Arsenal 1-1 Liverpool

Leikskýrslan kemur von bráðar.

Mörkin

0-1   James Milner 61.mín
1-1   Alexandre Lacazette 82.mín

Leikurinn

Flautað var til leiks á óvenju háværum og vel mættum Emirates, en mikil stemmning hefur einkennt Arsenal undir Unai Emery á síðustu misserum. Strax í byrjun keyrðu Arsenal upp sinn vinstri væng og sköpuðu hættu sökum mistaka TAA en VVD hreinsaði vel. Þessi öfluga byrjun heimamanna var engin tilviljun og þeir héldu áfram að hamra heitt járnið þannig að fjólubláliðar voru í alls konar vandræðum á fyrstu 10 mínútunum.

Eftir það fór þó ástandið ögn að skána og Liverpool náði smá valdi á boltanum og fóru að byggja upp sóknir. Þrátt fyrir það voru það Arsenal sem voru að skapa hættuna með skoti frá Aubameyang á 14.mín. og tveimur mínútum síðar er góð fyrirgjöf sem Alisson misreiknar, en skalli Mkhitaryan fer rétt framhjá opnu markinu. Vel sloppið og okkar menn í miklum vandræðum. En skjótt skipast veður í lofti og öðrum tveimur mínútum síðar kemur Liverpool boltanum í mark eftir stungusendingu á Firmino sem vippar í stöngina, en Mané klárar einn á auðum sjó í netið eins og góðum sjómanni sæmir. Sá hvalreki var þó skammgóður vermir þar sem línuvörður dagsins dæmdi rangstöðu samkvæmt fiskveiðilögum en spurning hvort það standist fótboltareglur.

Liverpool voru komnir í gang eftir þennan ranga rangstöðudóm og héldu áfram að gera atlögu að heimamönnum. Salah var einni góðri tæklingu frá Xhaka frá því að sleppa í gegn en mínútu síðar þá sendi Egyptinn frábæra sendingu inn fyrir á VVD. Hollendingurinn hávaxni tók boltann á brjóstkassann, lagði fyrir sig í dauðafæri á markteig og skaut að marki en öflugt úthlaup Leno blokkaði skotið. Áfram hélt leikurinn á jafnvígis nótum og bæði lið tilbúin til að keyra upp við hvert tækifæri.

Arsenal áttu þó öflugra endahlaup inn í hálfleikinn og hrúguðu í nokkur tæp hálffæri sem voru nærri því að verða eitthvað meira en þökk sé ágætum varnarleik og markvörslu varð minna úr því. Flagginu var meira að segja lyft á rangstöðumark hjá skyttunum en það var réttari dómur en sá sem Mané lenti í. Hver skilur svo sem þessar rangstöðureglur í dag og það væri einfaldara fyrir leikmenn, dómgæsluaðila og áhangendur ef hægt væri að stíga 30 ár aftur í tímann með þá ágætu reglu til að fá smá einföldun í öskufljótan leik nútímans. Ef EINHVER er fyrir innan ef bolta er spyrnt væri kærkomin þægindi að dæma bara rangstöðu til að bjóða ekki upp á vangaveltur, gáfumannaspeki og kolrangar ákvarðanir. Ofuríþróttamenn nútímans eru alveg í formi til að hlaupa úr rangstöðu.

Þus og þras skýrsluhöfundar var þó ekki síðasta umdeilda atvik hálfleiksins og rétt fyrir hálfleik þá kom hættuleg fyrirgjöf frá Liverpool inn í teig Arsenal en Leno fór í handónýtt úthlaup, van Dijk vann skallaeinvígið en setti boltann í stöngina. Minningar og nostalgía frá Rikka Daða gegn Frökkum 1998 flæddu yfir taugakerfið en því miður rættist ekki sá endurminningardraumur að þessu sinni.

0-0 í hálfleik

Það var ljóst frá upphafi seinni hálfleiks að sá fyrri hefði tekið sinn toll. Hraðinn og ákefðin hafði minnkað hlutfallslega en hún var þó í þeim gæðaflokki að það hefði verið í hærra lagi í hvaða úrvalsdeildarleik sem er. Heimamenn sóttu meira á gestina og Fabinho fékk verðskuldað gult spjald í uppsöfnuðum glæpum. Svo allt í einu eftir akademískt korter þá sækir Sadio Mané hraustlega upp vinstra megin, sendir fasta fyrirgjöf í boxið sem Leno klúðrar út í teiginn og hver annar en meistari Milner mætir og sendir boltann snyrtilega í netið. 0-1 fyrir Liverpool!

Arsenal keyrðu fljótt upp eftir markið og Alisson þurfti að verja gott skot frá hinum fluguvigtar bardamanni Lucas Torreira, en Gummi Ben sagði staðfesta hæð hans vera einn metri og ekkert! Hinn fallega skírði Lucas þeirra Nallara var þó betri en enginn á miðjunni og sýndi takta sem við kennum helst við okkar eigin Lucas Leiva. Góður leikmaður þar á ferð og með bit á miðjunni sem skytturnar hefur skort í langan tíma.

