Mörkin
1-0 Mohamed Salah 34.mín
Leikurinn
Sem unglamb ég aftur sný
úr orlofsferð – til Napolí
Úrslitaleikur gegn heiðbláa liðinu frá Suður-Ítalíu hófst með látum hjá rauða verkamannaliðinu í Norður-Englandi. Hraðar sóknir og klassískur enskur úrvalsdeildar-kraftur var keyrður upp á yfirgnæfandi Anfield sem hafði tekið framlengdu útgáfuna af You Never Walk Alone fyrir leik. Meðbyrinn úr stúkunni skilaði sér í miklum krafti inni á vellinum og strax á 7.mínútu átti skoski fyrirliðinn Robertson frábæra sendingu á galopinn Salah en móttakan brást Egyptanum í það skiptið og færið fór forgörðum. Að því sögðu þá voru gestirnir líflegir í pressu og snöggir í sóknaraðgerðum sem voru sífelld ógn. Hinn hárprúði Hamsik hamraði hnitmiðað hnoðskot hárfínt yfir mark heimamanna á 9.mín og hörkuleikur í uppsiglingu.
Á 13.mínútu var umdeilt atvik þegar að meistari Virgill tæklaði boltann og í kjölfarið legginn á Mertens. Löggilt tækling fyrir mörgum en dómari leiksins úrskurðaði brot og fylgdi því eftir með gulu spjaldi sem mun þýða bann í næsta Evrópu-leik varnartröllsins hollenska. Liverpool héldu hraðanum uppi að sið enskra og fyrir vikið urðu ítalskir móðir og féllu til baka í varnarstellingar. Á 23.mín var falleg sóknarfærsla kláruð glæsilega með vinstri fæti Mané en Senegalinn var réttilega dæmdur rangstæður.
Hæ mambó – mambó Ítalíanó
Liverpool höfðu þó fundið blóðlykt í vatninu á suðurströnd Ítalíu og héldu áfram að sækja látlaust á ljósbláa vörnina. Uppskeran var verðskulduð og sanngjörn þegar að fótboltakóngur egypskra smellti í snilldartilþrif sem að hafa orðið tíð forréttindi fyrir vallargesti á Anfield og víðar. Salah fær boltann hægra megin í teignum, sýnir snerpu og styrk umfram líkamsburð, dansar í átt að marki og klobbar hin kólumbíska Ospina í markinu. Snilldartilþrif sem Anfield og Púlarar allra landa fögnuðu í algleymi!
Napoli skiptu í ögn meiri sóknargír eftir þetta mark og ógnuðu með einu færi eftir þetta en Liverpool stóðu vaktina vel. Japl, juml og fuður. Hálfleikur.
Gettu betur góða, gamall bóndi úr Þingó
1-0 í hálfleik
Það var klárt að ekkert kæruleysi var boðað í klefanum hjá Klopp í hálfleik og klassískur Haukur Morthens klárlega á fóninum. Liverpool mættu reiðubúnir til leiks og héldu áfram að sækja á Napoli. Á 52.mín átti Salah gott færi en náði ekki að nýta sér það. Napoli tóku smá syrpu í sóknartilþrifum en hættan var undir meðallagi. Hraðinn var ekki þeim að skapi og Liverpool sífelld ógnun í skyndisóknum. Dómarinn var ekki vinsælasti maður vallarins og ýmsar ákvarðanir orkuðu tvímælis en stóru ákvarðanirnar stóðust skoðun.
Á 76. mínútu fékk Salah gott tækifæri í teignum til að auka markamuninn en Ospina gerði vel í að verja og einni ögurstundu síðar átti Mané annað færi til að færa Liverpool nær öryggi. En með stöðuna enn 1-0 var hættan á einu marki til að senda úrslitaleiksliðið úr Kænugarði úr leik enn til staðar. Liverpool voru að spila frábærlega í skyndisóknum og fengu tvö gyllt tækifæri til að safna í markasarpinn en Mané hafði gleymt að klæðast skónum hans Hemma Gunn þannig að enn var leikurinn á hnífsegg.
