Liverpool missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham á útivelli í 25.umferð og er því aðeins með þriggja stiga forskot á toppnum sem verður að teljast afar pirrandi þar sem möguleiki var á að liðið gæti komist sjö stigum fyrir ofan Man City í síðustu umferð þegar þeir töpuðu ansi óvænt gegn Newcastle. Það gekk ekki upp og Liverpool tapaði fjórum stigum í leikjum sem hefðu átt að teljast nokkuð líklegir til að skila inn sex stigum.
Leikur Liverpool í dag var ekki nægilega góður og bar alveg þess merki að það vanti ansi marga mikilvæga leikmenn inn í liðið um þessar mundir. Það vantaði auðvitað enn Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Dejan Lovren í vörnina og þá vantaði líka Gini Wijnaldum og Jordan Henderson á miðjuna. Þetta eru ansi stórir og mikilvægir hlekkir í þessu Liverpool liði og þegar öllu er á botnin hvolft er kannski skiljanlegt af hverju ákveðnir þættir í liðinu eru ekki eins og þeir voru fyrir nokkrum vikum síðan. Það afsakar hins vegar ekki allt og vill maður sjá aðra leikmenn standa upp og taka sín tækifæri.
Það tók ekki langan tíma til að fá mann til að pirrast rækilega yfir þessum blessaða leik. Liverpool var að spiila of hægt og miðjan og vörnin var ekki beint í takti við leikinn. West Ham fóru mjög snemma að ógna Liverpool með skyndisóknum og fengu nokkur ágætis færi, til að mynda eitt úr skyndisókn og eitt eftir fast leikatriði en skotin fóru rétt framhjá. Liverpool átti svo sem sæmileg augnablik líka en það var Sadio Mane sem braut ísinn rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik með kolólöglegu marki. Lallana tók hátt í sjö Cruyff snúninga við hliðarlínuna og sendi boltann innfyrir á Milner sem var örugglega tveimur metrum frá varnarlínunni en línuvörðurinn sem var þremur metrum frá Milner sá það ekki. Milner kom boltanum á Mane sem skoraði.
Það virkaði eins og smá fargi hafi verið létt af herðum Liverpool við markið en það entist ekki lengi þegar Liverpool gaf nokkuð ódýra og óþarfa aukaspyrnu sem West Ham spiluðu vel úr og bölvaður Michail Antonio skoraði fimmta markið sitt gegn Liverpool á ferlinum!
Liverpool reyndi að brjóta West Ham niður aftur en það gekk ekki eftir, West Ham minntu á sig hinu meginn en ekki var mikið um einhver dauðafæri. Á einhvern hátt var Liverpool kannski bara heppið að sleppa með stigið í dag en á jákvæðu nótunum þá er þetta eitt stigið í safnið og enn í okkar höndum.
Bestu menn Liverpool
Það er nú því miður ekki úr miklu að taka þarna en leikmenn sýndu fína takta inn á milli en heilt yfir voru flestir hverjir nokkuð slakir í kvöld. Lallana og Keita áttu fín moment á miðjunni en líka nokkur frekar döpur. Mér fannst Keita reyndar ansi flottur fram á við og var einn af fáum björtum puktum Liverpool í sókninni. Fabinho fannst mér nokkuð fínn þarna með þeim og Van Dijk var fínn. Besti, eða segjum skársti, leikmaður Liverpool í dag var eflaust Sadio Mane.
Vondur dagur
Allt. Það var eiginlega allt vont í dag. Vörnin var rosalega opin á köflum en bakverðirnir og Matip fannst mér bara ekki á sínum besta degi. Lallana og Keita áttu góðar rispur fram völlinn, sértaklega Keita, en úrslitasendingarnar voru oft slakar og þeir ekki í þeim stöðum sem þeir hefðu átt að vera í og þess háttar. Firmino fékk gott færi en átti slakt skot og hefur átt betri daga, Salah var í stífri gæslu og náði ekki að hafa mikil áhrif á leikinn.
Umræðan
Mikil neikvæðni og svartsýni ríkir nú á meðal stuðningsmanna Liverpool vegna þessara tapaðra stiga og skiljanlega. Það eru að ég held nokkuð góðar skýringar á ansi miklu af því sem hefur verið að fara úrskeiðis hjá Liverpool þessa dagana.
Það er auðvitað mikið af meiðslum og þar að hrófla mikið í liðinu á milli leikja þessa dagana. Það vantar tvo mikilvæga hafsenta í vörnina og hægri bakvörðinn, í kvöld vantaði fyrirliðan og líklega einn mikilvægasta leikmann liðsins í Wijnaldum. Svona hefur staðan verið í nokkrar vikur og verður eflaust eitthvað aðeins áfram. Það að komi smá skjálfti í varnarleikinn, miðjan sé ekki upp á sitt besta, sóknarmynstrið breytist og svona er skiljanlegt þegar öllu er á botnin hvolft.
Það sem Liverpool hefur gert hingað til á leiktíðinni er frábært og með því betra sem hefur sést í deildinni á þessum kafla og í örugglega 95% tilvika væri Liverpool nú með örugga forystu á toppnum, með átta fingur á titlinum og ekkert stress. Í ár er þó klárlega þessi 5% tími þar sem Liverpool er að etja kappi við fáranlega öflugt lið Man City sem hanga alveg í rassgatinu á þeim og sterkt og ólseigt lið Tottenham eru ekki langt frá.
Það er byrjun febrúar og titillinn hvorki vinnst ekki né tapast á þessum tímapunkti. Þessi tvö jafntefli Liverpool er í raun fyrsta skiptið sem Liverpool “misstígur” sig á leiktíðinni og hin tvö liðin fyrir neðan hafa nú klárlega gert slíkt hið sama í vetur. Öll þrjú liðin munu tapa einhverjum stigum í vetur og eflaust mun stöðutaflan breytast eitthvað á milli þessara síðustu þrettán umferða sem eftir eru.
