Liverpool 4-3 Crystal Palace

Mörkin

0-1   Andros Townsend 34.mín
1-1   Mohamed Salah 46.mín
2-1   Roberto Firmino 53.mín
2-2   James Tomkins 65.mín
3-2   Mohamed Salah 75.mín
4-2   Sadio Mané 93.mín
4-3   Max Meyer 95.mín

Leikurinn

Frá byrjun stóðst leikurinn allar væntingar að því leyti að Crystal Palace lágu djúpt aftur og Liverpool sýndu þolinmæði og yfirvegun í að reyna að sækja í djúpið. Heimamönnum gekk illa að brjóta niður varnarmúrinn og fátt var um fína drætti þó að við hefðum ágætis stjórn á leiknum. Matip fékk hættulegt skallafæri en náði ekki að setja hann á rammann.

En vangaveltur hvort þetta yrði endurtekning á þolinmæðisverkinu gegn Brighton hurfu út um gluggann þegar að Andros Townsend skoraði upp úr þurru eftir rúman hálftímaleik. Zaha sprengdi framhjá Milner og sendu út í teiginn þar sem City-baninn Townsend slúttaði snyrtilega í netið. Þetta var grátlegt að því leytinu til að örfáum mínútum síðar hefði átt að dæma víti á téðan Townsend fyrir hendi í vítateig Palace. Sjokk fyrir systemið hjá liðinu sem leiðir deildina og vitandi hvernig fór þegar Ernirnir unnu Man City í síðasta mánuði þá var skjálfti í heimamönnum.

0-1 í hálfleik

Vonin var að hálfleiksræða Klopp myndi hleypa lífi í Rauða herinn en það gerðist hraðar en bjartsýnustu Púlarar hefðu vonast eftir. Á innan við mínútu hafði Mohamed Salah jafnað metin eftir mikinn klaufaskap í vörn gestanna þar sem að frákast af skoti frá van Dijk var listavel klárað af stóru vinstri tánni af Salah og framhjá markverðinum. 1-1 & game on!

Eftir þessa draumabyrjun á hálfleiknum þá setti Liverpool mikinn kraft í sóknarleikinn. Anfield tók við sér og allt var að gerast. Vallargestir þurfti ekki að bíða lengi og á 53.mín komst Firmino inn í teiginn og setti hann með grasinu út við stöng. Liverpool komnir á beinu brautina eða hvað?

Liverpool sótti stíft eftir að komast yfir og augljóst að toppliðið vildi steindrepa leikinn í þessum blússandi meðvindi. En þá kom löðrungurinn í andlitið. Á 65.mínútu fengu Palace hornspyrnu og með fagmannlegum blokkeringum í ætt við körfu- og handbolta losnaði James Tomkins á fjærstöng og skallaði fagmannlega í netið. Handbók Hodgson í föstum leikatriðum skilaði árangri í þetta skiptið og gamlir draugar hornspyrna fyrri tíma að herja á heimamenn.

Sóknarleikur Liverpool hafði ekki verið nógu skeinuhættur fram að þessu og Klopp ákvað að leita til þess sem hafði virkað fyrr í vetur með því að hleypa Shaqiri inná fyrir Keita. Stuttu síðar gaf lafði lukka Liverpool koss á kinn þegar að Milner komst inn í teiginn og sendi fyrir en Speroni gerir hrapaleg mistök með því að blaka boltanum inn að marki þar sem Salah gaf náðarhöggið yfir marklínuna. Enn voru Liverpool að sýna karakter í að koma til baka í ljósi mikils mótlætis.

Á 82. mínútu fékk Milner gult spjald fyrir að taka Zaha niður og það átti eftir að draga dilk á eftir sér 7 mínútum síðar þegar að sami Milner fór aftur í sama Zaha. Annað gula spjaldið og rautt spjald því staðreynd. Liverpool manni færri á 89.mínútu og við það blésu Crystal Palace til sóknar á lokamínútunum. Við það opnaðist sóknarfæri sem að Liverpool nýtti sér til að keyra upp þar sem Robertson sendi á Mané sem kláraði fagmannlega út við stöng. 4-2 og leikurinn búinn.

Eða hvað? Þetta var þannig eftirmiðdagur að risaeðlan var ekki til í að sætta sig við sitt hlutskipti að deyja drottni sínum og til að toppa daginn þá setti Max Meyer mark í teignum eftir góðan undirbúning Connor Wickham. Staðan 4-3 og 3 stigin mikilvægu enn og aftur í hættu! Blessunarlega blés dómarinn til leiksloka og þessum stórhættulega leik lauk með sigri rauða hersins.