Svo ástarheitó er ekki nein í Mývatnssveitó
og heyrðu mig vantar kaupakonó
kannski hef ég vonó
Og auðvitað er það þannig að þegar að allt er undir á Evrópukvöldi á Anfield, klukkan að tifa letilega að leikslokum að þá kemur úrslitaatvikið. Venjulegum leiktíma og tveimur mínútum betur fær Milik sendingu í teiginn, glæsileg móttaka og boltinn lagður í fast skot í dauðafæri í vítateignum. Mætir á svæðið bjargvætturinn Laufey í formi næstdýrasta markvarðar heimsins, fullkomin hárgæsla og enn fullkomnari markvarsla sem er heimsmetsins virði í peningum og tilfinningum. Magnað móment hjá Alisson sem verður lengi í minnum haft. Á lokamínútum leiksins tókst svo Mané að toppa sitt hat-trick af vannýttum færum en á endanum fagnaði Anfieldi einni röddu, innan vallar og um allan heim við viðtækin.
1-0 í leikslok og Liverpool áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar
Bestu leikmenn Liverpool
Heilt yfir var liðsheildin æðisleg. Engin var að bregðast sínum skyldum og allir sem einn gáfu allt fyrir málstaðinn. Við hlupum meira en hinir ítölsku, börðumst um alla bolta, létum finna fyrir okkur og sköpuðum fleiri færi. Salah var frábær og hefði átt að fá víti ef hann væri ekki of heiðarlegur til að vilja ekki henda sér niður. Virgill var magnaður og Matip stóð sig þrælvel við hans hlið. Robertson var enn og aftur að eiga æðislegan skoskan sjálfstæðisdag og ef hann verður ekki aðlaður að leikferli loknum þá skal ég hound heita.
En í ljósi leiksins og hvernig atvik þróuðust þá ætla ég að meta gullmarkvörsluna hans Alisson sem lykilatriði leiksins og dæma hann sem mann leiksins. Hann hefur verið magnaður í síðustu leikjum með afgerandi afburðum og í kvöld var björgun á síðustu stundu það sem þurfti til að koma Liverpool áfram í 16 liða úrslitin.
Hó hó hó – í haust er hætti slátt
og datt of kátt í réttó
dans við stígum sæl og þéttó
Vondur dagur
Enginn vondur dagur nema fyrir lið á suðurhluta Ítalíu með vonir og væntingar. Við höfum bara einföld skilaboð til þeirra og á þeirra móðurmáli:
Siamo a Liverpool. Questo è Anfield. Ricorda per sempre.
Tölfræðin
Liverpool hefur skorað fleiri mörk gegn Alisson á þessu ári heldur en öll úrvalsdeildin samanlögð (ekki Evróputengt en vel þess virði að nefna).
Umræðan
Algleymi verður í umræðunni. Sá töffaraskapur að vinna ítalskt lið á hinum al-ítölsku úrslitum 1-0. Það setur í samhengi það skipulag og þann stöðugleika sem hefur verið borinn á borð fyrir okkur lukkulegu Púlara varðandi varnarleik frá komu VVD síðustu áramót. Í dag er eins marks forysta örugg í höndum þessarar grjóthörðu varnar og skiptir þá engu hverjum við erum að mæta. Megi þessi varnarmúr lengi við vara.
Og já, í umræðunni gæti verið 3 stig í næsta leik um helgina. Má alveg ræða ýmislegt því tengdu en fyrir mér eru það bara 3 stig óháð andstæðingi. Þegar þú ert efstur og ósigraður þá er það bara þannig. Góðar stundir.
Ef þú heldur heim með mér
þá heila drápu kveð ég þér
Úff það getur ekki verið gott fyrir hjartað að horfa á okkar menn.
Geggjað lið sem við eigum….Robertsson minn maður leiksins…
Mané hefði ekki skorað í pútnahúsi í kvöld,en frábær sigur í kvöld og Alisson var með milljóna punda vörslu þarna í lokin!!
Aldrei vafi ! hahaha
Áttu að klára þennan leik eftir 25 mín en i staðinn gerðu þeir okkur flesta/r gráhærða/r!
