Aldrei í sögu félagsins hefur liðið styrkt sínar mestu veikleikastöður eins mikið og gert var á þessu ári. Van Dijk og Alisson hafa báðir sýnt að það er ástæða fyrir því að borga þurfti metfé. Það er svosem engin ein rétt leið í þessu samt enda höfðu Alexander-Arnold og Robertson svipuð áhrif á síðasta tímabili í bakvarðastöðunum. Vandamálin voru aftast og á einu ári hefur Klopp skipt öllum fimm öftustu út eða gefið þeim nýtt hlutverk í vörninni. Ofan á það var keypt varnartengilið og heimsklassa miðjumann sem við skulum fara varlega í að dæma of hart eftir aðeins átta umferðir. Þegar Fabinho vinnur sér sæti í liðinu verður Klopp búinn að skipta út öllum sex öftustu sem byrjuðu síðasta tímabil. Það er svakleg breyting á svona stuttum tíma.
Það eina sem var neikvætt við sumargluggan var að Nabil Fekir féll á læknisskoðun en hann spilar einmitt það hlutverk sem helst hefur verið til vandræða hja Liverpool í byrjun mótsins. Miðjumenn Liverpool skora einfaldlega ekki nægjanlega mikið af mörkum. Þetta er ekki nærri því eins alvarlegt vandamál og varnarleikur liðsins var á síðasta tímabili og Klopp virðist vita þetta mæta vel enda nú þegar búinn að kaupa þrjá miðjumenn fyrir samtals 110 mkr.
Þar til Keita og Fabinho fara að sýna sitt rétta andlit er miðsvæðið engu að síður orðið smá áhygguefni. Miðjan er rétt eins og á löngum köflum í fyrra allt of einsleit, of margir sem eru flottir í að halda á píanóinu en enginn sem kann að spila á það.
(Mynd frá This Is Anfield grein á sömu nótum)
Bölvun?
Jurgen Klopp hefur verið alveg einstaklega óheppinn með þá leikmenn sem hann treystir til að spila fremst á miðjunni hjá Liverpool. Fekir er bara enn eitt dæmið um þá bölvun sem hvílir á þessu hlutverki hjá Liverpool. Adam Lallana spilaði sitt besta tímabil hjá Liverpool fremstur á miðjunni tímabilið 2016/17. Skoraði átta mörk og lagði upp sjö mörk sem er nákvæmlega það sem þessi staða þarf að gefa að lágmarki. Hann kom varla við sögu á síðasta tímabili og var nú helling frá 2016/17 líka.
Loksins þegar Coutinho var kominn með samherja sem voru á sama kaliberi og hann vildi hann ólmur fara og sýndi alveg hversu mikill skíthæll hann var tilbúinn að vera til að fá sitt í gegn á miðju tímabili. Hann var búinn að skora sjö mörk og leggja upp sex framm að því. Alex Oxlade-Chamberlain tók á endanum við hans hlutverki og skoraði þrjú mörk og lagði upp sjö sem þýðir að við vorum að fá 10 mörk og 13 stoðsendingar frá þessari stöðu á síðasta tímabili. Ekki bara það heldur áttu bæði Ox og Coutinho mikið af hlaupum og sendingum sem brutu varnir andstæðinganna og sköpuðu þannig tíma og pláss fyrir sóknarmenn Liverpool. Emre Can er einnig farinn en hann skoraði þrjú mörk, lagði upp fjögur og tók jafnan töluverðan þátt í sóknarleiknum.
Samtals voru þetta þrettán mörk frá þessum þremur leikmönnum. Adam Lallana spilaði bara 236 mínútur í fyrra á meðan Milner, Wijnaldum og Henderson skoruðu samanlagt tvö mörk allt tímabilið. Það er jafn mikið og þeir hafa afrekað það sem af er þessu tímabili.
