Klopp hefur valið liðið sem mun byrja leikinn gegn West Ham eftir klukkutíma og er ansi margt áhugavert í þessari uppstillingu hans. Það er enginn Henderson og enginn Wijnaldum í kvöld og því eru þeir Keita og Lallana á miðjunni með Fabinho, Milner kemur aftur í hægri bakvörðinn eftir leikbann. Lovren er ekki í hóp og Curtis Jones kemur á bekkinn.
Alisson
Milner – Matip – Van Dijk – Robertson
Keita – Fabinho – Lallana
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Shaqiri, Moreno, Sturridge, Curtis Jones, Origi, Camacho.
Þetta er áhugavert lið og spurning hvernig þetta verður sett upp en ég hugsa að þetta sé nokkurs konar þriggja manna miðja og Salah komi til með að vera hægra meginn í kvöld en það gæti vel verið að Lallana sé hluti af þessum þremur fyrir aftan Salah.
Það vantar helling í þetta lið hjá Liverpool þar sem það er enginn Trent, Gomez, Lovren, Henderson né Wijnaldum og það eru ansi stór skörð en stórt tækifæri fyrir menn eins og Keita og Lallana til að vinna sér inn fleiri sénsa.
Við erum sem stendur með tveggja stiga forskot á toppnum fyrir þennan leik og þetta er algjör skyldusigur því við viljum komast aftur fimm stigum á undan Man City.
Ja hérna, Henderson, einnig meiddur. Nú er breiddin að fara með þetta.
Erfitt verður það með þetta lið.
Skelfilegt að sjá hvað hópurinn er orðinn þunnur, einu nothæfu menn á bekk eru Shaqiri, Sturridge og Origi og þessir 2 síðast nefndu eru varla nothæfir.
Varnarlínan hrikalega brothætt og við erum einum meiðslum hjá Van Dijk í hættu á að þetta tímabil gæti farið til fjandans.
En þetta lið á að geta klárað verkefni kvöldsins og komið okkur í 5 stiga forskot aftur.
Koma svo…..
Við bara drulluðum uppá hnakka með að lána Clyne. Þynnir okkur bæði í hægri bakverði og á miðju þar sem miðjumennirnir þurfa að spila þarna.
Sæl og blessuð.
Jæja, ekki sá maður þetta fyrir. Hélt að Lallana hefði byrjað sinn síðasta leik fyrir okkur en nú fær hann aldeilis tækifæri til að sýna sig: Síðasti Rogers-Móhíkaninn! Ætla að leyfa mér að gera væntingar til ,,hins gíneska…” sorrý – Keita. Nú er hann í sinni draumastöðu og fær að hlaupa um völlinn eins og hann var vanur suðrí Þýskalandi. Hver veit nema að hann nái að skapa eitthvað bitastætt? Og Shaq er tilbúinn að hlaupa inn á ef með þarf.
Svo er bara að vona að strákarnir stigi upp af sjúkrabekknum sem fyrst og við sjáum öflugri byrjunarlið, héðan í frá.
Meiðslalistinn lengist og lengist Gomez, Trent og Winjaldum væru alltaf byrjunarliðs menn. Ox og Henderson myndu alltaf gera tilkall til að byrja inná svo má ekki gleyma að Lovren er líka meiddur.
Breyddinn er orðin mjög lítil en það er bara ekkert við þessu að gera. Þetta er liðið okkar í dag og þarf bara að hafa trú á verkefninu. Það sem hræðir mig samt mest er ekki að ég held að þetta lið sé ekki nógu gott heldur að þarna inná miðsvæðinu erum við með Lallana/Keita/Fabinho sem hafa bara aldrei leikið allir saman í einu á miðsvæðinu en oft tekur tíma að stilla saman strengi en það er bara ekki í boði í dag.
Þetta verður rosalega erfiður leikur en spáum 1-2 sigri og maður verður að drepast úr spennu í 90 mín
Mikið svakalega er ég svartsýnn fyrir þennan leik og er svolítið mikið vonsvikinn að liverpool keypti ekkert í janúar þegar maður sér hópinn sem mætir í þennan leik og að þurfa að vera með Milner i bakverdi og lallana i byrjunarliði.