16 liða úrslit tvö ár í röð. Frábær leikur. Napoli var yfirspilað á köflum þó þeir ættu sín færi og eitt dauðafæri í lokin sem hefði gert meistaradeildardrauma Liverpool að engu. Efst í deildinni og komnir áfram í meistaradeildinni. Stóri munurinn á Salah og Mane er að Salah nýtir færin sín betur. Ef Meni nýtti þau jafnvel og Salah væri hann einn allra besti leikmaðurinn í veröldinni.
Takk Alisson ! Takk Salah ! Farðu til augnlæknis Mane !
Robertson er góður í fótbolta.
Ótrúlega vont fyrir pumpuna að liðið hafi ekki klárað fleiri færi. Hefðu auðveldlega getað verið 4-0 yfir miðað við hversu mikið við stjórnuðum leiknum.
En 16 liða úrslit staðreynd og Allison með vörslu sem minnir á Dudek í Istanbul um árið.
YNWA
Púlsinn á 200 ! En djöfull er þetta yndislegt ,við áttum að geta skorað 5-6 mörk, og bara Mane 4-5 ! Þetta var frábært, næsta verkefni ! að vinna móra takk fyrir 🙂
Úff hvað þetta varð erfiðara en það hefði þurft að vera, Mane klúðraði aðeins of mörgum færum, en job done og 16 liða úrslit klár
Úffff!
70m er of mikið fyrir markvörð sögðu þeir
Salah er one season wonder sögðu þeir
Get in!!
Þetta var rosalegt, að vera ekki búnir að klára þetta. Nei, eigendurnir hljóta að eiga hlutabréf í hjartatöfluverksmiðju. Robertson er fáranlega góður, hausinn undir og af stað endalaust. YNWA
Þeir sem gagnrýna Henderson mega éta sokk. Flottur leikur og það hefði ekki getað meikað meira sense að starta honum. Vanur þessum stóru leikjum meðan nýrri leikmenn þekkja ekki almennilega þetta andrúmsloft. Klopp með þetta á hreinu eins og vanalega. Sófa sérfræðingar afþakkaðir.
In Klopp we trust!!
Þvílíkt sem við erum dekraðir með þessum kjarna í liðinu.
Alison Becker: Rosalegur
van Dijk: Stendur eins og Látrabjarg og hreinsar allt sem er innan 20 metra frá honum.
Matip: Frábær í kvöld
Miðjan: Óhemju vinnsla og skiptingin þegar Fabinho kom inn á… Dásamlegt að sjá Napoli reyna að koma boltanum í háloftunum framhjá Fabinho, Matip, van Dijk og Alison. Heildar hæð þessarara fjögurra er á við fjóra Hallgrímskirkjuturna.
Bakverðirnir: Hvernig urðu þessir kjúllar svona ógeðslega góðir?
Sóknin okkar: Salah er auðvitað svindlkall en hinir tveir, hvað þeir halda boltanum vel og hitta hvern annan endalaust í lappirnar. Merkilegt nokk eru þeir allir targetmen og strikerar. Jájá, Mane átti að skora en hver gefur skít í það núna?
…og svo er það Klopp. 😀
Sælir félagar
Takk Mo Salah takk.
Það er nú þannig
YNWA
Þvílík yfirvinna á pumpunni.
Firmino var alveg búinn eftir 60 mín og Mané þarf heldur betur að slipa sig til.
En við erum með menn eins og Robertson sem átti stórkostlegan leik og Allison my man … lifesaver.
VVD var góður og Matip virkilega góður þurfandi að koma inn í þetta svona lítið spilandi.
Verst að VVD verður í banni í næsta leik, dýrt.
En njótið.
YNWA
Frábær sigur sem hefði átt vera mun öruggari. Takk Alisson fyrir frábæra vörslu og takk dómari fyrir að redda Virgil van Dijk eins leiks fríi (reyndar réttmætu held ég). Gaman fyrir Henderson að troða sokk upp í einhverja, en samt leiðinlegt fyrir hann að vera komin með Lovren hlutverkið hjá stuðningmönnum Liverpool. En takk fyrir Liverpool fyrir að vera efstir í deildinni og komnir áfram í deild þeirra bestu. Nú byrjar maður að telja niður í stórslaginn við utd og satt að segja er ég hvergi hræddur. En pumpan er ennþá á fullu og neglurnar horfnar en hverjum er ekki sama…..því í dag erum við bara bestir 🙂
YNWA
Ég er nokkuð viss um Dries Mertens, sóknarmaður Napoli skilji núna afhverju “This is anfiled” merkið er svona ógnvekjandi. Leikmenn þurfa að hafa reynslu á að spila þar til að skilja út af hverju 🙂
Sæl öll
Geggjaður markmaður, frábær vörn, þyndarlaus miðja og mauriðin sóknarlína.