Framundan er erfitt prógram sem byrjar á skyldusigri gegn Bournemouth á Anfield, það má ekkert gefa eftir þar og við verðum að taka þrjú stigin. Þetta var ógeðslegt fúlt í dag og í miðri síðustu viku en vonandi var þetta bara smá löðrungur sem liðið vaknar við. Það er óþarfi að afskrifa allt eftir daginn í dag og vonandi verðum við ögn jákvæðari um næstu helgi.
Hefðum getað sett forskotið í 7 stig með sigri á Leicester um daginn. Núna geta City komist upp fyrir okkur en við þó með leik til góða. Þetta er bara skítlélegt og þetta lið virðist bara falla á öllu stóru prófunum. Þrír tapaðir úrslitaleikir undir Klopp og náum svo ekki í stig þegar við þurfum að slíta City frá okkur í deildinni.
Hvað gerðist í Dubai ???
Hva, Everton eiga eftir að hirða stig af City á miðvikudaginn.
Djók.
Ég bara get ekki komið því í orð hversu lítið síðustu leikir eru að koma mér á óvart. Ég reyni að vera bjartsýnn en einhvernveginn innst inni hef ég það alltaf á tilfinningunni að liðið sé að fara að brjóta hjörtun okkar enn eina ferðina. Dæmi síðustu ára hafa einfaldlega sýnt okkur það. Ég vil ekki vera svartsýnn en ég held að þetta blessaða lið okkar sé orðið svo vant því að falla á síðustu hindrun að það sé orðið fast í vítahring sem erfitt er að brjóta.
Þessir leikmenn hafa ekki það sem til þarf.
Þetta lið mun ALDREI sigra deildina á þessu tímabili. Þeir eru byrjaðir að bugast og það eru 13 leikir eftir.
Gjörsamlega brjálaður að Liverpool hafi ekki drullast til að styrkja hópinn í januar.
Barnalegur varnarleikur kostaði okkur 2 stig aftur.
Allir Púllarar gera kröfur, en nú erum við að missa foustuna. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!
Nokkur atriði (ekki raðað eftir mikilvægi…)
1. Svakalega er Andy Carrol lélegur leikmaður!
2. Origi … rangstæður reyndar en það virðist hafa farið framhjá dómurum. Epískur harmleikur hann skyldi ekki hafa skorað. Segi það og skrifa: Epískur. Harmleikur.
3. Hundleiðinlegt að gera ekki betur í þessum leik en það var bara lítil sköpun í gangi og vantaði neistann. Í lokin fór eitthvað í gang – það var nánast eins og fjarvera Firmino hafi bætt sóknarleikinn.
4. Barnaskapur í markinu sem við fengum á okkur. Annars var WH búið á því þegar líða tók á leikinn og vörnin átti í litlum vandræðum eftir það. Með snarpari sókn þeirra purpurarauðu, þá hefði þetta farið illa.
5. Hef mjög litla trú á að ,,gylfiogfélagar” geri City skráveifu. Erum því efst í deildinni, þangað til á miðvikudaginn.
6. Skárra að tapa ekki. Enginn lét sér detta það til hugar að við ættum eftir að sigla í gegnum þetta án þess að missa stig.
7. Lallana kom á óvart.
Ég ætla bara að fullyrða það hér með að þetta tímabil er búið. Jurgen Klopp hefur ofmetið sjálfan sig. Shit !
Er að reyna vera jákvæður en þvílík skita og Keita var hrikalega lélegur hann hefur bara ekkert sýnt og við áttum að kaupa í januar…jæja þetta kemur næst Áfram Liverpool!!
Svona fór um sjóferð þá. Sé samt enga ástæðu til þess að gefast upp enda erum við bara með þokkalegt lið held ég. Keita sýndi sig í seinni og vonandi heldur hann áfram á þeirri braut enda þurfum við á öllum okkar mönnum að halda. Lallana flottur með hann var inn á og sumt bara jákvætt en því miður fleira sem var neikvætt. Gleymum því ekki að stór skörð eru höggin í byrjunarliðið og því ekki von á að allt gangi smurt fyrir sig en ég mun fyrirgefa öll mistökin þegar við stöndum uppi sem meistarar í vor. Strákarnir og Klopp komu okkur þangað sem við erum þó komnir, gleymum því ekki.
YNWA
Um að gera að detta út úr öllum bikarkeppnum og fara í frí til Dubai. Rosa fínt.
Sælir félagar
Annan leikinn í röð má liðið þakka fyrir að tapa ekki leik á móti liði sem á að vera miklu lakara. Frammistaðan í þessum leik eins og leiknum á undan býður bara uppá tap á móti betra liði en West Ham. Enginn leikmaður stóð undir því að vera í liði sem er á toppi deildarinnar. Ég endurtek enginn. Þó var líklega enginn lélegri en Lallana og langi deigkallinn í vörninni var ekki öllu betrri. Virgil virðist vera búinn að tapa einbeitingu og vann ekki einn einasta skallabolta á móti Antonio í fyrri hálfleik. Hann fór svo að vinna nokkra eftir að Antonio var kominn á aðra löppina.
Vörnin hefur verið ótrúlega slöpp undanfarið og maður er farinn að pæla í því hvort eitthvað sé að Virgil, meiddur eða lasinn. Hann er ekki svipur hjá sjón. MU mun éta þetta lið í morgunverð miðað við frammistöður þeirra og svo LFC í seinustu leikjum. Með þessari spilamennsku, hægir og fyrirsjáanlegir frammá við og drullustressaðir í vörninni þá getum við kvatt allar titilvonir í vor. Svona frammistöður eins og í þessum leik og hinum síðasta gera það að verkum að við getum lent í strögli með að halda meistaradeildarsæti.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta var gaman á meðan það entist nú er það bara annað sætið á miðvikudaginn.
