Þá er komið að næsta verkefni og það á föstudagskvöldi aldrei eins og vant! Andstæðingarnir eru sjóðheitir, heimamenn í Wolves taka á móti Liverpool liði sem er svona í kvöld:.
Alisson
Milner – Lovren – Virgil – Robertson
Henderson – Fabinho – Keita
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Clyne, Gini, Lallana, Shaqiri, Origi og Sturridge
Milner kemur sem sagt inn í stað Clyne og Gini fær hvíld og fyrirliðinn kemur inn. Sterkt lið, 3 stig takk!
YNWA
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Lýst ágætlega á þetta lið vona að hendo sé að spila sem 8 og faby sem 6. Finnst hendo bestur sem 8. Koma svo
Hef slæma tilfinningu fyrir þessu og spái 2-1 fyrir Úlfunum í kvöld.
Er ofurhræddur við Jinx-ið hjá Lovren.
Salah! Frábærlega afgreitt, ekki auðvelt!
SALAH !
Yesss
Milner er í smá vandræðum og þeir reyna mikið á hann þarna á vinstri vængnum.
Svakalega hefur Robertson verið lélegur í þessum leik. Ekkert komið út úr honum.
Sjaldan verið jafn stressaður og fagnað leikhléi jafn mikið en nuna er bara að vona það besta og verðum að fa annað mark sem fyrst svo við maður geti aðeins dregið helvitis andann
Búinn að vera erfiður leikur Lovren er búinn að vera skelfilegur. Þurfum 2 mörk í viðbót koma svo
Keita ekki alveg í takti og Milner í vandræðum. Fabinho finnst mér hafa verið frábær fyrir utan eina mjög slappa sendingu snemma í hálfleiknum.
Úlfarnir eru farnir gera sig líklega og eru að yfirmanna okkur á miðjunni. Vonandi að Hr. Klopp gerir eitthvað taktískt eða kveiki í okkar mönnum í hálfleik. Annars endar boltinn í okkar marki.
Ekki lasta Robbo, drengurinn er ótrúlega öflugur þrátt fyrir engan stjörnuleik, eins og er.
En Fabinho er að verða algjört skrýmsli þarna á miðjunni, átti reyndar slaka sendingu í byrjun sem skapaði hættu en sá er að verða betri með hverjum leiknum, 2 stoðsendingar í 2 leikjum og það er ótrúlegt hvað hann stoppar marga sóknir andstæðingana.
Og Van Dijk að eiga enn einn stjörnuleikinn, þessi varnarmaður er að verða að bestu miðvörðum í sögu félagsins.
Ekki að ástæðulausu að úlfarnir unnu Chelsea síðast og eru á þeim stað sem þeir eru þetta er einfaldlega gott lið sem spilar fanta góðan bolta ekkert nema respect á það.
EN okkar menn eru með gæðin til að klára þetta ég sagði fyrir leikinn þessi yrði erfiður og færi 1-2 ætla halda mig við það.
Keita , Milner og Robby þurfa koma sér betur inní leikinn.
Úlfarnir eru að fara upp báða kantana eins og að drekka vatn. Milner og Robertson ekki góðir í fyrri hálfleik en Lovren, VVD og Alisson að bjarga þeim trekk í trekk ! Klopp verður að þétta lekann í seinni hálfleik og breyta einhverju. Það væri frábært að koma inn í seinni og drepa leikinn með tveimur mörkum en ég held að þeir komi líka brjálaðir í fyrstu mín seinni. Koma svo RAUÐIR ! ! !
Sæl og blessuð.
Leikhlés-result from the Sverriz-jury:
Bekkkandídatar:
Keyta… eftir hverju vorum við að bíða í heilt ár?
Lovren… ef við hefðum einhvern á bekknum sem gæti mannað miðvarðarstöðuna. Svakalega óstöðgur.
Mané…. aftur sama vesen með fyrstu snertinguna
Firmo…. ónákvæmar sendingar en duglegur.
Lykilmenn:
Alison… bjargar trekk í trekk
VvD… traustur
Milner… öflugur
Salah… skorar og skapar
Fabinho… hvar hefurðu verið elsku vinur, öll þessi ár?
Robertson… Móri ætti að fá sér sjóveikipillu ef hann er að horfa
Hendó… bara traustur, vinnur vel og óvenju framsækinn
Svona er það nú. Shaquiri fyrir Keyta er nóbreiner. Spurning að setja Milner á miðju og Clyne í fúllbakk. Setja Sturridge eða Origi inn fyrir Firmó á 85.
Af hverju Lallana???
Keita meiddur ?
Varnarleikurinn hjá van Dijk! Þvílíkur íþróttamaður!
Lallana til þess að nota breiddina, það veitir ekki af. Hann er líka drullu góður í fótbolta, það gæti verið önnur ástæðan
VIIIIIIIIIIIIIRGIL VAN DIJK!!!
Lallana er gjorsamlega hopeless. Vonleysis ára yfir honum
Klárar þetta með vinstri eins og seasoned striker, þvílíkur maður!
VIRGIL VAN DJIK !!!!!!!!!
Vá, svakaleg afgreiðsla hjá VvD þarna :D!!!
VAN DIJK MAÐUR MINN ?????
Hér er þetta, frábær sending hjá Salah líka: https://streamable.com/2mlv5
VVD ER BEAST !
Lallana er búin að vera meiddur helvíti lengi, gefið drengnum sjéns. Þetta lið okkar er drullu gott. Virgill er eins og Chuck Norris á sterum Q
Þurfum við 2 miðverði? Getur Vvd ekki séð um það djobb einn?
VVD maður leiksins og Salah geggjaður.
Eins gott að Alisson er búinn að vera vakandi í þessum leik !
Miðað við nöldrið hér að ofan erum við að tapa.
Ég tek svona „tapi“ hvaða dag sem er…
VvD með kvef og spilar eins og kóngur! Þvílíkur meistari
Frábært í einu orði sagt. Nöldrarnir geta haldið áfram að nöldra en yfir hverju veit ég ekki. Allavega ekki yfir okkar frábæra liði sem spilar skynsamlega þessa dagana enda þarf að halda vel á spilunum. Meiðsli og hnjask varnarmanna hefur aukið álagið á þeim sem eftir eru. Meistari Milner fyllir síðan í þær stöður þar sem vantar. Rosalega jákvætt að sjá Lallana koma inn og svo var Clyne fínn í síðasta leik. Hvernig er með Sturrigde þessj dægrin, hann virðist amk ekki vera kostur til að leysa af. Vill sjá hann koma inn og hvíla menn svo og Shagiri sem byrjar alveg örugglega í næsta leik. Best er þó að geta hvílt hina sívinnandi miðjumenn og láta fimm menn skiptast á um þessar stöður á miðjunni. Fabhino er að koma gríðarlega sterkur inn og kannski er hann gaurinn sem þarf á miðjuna til hreyfa hana aðeins til og gera sókndjarfari án þess að tapa varnarskyldunni.
Hættið ruglinu góðir hálsar, það var vitað fyrirfram að þetta yrði ekki léttur leikur, en þeir stóðust prrófið getum við kallað, gleðjumst. Gleðjumst vegna þess að við erum ekki bara á toppnum, erum taplausir. , Þetta var sigur liðs, mark my worrds, þar liggur sigurinn, bara að hafa einstaklingana sem vinna allir að sama markmiði er óborganlegt. Klopp er að gera verulega margt rétt.
YNWA