Bestu leikmenn Liverpool

Heilt yfir þá voru ekki margir leikmenn okkar manna að gera hluti yfir meðallagi. Robertson var líflegur og hans framlag skipti miklu máli en hann var einnig mistækur inn á milli. Vörnin var veik fyrir og kannski of mikið að hafa Matip og neyðarbakvörðinn Milner saman gegn hinum ofurspræka Zaha en hann skapaði gríðarlegan usla niður þann vænginn. Keita gerði ekki nógu mikið fyrir sinn aðdáendahóp þó að Klopp hafi sagt hann frábæran á æfingu í vikunni. Auðvitað skoraði Salah tvö mörk og fyrir það fær hann nafnbótina maður leiksins hjá Liverpool í dag.

Vondur dagur

Það var erfitt hlutskipti sem að James Milner fékk í dag að leysa hægri bakvörðinn gegn einum hraðasta og öflugasta vængframherja deildarinnar. Zaha keyrði miskunnarlaust á heldri manninn og fór framhjá honum að vild. Milner fór að láta finna fyrir sér á móti en endaði með tvö gul spjöld og rautt í kjölfarið. Gamli maðurinn er enginn skúrkur í dag þó að þetta hafi verið of erfitt verkefni sem hann var beðinn um að bjarga. En vondur var dagurinn engu að síður.

Tölfræði

Í fyrsta sinn á tímabilinu fengu Liverpool á sig fleiri en eitt mark á Anfield og það kom óþægilega á óvart að það var Hodgson og félagar sem settu heil 3 mörk á okkur. En svona er bara enski boltinn og í lok dagsins þá fengum við 3 stig þannig að hverjum er ekki sama.

Umræðan

Það verður margt til að ræða um eftir svona epískan leik en aðalatriðið er að niðurstaðan er sigur fyrir okkar menn í toppbaráttunni. Það er áhugaverður samanburður í þessum leik hjá okkur við Palace eins og hjá City við sama lið í desember en bæði toppliðin fá á sig 3 mörk gegn Hodgson en við náum að vinna okkur í gegnum þetta og klára 3 stig. Þess vegna erum við með 7 stig á toppnum í dag og getum tekið góða pásu í 11 daga fram að næsta leik. Sú pása gæti gert mikið fyrir liðið og á meðan munu City þurfa að spila leiki í bikarkeppnunum.

Lokaniðurstaðan er sigur í dag sem var erfiður eins og búast mátti við en líklega dramatískari en flestir héldu. Top of the league!!!

YNWA

52 Comments

  1. Þetta er geggjað.
    Kransæðarnar hreinsast svo hressilega við við þennan yfirsnúning á pumpunni.
    3 stig.
    Have a good break.
    YNWA

  2. Hvaða rugl var í gangi vörnin shaky og við höfum séð Alisson betri en þeir 3 fremstu stóðu fyrir sínu það er bara þannig !

    Salah maður leiksins

  3. Vá hvað er gaman að halda með þessu liði í dag undir stjórn Klopp. Frábær úrslit og CP undir stjórn Roy er bara helvíti erfitt lið.

  4. þetta minnti mig óþægilega á leiki liðsinns í fyrra 🙁 vonandi ekki meira svona

  5. Frábær þrjú stig í hús í rugluðum leik. Einhverntímann hefði svona leikur tapast og Mignole verið kennt um, Alisson var heppin að verða ekki skúrkurinn 🙂 . Sumir voru betri en aðrir og aðrir lélegri en sumir en fótbolti er hópíþrótt og við erum með flottan hóp af gæða leikmönnum. Trúið mér við værum ekki í þessari stöðu ef við værum með jafn lélega einstaklinga eins sumir tala endalaust um hérna á síðunni. Á þennan stað er liðið okkar komið og nú verður ekki aftur snúið….dolluna heim 🙂
    YNWA

  6. Sælir félagar

    Þessi leikur var hunderfiður og aldrei þessu vant var Virgillinn og vörnin í vandræðum. Held að innkoma Matip hafi haft þau áhrif að Virgillinn slakaði aðeins á og það má hann aldrei. Það er sama hver er með honum í vörninni hann verður að halda fullri einbeitingu. hann er lífakkeri varnarinna sem heldur öllu saman þar. Glæsilegt að vinna þennan erfiða leik einum færri og framlínan klikkaði ekki núna.

    Svo eru einhverjir hálfvitar að velta sér upp úr því að Mo Salah (minn maður leiksins) hafi dottið í teignum. Það er öfundin sem stjórnar þeirri umræðu. Liverpool með einn besta ef ekki besta framherja í heimi og það er auðvitað öfundvert. Þess vegna væla þessir vesalingar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Óþolandi samt hvað Mané er sjálfselskur. Hann skapar bara helst ekki færi fyrir félaga sína í sókninni ef hann kemst hjá því.