Á meðan miðjumenn Liverpool skoruðu þessi 15 mörk í fyrra skoraði miðjan hjá Man City 32 mörk en allir miðjumenn City skoruðu meira en markahæsti miðjumaður Liverpool (eftir að Coutinho fór). M.a.s. Otamendi skoraði meira (4). Sóknarlínan hjá Liverpool var auðvitað frábær en sóknarmenn City skoruðu samt 62 mörk á móti 57 frá sóknarlínu City. Þar munaði t.d. um Jesus sem skoraði 13 mörk á meðan nánast ekkert kom frá bekknum hjá Liverpool.
Miðjumenn Liverpool eru samanlagt með 22 snertingar á boltanum innan vítateigs andstæðinganna í síðustu sex leikjum sem er minna en fjórar í leik. Það er því varla furða að það hafi reynst auðveldara að verjast sóknartríóinu okkar undanfarið enda miðjan steingeld. Henderson og Wijnaldum sendu boltann aðeins tólf sinnum frammávið í leiknum gegn Man City. 12 af 87 sendingum frammávið. Þeir voru báðir góðir í þessum leik en það er of mikið að spila þremur svona leikmönnum inná í einu. Oxlade-Chamberlain hefur aldrei verið betri í huga stuðningsmanna Liverpool en akkurat í þessum síðasta Man City leik enda öskraði fjarvera hans á okkur.
Við megum samt ekki gleyma okkur í svartnætti, þetta er ekki meira vandamál en svo að Liverpool er ennþá taplaust í deildinni og jafnt Chelsea og City að stigum á toppnum. Það var engin ástæða eftir síðasta vetur að gera margar breytingar í einu á liðinu og vel skiljanlegt að Klopp hafi farið varlega í það í byrjun tímabilsins. Klopp hefur verið full íhaldssamur undanfarið en honum til varnar hefur leikjaprógrammið ekki boðið upp á mikla tilraunastarfsemi.
Hvaða möguleika hefur Klopp?
Næstu tveir mánuðir eða svo verða gjörólíkir byrjun þessa tímabils. Mun meira af lægra skrifuðum andstæðingum sem mæta öll til að verjast frá fyrstu mínútu. Reyndar á það orðið við um öll lið nema Chelsea núorðið eftir að líftóran var hrædd úr Guardiola á síðasta tímabili. Það er ljóst að Klopp verður að finna betri lausn fremst á miðjunni og hefur blessunarlega fjölmarga ólíka möguleika:
Keita – Augljósasti kosturinn í stöðunni er að setja Keita inn í liðið fyrir Milner sem er meiddur. Hann er óhræddur við að gera árásir af miðsvæðinu og verður líklega okkar besti miðjumaður áður en þetta tímabil er búið. Við munum betur en Napoli og City leikjunum en Keita var frábær í fyrsta leiknum gegn West Ham og átti mjög góða innkomu gegn Chelsea í deildinni. Keita getur líka spilað sem einn af tveimur miðjumönnum fyrir aftan sóknartengiliðinn og á það hlutverk líklega betur við hann og þar myndi hann líklega styrkja Liverpool mest. Hann skoraði fimm mörk í fyrra og átta árið þar áður sem er meira en miðjumenn Liverpool hafa verið að gera.
Fabinho – Það verður þolinmæði að bíða eftir nýjum leikmönnum sem Klopp vill gefa sér tíma í að móta áður en hann hendir út í djúpu laugina. Komi Fabinho inn og verði sá varnartengiliður sem búist er við gæti það gefið hinum tveimur miðjumönnunum aukið frelsi sóknarlega sem er það sem Liverpool hefur vantað undanfarið. Hann hefur svo alltaf skorað eitt og eitt mark sjálfur líka og er alls engin Mascherano sóknarlega. Væntanlega bíður Fabinho áfram haldist Henderson og Wijnaldum heilir.
Lallana – Takist honum að komast í leikform aftur og haldast heill er þetta auðvitað nákvæmlega leikmaðurinn sem Klopp saknar hvað mest núna. Úr því að Daniel Sturridge hangir ennþá saman er þetta ekkert útilokað en maður heldur ekkert niðri í sér andanum. Engu að síður ekki skrítið að þessi staða sé veikleiki með Lallana og Ox meidda, Coutinho farinn og misheppnuð Fekir kaup.