En vonandi verður þetta sigur í kvöld og lallana troði ullarsokk uppi mig.
Hópurinn þynnist og þynnist. Keita þarf að fara að sýna eitthvað, sem og Lallana. Milner í hægri bak á móti anderson sem á öruggleg eftir að fara illa með hann(eins og saha). Ég leggst bara á bæn og bið um sigur, ef við vinnum ekki í kvöld þá verður city komið á toppinn á miðvikud, því miður.
Er einhver með góðan link fyrir leikinn?
Sakna Wijnaldum en líst að öðru leyti vel á liðið og finnst það sigurstranglegt. Spái sigri með tveggja marka stresslausum mun.
Flott byrjunarlið en það má nú ekki mikið út af bregða. T.d sé ég ekki hver getur farið í miðvörðinn ef einhver af þeim meiðist nema þá Fabihno sem er í byrjunarliðinu. Ótrúlegt hvað hópurinn hefur þynnst undanfarið.
Úff Lallana að byrja leik í fyrsta sinn síðan ég veit ekki hvenær og þá er það úti gegn West Ham!
Ég var spenntastur yfir því í janúar að fá Rabiot (samningslaus í sumar) frá PSG en frakkarnir bara hljóta að hafa sagt þvert nei. Þetta verður brött brekka fram á vorið en vonandi skemmtileg.
Mér finnst liðið hsfa misst taktinn eftir ósanngjarnt tap gegn man.city, taktinn sem kom í byrjun desember.
Klopp verður að hugsa eitthvað sniðugt upp og er ég hrifin af þessum árásum frá Matip inn á miðjuna. Þetta þarf bara að fara skila marki svo Klopp hætti þessu ekki og andstæðingarnir þurfi líka að hafa áhyggjur af þessum hlaupum, fjölbreyttata mynstur í sóknarleiknum hlýtur að gefa af sér meiri vandræði fyrir andstæðinginn.
Það væri geggjað að ná aftur upp varnarleiknum og fá ekki á sig mark…….0-2 fyrir Liverpool.
Já eitt enn…….ég er mjög þreyttur á hornspyrnum hjá Liverpool, þær stoppa oftast á fyrsta varnarmanni! Er það einhver tískubylgja eða bara bannað hjá Liverpool að senda háan á fjær stöng?
Þetta verður í lagi…á meðan Moreno er ekki settur inná
Nú væri kjörið fyrir Lallana að troða ullarverksmiðju Álafoss upp í…
…okkur öll sem finnst hann vera löngu kominn fram yfir síðasta söludag.
Fabino spilar Keita og Lallana i gang og við verðum komnir með flotta breidd á miðjuna til að ráðast á restina af tímabilinu….
Af hverju er Lallana í byrjunarliðinu? Veit hann var mjög góður í fótbolta fyrir tveimur árum, en er hann í alvöru búinn að ná sér og tilbúinn í byrjunarliðið í þessum mikilvæga leik? Hlítur að vera fyrst Klopp spilar honum, verður frólegt að sjá hvernig hann spilar í þessum leik.
Þetta lið má ekki við farþegum!
Fyllir mann ekki af sjálfstrausti þessi uppstilling.
Er einhver með góðan link fyrir leikinn?
Sýnist þetta vera 4-2-3-1
Jesús hvað þessi byrjun er ekki til að fylla mann sjálfstrausti megum þakka fyrir að vera ekki 2-0 undir
Hvernig á að vinna Liverpool ? Sækja á miðjumenn sem eru notaðir sem bakverðir
Koma svo Rauðir, reynið þið nu að vera hugrakkir, ekki að skíta á sig úr stressi
Úffff 18 mínútur liðnar og West Ham er mun hættulegra liðið.
Ekkert spunk í rauðliðum… hvað er í gangi með liðið???
Koma svo!!! Titillinn er í húfi!!!
Jesús, væri fínt ef Liverpool myndi fara að mæta til leiks.