    Skyldi Wilfried Zaha vera til sölu?

  8. Hurðu…

    1. Þetta CP lið er magnað og með færri stig en amk þessi frammistaða gaf tilefni til að ætla.
    2. Þarna var rendeivúúúú frá því í fyrra – vörnin slök og svo sem ekki við öðru að búast með Matip slappan í miðverði og engan hreinræktaðan fúllbakk á móti hinum stórhættulega Zaha.
    3. Sorrí, en mörkin sem við gerðum voru meistaraheppnismörk. Með þennan öldung í markinu hlaut eitthvað að láta undan. Þeirra mörk þeirra var hins vegar hreinræktuð sóknarafurð.
    4. Þrír fremstu okkar voru stórbrotnir. Ellefu manna vörn þeirra var erfið viðureignar og Mané var óstöðvandi, ólmaðist á þeim eins og naut í flagi, Firmó var alltaf vinnandi og slúttið hjá honum Salah var undursamlegt.
    5. Miðjan var köflótt, auðvitað segir 70% boltapósessjón sitt en það er synd að segja að þeir hafi ógnað mikið. Hendo átti sínar rispur og Keita fær mig ekki enn til að éta minn sokk. Söknuðum Gini augljóslega.
    6. Varamannabekkurinn er grín. Hvað er að frétta? Er virkilega ekki hægt að nýta janúar til að múra aðeins upp í þetta?

    En Lúðvíkinn er kampakátur með úrslitinn og himinsæll með að þá fyrst við fengum á okkur 3 mörk skulum við ólmast og djöflast og skora sjálf 4 mörk í leiknum. Þetta lítur vel út!

  9. Þessi leikur sýnir líklega svo ekki sé um villst að Milner er ekki rétti hægri bakvörðurinn á móti liðum sem eru með fljóta menn eins og Zaha þarna frammi. Þurfum svosem ekki að hafa áhyggjur af því í næsta leik, vonum bara að Trent verði kominn til baka og að hann haldist heill. Samt spurning hvort það þurfi ekki betra cover fyrir Trent til lengri tíma? Líka spurning hversu illa Fabinho meiddist þarna undir lokin.

    Þá finnst manni Alisson oft hafa átt betri daga, enda í fyrsta skiptið sem hann fær 3 mörk á sig í deildinni í einum og sama leiknum. Hann átti vissulega gott kast fram sem leiddi til marksins hjá Mané, svo það vegur upp á móti. En ef þetta hefði verið Mignolet í markinu hefðum við örugglega mörg sagt “Tja Alisson hefði sjálfsagt varið 1 eða 2 af þessum skotum”.

    Almennt setur maður fram 3 óskir fyrir leik:

    * Skora meira en andstæðingurinn
    * Enginn meiðist
    * Halda hreinu

    Því miður fengum við bara 1 af 3 í dag, en sem betur fer var það atriðið sem skiptir lang mestu máli.

  10. Fowler hvað ég er feginn að vera búinn að spila báða leikina við Crystal Palace á þessu tímabili og verandi með sjö stiga forystu.

    Nú fæ ég rúmlega tíu daga til þess að jafna mig.

    YNWA

  11. Þetta var rosalega erfiður leikur.
    Við stjórnuðum leiknum í fyrirhálfleik en við klikkuð á pressuni og þeir náðu að bruna á okkur og skora. Þetta var eiginlega eina sóknin þeira í fyrirhálfleik á meðan að manni fannst við vera að fá fullt af plássi til að gera eitthvað sniðugt(meira en gegn Brighton).
    Eftir að við komust í 2-1 og þeir enþá að pakka þá hélt maður að við myndum klára þetta en neibb við lentum í vandræðum með þá í þau fáu skipti sem þeir fóru yfir miðjuna og var Zaha að fara mjög illa með Milner aftur og aftur.
    þeir jafna 2-2 eftir Hornspyrnu og við höfum aðeins 25 mín til að komast yfir og 10 mín síðar nældi Salah sér í annað mark og þökkum við 39 ára gömlum markmanni Palace fyrir 39 ára takta.
    3-2 en þá litum við út eins og gamla liverpool liðið sem maður hélt að við værum búnir að henda í ruslið. Við vorum stressaðir, héldum boltanum ekki vel og voru oft í panic vörn að hreinsa.
    Milner lét svo reka sig útaf og við einfaldlega í nauðvörn en ótrúleg seigla í Robertson/Mane átti að klára þetta sanfærandi 4-2 á 93 mín en neibb Palace skoraði strax 4-3 og fengu meira segja skot fyrir utan teig áður en leikuinn kláraðist

    Hjartað á milljón en 3 stig í hús er það eina sem skiptir máli en maður er samt pínu fúll í að sjá þetta gamla liverpool lið aftur þar sem stress og panic einkenndu varnarleikinn hjá okkur.