Shaqiri – Af því sem við höfum séð í byrjun tímabilsins væri langmest spennandi kosturinn að henda Shaqiri fremst á miðjuna líkt og gert var í leiknum gegn Southamton. Eins væri hægt að setja Mané í holuna og Shaqiri út á vænginn. Sóknarleikur Liverpool var ekkert vandamál gegn Southampton með Shaqiri inná
Curtis Jones – Ekki að ég búist við að sjá hann á næstunni þá er ekkert galið að hafa hann með í umræðunni. Hann fékk alvöru smjörþef af aðalliðinu í sumar og stóð sig gríðarlega vel. Ef að hans staða er veikleiki á liðinu hlýtur hann að koma til greina á einhverjum tímapunkti.
Daniel Sturridge – Annar mjög spennandi kostur væri að fá aftur svipaða útgáfu af Liverpool liðinu sem endaði síðasta tímabil gegn Brighton. 4-2-3-1 með striker upp á topp og tríóið okkar fyrir aftan. Þannig væri hægt að koma Sturridge að en Klopp hefur auðvitað Solanke og Origi upp á að hlaupa að auki. Salah, Firmino og Mané í endalausum hlaupum skiptandi um stöðu með slúttara fyrir framan sig gæti verið partý enda margir leikir á næstunni gegn liðum sem koma til með að pakka í vörn.
Ég man ekki eftir Liverpool liði sem ekki þurfti að styrkja einhversstaðar og hef sjaldan verið eins rólegur með “veikleika” liðsins. Liverpool er nú þegar búið að kaupa þrjá leikmenn á miðsvæðið fyrir 110m sem geta með ólíkum hætti stórbætt liðið. Þar fyrir utan er hægt að kalla til Sturridge og Lallana (7,9,13) og þar fyrir utan er Liverpool með tvo af efnilegri leikmönnum Englands í bakhöndinni (Jones og Solanke). Nóg af möguleikum í stöðunni. Svo má ekki gleyma því að Liverpool sundurspilaði West Ham, Southampton og Leicester á síðustu vikum rétt eins og Tottenham sem áttu aldrei að eiga séns í lokin á þeim leik. Palace var einnig tekið 0-2 úti þó frammistaðan hafi ekki verið frábær í þeim leik.
Það er svolítið magnað að með þessa steingeldu miðju og sóknarmenn í hræðilegu formi er Liverpool búið að skora meira núna en liðið var búið að gera eftir átta umferðir í fyrra og fá miklu minna á sig. Salah, Firmino og Mané voru búnir að skora jafn mikið samanlagt og þeir eru búnir að gera núna.
Síðasta málsgreinin segir mikið um okkur stuðningsmennina.
Við höfum minni á við mýflugu og því eru þessir flottu pistlar algerlega ómissandi.
Menn fara á límingunum ef leikir eru ekki að fara fjögur núll.
Of góðu vanir eða muna menn bara jólin?
Það eru ekki alltaf jólin og það gerir nú þennan bolta svo skemmtilegan.
Þessi byrjun haustsins er einfaldlega mjög sterk og allar vísbendingar um að hjólin snúist bara hraðar.
Við erum ekki 100% og seint verða draumaleikmenn í hverri stöðu.
En gírinn á mannskapnum og samheldnin er einfaldlega einstök og keyrir liðið upp.
Skapandi miðjumaðurinn er auðvitað draumur. En okkar alltof líku miðjumenn eru þó að vinna mikið af boltum í há pressu og hjálpa fremstu þrem meira en mörgum finnst.
Kannski janúar gefi eitthvað í skapandi miðjumanni enda er Klopp greinilega að horfa í þá átt samanber Fekir.
En okkar gömlu góðu munu halda þessu uppi þangað til svo framarlega að menn haldist nokkuð heilir.
