Næsti leikur er gegn Watford í London og af því tilefni fengum við meistara Róbert Haraldsson stuðningsmann Watford með okkur en hann er einn af þremur ættliðum sem verið hefur á mála hjá Watford og er ættaður þaðan. Fulhamleikurinn og ferð okkar þangað fékk sinn sess auðvitað ásamt öðru.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Róbert Haralds stuðningsmaður Watford með áratuga tengingu við félagið.
MP3: Þáttur 215
Frábært. Ég var orðinn svo þyrstur í fótboltaumræðu að ég var nærri búinn að hlusta á þetta hræðilega podcast sem Dr. Football er.
Gaman að heyra í Robba vinum mínum. Ég náði að spila með þeim meistara. Hann var klókur og skemmtilegur leikmaður og hrikalega gott að spila með honum.
Annað. Ég hef farið að heimavöll Watford og sá Emre Can klippann I skeytin.
Fallegur völlur en trúi vel þessu með það að auðvelt sé að fá miða .
Gaman að þessu kodcasti. Takk fyrir mig
Kveðja Hallur Ásgeirsson
Takk fyrir geggjað podcast eins og alltaf og loksins ser fyrir endann a þessu 18 manaða langa og leiðinlegasta landsleikjahléi ever.
Runar G mer finnst Dr football mjog góðir og elska Mækarann en kop.is podcastið auðvitað alltaf langbest 🙂
Off topic en auðvitað on topic.
Nú er Liverpool leikurinn ekki sýndur í beinni á Stöð2Sport um helgina útaf þessum heimskulegu klukkan 3 reglum.
Þýðir það að það verði bara erfitt að sjá leikinn í beinni almennt?
Get ekki séð hérna að hann sé tildæmis í beinni í Bretlandi.
https://www.premierleague.com/broadcast-schedules
Carlito eg hringdi a spot i vær og var sagt að þeir sýndu leikinn svo vonandi er það bara rett 🙂
Enski.. Mækarinn er með skárra móti enn ég bara nenni ómögulega að hlusta á þrjá scummara láta ljós sitt skína í einu.
Leikurinn ætti að vera sýndur á öllum helstu fótboltabörum landsins. Myndi þó kanna það.
Leikurinn er sýndur á einhverjum arabískum stöðvum og eins í USA að ég held. Það eru alveg ennþá til lönd sem mega sýna þetta allt virðist vera. Líklega eru aðrar reglur í Evrópu sem Stöð 2 þarf að fara eftir. Ég er nota bene bara að geta mér þess til, þekki ekki neitt hvernig samningurinn er en veit bara að Ísland átti ekki glætu á að halda áfram með undantekninguna sem við vorum með og gátum séð alla leiki.
Önnur umræða svo hversu galið það er að það sé ennþá árið 2018 leikur hjá Liverpool sem bannað er að sýna í sjónvarpi, hvaða djúpsteikti hálfviti tók þá ákvörðun og afhverju er ekki búið að reka viðkomandi?
Alls ekki illa meint, en mikið djö. hvað viðmælendur geta verið fallega ruglaðir, og sennilega haft gaman af því, hví ekki.
YNWA
MANE er búinn að skrifa undir langtíma samning við Liverpool 🙂