Hvaða afsökun skildi Klopp koma með núna. Að þetta sé bara Fótbolti.
Veit einhver hvenær leikmenn Liverpool koma heim frá Dubai, þeir hafa að minnsta kosti ekki sést síðustu tvo leiki.
Það er rosalega erfitt að hafa trú á þessu verkefni þegar þeir hafa það ekki einu sinni sjálfir.
Gríðalega mikilvægt stig
Ég spyr eins og Höddi B hvað gerðist eiginlega í Dubai, þetta lið er algjörlega steindautt og allir að spila langt undir getu og bara eins og engin nenni þessu og hvar eru Salah og Firminio og Shaqiri og þessi Keita jesús kristur hvað þetta er ömurlegt á að horfa.
Léleg frammistaða annan leikin í röð.
Mane langbestur ásamt VVD, Keita slakur í fyrri en góður í seinni Firmino alveg off Origi hefði átt að koma inná í hans stað mikið fyrr og okkur gekk illa að finna Salah í fæturnar.
Marga leikmenn virtist vanta skort á trú og sannfæringu og það fer ekkert á milli mála að meiðsli í hópnum eru farin að bíta og að hafa lánað Clyne virkar sem ein heimskulegasta áhvörðun seinni tíma.
Leikmenn þurfa að trúa og við stuðningsmenn þurfum að líka að trúa, það er brekka og sannarlega ekki auðvelt að halda forystu og vera hundeltir af einu best mannaða liði sem spilað hefur í PL.
Áfram gakk nú er hver leikur eftir þetta úrslitaleikur.
YNWA
Þetta lið er bara þannig að ef Salah, Firmino eða Mané gera ekki neitt. Þá er bara enginn líklegur til að stíga upp. Við erum að horfa á Spurs missa Son, Kane og Alli alla á sama tíma en hafa samt náð að vinna sína leiki á meðan. Það þurfa fleiri að geta tekið ábyrgð sóknarlega.
Jesús minn hvað þetta er lélégt þessa dagana. Ekki bara hjá leikmönnum, þjálfurum, punditum heldur einnig stuðningsmönnum. Liverpool var ekkert að fara að rúlla þessari deild upp. Liðið er í lægð núna sem var vitað mál að kæmi á einhverjum tímapunkti. Liðið er þó ekki að tapa leikjum heldur að gera jafntefli sem er skárra. Tvo stig unnin miðað við hvernig þetta var hér áður fyrr myndi ég segja. En menn verða að fara að girða sig í brók, hætta Dubai ferðum og fara að vinna leiki. Þetta er komið gott. Og svo meiri jákvæðni frá stuðningsmönnum og minna stress myndi kannski hjálpa einnig.
25 leikir 62 stig 1.sæti og 3 stiga forskotog grátkórinn er mættur á svæðið en það er sá kór sem er ekki alltaf að hrósa þegar vel gengur en bíður á hliðarlínuni þegar illar gengur til að láta menn heyra það.
Síðustu tveir leikir hafa ekki verið nógu góðir. Við höfum komist yfir í þeim báðum en fengið mark á okkur eftir föst leikatrið í bæði skiptinn. Við höfum mikið verið með boltan(t.d 72% í kvöld) en það hefur vantað þessa úrslitasendingu eða einfaldlega að klára færinn.
Í leiknum í kvöld vantaði okkur annað mark og Salah var nokkrum sinnum kominn í tækifæri til þess að gera eitthvað sniðugt en það tókst ekki, Dijk fékk tækifæri til að leggja boltan á samherja en laus bolti stopaði á markverði og Origi átti svo dauðafæri á 93 mín en kláraði skelfilega.
2 stig í síðust tveimur leikjum er ekki heimsendir en samt fóru þarna dýrmæt stig í baráttuni við Man City(sem að mínu mati er besta lið í sögu úrvaldsdeildarinar) og það má ekki.
Í sambandi við framistöðu leikmanna þá voru það líklega tveir mennirnir sem maður var hræddastur að minnu standa sig vest sem voru hvað skástri en bæði Keita og Lallana voru á fullu á miðsvæðinu og var mikill kraftur í þeim en að segja að þeir hafi verið skástir í þessum leik er ekki að segja að þeir hafi verið mjög góðir.
Firmino að mínu mati átti sinn lélegasta leik i Liverpool búning. Aftur og aftur vorum við að spila okkur í spennandi stöður þar sem Firmino klikkaði á sendingu sem hefði skapað tækifæri til að gera eitthvað. Salah hefur líka verið algjörlega týndur í síðustu leikjum og Shaqiri var alveg skelfilegur eftir að hann kom inná.
Við breyttum ekki þessum lélegu tveimur leikjum en við þurfum að rífa okkur í gang fyrir næsta leik. Ég vona að Trent komi af krafti inn í bakvarðastöðuna, ég vona að Winjaldum komi með kraft á miðsvæðið ég vona að okkar top 3 sóknarmenn fari að gera eitthvað aftur.
YNWA – Þýðir ekkert að væla yfir þessu einfaldlega að snúa bökum saman. Bara 13 leikir eftir og allt getur enþá gerst í þessu. Ef ég ætti að setja penning á lið þá er það klárlega Man City enda að spila miklu betri fótbolt en við en ég geymi penningin og ætla bara að setja hjartað á Liverpool.
Hvað er eiginlega að þessu blessaða liði okkar?
Þetta var allt bara svo lélegt og er búið að vera lélegt núna í nokkrum leikjum í röð. Hvar er hungrið, baráttan og syncið? ÞAÐ ER BARA EKKERT AÐ GERAST!
Menn eru bara farnir á taugum alger skita. Hjálpar okkur ekkert að hafa saltað alla þessa bikara erum alveg búnir að missa taktinn
Þetta var aumt!