    Salah átti góðan leik ásamt sívinnandi Mane og Firmino. Mér fannst Henderson mjög solid á miðsvæðinu í dag en hann vann boltan víst 12 sinnum í þessum leik sem var það langmesta á vellinum ásamt. Robertson var svo duglegur að vanda og sóknardjarfur.

    Milner var í miklum vandræðum með Zaha í þessum leik, Keita komst ekki alveg í takt við leikinn og svo var pínu óryggi á miðvarðaparinu okkar í dag Djik/Matip og er það mjög óvenjulegt.

    Djöfull er maður samt ánægður með stigin 3 og ég tala nú ekki um að við erum að fara í langa kærkomna pásu

    YNWA

    p.s ég skal fórna mér í fleiri svona rússibanna leiki með Liverpool ef þeir enda allir með sigrum Liverpool 🙂

  12. Hvers vegna allar þessi neikvæðu athugasemdir í dag. CP er sjúklega glott lið með hæfileikaríka leikmenn. Sá eini sem hægt er að krítisera í dag er dómarinn sem fékk það verkefni að gera Liverpool erfitt fyrir. Og það er ekki í fyrsta skipti sem Moss dómari hegðar sér svona. Það er ráðgáta hvers vegna hann fær að dæma leiki Liverpool eftir reynslu undanfarinna ára. Klopp verður að ræða við FA.

  13. Ok þetta var fótboltaleikur með öllum sínum hæðum og lægðum. En þetta var stressandi, það verður ekki af þessum leik skafið. Það er hægt að segja margt, en aðalatriðið er, við unnum og erum með 60 stig. Verð að minnast á hvað Keita er utan við sig, vantar eithvað spark í rassinn á honum.

    YNWA

  14. Við erum svo vön að Alisson verji óverjandi skot að okkur finnst hann hafa átt slakan dag gegn Palace, þótt við getum ekki kennt honum um neitt markanna.

  15. Svakalegur leikur og dúndur skemmtun, frábær 3 stig
    Það sem ég hugsa eftir þennann leik er hvort Zaha sé til sölu.
    Held að hann yrði rosalegur undir Herr Klopp, maðurinn mátti ekki fá boltann því það varð að einhverju sama hversu vel var þjarmað að honum.

    Annars fannst mér leiðinlegt að Keita hafi ekki verið öflugri í leiknum þannig að maður bíður bara enn eftir honum. Bakverðirnir voru flottir en líklega gaf það Crystal Palace færin sem þeir nýttu vel í dag.

    Skál fyrir 3 skemmtilegum stigum =)

  16. Man City verða búnir að spila 4 leiki áður en við fáum Leicester i heimsókn i næsta leik…

  17. Fyrirfram átti ég von á að Zaha vs Milner yrði mjög erfitt einvígi, sem varð aldeilis raunin.

    Ég var að taka liðsmyndir á fótboltamóti hjá 5. og 6. fl stelpum í Kórnum meðan leikurinn stóð yfir og það horfðu tvö lið á lokamínúturnar í símanum með mér, meira en til í að bíða aðeins með myndatökuna… 🙂

    Þrjú stig eru fyrir öllu og vonandi var þetta ekkert alvarlegt hjá Fabinho.

  18. Leikskýrslan er komin inn félagar! Til lukku með sigurinn!

    YNWA
    Beardsley

  19. Kaupa Zaha … það segir allt sem segja þarf um þennan leik … Siggi út

  20. Þessi leikur var heilt yfir geggjuð skemmtun fyrir hlutlausa aðila. Allison ekki með sinn besta dag, nema jú sóknarlega.
    Mané var gríðarlega vel vinnandi og Milner laut í lægra haldi fyrir Zaha (hvað í veröldinni er sá maður að gera í þessu liði? Viljum við ekki eiga hann?) Ég var skithræddur við þennan leik, CP búnir að gera topp6 liðunum verulegar skráveifur í vetur (og okkur greiða í leiðinni).
    Keita, eins og ég er spenntur fyrir honum, verður bara að fara að girða sig í brók, henda þessari helvítis feimni og fara að sýna eitthvert form. Það kemur alveg örugglega, en Jesús minn hvað það tekur langan tíma :/

    En – háspennuleikur að hætti ensku deildarinnar og úrslitin góð – þ.e. 3 stig. Frí framundan og 60 stig eftir 23 leiki. Komum elghressir til baka og janúar þá að klárast.
    Kvarta?
    Held ekki. Ekki nema ef að Fabinho hefur meiðst sem nemur fleiri en tíu dögum. Þá má kvarta. Helling. Því að við erum betri með hann inná.