Eitthvað fór leikurinn að hægjast eftir þessa ofurkeyrslu og róaðist á þann veg sem hentaði Liverpool ágætlega. Gátum setið aftur og sótt úr hröðum skyndisóknum og úr einni slíkri munaði bara skóstærðinni að Mané hefði skorað eftir flotta fyrirgjöf Mo Salah. Með 20 mínútur eftir þá komu skiptingar hjá stjórunum og Aubameyang fékk að víkja við litla hrifningu heimamanna. Stuttu eftir það átti VVD góðan skalla að marki eftir hornspyrnu en flott skylduvarsla hjá Leno sem virkaði óöruggur í dag. Shaqiri kom stuttu síðar inná fyrir Firmino þó að aðrir leikmenn hefði mátt víkja frekar ef miða ætti við frammistöðu.

En upp úr þurru og á heiðskírum himni þá tókst Arsenal að búa til eldingu. Enn og aftur var farið upp vinstri vænginn sem var helsti veikleiki Liverpool megnið af leiknum. Lacazette slapp inn í teiginn á móti Alisson, fór til hliðar við hann og sendi hnitmiðað skot út við skot. Glæsilega gert því miður fyrir okkur. Bæði lið gerðu hálfhuga tilraunir til að vinna leikinn eftir þetta, Fabinho gerði heiðarlega tilraun til að fá rautt fyrir tvö gul spjöld en á endanum sættust bæði lið á klassískt stórmeistarajafntefli að sið taflmennskunnar. Frábær leikur hjá báðum liðum og hrós til beggja liða og knattspyrnustjóra.

Bestu leikmenn Liverpool

Þessi leikur var þolraun fyrir marga leikmenn okkar í dag. Meira tempó og pressa en við höfum verið að lenda í í síðustu leikjum og ekki allir að standast álagið og kröfurnar. Sadio Mané og Robertson voru frískir í mörgum sóknarsprettum upp vinstri vænginn og hlupu úr sér lungun fyrir málstaðinn. Wijnaldum var ágætur á miðjunni og líka Gomez í miðri vörninni en báðir áttu sín mistök þó að þau reyndust ekki alvarleg. Mo Salah átti öflugar ógnanir á köflum en hvarf þó inn á milli.

Mér fannst Virgil van Dijk frábær í vörninni og við hefðum fengið á okkur mun fleiri mörk í þessum leik ef hans hefði ekki notið við. Hollendingurinn hárprúði var hársbreidd frá því að skalla boltann í netið en stöngið bjargaði Arsenal í það skiptið. Minn maður leiksins að þessu sinni er þó hinn þindarlausi og þrælseigi James Milner sem skoraði mark sem skipti sköpum og fórnaði nefbroddi og öðru útistandandi fyrir fjólubláan málstað inná vígvellinum.

Vondur dagur

Það var ljóst frá upphafi að um leið og Trent Alexander-Arnold varð fyrir valinu í stöðu hægri bakvarðar dagsins að þá var það veikur hlekkur sem Arsenal ákvað að herja miskunnarlaust á. Merseyside-maðurinn má vel vera einn sá efnilegasti í sinni stöðu en hann átti arfaslakan leik í dag. Var með 65% heppnaðar sendingar í dag sem var það slakasta af öllum byrjunarmönnum í dag, markmaður meðtalinn. Það er mjög áberandi að í leikjum hans framan af vetri að þá er hann fantaflottur á Anfield en hefur átt afar dapra útileiki, Chelsea og Napoli eru þar sérlega útistandandi. Það er ástæðan fyrir því að Klopp hefur sett öryggið á oddinn með Gomez í þá stöðu í toppslagnum gegn Man City og útileiknum gegn Huddersfield. Líklega hefði það sama gerst í dag ef að Lovren hefði ekki verið skráður meiddur á síðustu stundu í dag en þetta er ákveðið veikleikamerki hjá stráknum og nett áhyggjuefni fyrir framtíðina.

En versti dagurinn var þó hjá greyið Fabinho sem virkaði aldrei tilbúinn í leik á þessu tempó og gæðum. Gerð mýmörg mistök á miðjunni og það var einfaldlega meiðslavesen í þessari stöðu sem komu í veg fyrir að honum væri skipt útaf. Eftir tvo fína leiki í minna krefjandi leikjum þá er ljóst að Klopp hefur haft hárétt fyrir sér að hafa þær efasemdir um það hvort hann sé búinn að aðlagast leikkerfi, aðstæðum og Englandi yfir höfuð. Við vonum að sjálfsögðu að hann hristi þetta af sér og setji þetta í lærdómsbankann en þessi frammistaða í kvöld er ekki neitt sem mun duga til frambúðar.

Tölfræðin

Tapaðir deildarleikir hjá Liverpool á þessari leiktíð = 0

Stig úr leikjum gegn toppliðum deildarinnar = 6 stig í 4 leikjum

Staða Liverpool í deildinni í dag = 1.sæti

Mark Milners var hans fimmtugasta á ferlinum í Úrvalsdeildinni.