Nuff said
Finnst vanta rosalega Chamberlain í þessa leiki undanfarið. Hann hafði einhvern kraft og hugarfar í svona leiki. Svekkjandi að hann sé ekki búinn að spila neitt á þessari leiktíð. Hann nær vonandi restinni.
What happens in Dubai, stays in Dubai…
Já ég spyr eins og fleiri. Hvað í fokkanum gerðist eiginlega þarna útí Dubai? Var virkilega nauðsynlegt að fara í þessa ferð bara því Klopp hefur gert það áður? Firmino, Salah og Robertson td búnir að vera fullkomlega eins og hauslausar hænur síðan liðið kom tilbaka úr sólinni.
Vörnin eftir að Matip kom inní hana og við enn að jafna okkur á því ótrúlega rugli að hafa látið 2 leikmenn fara og ekkert keypt í staðinn þegar við erum í algeru dauðafæri að vinna titilinn hefur verið bara ónýt og er að gera barnaleg mistök fékk í trekk.
Það er einfaldlega komin eðlileg krafa á Klopp að vinna titla. Hann lofaði þeim. Hann getur ekki verið með einhver þrjósku flottræfilshátt þegar liðið er í þessari toppstöðu. Ég dýrka manninn og við værum ekki í núverandi stöðu án hans og leikgleðinnar sem hann smitar frá sér. En maður er farinn að spá hvort hann sé nógu sterkur andlega á úrslitastundum. Hann er búinn að tapa mörgum úrslitaleikjum með okkur og virðist ekki ná því besta útúr liðinu enn þegar pressan er mikil og það er virkilegt áhyggjuefni.
Man City eru klárlega mun lélegri en í fyrra og Tottenham eru án Kane í langan tíma og hafa ekki og munu ekki vinna jackshit. Liverpool er búið að vera langbesta liðið í deildinni í vetur og í dauðafæri að vinna titillinn. En við erum bara að kasta honum frá okkur með þessu áframhaldi. City á eftir að tapa stigum og Tottenham líka klárlega. En maður sér ekki Liverpool vinna rest. Spilamennska síðustu 2 leikja hefur verið hræðilega passíf og hrædd.
Ég trúi ennþá samt að við vinnum titilinn. Byrja á að vinna Bournemouth sem við höfum haft mjög gott tak á. En ég bara skil ekki afhverju Clyne var leyft að fara þangað meðan við erum í dauðafæri að vinna titilinn. Bara skil það dæmi svo engan veginn. Afhverju erum við líka ekki að nota Fabinho í hægri bak, stöðu sem hann hefur töluverða reynslu í. Í staðinn höfum við séð Henderson, Milner og Camacho spila þar.
Ég bara skil ekki hvað er í gangi hjá Liverpool þessa dagana.
Dubai hefur engin áhrif á þetta. 4 daga ferð í sólina er ekki ástæðan fyrir því að við unnum ekki þennan leik. Það sem gerðist í Dubai var að Dijk og Fabinho veikjast og geta ekkert æft og koma heim veikir og það er aldrei gott fyrir utan að liðið er í meiðslum.
Klopp gerði þetta með Dortmund með góðum árangri.
Höfum trú á verkefninu. Liðið okkar hefur verið frábært á tímabilinu en síðustu tveir leikir hafa ekki verið merkilegir þá eru meirihlutin af leikjunum mjög góðir.
13 leikir eftir hugsum um næsta og sjáum hvað gerist þegar búið er að telja öll stigin eftir 38 leiki.
Smá brekka.
Ég allavega trúi.
En þú. Við erum með þriggja stiga forskot kominn það er ekki hægt að sýna 100% frammistöðu í öllum leikjum.
Kannski ágætt að minna aftur á þessi orð Bill Shankly:
“Ay, here we are with problems at the top of the league”
Því sannleikurinn er sá að Liverpool er á toppi deildarinnar með 3ja stiga forystu á næsta lið. Jú við hefðum viljað hafa hana meiri. Nei, það voru litlar líkur á því að liðið myndi vinna alla leikina sem eftir eru. Og það er staðan í lokin sem skiptir öllu máli. Ekki í byrjun febrúar.
Vissulega er áhyggjuefni að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk í þessum tveim síðustu leikjum. Og meiðslalistinn er talsvert áhyggjuefni. En ef þessi meiðsli hjá Henderson og Wijnaldum eru tímabundin (og maður veit ekki betur), þá verða þeir komnir til baka fyrir næsta leik, og á ekki Trent að vera tilbúinn til æfinga núna í vikunni?
Miðjan í dag hefur auðvitað aldrei spilað saman áður. Keita er hæfileikabúnt, við sáum það alveg bæði í síðasta leik og í þessum, en hann virðist ennþá vera inni í skelinni. Lallana kann líka sitthvað fyrir sér og var merkilega brattur í dag. En það var eitthvað við heildaruppsetninguna sem var ekki að virka fyrstu 75-80 mínúturnar. Mér fannst ég bara kannast við liðið mitt undir lokin, þá var sóknarþunginn eitthvað í líkingu við það sem maður á að venjast. Spurning hvort það tengist því að þá var Firmino farinn út af.
Munum svo að Bournemouth mega einmitt ekki spila Clyne í bakvarðarstöðunni í næsta leik. Þetta er lið sem getur vel gert “stóru” liðunum skráveifu, sbr. leikinn þeirra gegn Chelsea, en geta svo líka dottið niður í meðalmennskuna, sbr. næsta leik á eftir gegn Cardiff.
Klopp stenst aldrei stóru prófin með Liverpool.
Úrslitaleikirnir í Evrópu og bikar dæma sig sjálfir. Hann kann að koma liðinu í dauðafæri en en getur ekki klárað dæmið.