  21. Takk fyrir góða skýrslu Beardsley. Örfáir punktar eftir leikinn, af því að ég er í sveitinni og hef ekkert að gera:

    1. Þessi leikur var eins og Strumpabók. Lesið þær. Aðeins móteitur Æðstastrumps getur leyst úr þeim vanda er herjaði á rauðu Strumpana í dag.
    2. Slakasti leikur Milners (þess frábæra fótboltamanns) á tímabilinu. Hann átti vart erindi í stöðuna á móti Zaha, sem virðist reyndar vera þrusuleikmaður sem gott væri að hafa í okkar liði. En Milner kemur sterkur til baka.
    3. Dýfan hjá Salah sem nú er rætt um hvarvetna. Ég sá leikinn bara í illa-pixluðu strími og sýndist Sakho olnboga hann í andlitið. Veit ekki meir og skiptir mig engu fyrst við unnum.
    4. Vörnin er augljóslega ekki söm með þessum breytingum og það verður frábært að fá Trent og Dejan aftur inn til að fylla upp í múrinn. Ekki langt í það.
    5. Liðið með 60 stig af 69 mögulegum. Munum við þegar stjóri hins liðsins sem mætti okkur í dag stýrði okkur? Vorum ábyggilega með svona 14 stig þá á sama tíma í deild eða mínus 14, eitthvað svoleiðis.
    6. The Times They Are a Changin’
    7. YNWA

  22. Sigur vannst það er fyrir mestu. Sumir skrifa hérna inn á síðuna eins og við hefðum tapað leiknum. 3 stig eru í húsi þrátt fyrir mannahallæri í vörninni enda mokuðu sóknarmennirnir inn mörkum. Ég ætla að verja Milner örlítið: Fyrir það fyrsta, þó hann hafi spilað áður þarna meginn í vörninni, líður honum betur hinu megin. Hann er þar að auki ekki búinn að ná sér að fullu eftir meiðslin um daginn. Gerir alltaf sitt besta sama hvað og um meira er svosem ekki hægt að biðja. Fer væntanlega í leikbann og kemur endurnærður til baka og leysir etv einhverja allt aðra söðu á vellinum.
    Áfram svo Liverpool.

  23. Það að versla Zaha núna fyrir segjum 20 mill punda og í vor er hann orðinn 100 + með tvo verðlaunapeninga um hálsinn getur ekki klikkað upp með budduna Klopp.
    Annars frábær 3 stig í hús í dag janúar að klárast og þá fer að hlýna í Evrópu og það er eins með LFC að þegar hitinn fer upp fer liðið okkar upp. Við ofdekruðu aðdáendur megum ekki gleyma því að á síðasta tímabili eftir 23 umferðir vorum við með 47 stig ManU með 50 og City með 62 stig og við að deyja úr öfund yfir þeirra liði sem hafði þá aðeins einn sigur á móti einu jafntefli eins og staða okkar liðs er í dag. Ég er á því að deildinn hafi aldrei verið eins sterk og því eigum við að vera glöð með öll stig sama hvernig þau er tilkominn. Og svona eitt að lokum ManCity hafa misstigið sig áður á móti botnliðum ég ætla allavega að kross leggja fingur.
    YNWA.

  24. Seigla seigla og seigla í þessu liði okkar. Frábært að fá færri leiki núna og vinna vel og undirbúa sig vel fyrir deildarleikina, sem framundan eru. Það var rosalega sterkt að klára þetta sterka lið sem CP er.

    Núna er bara að vona að álagið muni segja mikið til sín hjá city í næstu umferðum!

    YNWA!

  25. Hugsið ykkur ef cp væri með betri þjálfara þeir væru bara helvíti öflugir en flott stig hjá okkur ?

  26. Risastór 3 stig í dag, þessi seinni hálfleikur hélt manni alveg við efnið – ég held að ég hafi ekki lifað mig jafn mikið inní fótboltaleik og orðið jafn pirraður og glaður síðan við unnum PSG á Anfield. Frábær sigur. Ég hafði svolitlar áhyggjur af 104 ára gamla kallinum sem var í mynd svipað mikið og Ayew, ef þessi leikur stríddi hjartanu hans ekki eitthvað þá á hann nóg eftir.