Umræðan

Ekta enskur hörkuleikur á hundrað kílómetra hraða sem hefði geta fallið beggja vegna. Bæði lið sóknarþenkjandi og báðum liðum til hróss að mæta í stórleik með virðingu fyrir áhangendum og fótboltanum almennt. Engir skíthræddir rútubílstjórar með fokdýr farartæki sem þora ekki öðru en að leggja honum í stæði fyrir hreyfihamlaða. Þetta eru stjórar sem eru vel vaxnir og þora að láta sverfa til stáls. Á endanum fengum við rauðliðar eitt stig sem er vel ásættanlegt þrátt fyrir það svekkelsi að hafa náð forystu og dreymt um að halda henni. Sú staðreynd liggur þó fyrir hendi að við höfum farið á alla erfiðustu leiki Lundúnaborgar nú þegar, engum leik tapað og með 5 stig í farteskinu eftir strandhöggin á árbakka Thames. Það er frábær staða fyrir veturinn og leiktíðina og má ekki gleymast þó að við hefðum viljað vinna þennan leik í dag. Þetta er maraþon en ekki spretthlaup. We go on! We go again!

You’ll Never Walk Alone

48 Comments

  1. Vantar einhver inna midjuna sem getur stjornad leiknum og spili lidsins. Er eg eini a thessari skodun? Milner er leidtoginn en hann getur ekki stjornad traffikinni. Fabinho er linur. Gini svipadur Milner. Eigum engan tekniskan umferdarstjora a midjum vellinum til ad hjalpa lidinu ad na fokking andanum og taka leikinn i sinar hendur.

  2. Fínustu úrslit. Meðan við töpum ekki gegn top6 þá erum við á fínu rúlli. Áfram taplausir. Fullt af 3 stiga leikjum framundan. Allt í blóma.

  3. Sa ekki leikinn…Ameríkanarnir sögðu bara Liverpool who? og horfðu á college football. Ég er nokkuð sáttur með jafntefli á útivelli

  4. Jæja þetta var ef til vill ódýrt komment en miðað við óbreyttan leik þá áttum við að vera 2-0 yfir. Þetta “mark” hefði breytt ýmsu fyrir okkur. Við höfum sýnt það að okkur hentar vel að vera yfir í hálfleik. En Arsenal spilaði vel og líklega voru þetta sanngjörn úrslit eftir allt saman. En mikið rosalega grætur maður þetta “rangstöðumark” nuna.

  5. Gott stig á erfiðum útivelli gegn liði sem er á skriði…erum i smá vandræðum á miðjunni með uxann og keita fyrir utan hóp og lallana er ekki kominn í gang….Klopparinn er vel meðvitaður um stöðuna þó svo að við ælum yfir lykklaborðið…

  6. Ekkert spes leikur hjá okkur – en við vorum einfaldlega rændir sigrinum vegna dómaramistaka. VAR strax!

  7. Þetta var bara ágætur leikur hjá okkur og ágæt úrslit.
    Maður hefði viljað fá 3 stig eftir að hafa komist yfir en Arsenal menn fengu líka sín færi í leiknum. Mane skoraði löglegt mark sem var dæmt af en maður veit aldrei hvernig sá leikur hefði þróast því að við virkuðum ekki traustir á miðsvæðinu í þessum leik.

    Í stórleikjum þá hefur Klopp oft haft orkuboltana þrjá saman en í dag vantaði Henderson og þótt að menn elska að gagnrína fyrirliðan þá söknuðum við hans í dag, því að Fabinho var okkar lélegasti maður í dag ásamt Trent(það var ekki skrtíð að Arsenal menn herjuðu á hann því að oftar en ekki komust þeir fyri aftan hann).

    27 stig 11 leikir. 7 sigrar og þrjú jafntefli (Man City heima, Chelsea og Arsenal úti) og erum við búinn að spila við liðinn í kringum okkur(unnum Tottenham).

    Við dettum líklega í 3.sætið á morgun en við eru klárlega í toppbaráttu en þurfum að passa að tapa ekki stigum gegn svokölluðu minni spámönum.

    YNWA – Við treystum Klopp 🙂

    p.s Það eru nú leikir framundan þar sem sterk lið eru að mætast fram að áramótum
    11. Nóv Man City – Man utd
    24.Nóv Tottenham – Chelsea
    2.Des Arsenal – Tottenham
    5. Des Man utd – Arsenal
    8. Des Chelsea – Man City
    16.Des Liverpool – Man Utd
    29.Des Liverpool – Arsenal

  8. Roberto Firmino hefur verið aér sjálfum og öllum öðrum til skammar þetta tímabil. Jája hann skoraði á móti PSG. Hverjum er ekki sama. Bekkja hann restina af tímabilinu og spila Sturridge. Firmino er aðal ástæðan afhv soknin er ekki upp á sitt besta.

  9. Ég vona að línuvörðurinn sem kann ekki reglurnar sofi vært og rótt …. hálfviti

  10. Svakalegur leikur. En svekkjandi úrslit.

    Slæmt dómaratríó. En ekkert sem eyðilagði leikinn.

    Van Dijk er algjörlega frábær en sem lið sýnum við veikleika varnarlega sem að Arsenal nýtir sér.

    Svo er spurning hvort Salah þurfi að fá hvíld. Hann er ekki að spila nógu vel. Gerir svo margt rangt. Klikkar svo oft á lykilsendingum. Nýtir ekki færi.

    Shaqiri hins vegar alltaf frábær þegar hann fær tækifæri. Fékk þó allt of lítinn tíma í dag til að sýna eitthvað.

    Einnig furðulegt að nýta ekki allar skiptingarnar.