Hann leggur upp með eitt gott plan, ef það klikkar og hans menn detta í meiðsli eða hann þarf að bregðast við með taktískum ákvörðum sem riðla upp hinu hefðbundna kerfi sem hann notast við þá fellur hann á prófinu.
Vantaði allt hungur og greddu í menn í dag og síðasta leik, skítlegleg frammistaða og áttum ekkert meira skilið úr þessum leik en núll stig að mínu mati.
þeir hljóta að hafa tekið full mikið á því í Dubai 🙂
hvað gerðist í dubai?
hálft liðið kom veikt til baka.. firmino hefur ekki getað rassgat síðann hann kom til baka.
þetta 3 stiga forskot sem við höfum er bara formsatriði að tapa.. núna verðum við að vinna united úti, pressan er orðin þannig að liðið að það má ekki tapa neinum stigum.. liverpool er búið að kasta 4 stigum á móti skítaliðum sem ekkert geta í fótbolta.
everton þarf helst að gera jafntefli við city og chelsea að vinna city um næstu helgi svo við eigum séns í þetta og ég sé það ekki ske.. vandamálið er að þessi stuttu meiðsli sem áttu bara að vera janúar er komið yfir í að vera restin af tímabilinu.. gomez spilar ekkert meira.. lovren frá þángað til í vor eða lengur.
Þetta er spot on.
Mark Noble on Liverpool’s title chase: “They have such a good chance. The fans have got to stick by them though. It will be tough. You need to stick together. They have a fantastic squad and a world class manager. It would be fantastic for Liverpool if they could win it.
Áhangendur Liverpool munu spila stóran part í titilbaráttunni og þá sérstaklega þeir sem mæta þá sjö leiki sem eftir eru á Anfield, við þurfum fokking tryllta Evrópuleikja stemmingu það sem eftir er.
Koma svo…
Sæl öll
Keita betri eftir að skipt var yfir í 4-4-1-1 og ég held enn að hann komi til og verði góður fyrir okkur.
Manè lang bestur í kvöld og algjör unun að horfa á hann ógna fremst og vera svo kominn alla leið aftur til að vinna boltann.
Ég hlakka til að fá Henderson inn á miðjuna en ég vil ekki sjá Lallana aftur í liðinu og hlakka enn meira til að fá Ox Chamberlain aftur inn í hópinn.
En það bara verður!!! að fá betri og meira aðhald fyrir sóknarmenn okkar. Það er allt of mikill getu munur á þeim leikmönnum sem koma á eftir Manè, Salah og Firmino.
Spurning: Hvað er langt síðan að leikmaður Liverpool skoraði með þrumufleyg fyrir utan teig “ala Gerrard/Coutinho??
Verð að segja að það er alltaf gott eftir leiki sem enda ekki vel að hlusta á Klopp eftir leiki. Hann gefur manni alltaf trú að allt sé í lagi og lífið heldur áfram. Mæli með því fyrir þá sem eru drullufúllir.
Lélegt að styrkja ekki hópinn og auka breiddina í janúar vegna meiðsla í hópnum. Klopp fór reyndar yfir það og verður að standa við það sem hann sagði. En það er mikið um meiðsli í vörninni og Liverpool er í þessari hörku baráttu við city sem er með ótrúlega breidd. Það verður talað um þetta lán á Clyne lengi og ljái ég það engum, finnst þetta skrítin ákvörðun verð bara að segja það, af hverju ekki að vera góðir við Studge og Migno líka ? og fleiri sem ekki eru að spila reglulega ? Eitthvað meira á bakvið þetta ? Liverpool liðið undir Klopp hefur áður sprungið á limminu í janúar og vonandi er það ekki að gerast núna þó aðeins seinna sé, einnig sést greinilega að það detta einnig inn töluvert af meiðslum á þessum tímapunkti (mikið af meiðslum í jan. síðustu tvö ár eftir erfiðan og krefjandi des. og því er nauðsynlegt að vinna markvisst áfram að því að auka breidd en ekki lána reynslumikla menn, lið Klopp þurfa breidd. Í Þýskalandi höfðu lið Klopp vetrarfrí til að hlaða batteríin og hefur Klopp reynt að fara með Liverpool liðið í frí í janúar amk á þessu tímabili til að að hlaða batteríin fyrst tækifæri gafst til en þetta virðist ekki hafa skerpt mikið á mönnum og ekki hafa þeir verið að æfa varnar uppstillingu gegn föstum leikatriðum. Svartnættið er þó ekki skollið á þó maður væli aðeins yfir þessum jafnteflum í síðustu umferðum, hef ennþá trú á þessu. Ekkert af þessu eru nýjar fréttir, menn verða bara fá smá útrás eftir tvö pirrandi jafntefli í röð…we go again.
Ég horfði á leikinn á bar og á borðinu fyrir aftan var orðrétt sagt þegar Mane skoraði “það var mikið að þeir drulluðst til að skora” svo þegar WHU. Skoruðu þá heyrðist “þeir kunna bara alls ekki að halda hreinu, djöfull eru þeir lélegir” svo “Klopp hefur aldrei unnið neitt nema annað sæti” þeir gleymdu víst að telja með að hann vann þýsku deildina og bikarinn þar ásamt því að koma Mainz upp um tvær deildir. Aukin heldur að þá hefur LFC haldið oftast hreinu og fengið fæst mörk á sig. Apaheilar eru víða.
Vissulega er hundfúlt að vinna ekki þessa tvö síðustu leiki en það er óþarfi að rakka liðið okkur niður og prumpa brennisteini með munninum.
Eins og Sigurður Einar #22 segir að þá erum við heldur betur búnir að standa okkur vel í þessari erfiðu deild. Við erum t.d. ekki búnir (ennþá) að tapa á móti neðri liðum eins og hin liðin, við höfum bara tapað einum leik og það var útileikur á móti city.
Við rífum okkur í gang aftur núna og stöndum saman fólk… Andskotinn hafi það!!