  27. Doremi nr 31….þessi 104 ára sem Klopp bauð sérstaklega á völlinn í dag sá liverpool spila fyrst árið 1926 þá væntalega 11 ára…ekta Klopp að bjóða gemla á leikinn i dag…vonandi verður sá gamli á lokaleiknum gegn úlfunum…sjálfur verð eg á þeim leik ásamt strákunum mínum tveimur og öðrum góðum vinum okkar feðga…YNWA

  28. Já heyrði þeyta með að Klopp bauð honum, fyrirtaks afmælisgjöf frá Herr Klopp 🙂

  29. Goður sigur i erfiðum leik

    Annars hef ef lengi viljað kaupa Zaha en held að hann se alltaf að fara kosta mun meira en 2 aðilar her tala um 20 eða 35-40. Held það væri meira 50-70 en kaupa hann bara samt. Vill kaupa 2 leikmenn til að bakka upp skytturnar 3 og losa okkur við sturridge og Origi a moti, væri til i að stela einum SON af tottenham, lata reyna a það held þeim vanti peninga utaf nyja vellinum. Að eiga Zaha og Son myndi gera okkur kleift að hvila sóknarmennina an þess að veikja liðið nanast ekki neitt.

  30. Þessi Henderson hatur er pínu fáranlegur. Já hann er ekki besti miðjumaðurinn í deildinni en Klopp veit að hann gefur 100% í leikina og vinnslan hans er liðinu dýrmæt.
    Það voru margir að taka hann af lífi eftir að við lentum undir í gær og var það fáranlegt því að hann var búinn að vera einn af betri mönnunum okkar. Þeir á Liverpool eco völdu hann sem besta mann leiksins og gáfu honum 9 af 10 mögulegum(en þeir gefa sjaldan meira en 8)

    Jordan Henderson vs Crystal Palace:
    114 passes (94% accuracy)
    3 tackles won (from 4 attempted)
    His 125 touches saw him lose possession only once.
    A real captain’s performance

    Klopp er ekki að fara að byggja lið í kringum kappan en hann er partur af góðri liðsheild.

    YNWA

  31. Sögusagnir ganga nú um að Fabiano sé eitthvað meiddur eftir leik helgarinnar. Ég vil smá styrkingu á hópnum okkar í janúar. Megum ekkert við miklum skakkaföllum til að rönnið okkar detti niður og þá mun það kosta okkur.

    Það verður svakalega spennandi að sjá hvernig næstu vikur munu þróast því núna verður helmingi meira álag á city og spurs. Að mínu mati er bara tímaspursmál hvenær spurs springa á limminu í þessu kapphlaupi í deildinni, enda þeir leiki gegn chelsea og cp á næstu dögum, í bikarkeppnunum. Á meðan getum við safnað kröftum, æft og undirbúið!

    City eiga bræðurna Burton og Burnley á næstu dögum. Allt mun þetta tikka og vonandi mun þreytan fara að segja til sín þegar deildin hefst aftur eftir rúma viku.

    Niðurlagið er sem sagt, okkur vantar að styrkja hópinn okkar enda sést það vel að við erum ekki lengur í bikarkeppnunum, en skítt með þær núna, tökum deildina og förum langt í CL.

  32. Pælið í þessu, herramaðurinn sem Klopp bauð á völlinn og er að fagna 104 ára afmæli – hann mætti á völlinn hjá Liverpool í fyrsta sinn árið 1923!

    Þvílíkur leikur, það eru bara alvöru áhangendur sem endast 104 ára and counting sem þurfa að upplifa þennan tilfinningarússíbana.

    Eins og einhver góður orðaði það, allir leikur fram á vor hjá okkur eru úrslitaleikir – þvílíka stemmningin!

    YNWA!

  33. Nú snýst allt um það hvort Salah sé farinn að fara of auðveldlega niður. Ég sá hvorki hann né aðra leikmenn aldrei heimta víti í þessu tilfelli. Mér fannst hann missa jafnvægið og detta, jú það er aðeins slegið í hann en svo er þetta alltaf hvort þeir eiga að standa þetta allt eins og Salah gerði á síðustu leiktíð og stundum blótaði maður honum,, afhverju fór hann ekki bara niður,,
    En ég veit ekki, hvað finnst ykkur? Er Salah farinn að fara of auðveltlega niður og á þessi gagnrýni á hann rétt á sér.