Lýst er eftir liði Liverpool, sást síðast í rauðum fötum í grennd við Anfield í desember 2018. Ef þið hafið séð til þess eða vitið hvar það er niðurkomið þá látið Herr Klopp vita
Koma svo vakna drengir
Núna er lallana búinn að troða hálfum ullarsokk uppí mig bara keita eftir en þetta er kolrangstada
og þarna kom það!!!!
glæsi!
haha geggjað hjá Lallana
Lalana atti þetta rangstöðumark 🙂
Þarna kom rangstöðumarkið ykkar.
Hvað er málið með Wijnaldum?
Núna má keita fara að drullast til að mæta til leiks fáránlegt hvað hann tapar boltanum með fáránlegum sendingum eða fiflalegu einspili
Úff, það er ekki oft sem maður sér Allison ekki reyna.
Keita er hauslaus
KeIta því miður að sýna aftur og aftur að hann er ekki að ná að aðlagast því miður?
Keita á bara að fara burt á lán til Kína, hann nennir þessu alls ekki. Þvílíkur letingi
Menn að labba í gegn um vörnina og skora hvaða rugl er þetta.
Ekki oft sem ég pirrast illa á okkar leikmönnum, en Keita sorry ég get þig bara ekki lengur. Endilega troddu sokk upp í mig ef þú getur ?
Þetta jöfnunarmark var algjör skita!
Sanngjörn staða.
Menn eru ekki að spila fyrir Englandsmeistaratitilinn þarna!
Held að keita spili berfættur þannig að það er lítill sens að fá sokk frá honum greyinu
Keita þarn nú eitthvað að fara að stilla miðið. Vandræðalega margar sendigar fara beint á West Ham menn. Erum bara drullu heppnir að vera ekki undir í þessum leik milner kolrangstæður í markinu okkar.
Á nú að fara að kennarar Keita um þetta mark, aukaspyrnan verður vegna þess að Firmino er með lélega sendingu og sýndist Robertson missa Antonio frá sér án þess að elta hann og setur vandræðin yfir á Keita sem er að dekka annan mann.
Er Keita hinn nýi Lucas hjá stuðningsmönnum LF:-(
Þessi Keita tilraun hlýtur að vera full reynd hvað á hverju.
Þvílíkur dragbítur sem sá maður er á liðinu.
Síðan er spurning hvort að Gomez og Arnold hafi í raun verið það sem gerði þessa vörn að því sem hún var orðin en ekki Van Diijk.
Vill fa shaqiri inn núna fyrir Keita áður en hann skapar fleiri dauðafæri fyrir West ham
Keli sóknin byrjaði hjá West ham með feilsendingu hjá keita þegar liverpool voru í ákjósanlegu færi að sækja hratt og alveg rétt að firminho atti líka feilsendingu í aðdraganda aukaspyrnunni en boltinn atti aldrei að vera þarna og þar situr hnífurinn i kúnni og sjáðu síðustu aukaspyrnu hver er það sem spilar West ham spilarann rettstædann
Vörnin bara algjörlega úti á þekju. Allar aukapyrnurar þeirra stórhættulegar. Vinnum enga titla með svona frammistöðu.
Ég bara skil ekki af hverju liðið stillir sér svona upp í aukaspyrnum. Við erum að gefa þetta pláss fyrir aftan vörnina aftur og aftur og þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem þetta er að gerast.
Hvað er með þessa rangstöðugildru sem virkaði alltaf hjá okkur, en ekki í þessum leik ? Hvar er besta vörnin ? Hvar er Salah ?
Þurfa koma grimmari út í seinni
Andlaus fyrri hálfleikur hjá Liverpool, sem leika eins og lið sem hefur ekki að neinu að keppa. Vona að Klopp nái að snúa hugarfari leikmanna í hléinu.
Jesús minn að lesa þessa þvælu frá ykkur aumu stuðningsmenn, þið eruð til í að hengja einn mann fyrir spilamennsku liðsins!
Þið sökkið feitt aular.
Línuvörðurinn að reyna að bæta upp fyrri skitu með því að flauta bara alltaf núna. Örugga leiðin. Annars bara spennandi leikur og allt í járnum. Aukaspyrnurnar vel æfðar hjá WH og við kanski bara smá heppnir. Vonandi skipta menn um gír og klára þennan leik, þá verður nú gaman að lifa.