    Og svo var augljóst að Klopp var sáttur með jafntefli þegar hann setur Matip inn fyrir Salah. Mikil vonbrigði að sjá það.

    Einhverjir eru örugglega ánægðir með þessi úrslit en ég er svekktur og sé þetta sem tvö dýrmæt töpuð stig.

    Sé ekki City misstíga sig á móti Southampton eða Chelsea á móti Crystal Palace á morgun en það má alltaf vona. Þurfum svoleiðis heppni með okkur.

    Áfram Liverpool!

  11. Algjörlega sammála Sigurði Einari, 2 lélegustu menn Liverpool voru Fabinho og Alexander Arnold, vantar miðjumann box to box, Virgill maður leiksins , ekki spurning hann er diffrencið á milli tímabila

  12. Geggjaður leikur. Gott stig gegn þvílíkt góðu liði. Milner Th. Jóhannesson er svo mikill gullnaggur.

  13. Miðað við spilamennsku liðsins þá er ég sáttur. Mér fanst Arsenal töluvert betra á köflum og vörnin var ekki eins traust og hún hefur verið áður. Reyndar fanst mér Liverpool verjast vel í nauðvörn en það er ekki eitthvað sem okkar lið á að veðja á. Liðið var allt og oft að missa boltan á miðjunni og það á hættusvæði sem skapaði usla. Einnig var varnarlínan ekki alveg bein á köflum og var það þess valdandi að leikmenn Arsenal sköpuðu oft mikla hættu.

    Mér finnst þessi leikur viðvörunarmerki. Liðið er ekki komið á sömu siglingu og í fyrra og það verður að fara að gerast fyrr eða síðar að sóknarleikurinn fari almennilega í gang. Ef ekki dettur liðið úr toppbaráttunni. En að ná jafntefli í leik þar sem liðið var ekki að spila neitt voðalega vel ber vott um að Liverpool sé sterkt.

  14. Geggjaður leikur. Gott stig gegn þvílíkt góðu liði. Milner Th. Jóhannesson er svo mikill gulllnaggur, Firmino var geggjaður og ég minni á að vélin er yfirleitt undir húddinu.

  15. Það sem mér fannst standa uppúr er að Emery stillti upp sínu liði og lagði upp taktík sem var til þess gerð að mæta styrkleikum Liverpool. Eitthvað sem Arsenal hefur ekki gert í fjöldamörg undanfarin ár með Wengerboltanum sem var spilaður sama hver mótherjinn var. Arsenal hafa spilað vel á tímabilinu og það er allt annað að sjá liðið. Tek þessu stigi sem góðu stigi en auðvitað svekkjandi að vera komnir yfir og ná ekki að halda því + þetta rangstöðumark sem hefði átt að standa.

    Menn voru að tapa boltanum á slæmum stað oft í leiknum og með þessa miðju hugsaði ég fyrir leik að það væru nú ekki mörg mörk þarna eða mikil sköpunargleði framávið. Hames Milner afsannaði mig þar sem er gott mál. Engu að síður vantaði betri tengingu milli miðju og sóknar nánast allan leikinn.

    Það sem er mest svekkjandi í þessu er að City fengu Arsenal úti í fyrsta leik þegar Emery var ekki búinn að setja sitt handbragð á liðið og því fór sem fór. Arsenal í dag væri mun erfiðari leikur á Emirates fyrir City, þeir hafa því mögulega fengið “auðveld” stig í fyrsta leik.

    Áfram gakk, liðið er enn taplaust og ekki yfir miklu að kvarta enn sem komið er.

  16. Skil ekki alveg seinaganginn í skiptingum. Annars ánægður með annað en dómaratríóið.

  17. Þess leikur var frábær skemtun tveggja góðra fótboltaliða, sáttur við stigið þótt ég hefði alveg þegið þrjú stig.
    Skil ekki alla þessa neikvæðni út í liðið.

  18. Síðast þegar ég vissi þá er Arsenal í top4 um þessar mundir þetta er ekki lélegt lið og eru miklu betri eftir að Emery tók við 1 stig á þessum útivelli er ekki heimsendir.

  19. Ef dómarar hefðu ekki dæmt löglegt mark af Liverpool – Ef Alisson hefði ekki breyst í Karius eitt augnablik – Ef Firmino hefði spilað eins og við ætlumst til af honum – Ef Fabinho hefði ekki snúist um sjálfan sig eins og skopparakringla – Ef Shaqiri hefði verið í byrjunarliðinu, eða komið mun fyrr inn á … ja þá hefði Liverpool klárlega unnið þennan leik.

  20. Gott stig. Arsenal mjög góðir. Við getum ekki horft fram hjá því. Mjög erfiður og tilviljunarkenndur leikur þar sem úrslitin hefðu allt eins getað orðið 1-4 fyrir Liverpool (Virgil með 3 dauðafæri) sem og eða tap 2-1. Ósáttur með dómara leiksins. Mark klárlega ránglega dæmt af Liverpool. Klopp óvenju ragur í þessum leik og merkilegt að hann skipti ekki Trent út sem var í stöðugum vandræðum allan leikinn. Ekki hans dagur. Sóknarleikmenn afar mistækir eins og svo oft að undanförnu. Þvi miður þá var þetta leikur sem varð að vinnast ætli Liverpool sér Englandsmeistaratitilinn. Von Liverpool úr þessu er að þeir haldi í við City fram yfir áramót og skipi þá um gír því þeir eru alltaf bestir efir áramót og einkum á vormánuðum .