  34. Vardandi Salah. For i sma detective work og haegdi a klippunum af thessu atviki. 🙂

    Thad er tvennt i thessu. Sakho sparkar i haegri fot Salah sem Salah notar til ad skyla boltanum. Hann fer ekki nidur vid thetta spark (sem hann hefdi allt eins getad gert) en thad sest ad hann missir sma jafnvaegi vid thad, edlilega thar sem hann var sparkadur i fotinn og thad er vist bannad i fotbolta ad sparka i lappir. I ollu sequencinu er Sakho med haegri hondina yfir vinstri hlid Salah og hann klarlega ytir ofan a vinstri oxl Salah i lok kontaktsins (midad vid hreyfingu axlar, olnboga og ulnlid hans er hann ad yta eigin hond nidur a vid) og vid thad fer Salah nidur. Thetta sest allt mjog skyrt ef madur spilar atvikid a 0.25 eda 0.50 hrada.

    Semsagt a 1-2 sekundum tha kemur spark og hond yfir oxlina a manni sem ytir nidur, tveir kontaktar. Thad sest ad hond Sakho fer fyrst nidur adur en Salah fer nidur. Hence, Salah a ekki frumkvaedid ad thvi ad fara nidur ad astaedulausu, heldur gefur Sakho honum astaedu fyrir ad fara nidur.

    Thad er munur a ad dyfa ser vid engan kontakt og ad vera med mann i bakinu sem gefur manni tvo kontakta.

    Sakho er bara svona typiskur varnarmadur sem heldur ad hann megi sparka i allar attir og djoflast i monnum og ef menn fara nidur vid thad tha tryllist hann. Thetta er bara mjog stupid og leleg varnarvinna hja honum. Stattu bara i lappirnar og lokadu. Thad voru 3 menn i kringum Salah, hann var ekki ad fara i gegnum tha. Vera tholinmodur og adeins klokari i varnarvinnunni. Ef hann hefdi ekki haldid i Salah hefdi Salah farid ur kontakt og leitad til baka. Thad sest ad Salah aetlar ser upp ad endalinu, fara fra sparkaranum Sakho, en Van Anholt er maettur thar til ad loka og thvi hefdi hann alltaf snuid vid og leitad ut ur teignum.

    Fyrir mer er thetta ekki viti, en heldur ekki dyfa. Play on.

    Salah er mikid inni teig med boltann og varnarmenn eru limdir vid hann (oft fleiri en einn) og gefa honum kontakta, vid hverju buast menn?

  35. Sæl og blessuð.

    Gamli blúsinn kominn aftur. Salah af öllum mönnum er vændur um að stunda dýfingar, sem er afar ósanngjarnt og leggst á með fleiru að kroppa í undirstöðurnar hjá okkur á þessum erfiða seinni hluta. Það er sennilegt að leikmenn (og auðvitað fof sóknarmenn) hafi fengið þau skilaboð að falla til jarðar við kontakt, sem þeir hefðu áður staðið af sér. Svoleiðis virkar bara fótboltinn. Man vel eftir svipuðu tilviki með Aguero, rétt áður en kvikindið skoraði á móti okkur nú í byrjun jan.

    Eftir úrslitaleikinn við RM í fyrra þá sá maður að Klopparinn var búinn að fá upp í kok af því hóli að það væri gaman að horfa á liðið spila. Hver blm. á fætur öðrum sagði þetta í vorkunnartóni og okkar maður baðst undan frekari komplimentum af þessum toga. Vafalítið nenna menn ekki að halda þessu áfram. Nú á að spila til að vinna og við sjáum líka að ,,ljótu sigrunum” fer fjölgandi og viti menn – við erum aftur farin að fá víti! Það er liður í þessu.

    Svo deili ég með ykkur þeim hughrifum sem Sakho vakti hjá mér. Þetta var í raun svipað og þegar hann var hjá okkur – hann var með moppuna á lofti og var jú sannarlega, á köflum kóngur í sínu ríki þarna í teignu. En samt fá þeir á sig heil fjögur mörk og seint verður vörninni hælt þegar svo gerist! Eitthvað vantar upp á samhæfingu og það er svo sem ekki okkar mál – nema hvað að söknuðurinn er enginn að honum! Rándýr varnarmaður (á sínum tíma) sem var einmitt í lykilhlutverki á sísoni þegar einmitt vörnin kostaði okkur titilinn.

    Annars stendur allt og fellur núna með meiðslalistanum. Úrslitin ráðast á sjúkrabekknum.

  36. Meiðslalistinn.
    Já ég ætla bara að segja það djöfull er gott að vera ekki með leik í undanúrslitum deildarbikars eða vera í FACup og eiga tvo leiki framundan áður en við mættum Leicester heima.

