Liverpool var rétt í þessu að dragast gegn Wolves í FA Cup og verður leikurinn á útivelli í byrjun janúar. Þessi lið mætast einmitt einnig í desember.
Þar með verða þetta tvö ár sem Liverpool dregst ekki gegn neðrideildarliði í neinni keppni. Síðasta neðrideildarlið sem Liverpool spilaði gegn var einmitt Wolves á Anfield í leik sem tapaðist. Jón Daði kom t.a.m. inná í þeim leik fyrir gestina. Bölvaður.
Þannig að Mo Salah sem dæmi hefur ekki ennþá spilað gegn neðrideildarliði með Liverpool í alvöru leik.
Það þarf ekki að taka fram að öll hin toppliðin fengu neðrideildarlið í þessari fyrstu umferð sem stóru liðin eru með, nema hvað?
Flott!
Alvöru leikur sem okkur stuðningsmönnum býðst. Hvaða fýla er í gangi með þetta?? 😀
Gaman að segja frá því 30 manna bestir í heimi lista Ballon´d or sem var núna að koma á Liverpool 4 fulltrúa 🙂
Fínt að fá þennan leik á útivelli, finnst óheppnin elta liðið á heimaleikjum í bikarkeppnunum.
Annars hefur það sýnt sig, allaveganna fyrir Liverpool, að Championship lið eru ekkert endilega þægilegri mótherjar.
??? ??????????
????? ??? ????????