YNWA
Takk fyrir þessa umfjöllun um veika hlekkinn. Veit ekki hvort veiki hlekkurinn svokallaði sé ekki fyrst og fremst tilkominn vegna meiðsla öðruvísi miðjumanni þe Lallana og Ox. Báðir þeir leikmenn geta farið fram, lagt upp mörk og jafnvel skorað með reglulegu millibili. Nú i vetur hafa meira varnarsinnaðari leikmenn verið á miðjunni en þeir eru nú ekki beint tæknitröll en feikna stabílir og öruggir varnarlega. Hvort er betra að vera með markatöluna 15-3 eða 20-8, já eða jafnvel 25-13. Vörnin og varnarvinnan hefur verið að virka og etv hefur það komið niður á sókninni. Munum hin klassísku orð um að sterk sókn vinni leiki en sterk vörn vinni mót. Liverpool er skólabókardæmi um þetta, með frábært sóknarlið hvað eftir annað en vörnin eins og svissneskur ostur td tímabilin 2008-09 og 2013-14. Ef Lallana og Ox eru úr myndinni finnst mér Shagiri vera vannýttur en gaurinn hefur ýmsa kosti sem framliggjandi miðjumaður, góður skotmaður, teknískur, snöggur og nokkuð skapandi. Hans veikleiki er varnarlega en með einhvern af H, W, M með sér skiptir það ekki öllu. Mér finnst einhvern veginn að Klopp treysti Shagiri bara ekki nægjanlega vel, sorrý að ég skuli segja þetta en svona lítur þetta út í mínum augum.
Sæl og blessuð
Takk fyrir þetta, skínandi pistill. Það má svo sem ekki gleyma því að á aðalfundi Dómarasambands ensku úrvalsdeildarinnar/Referees in Premier (RIP) sumarið 2017 var ákveðið að hætta að gefa Liverpool vítaspyrnur. Ef þeir hefðu nú fengið sínar 10 spyrnur það árið hefði Milner karlinn híft miðjumarkaskorun örlítið upp!
Annars er hvarf Shaquiris nýjasta sakamálið.
Það er einhvernvegin þannig í kommentum á þessari síðu ef einhver er ekki sáttur við leik liðsins, að þá rísa upp kjellingar og tuða um “grátkór” o.fl, eins og skoðanir þeirra sem gagnrýna séu eitthvað minna virði en þeirra sem, af einhverjum óskiljanleik, eru bara sáttir, sama hvernig gengur. Hvernig er hægt að skiptast á skoðunum ef ekki má hafa skoðun? Eru menn að meina að einhver ein skoðun á gengi liðsins sé sú rétta, einskonar “ríkisskoðun”?
Sælir félagar
Takk fyrir Einar Matthías að stytta manni stundir í þessu leiða landsleikjahléi. Að vísu var jafnteflið við heimsmeistarana ánægjulegur glampi en venjulega er fátt sem gleður mann í þessum landsleikjahléum. Ég tek undir flest sem Einar segir í þessum pistli en og er þeim mun meira hissa á að Shaqiri skuli ekkert vera notaður í þessari vöntun á ógn frá miðjunni. En ef til vill munu Lallana og Shaqiri fá tækifæri ekki síst fyrst sá fyrrnefndi er kominn af stað.
Það er nú þannig
YNWA
Miðja sem samanstendur af Fabinho-Keita-Fekir væri draumur, þá sérstaklega fyrir FM spilara! Hvort það myndi ganga upp í raunveruleikanum er ég ekki viss um. Við værum vafalítið búnir að sjá fleiri mörk en varnarleikurinn fengi alltaf að gjalda. Ég er sáttur með þetta upplegg hjá Klopp, hann er varnarsinnaðari en áður og holningin á liðinu er orðin betri fyrir vikið. Við eigum Keita nánast alveg inni sem er mjög dynamic og nokkuð skapandi leikmaður. Það væri síðan gaman að sjá einhverja af þessum útfærslum sem einar talar um, sérstaklega í næstu leikjum. Ég væri spenntastur fyrir Studge á topp og bobby fyrir aftan!