  21. Pirrandi jöfnunarmarkið undir lok leiks En við látum það ekki hafa áhrif á olkur
    – Erum efstir í deildinni.
    – 27 stig out af 33 og okkar besta upphaf síðan PL var stofnuð.
    – Erum ósigraðir í deildinni.

    YNWA

  22. Arnold og Fabinho lélegir í dag. Liverpool heppnir að ná stigi, ég held að þessi leikur hafi verið sá slakasti hjá okkur þetta tímabil, það jákvæða er að við fáum samt stig úr leiknum. Það pirraði mig hvað skiptingarnar voru seint og skrítnar, fab átti að vera löngu farin útaf.

  23. Napoli-leikurinn verður alltaf sá slakasti.
    Það sem pirraði mig mest í þessum leik var að geimvísindarangstöðureglurnar eru orðnar svo flóknar að þær verða til þess að dómarar leikjanna gera vitleysur. Af hverju er svona stórleikur ekki með VAR?

  24. Ég vil sjá Firmino á bekknum í næsta leik og Shaqiri á hægri kantinum með Salah frammi

    Þetta var erfiður leikur eins og mátti búast við, arsenal eru með hörkulið sem munu vera í toppbaráttu með okkur þetta árið.
    Ég er nokkuð sáttur með stigið en alltaf fúlt að fá á sig mark þegar við erum yfir.
    En stig í hús og núna fer aðeins léttari prógram að koma og stigasöfnunin er með besta móti hjá okkur eða 27 af 33 stigum og það er vel gert.
    Áfram gakk rauðir

  25. Hefðum átt að spila 4-2-3-1 með shaq fyrir milner. Gini og fab eru betri í 2 manna miðju. Trent milner og fabinho slappastir í dag. Því fyrr sem keita kemst í gang því betra. Hætta með þessa 3 manna miðju nema í nokkrum leikjum sem hún hentar. Hefðum þurft að vinna alla leiki fram að city leik til að eiga séns á titlinum. Maður veit sem aldrei hvað gerist þegar við förum að tikka. Ótrúlegt að vera búnir að vinna 8 og 3 jafntefli enn taplausir þrátt fyrir að vera spila undir getu

  26. Leikskýrslan komin inn. Nóg til að skrifa og skrafa og ég tjái mig aldrei undir 1000 orðum hvort sem er!

    Ég þakka nýju Tuborg Julebryg fyrir málgleðina og báðum liðum fyrir háhraða háklassa fótboltaleik.

    YNWA
    Beardsley

  27. Frábær leikur hjá báðum liðum og hrós til beggja liða og knattspyrnustjóra.!!Segir greinahöfundur !!Magnús .
    Ekki sammála því, frekar slakur leikur hjá Liverpool engin hápressa lágu of mikið til baka ,skiptingar Klopp ekki góðar áttum að vera búnir að skipta út Arnold í fyrri hálfleik setja Sturridge inn síðustu mín leiksins,og fl aðeins 3 í liðinu voru með einkun yfir meðallagi það sem er af tímabili, Við hefðum með góðum leik átt að slátra arsenik .
    En gott að ná í stig á erviðum útivelli .

  28. #33 Tóti

    Það er alveg skoðun að við hefðum átt að beita hápressu á útivelli gegn einni fljótustu framlínu í deildinni en ég er viss um að Klopp hefur tekið það með í reikninginn að slíkt væri hættulegra en ávinningurinn.

    Við mættum mjög góðu liði á sínum heimavelli sem spilaði vel og er með mikið sjálfstraust eftir gott gengi. Það eru alltaf tvö lið á vellinum sem hafa áhrif á frammistöðu mótherjans. Vorum aldrei að fara að valta yfir lið í 4.sæti nema að nákvæmlega allt hefði fallið með okkur sem gerist einfaldlega sjaldan í fótbolta.

    Fullkomlega sammála um gott stig á erfiðum útivelli en finnst sú fullyrðing ekki alveg passa við væntingarnar um að við slátrum andstæðingnum í þessum leik.

  29. Heppni með leikjaskipulag getur haft veruleg áhrif á lokaniðurstöðu í deild. City fer á Emirates í fyrstu umferð þegar Nallarar eru óskipulagðir og illa spilandi. Við heimsækjum þá þegar þeir eru á fljúgandi siglingu.
    Lítið um slíkt að segja og þetta gæti vel jafnast út yfir leiktíðina.