Nú þarf Klopp að hrista uppí leikmönnum, við lítum ekki út fyrir að vera lið sem er að berjast um titilinn í þessum leik.
Við erum brothættir varnarlega og erum undir á miðjunni.
Það þarf að þétta liðið erum alltof opnir.
Færa Firmino á miðjuna og Keita út, Shaqiri inn.
Ég hef sennilega verið full bjartsýnn í fyrra kommenti. Westham er búið að taka okkar menn í kennslustund í föstum leikatriðum o.fl. Ætla má að okkar menn hafi dregið lærdóm af þessu og komi brattari til leiks í seinni hálfleik. Endurnýja þar með sigurspána þannig að Liverpool merji þetta með einu marki.
Liðið virðist vera farið á taugum, þeir eru alls ekki að höndla þetta, vonandi að liðið girði sig í brók.
Ó Gunnar ég hef ekki verið að kenna Keita um eitt eða neitt. Hann hefur hinsvegar í mínum huga verið lélegasti leikmaður okkar hingað til. Vonandi breytist það í seinni. Hafðu það svo bara sem allra best.
YNWA
Sæl og blessuð?
Var raunverulega farinn að gæla við þá von að Keita myndi sýna af hverju hann var fenginn til liðsins. Hann átti vissulega nokkra spretti og vænlegar sendingar en hann er ótrúlega mistækur og ekki í góðu sambandi við liðið. Það er pirrandi að sjá hvað hann hikar oft og mikið vantar upp á bæði sprengikraft, hugmyndaflug og nákvæmni. Sjáum samt hvað gerist. Ætli hann fái ekki 15 mín. áður en Shaq mætir í hans stað. Sá þarf að standa sig!
Óvænta frammistaða kvöldsins er Lallana. Hefur ásamt Mane verið okkar besti maður. Hann skapar og vinnur vel úr því sem hann hefur úr að moða og hefur m.a.s. unnið ágæta varnarvinnu líka. Robertson sprækur að vanda, Firmino átti að gera betur í færinu.
Veit ekki með Fabinho – hann er ekki líkur sjálfum sér. Vörnin fær ekki góða einkunn, hefðum getað verið tveimur mörkum undir m.v. færin sem þeir hafa fengið. Þessi skalli kallar á lögreglurannsókn.
Nú þarf Salah að komast á flug og við þurfum miklu meira hugrekki og baráttu. Enn vantar mikið upp á meistarabraginn á þetta lið.
Jájá
Koma svo vill sjá titilbaráttu Liverpool í seinni.
Vonbrigði að sjá hvað Keita er lélegur. Maður er bara leiður yfir þessu enda batt maður miklar vonir við hann. Er þó ekki alveg búinn að missa trúna ennþá en hann verður að fara að stíga upp.
Annars er allt liðið lélegt og einungis risa mistök línuvarðar sem geta það að verkum að við erum ekki undir.
Það þarf eitthvað mikið að gerast ef við eigum að fá eitthvað út úr þessum leik.
Koma svo sendum jákvæða strauma í seinnihálfleikinn held að Klopp nái þeim upp með góðri hálfleiksræðu!.
City vann West Ham 0-4 fyrr á tímabilinu, voru búnir að klára leikinn á 35 mínútu. Liverpool vann heimaleikinn 4-0. Við hljótum að geta klárað þetta í seinni. 1-3.
Koma svo!
Ja hérna!
Ef þetta er árangurinn af því að hafa meiri tíma á æfingasvæðinu, eins og Klopp orðaði það, þá vil ég heldur hafa leiki á fjögura daga fresti. Liverpool hefur ekki ógnað markinu í opnu spili í fyrri hálfleik.
Að mínu viti þarf svo ekki að hafa varnarlínuna svona hátt uppi í aukaspyrnum, sem eru svona stutt inn á okkar vallarhelmingi. Það hjálpar okkur ekkert og alls ekki að búa til nauðsynlegt pláss fyrir markmanninn til að koma út í háan bolta.
Koma svo…..sýna tennurnar í seinni!!?!