Mane – Studge – Salah
Bobby
Keita – Gini
– Væri geggjað að sjá þessu kerfi beitt í næstu leikjum!
p.s
#4 athugaðu orðræðuna, gætir fengið pc löggurnar upp á móti þér:)
Sælt verið fólkið, konur og menn.
Ég ætla að taka það að mér að vera „pc lögga” og biðja Kristján um að hugsa það vandlega hvers vegna honum finnst „kjellingar” vera nothæft skammaryrði. Strákar mega gráta og eiga að gera það.
Varðandi konur og knattspyrnu má minna okkur öll á að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var löngu komið í fremstu röð á heimsvísu áður en ævintýri „strákanna okkar” hófst.
Nr. 4
Hvað ertu samt eiginlega að meina? Er þetta skot á eitthvað í færslunni, ummælum við hana eða einhverja aðra færslu? Var einhver að segja sína skoðun með mótrökum við einhverju niðurrifi?
Frábær grein og það vildi til að ég var einmitt að velta svipuðu fyrir mér þegar ég ætlaði að kíkja á síðuna. Mér finnst nefnilega fótbolti oft miðast við “núgetu” en ekki raungetu. Mér finnst Fabinho og Keita búa t.d yfir miklu meiri raungetu en “núgetu”. Eiginleikar þessara leikmanna eru mjög mismunandi. Fabinho er hávaxinn og mjög sterkur varnarlega og góður í sendingum á meðan Keita er líkari teknískum hamfarastormi sem hleypur linnulaust allan leikinn þegar best lætur. Ég er sammála því að það er ekki ein einasta spurning að báðir þessir leikmenn eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á liðið þegar raungetan verður orðin söm og “núgetan”.
Hitt er miðjan er kannski ekki að skora mikið af mörkum en hún er augljóslega að verjast betur en hún gerði á síðasta tímabili og ég vil meina að það sé ein af ástæðum þess að varnarleikurinn hafi batnað. Leikirnir eru ekki að vinnast oft með sama glæsibrag og áður eins og t.d gegn Southamton þegar Shaqiri var sendur útaf í hálfleik þrátt fyrir að spila vel, til þess að koma í veg fyrir það að Southamton kæmist aftur inn í leikinn. Enda sást það í síðari hálfleik að það var búið að koma í veg fyrir alla leika í vörninni því Milner, sem kom inn á í stað Shaqiri var að sinna miklu meira varnarhlutverki.
Svo finnst mér enn einn möguleikinn gleymast. Ef ég man rétt þá sagði Klopp einhvern tímann að Firmino gæti spilað margar stöður og ef ég man rétt þá nefndi hann stöðu miðjumanns. Ég held að það væri margt fáranlegra en að setja hann inn á miðjuna og Sturridge í framlínuna. Firmino er sívinnandi, með mikla tækni og er mjög skapandi leikmaður. Gefur mikið af stoðsendingum og skorar mikið af mörkum. Ég er þess sannfærður að hann gæti skilað mikið af mörkum ef hann færi á miðjuna og þegar Sturridge er heill og sjálfum sér líkur, þá gæti það verið martröð að spila gegn okkar mönnum sem það er reyndar nú þegar.
Það ætti að höndla Lallana á svipaðan hátt og sturridge. Láta hann spila einn leik á viku og nota hann sem varamann þess á milli þegar leikjaálagið er mikið. Þegar Lallana er heill og í leikformi væri hann með fyrstu leikmönnum á blað hjá Klopp. Hann er í það miklu uppáhaldi hjá honum og einmitt þessi tegund af miðjumönnum sem er að skila af sér mikið af mörkum.