Mané bara að spara mörkin fyrir næstu helgi;)
Þetta var svo sykursætt og fallegt. Við áttum þetta mjög svo skilið í brjáluðum hjartatruflunarleik!
Það eru svona sigrar sem geta farið með okkur alla leið í öllum keppnum, við erum með besta miðvörð heims og svo þessi markmaður, hvað er hægt að segja!?! Hvað er hægt að segja um Mo Salah og þessi Andy Robertsson? Maður vill samt ekkert gera upp á milli barnanna sinna.
Það er nú bara þannig! 😀
YESSSSSS! Allisson,Robertson,Virgil og Salah þvílíkir leikmenn!!!!
Þetta var frábær framistaða í kvöld og vorum við miklu betri en Napoli
Alison 10 – Eitt stykki heimsklassa markvörður með heimsklassa markvörslu á ögur stundu
Robertson 10 – frábær varnarlega, sóknarlega og lykilmaður í hápressu okkar í kvöld.
Dijk 10 – Alltaf rétti maður á réttum stað
Matip 9 – frábær leikur hjá kappanum
Trent 9 – virkilega góður leikur
Winjaldum/Henderson/Millner 10 – Sumir höfðu áhyggjur af þessum í kvöld en þeir áttu frábæran leik og áttu miðsvæðið og vinnslan var stórkostleg.
Mane 8 – Virkilega góður leikur en átti klárlega að skora í þessum leik.
Salah 10 – frábær leikur, frábært mark og þeir réðu ekkert við hann. Maður kann svo að meta að hann reynir alltaf að standa í fæturnar.
Firmino 8 – Átti góðan leik en maður finnst að það vanti herslumuninn að hann komist í gang.
Liði áfram í meistaradeildinni sem er það eina sem skiptir máli. öll töpuð stig í riðlakeppni eru gleymd og grafin og núna er bara að bíða spenntir eftir 16.liða úrslitunum og djöfull langar maður að fá Real í næstu umferð.
YNWA
Sæl öll. …..again
Í ljósi þess hvað sóknarleikurinn virðist vera að lyftast á það plan sem hann var seinni hluta síðasta tímabils. Ég met það á því hvað opnum færum og boltalausum hlaupum, skv tölfræði, er að aukast síðistu leiki.
Er Liverpool að skipta upp um gír á hárréttum tíma?
Ég hef aldrei keypt mér Liverpool treyju öll þau mörgu ár sem ég hef haldið með Liverpool, á morgun mun ég mæta í Jóa Útherja og kaupa mér eina.
Úff, þetta var rosalegt! Þeir rauðklæddu hefðu auðvitað átt að vera komnir í 3 eða 4-0 fljótlega upp úr 70. mínútu.
Virgillinn stórkostlegur eins og svo oft áður og þvílík varsla hjá Alisson. Skoska rakettan var líka frábær vinstra megin. Flott einstaklingsframtaksmark hjá Salah, algjör toppklassi hvernig hann gerði þetta.
16 liða úrslit annað árið í röð! Ekki hægt að kvarta yfir því. 🙂
Flott frammistaða í kvöld. Allir að spila vel og á góðu tempói. Er það ekki skrifað í skýin að Real M verður mótherjinn í 16 liða.
Mertens núna veistu hvað skiltið þíðir fíflið þitt.
Allt liðið frábært og í raun ótrúlegt að við höfum ekki skorað fleiri mörk og gert út um leikinn fyrr. En fögnum auðvitað.
#27 “Skoska rakettan” er rétt lýsing.