Firmino virkar bitlaus í síðustu leikjum og heilt yfir langt frá því sem hann sýndi í fyrra.
Hef annars ekkert um þessa síðustu tvo leiki að segja annað en að við erum stálheppnir að hafa ekki tapað þeim.
Vita menn hvenær Wijnaldum kemur aftur inn?
Keita þarf að girða sig í brók. Hann verður að fara læra inn á liðið. Skiptir ekki máli ef hann getur solað þrjá og gefið hann með hælnum ef hann stoppar spilið.
Finn til með sköllótta línuverðinum. Sérstaklega svekkjandi fyrir hann þar sem hann lagði sérstaklega fram við að ná þessum þremur stigum.
Það þarf fleiri heimsklassa atvinnumenn í þetta lið. Sjáið Gomez, hann er alltaf meiddur og verður það í framtíðinni. Við þurfum að mynda heimsklassa miðvarðar par en alls ekki vera að rótera með VVD. Akkúrat núna er þessi leikmaður sem á að vera við hlið VVD ekki til hjá LFC. Þennan aðila verður að kaupa og það strax. Einhvern heimsklassa sem æfir og hugsar um sig í heimsklassa. Af hverju er VVD ekki að meiðast? Af því hann er í heimsklassa og æfir eins og heimsklassa atvinnumaður. Tími Milners, Hendó, Lallana, Keita ofl er liðinn, við þurfum skapandi miðju til að nýtast við hraðann fram á við. Þetta hefur verið glórulaust hvað það kemur litið út úr spilinu að undanförnu, miðjan hægir á leiknum og okkar efstu þurfa að koma niður til að fá boltann? Hvað er það?!?! Þá gerist nákvæmlega ekkert í sóknar spilinu þegar hraðinn fer niður.
Okkar helsta vopn hefur snúist á móti okkur. Henderson er finn í að blokka á miðjunni og hægja á spili andstæðingsins en ekkert meira en það. Við þurfum heimsklassa CAM og menn sem að geta skapað og fundið okkar fremstu en ekki spila eins og handbolta miðja lengst af. Hefði Fekir komið og Keita ekki væri forskot okkar 10 punktar staðfest
https://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Gini Trent og Hendo að koma fyrir næsta leik?
Spurning hvort Klopp og hans teymi þurfi ekki að vinna að því að ná spennunni úr hópnum. Sérstaklega í kringum allan Leicester leikinn og svo eftir leikinn í gær þegar Klopp elti dómarana upplifiði ég að það er spenna í loftinu. Eins og við værum að missa eitthvað sem við mættum alls ekki tapa.
Það hjálpar ekki til við framhaldið, hópurinn gæti farið að upplifa hræðslu við verkefnið í staðinn fyrir að fara óbeislaðir og óhræddir í næsta skref, Sala og Firminho eru ekki líkir sjálfum sér sem dæmi. Ef við töpum deildinni, gerum það af því að hin liðin voru betri en við, en það er ekki gott að tapa á eigin forsendum eins og við stefnum í að gera núna með því að leyfa leikmönnum ekki að fara í leikina án óþarfa álags. Þessi hópur sem spilaði í gær á að geta gert mun betur, mín skoðun er að þeir sem stýra eru ekki að ná því besta úr þeim.
Sælir félagar
Það er í slúðrinu í dag að LFC hafi gert rúmlega 60 mp. tilboð í, framherja Napolí, Lorenzo Insigne. Það hefði verið meira vit í að kaupa tilbúinn framtíðarmiðvörð til að vera með Virgil í hjarta varnarinnar og gera það í janúar. Þessi sveltistefna í miðvarðarstöðuna er óskiljanleg þar sem bæði Gomes og Lovren virðast vera frá út leiktíðina og Matip er svo linur og hægur að hann er nánast ónothæfur. Þessi staða eykur pressuna á liðið og stressuð vörn gerir mistök.
Það er auðvitað rétt að við höfum ennþá 3 stiga forskot og öll toppliðin eiga að líkindum eftir að tapa stigum. M. City er þó líklegast til að tapa fæstum stigum og Tottenham virðist hafa mannskap til að halda dampi. Liverpool er það toppliðanna sem er að gefa mest eftir. Mark Noble segist hafa fundið að leikmenn Liverpool væru stressaðir í leiknum gegn West Ham. Honum lágu að öðru leyti vel orð til liðsins svo þetta var ekkert skítkast hjá honum. Það er ekki góðs viti þegar leikmenn annara liða finna þetta.
Leikurinn gegn Bournemouth verður okkur erfiður þó við verðum búnir að fá TAA, Gini og Hendo inn í liðið. Vörnin verður stressuð með Matip sem miðvörð, ef hann helst heill því hann er meiðslapési. Þess er skammt að minnast að Bournemouth unnu Chelsea 4 – 0 og enginn veit í hvaða gír þeir koma inn í leikinn gegn okkur. Líklegast er að þeir komi af krafti eftir gengi okkar undanfarið þvi virðingin fyrir liðinu hefur minnkað. Eins og ástandið er nákvæmlega núna er eðlilegt að hafa áhyggjur af þeim leik og leiknum á Trafford. MU mun éta okkur með húð og hári eins og liðið er að standa sig um þessar mundir.
Það er nú þannig
YNWA
Takk kærlega fyrir þetta. Enginn heimsendir og eitt stig í viðbót í sarpinn. Og í guðs bænum hættið að tala um skyldusigra, þeir eru ekki til. Allt annað að stefna á sigur eða vera sigurstranglegri. Þetta er enska PL og þar eru engin aulalið eða bjálfar. Liðin eru öll hörkugóð, en vissulega misgóð, og ef þannig háttar til geta allir unnið alla sem hefur margsýnt sig í vetur sem aðra vetur. Ég verð pínulítið argur þegar verið er að gera hálf lítið úr öðrum liðum með því að tala um skyldusigra. Eins eitthvert kjaftæði í leikmönnum um að deildin sé unnin.
