Kvennaliðið fær Birmingham í heimsókn

Eftir rétt um hálftíma leika stelpurnar okkar næsta leik í deildinni, og fá þá lið Birmingham í heimsókn. Þó svo að karlalið Birmingham sé ekki á neinu svakalegu flugi, þá er aðra sögu að segja um kvennalið þeirra. Arsenal eru vissulega langefstar með fullt hús stiga, eða 24 stig eftir 8 leiki, en svo koma City, Chelsea og Birmingham með 16-18 stig, Chelsea eftir 9 leiki en hin eftir 8. Þetta eru því engir aukvisar sem stelpurnar okkar mæta á eftir. Leikurinn fer fram á Prenton Park, og Vicky stillir þessu svona upp:

Preuss

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Fahey – Coombs – C.Murray

Babajide – Sweetman-Kirk – Clarke

Bekkur: Kitching, Little, Roberts, Rodgers, Daniels, Linnett

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum leiksins síðar í dag.


Uppfært: leiknum lauk með sigri Birmingham, 0-2.
Um næstu helgi verður svo tvöfaldur derby slagur þegar bæði karla- og kvennaliðin okkar mæta Everton.

Watford 0 – 3 Liverpool

PSG – Eina liðið í París