Tók einmitt eftir því í kvöld að það var oft eins og Robertson tæki á móti sendingum á sig, drægi andann djúpt og tæki svo sprettinn með boltann. Nákvæmlega eins og raketta, bíður smástund á meðan kveikurinn brennur upp og þeytist svo af stað.
*þýðir : D
Henderson var fjarverandi í fyrri hálfleik, sama hvað hver segir.
Þið getið stungið þessum sokk ykkar aftur inn í ísskáp.
Ég er ekki að fara að narta í hann.
Mér er nokk sama hvert þið stíngið sokkunum ykkar Nr 1 epl og áfram í 16 liða í CL og munið það elsku vinir að LFC hefur alltaf verið betra með hækkandi sól.
YNWA.
Varslan hjà Allison í lokin var hverrar pundar virdi, besti markmadur Liverpool fyrr og sídar
Að kaupa vinstri bakvörð frá Hull boðar ekki gott sögðu þeir.
What a man!
Töluvert áhyggjuefni samt að Vvd sé í banni í fyrri leiknum á Anfield.
Spái því að Keita, Fabinho og Sturridge komi inn í liðið fyrir Man Utd fyrir Trent – Henderson og Firminho.
Afburða markvörslur heita hér eftir HÁR-vörslur!
Si si si!
Þessi leikskýrsla fullkomnar kvöldið, þvílíkt gull! “Hinn hárprúði Hamsik hamraði hnitmiðað hnoðskot hárfínt yfir mark heimamanna….”
Leikskýrslan komin inn meistarar! Njótið sigursins!
YNWA
Beardsley
Geggjuð skýrsla haha!!
“Hæ mambó” mun syngja í hausnum á mér í viku!!
Var þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera á Anfield í kvöld, hvílíkur leikur og hvílíkt lið sem við eigum orðið. Andrúmsloftið, stemmingin og frammistaða liðsins var í einu orði sagt alveg stórkostleg. Það var aðeins í byrjun leiks sem Napólí menn veitu okkur einhverja mótspyrnu en eftir það áttu okkar menn algjörlega leikinn. Og þó svo maður hafi verið með hjartað í buxunum allan leikin þá undir niðri skynjaði maður að einungis stórslyss gæti komið í veg fyrir að okkar menn kláruðu þennan leik, slíkir voru yfirburðirnir. Og þegar að við erum með markmann eins og Alison þá eru líkurnar á stórslysum mjög litlar.
Það sást svo greinilega á Napólí mönnum að síðstu 10 – 15 mínútur leiksins að þeir höfðu ekki orku til að gera lokaáhlaup á okkur þó þeir væru að reyna það. Hvert einasta skipti sem boltinn var úr leik síðustu mínútur leiksins sá maður tæplega helming af Napólí liðinu leggjast fram á hné sitt algjörlega búna á því.
Var að lesa yfir einkunnargjöfina hér á síðuni hjá Sigurði Einari og þó svo að meðaleinkunnin sé ansi há get ég algjörlega tekið undir þessa einkunnargjöf, allt liðið var svo stórkostlegt. Ef eitthvað er þá myndi ég vilja gefa Firmino líka 9 í einkunn. Þó svo að sé ekki alltaf að takast það sem hann er að reyna að gera þá er svo greinilegt að það alltaf hugsun á bakvið það og í svo hvert einasta skipti sem hann sendi boltan frá sér tók hann á rás eitthvert, bæði til að draga til sín menn og/eða að gefa færi á sér aftur til að fá boltan. Það sem hann er oft að gera án bolta er iðulega að skapa mikið.
Öll miðjan hjá okkur var alveg stórkostleg í kvöld en fremstur meðal jafningja þar var fyrirliðin okkar hann Henderson. Í þessari frábæru miðju okkar í kvöld fannst mér hann klárlega vera akkerið. Yfirferðin hjá honum var rosaleg og hann las leikinn svo vel, einhvern vegin fannst maður hann vera alltaf rétt staðsettur á vellinum. Vorum einmitt að ræða það í hálfleik ég og félagi minn sem var með mér á vellinum að það er allt annað að horfa á Henderson svona live en í sjónvarpi. Í öll skiptin fyrir utan eitt sem ég hef séð hann svona live þá er hann að sýna mikið meira heldur en sést í sjónvarpi.