Horfum raunhæft á hlutina. Meiðslafrítt lið er frábært og að mínu viti eitt það besta í Evrópu. Með lágmarksmeiðsli (etv 2-4) er liðið ennþá alveg frábært og getur unnið alla leiki. En eins og staðan er núna þá segi ég að þó liðið sé enn gott þá þarf það meira til landa sigri en fyrr og með mannskap úr síðasta leik tapar liðið einhverjum leikjum. Ef ég tel einhverja á meiðslalistanum sem væru í byrjunarliði í öllum topp átta liðunum má nefna Ox, Henderson, Lovren, TAA, Gini og Comez. Þetta er rúmlega hálft byrjunarlið okkar og þegar hópurinn byrjar að að þynnast verulega eftir 14-15 mann munar heldur betur um það. Ég held að Klopp verði að grafa djúpt í þolinmæði sýna þessa dagana og njóta þess að vera í toppbaráttu. Styrkja þarf hópinn næsta sumar með 2-3 mönnum á svipuðu kaliberi og Gini, Mane og Comez en þá gæti liðið komist í gegnum meiðslatímabilin sem alltaf virðast hrjá okkar lið tímabil eftir tímabil.
Góðar stundir
Það hefur sannast hér með að vörn í fótboltaleik er ekki eins manns verk eins og hér haldið hefur verið fram.
Gini, Hendo, Gomez og Trent er ekki síður mikilvægir í þessu samhengi en VVD.
Sammála #47 Davíð Arnari að það er komin óþarflega mikil spenna í hópinn og frammistaða leikmanna í leiknum og ummæli Klopp fyrir og eftir leikinn endurspegla það. Verð að játa að mér þykja ummæli hans um honum líði illa í toppbáráttu mjög einkennileg og til þess fallinn að smita útfrá sér í hópinn. Hann hefði frekar átt að nota tækifærið og líta á þessa stöðu með jákvæðum hætti. En þetta er þó e.t.v. smáatriði „in the long run“.
Mér finnst umfjöllun fjölmiðla vera farin að fara í hausinn á leikmönnum og ekki síst áðdáendum liðsins. Þeim er að takast að setja aukna pressu á liðið með krassandi fyrirsögnum. Man þegar Liverpool endaði í öðru sæti undir stjórn Rodgers var þessi pressa ekki til staðar fyrr en undir lok tímabilsins. Aðdáendur elskuðu að horfa á liðið, studdu það og nutu hvers augnabliks. Krafan um titill í janúar eða febrúar var ekki til staðar þá.
Tvö jafntefli enginn heimsendir og öll lið myndu vilja vera í þeirri stöðu sem Liverpool er í. Hins vegar er gríðarlega mikilvægt að liðið nái að kalla fram sömu leikgleði og sama takt og einkenndi liðið fyrr á leiktíðinni sem allra fyrst og helst ekki síðar en á laugardaginn.
Ég held að það verði gott fyrir liðið að fá leiki í Meistaradeildinni og kúpla sig aðeins út úr deildarkeppninni. Liðið þarf að hætta að horfa á töfluna og velta sér upp úr orðum fjölmiðla. Frekar ættu menn að nota þessar fyrirsagnir til þess að motivera sig og reka svo feitan sokk upp í kokið á fjölmiðlum í lok leiktíðar. Gamla góða klisjan um að taka einn leik fyrir einu hefur aldrei átt betur við en nú. Ég nenni ekki rífast um hvort liðið hefði átt að kaupa eða ekki lána Clyne, það hefur nákvæmlega ekkert uppá sig að velta sér uppúr því, engu verður breytt í því samhengi. Nú er bara horfa fram á veginn, liðið er í smá lægð en ég hef fulla trú að liðið vinni sig útúr því með réttu hugarfari.
Erfiður leikur. West Ham virkilega sterkir í fyrri hálfleik, óttalausir. Okkar menn voru ívið betri í síðari hálfleik en þeim fyrri. Keita fannst mér mjög öflugur, einnig sérstaklega í seinni hálfleik. Enn efstir og nóg eftir af mótinu. Klopp enn flottastur. Liðið enn flottast. Lífið enn gott.
Annars sé ég bissniss í að branda bréfpoka með crestinu. Menn geta þá andað rólegar með stæl.
Finnst mönnum í alvöru að við höfum verið heppnir að tapa ekki a móti leicester?
Þeir enfaldlega kluðruðu öllum færunum sínum og við áttum að fá víti og rautt spjald í stöðunni1-1. Hefðum einfaldlega klárað þann leik með betri dómgæslu.
Fínt stig á útivelli á móti west ham með engann af byrjunarliðs miðjumönnunum okkar á miðjunni, 4 kost í miðverði og miðjumann í bakverði. Auðvitað hefur það áhrif á varnarleikinn þegar þú missir 3 vinnuþjarka af miðjunni og 3 leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman koma inn í staðinn. Enn einn leikurinn þar sem við spilum ílla en náum í stig. Man city er buið tapa þeim leikjum sem þeir hafa spilað ílla í.
Annars hálf fyndið að skoða fjölmiðla í dag. Eins og að Liverpool sé dottið niður í 4. Sætisbaráttu með 3 stiga forustu á toppnum. Dramadrottningar
Ég hefði haldið að ef liðið er svona stressað eins og nokkrir stressaðir stuðningsmenn á þessari síðu vilja meina þá ættu þeir hinir sömu að taka 1 stk róandi og horfa til þess að við höfum bara og ég segi bara tapað 1 leik til þessa í deildinni aldrei aldrei byrjað deildina betur en núna, næst er það heimaleikur með jákvæða flotta stuðningsmenn sem koma til með að öskra okkar lið áfram og hjálpa liðinu á rétta braut og svo vel að ekki verður aftur snúið ! Ég trúi á þetta verkefni þangað til ég sé algert hrun hjá liðinu sem hefur enn ekki orðið þennan veturinn svo best ég veit.