    Auðvitað er maður smá svekktur með þessi úrslit í ljósi þess að við náðum forystu, en Arsenal verðskulduðu jafntefli miðað við spilamennskuna. Jafntefli á Emirates er engin heimsendir. Manni finnst í raun merkilegt að við erum með þennan stigafjölda eftir leikjaprógram okkar og að spilamennskan hefur verið einhvernvegin föst í öðrum gír.
    Sterkur og stöðugur varnarleikur hefur skapað þann árangur. Mikilvægi Van Dijk, Allison hefur þar mikið að segja. Gomez búinn að vera flottur við hlið VVD, smá áhyggjur af Trent. Held að það hjálpi ekki Trent að hafa Gomez sér við hlið. Hvorugur þeirra er þessi “leiðtogatýpa”, báðir ungir og augljóst að andstæðingar okkar reyna stanslaust að nýta þennan veikleika.
    Miðjan okkar hefur verið vandamálið í ár. Meiðsli og skortur á dýpt? mesta áhyggjuefnið þar. Við værum í enn meira veseni ef meistarar Milner og Wijnaldum væru ekki stanslaust tilbúnir í baráttuna! En eins góðir og þeir eru, þá eru þeir einnig takmarkaðir í sinni getu. Fab augljósljega ekki tilbúinn í alvöru leiki. Fínt að nota hann í minni leiki til að hvíla aðra. Klopp hlýtur að horfa á janúar gluggann til að bæta við þarna. Lallana á aldrei aftur að vera þessi leikmaður sem við vonuðumst eftir. Okkar nýji Harry Kewell. Keita þarf smá aðlögun og að halda sér heilum. Henderson er….. Henderson. Flottur leikmaður með aðra góða skapandi menn sér við hlið. Vonandi kemur Ox aftur og nær sama styrkleika og hann sýndi áður en hann hnjaskaðist.

    Ég hef engar áhyggjur af sókninni okkar. Hef fullt traust á þeim flottu gaurum sem þar eru og Sturridge og Shaqiri flottir sem valkostir af bekknum. Vandamálið er helst að miðjan okkar er ekki að styðja þá nærri eins mikið og á síðustu leiktíð. Því er mun auðveldara fyrir varnarsinnaða andstæðinga okkar að passa þá. Þegar miðjan okkar styrkist og fer að ógna mun meira, þá losnar beislið af okkar frábæra tríói.

    Fín úrslit, fín staða. City og Chelsea fara líklega framúr okkur en það skiptir litlu. Einbeitum okkur að okkar leik og þá verðum við í góðum málum í þessu maraþoni.

    Ekkert böl! Við sem erum eldri en tvævetur kunnum að meta þetta lið, þessa stöðu og mikilvægi þess að njóta þegar vel gengur. Ekki fókusa á neikvæðni þá gott og hollt sé að ræða á yfirvegaðan hátt um hluti sem augljóslega má bæta o.s.frv.

    Maður hlakkar alltaf til næsta leiks Liverpool! Það er æði!
    YNWA!

  30. Sælir félagar

    Það er ekki þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín. Að gera jafntefli eða vinna M. City, Chelsea, Arsenal, Tottenham og Bournemouth er mjög gott. Þetta eru bestu liðin í deildinni nú um stundir ásamt Liverpool. Þessi leikur átti auðvitað að vera sigur ef ekki hefði komið til mistaka línuvarðarins. En að gera jafntefli við þetta sterka og hraðspilandi Arsenal lið á þeirra heimavelli er bara frábært.Að öllu skoðuðu er þau úrslit sanngjörn. Svo verum bara ánægðir stuðningsmenn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  31. Takk fyrir fjörlegar umræður um leikinn. Gott að tapa ekki á sterkum útivelli eins og svo oft hefur verið minnst á. Þrátt fyrir gott gengi skulum við halda okkur á jörðinni. Fyrir 33 árum síðan þá tapaði MU ekki fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni og vann þar af fyrstu 10. Eftir 15 leiki voru þeir með 41 stig. Flestallir töldu þá vera búna að vinna deildina en allt getur gerst eins og dæmin sanna. Í 27 eikjum sem eftir voru í deildinni fengu þeir 35 stig og enduðu með 76 stig og hvað í 4. sæti, 12 stigum á eftir okkar liði. Og þá grenjuðu MU aðdáendur, eða öskruðu, enda búið að vera mikið þurrkatímabil á þeim bæ í langan tíma.

  32. Ég er auðvitað sáttur með stigið en við hefðum átt að reyna betur að skora annað mark og nota alla varmennina. Ég hefði viljað fá Sturridge inna fyrir Firmino og svo Shaqiri á kantinn.

    Ég get aldrei skilið afhverju klopp notar ekki alltaf alla varmennina, hann hefur þó skipt fyrrr inná á þessari leiktið heldur en þeirri síðustu.

  33. Þá er þetta eltingarleikur við City, það sem átti ekki að gerast. Ég hef ekki trú á Liverpool endi sem meistarar. Ég reyndar var aldrei á því. City liðið er sennilega of gott. En hver veit?

    Frábær leikur, eins og svo oft milli þessara liða og gaman hvað Robertson og Milner eru pottþéttir, elska að hafa þá báða inná. Fabinho hinsvegar virkar ekki vel á mig. Ég er nánast búinn að afskrifa hann strax eftir þessa síðustu leiki. Hefðum unnið þennan leik með Henderson inná.

    Van Dijk gerir þetta lið svo samkeppnishæft – og ég vona við sjáum spilað meira svona upp á hann, óheppinn að skora ekki mark í þessum leik.

    Áfram Liverpool!!!