Ég fer allavega mjög hamingjusamur að sofa hér í Liverpool borg þar sem ég ætla að dvelja fram yfir næstu helgi og sjá okkar menn líka taka á móti Man utd.
Sá því miður ekki nema síðustu 10-15 mín af leiknum, bara á þeim kafla átti Mane að skora 2-3 mörk. En svo fór sem fór, við í final 16, nema hvað, frábært. Þessi leikur búinn, eeeeeen manu næst, vil minnast á að eitt sinn var ég staddur í Manchester, fór á bar að horfa á LFC og manu, ekta manu bar, við unnum 2-0, eina skiptið sem ég gat ekki fagnað, nema inn í mér, þannig fer þessi leikur um helgina.
YNWA
Mertens, ber kannski meiri virðingu fyrir “This is Annfield” skiltinu, ef hann kemur einhverntíman aftur á annfield.
Leikmaður sem ég var nánast búinn að afskrifa leit mjög vel út, Matip, fannst hann ekki bara góður heldur bera sig vel, slagur en ákveðinn. Hvort Virgil og Alisson geri alla svona góða gæti vel komið til greina. Fabinho átti líka góða innkomu sem ég var ánægður með. Góðir tímar, takk Klopp!
Takk fyrir frábæra leikskýrslu, skemmtilegur penni.
Geðveik frammistaða okkar manna í gærkvöldi, það verður ekki af þeim tekið. Frá Alisson til Firmino var enginn áhorfandi, nema 10 kallar í ljósbláum búningum sem virtust ekki hafa nein svör.
Ég er einn þeirra sem vildi alls ekki sjá Henderson byrja þennan leik, hann tróð sokk lengst ofan í kok á mér – verð að hósta upp táslu-kuski fram á sunnudag. Ég var ekki bara ósáttur við að sjá Henderson í byrjunarliðinu, ég var búinn að ákveða að þessir 3 sem hófu leik á miðjunni ættu ekki að spila allir saman aftur, en miðjan var óaðfinnanleg. Matip hefur einnig komið sterkur inn í vörnina, leikmaður sem ég var búinn að missa þolinmæðina á og í rauninni búinn að afskrifa.
Robertson. Er þetta ekki bara Roberto Carlos í dulargervi? Hann er búinn að vera svo óheppinn í vetur með færanýtingu samherja sinna, hann er búinn að búa til svo mikið af færum og það virðist samt ekkert koma niður á varnarvinnunni, hann hefur stolist í hlaupaprogramið hans Milner.
Það er hægt að rífast endalaust yfir gula spjaldinu sem Dijk fékk. Við fyrstu sýn var ég brjálaður yfir því að hann hafi verið spjaldaður, eða öllu heldur yfir því að dómarinn hafi stöðvað leikinn. Eftir á að hyggja er kannski hægt að prísa sig sælan með 11 leikmenn inná vellinum. Lögleg ólögleg tækling sagði einhver. Heppnastur er samt Mertens, að hafa ekki farið verr útúr þessu.
Alisson er síðan í enn eitt skiptið að standa undir verðmiðanum. Hann á stærstan hlut í því að liðið okkar er á toppi Ensku úrvalsdeildarinnar og er á leiðinni í 16 liða úrslit. Við værum sennilega ennþá í bikarkeppninni ef Mignolet hefði ekki fengið að standa á milli stanganna í einn leik.
Vá, æðislegt ætli þessi orð bergmáli ekki í hausnum á flestum púllurum. Ekki orð um Alisson, get ekki bætt þar við en langar að benda á innkomu Matip í síðustu tveimur leikjum, eingin misstök þar. Boltinn virtist ekki alltaf rúlla jafn hratt og menn reiknuðu með og nokkrar slæmar og þá aðallega þversendingar sáu dagsins ljós. Annars voru mikil gæði í öllu liðinu, bakvarðarpjakkarnir, hendo nefndi það en annars væri hægt að telja allt liðið og þjálfarteymið upp. Það eina kleina sem var að en kom okkur ekki í koll var færanýtingin en bíðið við, sáuð það fyrst hér, nýtingin kemur á sunnudaginn.