Ég hef fulla trú á að Liverpool geti orðið meistari en er á því að liðið gæti þessvegna lent í þriðja sæti en samt sem áður verið að spila betur en það gerði þegar það rétt missti af titlinum síðast. Chelsea og Man City eru það ógnarsterk um þessar mundir að það þarf nánast allt að ganga upp til þess að Liverpool verði meistari. En góðu fréttirnar eru þær að möguleikarnir eru margir og liðið getur augljóslega bætt sig mjög mikið hvað sóknarleik varðar og í markaskorun frá miðju eins og bent er réttilega í þessum pistli.
Flott greining, okkar langmesti veikleiki er Jordan Henderson
Siguróli þetta er bara rakalaust bull hjá þér. Sýndu fram á að þetta sé fullyrðing sem stenst skoðun
Salah fór meiddur af velli í kvöld.
#12
Þá liggur beint við að prófa Mané – Sturridge – Shaqiri og Firmino í holuna.
#4
Meira tuðið í þér, maður 😉
Èg hef ekki miklar ahyggjur af thvi ad midjumenn lidsins skori ekki mikid af mörkum. Èg hef hins vegar ahyggjur af thvi hvad theit eru hugmyndasnaudir og taka litla sensa fram a vid til ad brjota leikinn upp. Front-3 geta borid lidid uppi hbad markaskorun vardar í open play, en til ad thad skapist svædi fyrir tha til ad vinna ur tharf midjan ad auka hugmyndaaudgi sitt.
Framherji getur dottid ur formi ef hann fær sjlfan svædi til ad vinna ur. Tha geta menn ordid desperate og of spenntir thegar svædid loksins kemur.
Mer finnst lidid mega vera snidugra i ad skapa svædi framarlega a vellinum, og su vinna a ekki bara ad hvila a herdum midjumannanna, heldur a hun ad koma úr fleiri leikstödum.
Lidid er komid med frábæran spyrnumann í búrinu, og thad er allt i lagi ad nota thad vopn meira og betur til ad taka andstædinginn i bolinu eftir föst leikatridi thegar their eru hatt a vellinum.
Adeins ad gambla meira og opna leikinn.
Vardandi Hendo.
Hann er okkar besti aftasti midjumadur eins og stadan er nuna. Thad eru hinir tveir fyrir framan hann, a.m.k annar theirra sem tharf ad vera teknískari og geta búid meira til.
Sérlega vönduð yfirferð sem staðfestir hve langt við erum komnir.
p.s. Vonandi eru meiðsli Mo ekki alvarleg – en ferlegt auðvitað ef hann missir af seinni leiknum gegn Swaziland.
Verum aðeins rólegir, við höfum flotta stráka til að bæta hvern annan upp. Salah er eithvað meiddur, virðist ekki stórvægilegt, engu að síður höfum við þessa flottu stráka sem væntanlega stíga bara upp og koma okkur áfram veginn langa, að meistaratitlinum. Verum bjartsýnir, plís.
YNWA
Sigkarl, hvað hefur Henderson ?
….. 2 mörk í 3 ár !!!! ( hann er ekki markmaður)…….stoðsendingar = nei …. 3. ógnar og opnar fyrir aðra = nei ……… Henderson er ofmetnasti miðjumaður Englands, Liverpool og England munu aldrei vinna neitt með hann sem aðal miðjumann og fyrirliða………………………………………. teldu upp fyrir mig kostina við Henderson, ef andstæðingar ná að læsa á okkar 3 framherja þá er Liverpool í vandræðum vegna lélegra gæða fram á við á miðjunni, þar er Henderson sá slakasti
Ég hef sömu meiningar um Henderson og Siguróli. Tel Henderson vera bæði ofmetinn og ofnotaðan. Skil bara alls ekki hvað Klopp hefur mikla trú á honum ?