  34. Ég er á því að þetta Man City lið er það sterkasta í sögu Ensku úrvaldsdeildarinar. Þeir eru að spila frábæran sóknarbolta og maður er eiginlega fúll af því að Liverpool er að spila sinn mest solid fótbolta í sögu úrvaldsdeildarinar( maður hefur séð lélegri lið en þetta liverpool lið okkar unnið deildina).

    Maður er samt ekkert fúll út í Liverpool liðið því að maður hefði allan daginn tekið 27 stig úr 11 leikjum og taplaust fyrir tímabilið. Klopp er búinn að koma okkur á þremur árum úr liði sem var að reyna að komast í top 4 í að vera aftur lið sem lið í meistaradeildinni langar ekkert að mæta og að lið eins og Chelsea og Arsenal eru að líta upp til og hrósa.

  35. Sæl og blessuð.

    Það munar víst bara tveimur stigum á okkur og City en þeir eru vissulega ógnvekjandi. Spurningin er bara hvort þeir ofmetnast en einhvern veginn finnst manni það ótrúlegt. Ef tveir þeirra Da Silva, Aguero, Stones og Emerson setjast á meiðslabekkinn þá kann eitthvað að láta undan en eins og staðan er, þá virðist ekkert bíta á þá.

    En þegar við vorum efstir um áramótin í hitteðfyrra þá hló Klopparinn og sagðist vita sem var að staðan á þeim tímapunkti segði lítið um hinar endanlegu lyktir. Við verðum bara að halda áfram og pjakka – einn leik í einu og allt það.

  36. Getur folk please haett ad skamma annad folk herna fyrir “neikvaedni” ut I lidid. Thetta er umraedu-vettvangur thar sem folk tjair skodanir sinar. Folk er ad ryna I leikinn og skiptast a skodunum. Thegar Liverpool naer ekki I 3 stig er edlilegt ad folk staldri vid og spyrji sig spurninga og hugsi hvad maetti betur fara fyrst maximum urslit nadust ekki. Thetta er ekki neikvaedni, thetta er metnadur og tilraun til ad skilja leikinn, en fyrst og fremst er thetta umraeda thar sem folk ma rokraeda og skiptast a skodunum. Ef menn thola ekki gagnryna hugsun tha maeli eg med thvi ad vera ekkert ad spa I knattspyrnu. Thetta er leikur thar sem allt sest, oll gogn eru faanleg a rauntima, og menn ryna I leikinn og spa og spegulera. Thad er ekki neikvaett ad hugsa.

    Vardandi City. Ef eitt lid naer ad negla City einhverja helgina og expose-a tha, tha er mogulegt ad onnur lid finni lyktina og fatti ad thad tharf ad taka sensa og spila aggresivt og physical a moti theim (a eigin heimavelli) en ekki leyfa theim ad dulla ser med boltann. Midja og framlina City er nanast svindl og mjog litid um veikleika thar, en eg myndi reyna ad setja traps a oftustu linuna thegar their eru ad spila sig ur henni. Mendy er enginn leiftrandi spilari og mer finnst Walker oft med leleg touch t.a.m I gaer gegn Southampton (missti hann alltof langt fra ser og meiddist naestum I samstudi I kjolfarid). Eg er alveg a thvi ad midja City og framlina se thad besta I Evropuboltanum I dag en eg er alls ekki sold a thessa 4ja manna varnarlinu og ad thar seu einhverjir messiar sem spila sig upp vollinn eins og ekkert se. Stones? Laporte? Finir leikmenn en their fa I mesta lagi 2ja manna pressu sem er ekkert mal ad spila sig ut ur. Liverpool (a heimavelli) setti fyrir tha thetta prof I fyrra og lokadi a sendingar upp vollinn (i.e. steypudu fyrir sendingarleidir a galdramennina a midjunni), og eg veit ekki betur en ad onnur lid hafi 3 skiptingar ef menn verda threyttir a hapressu. Menn verda lika threyttir ad elta midjumenn City I 90 minutur I reitarbolta utum allan voll. Thad er ekkert leidinlegra en ad sitja I vorn I 90 minutur I fotbolta, vidbjodur, og leikmenn slokkva a ser inna milli thvi thetta er svo fkn leidinlegt. Ef madur spilar jakvaedari fotbolta tha er allavega hausinn a manni I lagi rett a medan og madur naer ad hreinsa boltann ur eigin vitateig. Omurlegt ad sja fyrstu morkin tharna a Etihad I gaer.

  37. De Bruyne meiddur maður hélt það myndi mögulega hægja smá á þeim nei frekar í hina áttina sem er furðulegt og scary á sama tíma.