Björn Ingi
Sælir félagar
Ég var svo djúpt snortinn yfir þessum sigri og marki Salah að ég átti varla orð nema þakklæti til Salah fyrir markið. En að því sögðu vil ég aðeins minnast á menn (fyrir utan Alisson) sem ég og fleiri höfum ekki verið par ánægðir með.
Í fyrsta lagi: Hendo frammistaða hans var nánast fullkomin.
Í öðru lagi:Matip sem ég hélt að væri á leið í annað lið var mjög góður og líkmalegur styrkur hans hefur vaxið gríðarlega. Þessi maður sem lippaðist undan öllum og gat ekki hoppað fetið er kominn í hóp með Gomes og Lovren í miðvörð II og jafnvel frammúr Lovren.
Miðjan: sem heild var mögnuð og Milner-vélin hljóp svo mikið að hún varð benzínlaus sem gerist ekki oft og Wijnaldum virtist hafa óendanlega orku og var að taka magnaða spretti fram á síðustu sekundu.
Alisson: ég á bara ekki til orð. Þvílík ófreskja sem þessi maður er milli stanganna .
Firmino: Hann er líklega mesti fótboltahausinn í þessu liði þó ekki hafi allt heppnast sem hann var að hugsa í þessum leik. En hæfileikarnir maður minn, þeir eru ótrúlegir. Framlínan var mögnuð og mikil óheppni að húna skapaði ekki og skoraði 4 – 5 mörk. Guð hjálpi öðrum liðum þegar Mané fer að nýta færin sín og Salah kominn í þennan gír.
Bakverðirnir okkar !!!! Hvað eiga önnur lið að gera þegar þessir guttar ná fullum þroska sem fótboltamenn. Þetta eru krakkar sem spila af getu og hæfileikum sem flestir í þeirra stöðu ná aldrei. Framtíðin er þeirra svo mikið er hægt að fullyrða. Læt þetta gott heita í bili.
Það er nú þannig
YNWA
Fagmannleg leikskyrsla 9,5
Þetta slapp sem betur fer þökk se hinum stórkostlega Allison sem maður getur ekki annað en elskað. Spai svo að við faum Real eða Dortmund , er það ekki skrifað i skyjin ?
Hvenær er næsta podcast ? Eg bjost við þvi fyrir leikinn i gær eða strax eftir hann en hvað veit eg ??
Gomez frá í 6 vikur og núna kemur í ljós að Matip sem hefur staðið vaktina eins og meistari verður líka frá í 6 vikur.
Það mun verða challence fyrir Lovren og Van Dijk að spila alla þessa leiki fram að komu þeirra.
Nú reynir sko á þegar tveir af fjórum miðvörðum okkar eru frá. Tímapunkturinn er skelfilegur því að leikja álagið er mikið. Lovren og Djik eru mjög sterkt par en við erum komnir núna í þá stöðu að við megum ekki við því að missa annan þeira í meiðsli eða leikbönn því að þá erum við farnir að pæla í að setja Trent, Fabinho eða Millner í miðvörðinn(Millner getur spilað allar stöður)
Nú hefst ein mikilvægasta og erfiðasta törnin í enska.
Og þá hefur skyndilega þynnst all svakalega í varnarmannahópnum.
Djik og Lovren verða að ná að leika alla þessa leiki til 3ja jan saman.
Hægri bak er viðkvæmt en Milner verður að bakka Trent upp. Vonandi er Trent klár á sunnudag.
Eða þá að við verðum að detta í þann gír að skora að lágmarki 4 mörk í leik 🙂
Þessi jóla/áramóta törn í enska sker alltaf úr um hvort þú sért maður eða mús.
Við byrjum á sunnudag í mennskunni.
YNWA
Eins og fram hefur komið, þá er erfiðasta törn í fótboltaheiminum að ganga í garð. manu er startið, síðan taka við trikkí leikir sem reyna á okkar menn. En gleymum því ekki að hin liðin eru í sömu stöðu, nú veit ég ekki leikjaprógram t.d. manc, sama hvort það teljist erfit eða létt, en þeir þurfa að mæta okkur, að vísu á heimavelli en so what.
YNWA