúll ef liðið vinnur ekki leiki sem ef til vill er ekki sanngjarnt að ætlast til að liðið vinni. Það er af sem áður var sem betur fer. Einhverjir leikmenn fá góða hvóld í þessi “tilgangslausa” hléi á deildinni en flestir eru í verkefnum með sínum landsliðum. Þá er bara spurning um að sleppa meiðslalausir frá þeim viðfangsefnum.
Maður sér að æ flæri leikmenn í efstu deildum draga sig út úr landliðshópum sínum í vináttuleikjum og bera fyrir sig einhverju hnjaski eða fjölskylduaðstæðum. Það er til fyrirmyndar og ættu flestir fastamenn landsliða að gera það alltaf til að fækka þessum tilgangslausu leikjum og gefa öðrum tækifæri í landsliðum landa sinna eða hvað? Jæja það er best að hætta þessari umræðu sem ég veit ekki hvar endar hjá mér. Annars er hætta á að einhver taki mig af lífi fyrir vikið.
Það er nú þannig
YNWA
Já þeir eru fáir sem standast Excel-Einari snúninginn þegar kemur að uppsetningu á tölfræði Liverpool.
Það er hreinlega ekki annað hægt en að dást að eljuseminni í kappanum þegar kemur að þessari íþrótt sem “Excel uppsetning” er 🙂
En það er auðvitað öllum ljóst, að Klopp er að gera frábæra hluti fyrir okkur, og hann er eiginlega að gera akkúrat það sem okkur er búið að dreyma um í mörg ár. Það er að færa klúbbinn aftur á meðal þeirra bestu á Englandi, og í Evrópu.
Það var orðið virkilega þreytt að titilbaráttann hafi alltaf verið farin úr höndunum á okkur í lok nóvember, og ég er svona jafn mikið til í að upplifa það aftur, eins og að upplifa annað bankahrun!!
Við getum varla verið annað en sátt með gengið, og það hefur verið magnað, að Klopp virðist líka fá þann stuðning frá eigendunum sem þarf… eða svona allt að því minnsta kosti. Því var ekki að heilsa hjá t.d Benítez….
Insjallah..
CarlBerg
Góð umræða.
Klopp er okkar mikilvægasti maður og er að skila því til leikmanna og stuðningsmanna.
Stóra prófið er næsta törn þar sem þarf að beita góðum sóknarleik og skora svona 6-8 mörk í þremur leikjum.
Hefði Studge ekki skorað þetta ótrúlega mark á móti Chelsea væri svipurinn á manni kannski annar. En ég get ekki annað en brosað yfir þeirri gríðarlegu bætingu á liðinu sem orðin er á tiltölulega stuttum tíma.
Var púlari sem barn og datt svo aftur inn þegar vinur okkar pólski í marki tryggði okkar sigur í Meistaradeildinni, vissi ekki einu sinni að þessi leikur væri um svo stóran bikar. Síðan hef ég séð næstum alla leiki. Þeir hafa verið misjafnir. Torres kom inn með heimsklassa og svo Suarez … nú finnst manni eins og að það sé LIÐ en ekki einstaklingar sem ná niðurstöðu.
Og það er raunar erfitt að hugsa um bætingu í einhverjar stöður, sama hverjir vildu koma.
Fremstu þrír… Þeir munu dúndra boltum aftur í mark. Þetta er búið að vera taktíst hjá Klopp og framlínan hefur sópað og dregið að sér og komið í veg fyrir sókn hinna liðanna af því að allir leikmenn vita að þessir þrír eru eitraðir. Þeir munu skora slatta í október. Enginn vafi.
YNWA
Fékk þetta sent frá MU aðdánda, vini mínum. Þetta er nú pínu fyndið.
Trophies: 0
Hugs: 349736
https://www.facebook.com/Manchester.United.Die.Hard.Fans/photos/a.536780286361979/2451490841557571/?type=3&theater
Kom þessi vinur þinn eitthvað inná hversu rosalega hann væri til í að skipta við okkur á stjórum?
Hann er í miklu þunglyndi þessa dagana Einar og þá reyna menn að finna sér eitthvað til að gleðjast yfir. Þeir öfunda okkur mikið af Klopp og ef maður les commentin á facebook síðunni MU Die hard fans við þessa færslu þá eru menn að ýja að því og vona að Klopp gæti seinna tekið við MU. Já menn geta látið sig dreyma en við erum að lifa drauminn.
Eina sem hann hefur gert í Englandi er að láta laga í sér tennurnar
Frábær þjálfari og allt það en vinnur engan titill og tapar öllum úrslitaleikjum.
Mér finnst örlítið skondið að lesa samanburðinn á Mourinho og Klopp. Þar er gefið upp á 16 tímabilum hafi Mourinho unnið miklu fleirri titla. Í samanburðinum steingleymist að nefna á þessum tíma stjórnaði – Mourinho Benfica- Porto – sem gjarnan eru kallaðir risanir tveir í Portugal og síðan Chelsea – Inter Milan – Real Madrid og Man Und sem eru allt mjög stórir klúbbar. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn stjóri hafi fjárfest jafn mikið í leikmönnum á himinnháu verði á hans stjóratíð.
Á sama tíma stjórnaði Klopp Mains í 7 ár og það eitt að gera liðið að úrvalsdeildarklúbbi er virkilega stór árangur miðað við þann mannskap sem hann hafði og síðan var hann önnur 7 ár hjá Dortmund og byggði það lið nánast upp frá brunarústum. Honum tókst að gera Dormunt tvsivar sinnum að þýskum meistara þó svo að það væri nánast ógjörningur vegna þess að Bayern er lang sterkasta liðið bæði hvað mannskap og fjárhag varðar. Þetta vita allir sem vilja vita þa. Hann hefur haft úr miklu minna fé að moða og það er ekki fyrr en núna hjá Liverpool þar sem hann er farinn að fjárfesta í mjög miklum upphæðum á meðan Mourinho hefur ítrekað getað verið í þeirri stöðu síðan hann tók við Chelsea fyrir um 14 árum síðan.
Mér finnst þessi samanburður því í raun hlálegur í alla staði og miklu frekar staðfesta að Klopp er miklu betri stjóri en Mourinho því í ofan álag náði Mourinho þessum árangri með því að slá niður alla áhættuhegðun í liðinunum sínum og láta þau spila grútleiðinlegan fótbolta.
Vissulega er árangur Morino mjög góður en þessi samanburður er þess eðslis að ég fæ eiginlega kjánahroll – því hann er engan veginn sanngjarn á nokkurn hátt. Þetta væri ekki ósvipað og bera árangur Þýskalands og Dannmörk saman í fótbolta og taka ekki allt með í reikninginn. T.d að Þýskaland sé mun fjölmennara land og hafi því úr meira af leikmönnum að velja í sinn hóp.
Reyndar var þessi samanburður svo hlálegur að ég nennti ekki að svara honum þar til ég sá hann í svona fimmta eða sjötta skipti.