  38. Sælir vona að sé í lagi að koma með smá innput inn í umræðinu hérna því City hefur verið dregið inn í leikþráð milli Arsenal og Liverpool. Ég hafði gaman af leiknum og fannst úrslitin sanngjörn, kom mér samt á óvart hversu vel Arsenal spilaði. Varðandi titilbaráttuna þá spáði ég í byrjun tímabils Liverpool titlinum einfaldlega vegna hversu erfiðlega hefur gengið að verja titil undanfarið , en ég er pínu farinn að efast undanfarið. Bæði vegna þess að mínir menn eru bara jafn góðir og í fyrra (hélt að Pep myndi horfa meira til meistaradeildarinnar) en því er ekki að skipta spilaði sitt besta lið í gær og menn voru á fullu á 90 min plús að reyna skora fleiri mörk. Sammála einhverjum hérna að Walker og Mendy geta litið smá klaufalega út varnarlega en eru geggjaðir fram á við. En hafsenta par City Stones og Laporte eru búnir að vera rosalegir og er ekki að sjá neinn veikleika þar. Varðandi Liverpool þá hefur þeim klárlega farið fram varnarlega en ég átta mig ekki á sóknarleik liðsins , skil ekki afhverju Klopp hefur breytt um taktík . Það er greinilega minni pressa og minna um að topp 3 “svindli” og bíði uppi eins og þeir gerðu á móti okkur í fyrra, menn hafa talað hér um að City hafi spilað öðruvísi í ár á Anfield sem er vissulega rétt það voru minni sénsar teknir en samt sem áður þá voru City nær því að vinna leikinn en Liverpool . En það sem ég tók aðalega eftir i þeim leik var að Liverpool (fyrir utan fyrstu 15 mín) nálguðust leikinn allt öðruvísi en í fyrra þeir pressuðu minna og voru meira varkárir . Klopp er að mínu áliti að keyra allt of mikið á framherjunum 3 vinnuframlag þeirra er það mikið að hætta er á að þeir brenni út . City keyrir á 5 leikmönnum allir að fá að byrja einhverja leiki. Á meðan Klopp skilur Sturridge og Shaqiri á bekknum (þannig að ekki er hægt að kenna um lengur að ekki sé nein breidd). En hvað veit ég vona allavegana að þetta verði skemmtilegt og spennandi keppni um titilinn. kveðja

  39. Ég er ánægður hvernig þú fjallar um Fabinho. Hann var arfaslakur í þessum leik en eins og þú er ég til í að afskrifa hann. Mér finnst hann þurfi lengri tíma til að aðlagast. Það er margt í honum en hann hefur ekki enn náð að sýna fram á það en nær því vonandi þegar hann nær að venjast betur hraðanum á Englandi.

  40. Áttum að vinna Arsenal og þegar Klopp setur Matip inná þá veit maður að það er eitthvað að .

    Svo sem sammála Þresti City fan hér fyrir ofan að þegar að City og Liverpool mættust var alltof mikil gagnkvæm virðing sýnd og við vorum nokkurn veginn með okkar formúlu hvernig best væri að berjast gegn City EN það er svo auðvelt að tala svona eftir á fyrir utan það að Pep er ekkert bara okey ég er geggjað sáttur við að hafa tapað 3 sinnum á síðustu leiktíð fyrir Liverpool best að reyna bara það sama aftur.

    Nei hann finnur leiðir til að minimiza okkar playstyle og það virkaði bara mjög vel enda er Pep besti þjálfari í heiminum um þessar mundir þó að mér finnist Klopp sá besti þá á hann ansi langt í land í samanburði við Pep en ásamt því að jú Klopp var varkárari fannst manni þessi leikur einkennast af varkárni á báða bóga.

    Ég segi það enn og aftur lið sem saknar ekki einu sinni De Bruyne er lið sem er óstöðvandi ég sé ekki mörg lið stoppa City þetta árið frekar en hitt.

  41. Er ekki líklegt að efstu fimm liðin hafi aldrei samtals safnað jafn mörgum punktum eftir 11 umferðir og nú? 130 samanlagt og auk þessi fjöldi liða með góða stigasöfnun rétt fyrir neðan. Man allaveg ekki eftir því að svona skýr skil milli efri og neðri helmings hafi verið dregin svo snemma í mótinu.

    Stóru liðin eru öll orðin mjög sterk og minni spámenn eiga erfiðar uppdráttar. Held að tilkoma nýrra erlendra þjálfara síðustu fáein ár – eins og Klopp, Pep, Sarri, Emery og Pottechino – hafi mikið um þetta að segja. Miklir fagmenn með hæfileika og ástríðu fyrir sportinu. Enski þjálfaraherinn hjá toppliðunum er engu líkur um þessar mundir. Að sama skapi finnst manni boltinn ögn lokaðri – lið tipla smá á tám. Þessi leikur við Arsenal var reyndar flott skemmtun en manni finnst Liverpool ekki alveg hafa sýnt gáskann og snilldina frá síðasta tímabili. Það kemur vonandi eftir því sem á líður tímabilið. YNWA.

  42. Ætla ekkert að ræða þennan leik sérstaklega.
    Nema ég er hundfúll að hafa ekki unnið hann. Sénsin var til staðar.
    Þrátt fyrir að hafa spilað “undir” getu eins og svo oft áður á þessu tímabili.

    Og þar liggja í raun mínar áhyggjur eða ekki ég veit það ekki.

    Við liverpool erum trekk í trekk að segja að liverpool sé ekki jafn gott og í fyrra og gulli gull og messan talaði um síðast að man city væri ofurlið og betra en í fyrra.

    Samt erum við bara tveimur stigum á eftir þeim.

    Og þar er möguleikinn. ég vona svo innilega að klopp komi með viðlíka áramóta bombu og hann gerði um áramótin síðustu. Og það komi dúndur skapandi miðjumaður inn sem smellur inn í kerfið okkar.

    Við verðum allavega að trúa…

Byrjunarliðið gegn Arsenal á Emirates

Kvennaliðið fær City í heimsókn