YNWA.
Það eru allir að tala um stress í kringum Liverpool nema þeir sjálfir. Fjölmiðlar elska að tala um hvað er langt síðan að liðið vann síðast og hvert skipti sem liverpool tapar stigum þá er það stressi að kenna og liðið þolir ekki álagið.
Staðreyndin er sú að þetta er Enska úrvaldsdeildinn og lið einfaldlega tapa stigum og öll lið detta í lægðir(já nema Man City á síðustu leiktíð).
Klopp var þekktur fyrir það hjá Dortmund að halda einbeitingu leikmanna á næsta leik og var ekki með stórar yfirlýsingar. Hann er að gera það sama hjá Liverpool.
Er Man City með betri leikmannahóp en Liverpool ? Já klárlega
Er Man City með betra byrjunarlið en Liverpool þegar allir eru heilir? Ef ég á að vera hreinskilinn þá já og er það aðalega meistaranir á miðsvæðinu sem gera það að verkum.
Er Man City þá fyrir ofan Liverpool í deildinni? nei það eru þeir ekki , því að Liverpool hefur lært að ná í úrslit og það kallast líka að ná í úrslit að spila illa og tapa ekki.
Það þarf ekkert að pæla í Man city leikjum það sem eftir er, þeir gera bara sitt og ég efast um að þeir tapi mörgum stigum(en þó einhverjum) eina sem Liverpool þarf að pæla í er næsti leikur og þannig þarf sú hugsun að vera allt til enda. Bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum.
Ég held að það sé ekkert stress hjá leikmönum. Það vita þeir sem hafa sparkaði í bolta að þegar menn eru að spila þennan leik þá er einbeitingin bara nákvæmlega þar og hvergi annarstaðar s.s í núinu.
Virgil Van Dijk on the title race:
‘I’m enjoying it, it’s important to enjoy it. Remember you can also be playing for nothing. We, like City need to be at our best for the rest of the season. It’s something we want to do, we’re a bit disappointed but we go again.
YNWA
Sá ekki leikinn en skilst að þetta hafi verið gott stig.
Ekkert stress hjá mér.
Bournemouth á Anfield kickstartar þessu aftur og svo koma tveir stórir sigrar í röð.
Enda verða máttarstólpar mættir í líðið.
YNWA
West Ham á heimavelli gegn stórliðum
West Ham – Man Utd 3-1
West Ham – Chelsea 0-0
West Ham – Tottenham 0-1
West Ham – Man City 0-4
West Ham – Arsenal 1-0
West Ham – Liverpool 1-1
s.s 2 sigrar 2 jafntefli 2 töp = Góðir á heimavelli gegn sterkum liðum.
Sælt veri fólkið, búinn að anda bæði inn og út eftir leikinn í gær og eftir á að hyggja er stigið gott þó að sjálfsögðu hefði ég óskað eftir þremur stigum. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að Keita var langt frá því að sannfæra mig um að hann ætti heima í byrjunarliðinu miðað við frammistöðuna í fyrri hálfleik en vann sig inn í leikinn í þeim síðari og þorði að reyna hluti sem hann var keyptur til að gera þ.e að taka menn á og skapa usla þó ekki hafi það skilað sér í marki eða mörkum en kannski á hann eftir að koma til en það vantar klárlega skapandi miðjumann í svipuðum gæðaflokki og kúturinn. Er ekki ráð að láta reyna á kaup á slíkum manni næsta sumar ? Við höfum ekki fengið neinar afgerandi stungur inná framherjana síðustu vikurnar. Þessi leikur búinn og enn einn leikur án taps staðreynd þrátt fyrir að við viljum alltaf fá sigur en komið með næstu mótherja og það er leikur sem við eigum að vinna(á pappír í það minnsta) en hvenær hafa einhverjir leikir unnist á þessum margfræga pappír ? enginn svo ég viti. Y.N.W.A
kv. Þórarinn
Já. Þetta er nú ekki alveg að ganga samkvæmt plani. Lítið leikjaálag átti að forða okkur frá meiðslum en menn hrynja niður eins og enginn sé morgundagurinn. Og þeir sem helir eru virðast hreinlega ekki vera í leikæfingu. Eru þeir að spila of lítið?
Spurning að taka æfingaleik við þá þarna í Kilmonrock þar sem bannað væri að meiða menn (fyrirsögnin: “Daglish fótbraut Salah væri ekki að gera sig.”)
Við tókum samt stigið í gær og það gæti reynst mikilvægt.
Trúum! Þetta reddast? Er það ekki?
YNWA
Keita þarf að fara átta sig á því að hann er að spila með góða leikmenn í kringum sig, það er allt í lagi að gefa boltann stundum á þá.gæti jafn vel borgað sig.
,,Ég sé ekki annað fært en að reka stjórann þar sem við erum nánast fallnir úr deildinni og eigum engan möguleika í meistaradeildinni” hvaða andskotans neikvæðni og bölsýni er þetta í mönnum við erum í efsta sæti þrem stigum á undan citty sem er trúlega eitt besta lið Englands fyrr og síðar, komnir áfram í meistaradeildinni og framtíðin er björt hvort sem við vinnum deildina eða ekki. Ég mann svo langt aftur að það munaði bara hársbreidd að okkar ástkæri klúbbur færi lóðbeint á hausinn svo ég tali nú ekki um stjórann sem okkur var boðið uppsem seinna laut í gras fyrir Íslandi á EM og snautaði frá Frakklandsstrendum yfir Ermasundið með skottið á milli.
Þann tíma vil ég ekki þurfa að horfa upp á aftur.
YNWA