Sælir félagar
Takk fyrir þetta Siguróli það er nákvæmlega eitthva’ í þessa veru sem ég vildi fá. Einhverjar hugmynsir og jafnvel rök fyrir fullyrðingu þinni. Ég er sammála þér með markleysi Hendo það er ómótmælanlegt. Hitt er samt þannig að vinnusemi hans og ódrepandi elja allan leikinn er gífurlega mikils virði fyrir liðið og þá sérstaklega vörnina. Þetta er oft á tíðum vanmetið framlag sem menn í hans stöðu leggja til leiksins.
Hann djöflast allan leikinn og þær eru ófáar sóknirnar sem hann stoppar og oft hefur hann stöðvað skot inn í teig þegar varnarmenn (bakverðir) eru komnir út úr stöðum og sóknarmenn andstæðinganna eru komnir í skotfæri eða hættulegar fyrirgjafastöður. Kostir hans sem leikmanns eru fyrst og fremst ódrepandi vinnusemi og úthald og feykileg yfirferð sem kemur til góða þegar “breikað” er á liðið. Hans hlutverk hefur ekki verið að skora mörk eða leggja þau upp þó gott væri að hann gerði það líka. Ég mundi ekki sýta það.
Það er nú þannig
YNWA
Annað í sambandi við Henderson er að hann er leiðtogi. Hann fær virðingu samherja sína fyrir hvernig hann haga sér innan vallar sem utan.
Klopp er einn færsasti þjálfari heims og ef hann velur Henderson sem sinn fyrirliða þá er ástæða fyrir því að bera fyrirliða band hjá einu af stærstu liðum heims er engin góðgerðastarfsemi.
Henderson er leikmaður sem Klopp treystir og ég held að menn eru búnir að gleyma hversu óstöðugur Henderson var hér fyrir nokkrum árum þar sem mótaka og sendingar voru eitthvað sem hann virtist varla ráða við ásamt því að hann var hlaupandi stundum um völlinn bara til að hlaupa virtist vera.
Í dag hefur hann stórbæt tækni atriðin, hann er mjög vinnusamur sem er algjört lykilatriði í okkar leik og maður efast aldrei um að hann sé að leggja sig fram. Staðsetningarnar eru orðnar miklu betri og ef Trent eða Robertson fara fram og við töpum bolta þá er það oftar en ekki Henderson sem er kominn til að loka á svæðið sem skapast.
Henderson hefur verið að spila sem aftasti miðjumaðurinn okkar og því kannski ekki skrítið að hann sé ekki að skora mikið úr þeiri stöðu. Þetta er ekki hans besta staða því að hann væri til í að vera í enþá meiri hlaupum aðeins framar á vellinum en ég er viss um að hann tæki að sér markmanstöðuna ef hann væri beðinn um það.
Ég held að það sem truflar marga við Henderson er að hann er fyrirliði liðsins og við höfum verið með Gerrard svo lengi í því hlutverki en hann var á sínum tíma einn besti fótboltamaður heims uppá sitt besta en Henderson mun aldrei ná þeim gæðum.
Menn eru að hafa áhyggjur af markaleysi frá miðsvæðinu en ég fer að hafa áhyggjur af því þegar við hættum að skapa færi fyrir framherjana okkar. Því að dugnaða forkarnir okkar á miðsvæðinu þar sem við vinnum boltan framarlega og okkar sóknarmenn koma sér í færi eru algjör lykillinn að okkar sóknum. Sóknarmenn okkar eiga eftir að fara að nýta þessi færi betur og viti menn þá opnast fyrir aðra.
Henderson er ekki vandamál hjá Liverpool heldur hluti af sterkri heild.
p.s Ég er á Lallana vagninum og vona að hann nær að halda sér heilum þegar hann kemur til baka því að það er leikmaður sem skapar færi en hann var að mínu mati einn besti leikmaðurinn okkar 2016/17 tímabilið en hann missti af síðasta tímabili og byrjun á þessu.