Klopp sagði að það þýddi ekki að kaupa leikmenn í glugganum þar sem þeir fengju að spila nokkra leiki meðan aðrir væru meiddir. Ég velti fyrir mér hvað hann er að hugsa þegar þetta álag er í gangi. Einnig velti ég fyrir mér hvort ástríðan sé að minnka hjá hinum þegar hann talar út og suður um að þetta sé bara Fótbolti.
Verður mikil heppni ef við förum heim með einhver stig í kvöld, svo lélegir erum við.
Jæja nú þarf að fara að kippa Firmino útaf. Hann er ekki búinn að vera í neinum takt við leikinn í 60 mín. Tapar boltanum aftur og aftur og virkar ekkert hættulegur inná vellinum.
Fáum bara Sturridge eða Shaqiri inná.
Keita er samt bara hátíð miðað við Firmino, hvað misheppnaðar sendingar varðar. Shit hvað Bobby er mistækur í kvöld.
SHAQ að koma inná, Guð minn góður hvað við erum mistækir, eru allir að koma dáleiddir frá Dubai eða hvað ?
Allt að fara i vaskinn…. Þegar eg skoða bekkinn þá eru litlir möguleikar. West ham búnir að vera betri. Taugaveiklun áberandi.
Man city tekir þennan titil, einfaldlega mun sterkara lið.
Maður er alveg hættur að sjá þessa svaka spretti hjá Robertson.
Spurning hvort hann sé eitthvað búinn á því eða hvað?
Sæl og blessuð.
Já, Firmino er í harðri samkeppni um mistækasta mann leiksins. Hvað eftir annað hefur hann sent feilsendingu á samherja þegar spennandi sókn var í undirbúningi.
….og hér kemur Ooooorigi!!!
We’re save.
Firmino er alveg OFF í kvöld, það er einsog allt sem hann gerir í kvöld verði að engu, koma svo Sturridge inná eða Origi.
Alveg fáranlega mikið af mistökum á síðasta sóknarþriðjungnum. Menn eru að reyna að vera of sniðugir þegar að þeir hafa engan veginn efni á því að mínu viti!!!
Við vinnum þennan leik
Andy Carol að fara að setja 1 mark á okkur. Yrði það ekki týpískt liverpool mánudagskvöld.
Vona samt ekki en verð feginn með 1 stig frekar en ekkert
Alveg hrikalega lélegur leikur hjá okkar mönnum arfaslakur leikur hjá flestum af okkar mönnum og það er eitthvað sem vantar finnst manni og kennir maður meiðslum um og lélegum hóp erum með frábært byrjunarlið en ekki nógu gott sem kemur inn
Skotið á helvítis markið stundum fyrir utan teig, hvað er eiginlega orðið í gangi það er alltaf reynd sending þó að mar hamrar séu fyrir.
Aldrei skotið.
Djöfull sakna ég Couthinho núna, maðurinn gat allavega hamra á markið f. utan teig. Það þarf að láta reyna meira á Fabianski og hirða svo seinni boltann. óþolandi hvað á alltaf að hnoða sig í gegnum þessa þéttur vörn á þröngum velli.
Leiðinlegri leikur en Superbowl leikurinn í gær.
West Ham er í meiðslavandræðum líka. Engin afsökun.
Það er enginn áhugi á að reyna að vinna þennan leik. Þetta er hægt og menn eru staðir og bara að gaufa með boltann.
Ekki mikið til að gleðjast yfir hérna NEMA að þetta er klárlega besti leikur Keita síðan í ágúst. Hittir samherja og einn og einn sprettur.
Top of the league!!!
Orðlaus. Klopp á þetta skuldlaust.
Og þetta var allt bara Keita að kenna
Origi. Þvílík ekki-gæði.
Alltaf gefur þetta lið manni falskar vonir. Þetta er allt að fara að hrynja. Ekki við öðru að búast, enda er þetta lið vant því að brjóta hjörtun okkar trekk í trekk.
Jurgen Klopp er svo mikill snillingur, að ég skil hann bara alls ekki, enda skil ég ekki geymvísindi.
þetta var ógeðslega ljótt
Klopp greinilega mjög ósáttur við dómgæsluna, vonandi fer þessari spilamennsku okkar að linna og gamla góða Liv mætir í næsta leik.