    Nú fá menn meiri tíma til að hlaða sig fyrir átökinn sem eru framundan.
    Gomez ætti að fara að koma til baka
    Trent gæti náð næsta leik
    Winjaldum gæti náð næsta leik
    Fabinho líklega meiddur en hversu lengi hefur ekkert verið gefið upp
    Lovren fer að koma tilbaka
    OX gæti náð leik í lok feb eða í byrjun mars.

    Framundan: Einn leikur í einu en þar sem maður er ekki að spila leikinn þá leyfir maður sér að horfa aðeins fram á við.
    Leicester heima
    West Ham úti
    Bournmouth heima
    Man utd úti
    Watford heima
    Ef við verðum enþá með 4 stiga forskot eftir þessa leiki þá verður maður mjög sáttur. Þá eru 10 leikir eftir í deildinni og menn fara hægt og rólega að sjá endamark(þá gefa menn extra í)

    Man City prógram í deild á sama tíma.
    Newcastle úti – Benitez með stórt Liverpool hjarta gerir sitt allra besta
    Arsenal heima – þetta verður opinn leikur
    Chelsea heima – Chelsea kominn með nýjan sóknarmann sem vonandi er með skotskóna sína með.
    Everton úti – Gylfi í fantaformi
    West Ham heima – Elska að verjast aftarlega

    YNWA – Liðið okkar er einfaldlega mjög gott og að við séum í baráttuni við frábært Man City lið sýnir hversu langt við erum komnir.

  37. Sælt veri fólkið,

    Við félagarnir erum að hugsa um að kíkja á Fulham – Liverpool í London 16. mars. Nú er alltaf verið að hringla með þessa leiki fram og til baka vegna sjónvarpsútsendinga. Hvar getur maður séð staðfestingu á því að leikurinn fari örugglega fram þann 16. mars kl. 15:00. Er að spá í flugi og slíku.

  38. #41 Þetta er fín og nákvæmt greining, ég horfði einmitt á þetta aftur. Og má kannski bæta við að um leið og handleggur Sakho fer í andlit okkar manns þá setur Sakho hnéð í afturendann á Salah. Er nema von að hann missi jafnvægið? Hné í rass á sama tíma og handleggur fer í andlit er nokkuð sem hart er að dæma dýfu á, eftir að nýbúið er að sparka í sköflunginni á manni. Ég skil ekki þessa dýfu-umræðu um þetta atvik. En margt er reynt núna til að vefengja trúverðugleika okkar liðs, af því fólk er að fara á límingunum yfir því að Liverpool vinni deildina vegna gæða og ástríðu okkar leikmanna og þjálfara.

  39. Það er kalt á toppnum.
    Salah missir jafnvægið úti á velli líka enda léttur og fótahraður.
    Svo þegar varnarmenn sparka í lappir, taka hann á skrokkinn eða hanga á viðkvæmri öxl þá er það ís með dýfu.
    Salah er geggjaður og heiðarlegur fótboltamaður.
    En það er kalt á toppnum.
    YNWA

  40. Stöð 2 ætlar í næstu umferð að sýna tvo leiki á sama tíma, báða með mansester liðum og aftur sleppa toppliðinu, þarf maður ekki að fra að sækja kindla og heygafla og skunda á höfuðstöðvar þeirra.

  41. #47 á framundan í beinni síðunni hjá þeim er bara sýnt viku fram í tímann, okkar leikur gegn Leicester er 30. jan, ég er nokkuð viss um að þeir sýni þann leik

  42. Það væri drepfyndið að sjá fyrirsagnir hjá DV og Vísi um að Liverpool aðhangandi hafi komið askvaðandi inn á Stöð 2 með kindla og heygafla vegna þess að þeir séu að sýna leiki með Manchester liðunum en fær svo að heyra að Liverpool er ekki að spila þennan dag. Það kæmist í heimsfréttirnar yfir fyndnustu fréttir mánaðarins. Jafnvel ársins. Sjálfur myndi ég ganga með veggjum í vinnunni í marga mánuði ef slíkt atvik ætti sér stað því vnnfélagarnir myndu gera stólpagrín að mér út allt tímabilið.

  43. Fyrsti leikurinn með okkar mönnum er eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Þessi leikur var allt sem hann átti að vera. 7 mörk rautt spjald og omg fjölda söngurinn.
    Besta upplifun sem ég hef átt á æfinni. Nú er bara að bóka aftur í apríl.

  44. Salah er umkringdur mõnnum og dettur niður áður en bombað er í hann….hræðilegt alveg. Má alveg gefa gult spjald en þetta er engin dýfa.

Byrjunarliðið gegn Crystal Palace á Anfield

Endasprettur toppliðanna