Ég er einn af þeim sem er á Henderson vagninum og skil ekki þá sem eru að gagnrýna hann stanslaust. Hann er ekki Alonso, hann er ekki Gerrard það er alveg klárt en hann leggur sig alltaf 100% í leikinn og þess vegna er hann í byrjunarliðinu hjá Liverpool og enska landsliðinu. Ekki af því að hann sé svo kumpánlegur gæi eða sérstakur vinur Klopp heldur af því að hann getur eitthvað í fótbolta. Vildi jafnvel sjá hann spila alvöru djúpann og vera bara í skítverkunum. Hvernig er Aron Einar fyrir íslenska landsliðið, sívinnandi en skorar nánast aldrei. Hreinsar upp eftir hina miðjumennina og jafnvel hafsentana ef því ber að skipta. Svoleiðis maður er mikilvægur öllum liðum, og það eru liðin sem ná árangri, með menn eins og Kante, Viera, Keane ofl mætti telja. Auðvitað vill maður að liðið sitt spili skemmtilegan bolta en frekar vill ég árangur og titla þó það komi niður á einhverjum gæðum. Ef einhver kemur betri inn á afturhluta miðsvæðisins þá kaupi ég það hiklaust en meðan við höfum ekki annan betri þá á að nota Henderson. Spurning frekar hverjir eru með honum og geta stýrt umferðinni og skapað færi og mörk. Í augnablikinu er ég á því að við getum stillt upp svo sterku liði varnarlega (skrýtið að segja þetta eftir lekann undanfarin ár) að hægt sé að stilla upp á miðjunni einum verulega sókndjörfum og skapandi leikmanni. Ég held nefnilega að Klopp sé ekki alveg búinn að fatta hvað hann hefur gott lið í höndunum og því hefur það komið niður á leik liðsins undanfarið.
Henderson hefur sína kosti og galla en glórulaust að vera að setja svona mikið útá hann, hann skorar ekki mikið eða leggur upp en hápressan og vinnusemin er alveg frábær og hjálpar okkur helling. Bara ekki alveg að ganga upp að hafa 3 svona menn á miðjunni stundum, vantar alveg Coutinho eða Chamberlain aftur til að hjálpa fremstu þremur, persónulega vil ég skella Firmino í holuna og Studge uppá topp og sjá hvernig það virkar meðan Milner er meiddur.
Júhú!
Van Dijk að skora fyrir Holland!
Jess!
Og Winaldum klíndi þristinum inn!
Holland-Þýskaland 3-0!
Af hverju spilar hann ekki framar á vellinum hjá Liverpool?
Never walk alone með góðri söngkonu.https://www.youtube.com/watch?v=vaH4PkegRSg
VvD og Gini skoruðu báðir í 3-0 sigri Hollendinga á Þjóðverjum í kvöld:
https://streamja.com/XmG3
https://streamja.com/njGM
Thad er ekki hlutverk Henderson ad vera skora mork fyrir Liverpool. Hann er aftasti midjumadur sem ver vornina I lidi thar sem bakverdirnir fara gridarlega mikid fram vollinn. Hann er yfirleitt med tvo adra midjumenn fyrir framan sig sem eiga ad skapa fram a vid.
Jorginho, Fernandinho, Dier, Matic…thetta eru allt midjumenn sem spila aftarlega med adra fyrir framan sig – og ef menn aetla ad daema tha ut fra markaskorun tha vita their bara ekki nogu mikid um fotbolta.
Hvað er um að ske eins og einn kunningi minn sagði svo oft. Sallah meiddur og VvDijk eitthvað meiddur. Vonandi er það smávægilegt hjá þeim báðum en nú virðast gamlir draugar vera að taka sig upp í herbúðum okkar manna. Það eru meiðsli leikamanna í landsleikjahléum. Til margra ára var þetta viðtekinn venja að leikmenn meiddust í löngum röðum í landsleikjahléum og árangur eftir hléin eftir því dapur. Til allrar guðslukku er Lovren kominn í stand og því er liðið ekki eins berskjaldað í miðju varnarinnar. Frammi er Sturridge í formi og getur leyst af ef með þarf. Spurning hvort Sallah og VvDijk hvíli í næsta leik. Þetta kemur allt í ljós.