Verðum að detta úr meistaradeildinni svo við getum einbeitt okkur að deildinni
Ég furða mig á því hversu margir tala um meiðslin hjá Liverpool þegar í raun og veru breiddin í liðinu er akkúrat engin með alla leikmenn heila. Ok, meiðslin veikja hópinn en það sem ég er að reyna að segja er að Klopp hefur kastað frá sér von um deildina með því að gera ekki nòg í að styrkja helvítis hópinn!
Ok. Hann kaupir MJÖG VEL sl sumar þannig að hópurinn er þá orðinn byrjunarliðið og kannski 2-3 nothæfir af bekknum í besta falli. Eru 13-15 leikmenn nóg til að vinna titilinn þegar við tölum um hluti eins og leikbönn, meiðsli og drop í leikformi sem getur tætt niður hópinn? Laaaaangt því frá! Það þarf engan snilling til að sjá það.
Titillinn er farinn frá okkur og skal ég gefa ykkur 6 ástæður:
Mignolet – Nota launin í annað og láta ungu GK keppa um þetta pláss
Moreno – hann hefur eyðilagt nóg fyrir Liverpool síðan hann kom. Topp frammistaða hans var tapið gegn Sevilla þar sem hann var maður leiksins fyrir Sevilla. Veeeerulega slakur leikmaður.
Matip – Há laun og 89% líkur á því að vera meiddur. Til hvers að halda svona gaurum? Þetta er engin góðgerðarstofnun!
Lallana – Meiðsli. Meiðsli. Meisðli. Meisðli. Meisðli. Meiðsli. Burt með hann og hans háu laun. Myndi frekar vilja sjá Wilson á bekknum en Lallana.
Sturridge – Sama og Lallana. Sturridge er eins og plastpoki í vindi. Enginn séns. Sem betur fer er hans samningur að renna út og hann getur samið við Bristol Rovers eða eitthvað lið á hans styrkleika.
Origi – Finn til með honum þar sem Klopp hefur rústað móralnum hjá honum með því að gefa Sturridge alltaf séns en ekki honum. Origi á góðum degi er það sem við þurfum af bekknum en ekki eins og hann er í dag. Allar brýr brunnar að baki hans. Fáum bara peningin og höldum áfram.
Allir þessir leikmenn eru leikmenn sem Klopp hefur treyst á allt of lengi og eru búnir að sanna það að þeir eru að þiggja há laun og taka pláss frá leikmönnum sem annars gætu gefið meira af sér. Ef við hefðum “Like for Like” leikmenn fyrir þessa sex leikmenn til að styrkja hópinn, væri ég ekki hræddur við framhaldið. En það er bara ekki svona og þetta er veikleikinn hjá Klopp sem mun alltaf fylgja honum.
Ég veit að það er auðvelt að segja svona en þegar maður horfir á þennan hóp og hvernig þjálfarinn vill spila þà er það ljóst að það þarf að taka erfiðu ákvarðanirnar fljótar en gert hefur verið.
Munurinn á Pep og Klopp er:
Pep: Hann vill kreista úr leikmönnum það sem hann getur og vill nota stærri hóp til að gera slíkt (skiljanlega!) og er ekki feiminn við að taka stórar ákvarðanir eins og td losa sig við 4 bakverði og fá 4 nýja inn. (Ok, Man City má prenta pening og eyða eins og þeim sýnist með sinn “ósýnilega” bakhjarl).
Klopp vill líka kreista úr leikmönnum en vill vinna með mjög litlum hópi sem setur meira álag á þá (sem sýnir sig núna…….nánast endursýning á hans ferli). Klopp er ekki að fá gòða dóma frá mér þegar kemur að ákvörðunum varðandi leikmenn. Hann er að sanna það núna að hans traust á röngum leikmönnum er að verða okkur að falli. Synd þar sem hann er frábær í að finna talent.
Hrikaleg vonbrigði. Eitthvað sem ég taldi mig sjá fyrir en ég óska mér einskis meira en að þeir afsanni þetta. En það er erfitt að sjá City tapa mörgum stigum (nema gegn manure) og enn erfiðara að sjá okkur hala inn stig eins og City með þessari apilamennsku. Þetta var gott á meðan það var.