Byrjunarliðið vs. Bournemouth á Anfield

Eftir tvo leiki með töpuðum stigum og toppsætið týnt og tröllum gefið þá snýr Rauði herinn aftur til leiks á Anfield Road til að reyna að klífa tindinn að nýju. Gestaliðið að þessu sinni eru suðurstrandardrengirnir í Bournemouth en þeir hafa verið á ágætis róli um miðja deild í vetur. Sveiflukennt lið sem getur dottið í stuð en einnig tapað illa þegar sá gállinn er á þeim. Við Púlarar vonumst að sjálfsögðu eftir hinu síðarnefnda og að Liverpool komist aftur á sigurbraut enda ekki seinna vænna í kapphlaupinu um ensku ljónakórónuna.

Það hefur rofað ögn til í meiðslamálum þessa vikuna en þó ekki þannig að allar stöður séu mannaðar sérhæfðum mönnum í hverri stöðu. Enn er hægri bakvarðarstaðan í reddingum og því þarf þúsundþjalasmiðurinn James Milner að leysa það vandamál að nýju í dag. Trent Alexander-Arnold er þó mættur á bekkinn þannig að væntanlega er stutt í að sjá hann í byrjunarliðinu. Wijnaldum snýr einnig aftur til leiks en hans hefur verið saknað á miðjunni.

Bekkurinn: Mignolet, Henderson, Sturridge, Lallana, Origi, Camacho, Alexander-Arnold.

Eddie Howe, hinn hæfileikaríki og efnilegi stjóri Bournemouth stillir sínu liði svona upp í dag. Þar má finna tvo fyrrum leikmenn Liverpool en Jordon Ibe byrjar á vængnum en Solanke vermir tréverkið.

Upphitunarlag dagsins ber með sér að pressan er að aukast og við leyfum Queen og David Bowie að leiða gegenpressen með Under Pressure! Take it away!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

34 Comments

  1. Lýst vel á þetta lið hefði verið betra ef trent gæti byrjað. Vona að keita sé fyrir framan fab og gini en ekki úti vinstra megin. Koma svo

  2. Ég hefði nú kosið aðeins þyngra heldur en Queen. Keita verður að fara í gang, samt ánægður að hann fái sjensinn áfram. Spái 1-0 markið á 94 min sturridge

  3. Ég bara þoli ekki fleiri vonbrigðaleiki í boði Jurgen Klopp og bíð spenntur eftir öruggum sigri í dag.

  4. Flott lið hefði samt viljað sjá TAA byrja en hann er ný skriðinn úr meiðslum Klopp er með ástæðu fyrir þessu.

  5. RH #7

    Hvernig næ ég sambandi við þennan link? Geturðu leiðbeint?

  6. Sæl og blessuð.

    Hver er maðurinn? Manééééé

    pínu rangstæður en allt annað fullkomið og markið steinliggur 😀

    Þið rétt ráðið ef þið klúðrið þessu kæru liðsmenn.

  7. þvílíkt sem við höfum saknað Gini í undanförnum leikjum. Hann er að verða jafn ómissandi og Fernandinho er fyrir þá fölbláu.

  8. RH, takk!

    Náði sambandi akkúrat í þann mund sem Mané stangaði hann inn!

  9. Hvort væri betra?
    Að Milner og systir Mane eignuðust börn eða að Mane og systir Milner eignuðust börn?
    Svona fyrir framtíð félagsins?

  10. Allt annað að sja okkar menn nú enn í siðustu 2 leikjum bæta svo i þetta…

  11. ÞVÍLÍK innkoma hjá WINJALDUM aftur á miðsvæðið búinn að vera geggjaður

  12. Bournemouth komust varla yfir miðju í 47 mín.. já myndi segja það við höfum saknað Gini

  13. Frábært að sjá baráttuna aftur maður minn, og mark wijnaldum o boy o boy.
    En hvers vegna heyris mest megnis bara í leikmönnum að kalla heldur en áhorfendum mest megnis? Það finnst mér áhyggjuefni.
    Súri í búri

  14. Sælir félagar

    Mjög ánægður með spilamennsku okkar manna. 2 – 0 í leikhléi er sannarlega gott þegar Bournemouth stillir upp 4 – 5 – 1 og stólar á skyndisóknir sem brotna allar á vörninni eða Alisson. Ibe hefur verið líflegur hægra megin hjá Bournemouth en eins og við munum eftir kemur ekki mikið út úr hraða hans. Reikna með 3 mörkum í seinni þegar andstæðingarnir fara að þreytast og reyna ef til vill að fara framar á völlinn. Þá er þeim voðinn vís.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Dömur mínar og herrar

    Snilldarsending frá Keita í aðdraganda marksins.

    Það er von með drenginn.

  16. Frábær sókn…..Keita er að koma sér hægt og bítandi inní liðið….væri frábært að sjá hann skora eitt kvikindi..

  17. Virkilega flottur leikur og sést augljóslega hversu mikið við höfum saknað wijnaldum og miðsvæðið búið að vera virkilega flott í þessum leik og firminho búinn að eiga flottan leik í dag honum höfum við saknað.

  18. Sæl og blessuð.

    Toppsætið, takk fyrir mig og Chelsea vinnur á morgun.

    Allir í og yfir meðallagi góðir. Keita átti góðar sendingar sem bendir til þess að hann sé að finna fjölina sína. Hefði haft svo gott af því að skora þarna en hann ætlar greinilega ekki að opna markareikninginn fyrr en í leiknum á móti Bæjurum.

    Gini Winjaldum er maðurinn ásamt Mané. Báðir blómstruðu, skoruðu og hlupu eins og brjálaðir. Salah, flottur, Firmino með snilldarsendingar, Vörnin vatnsheld.

  19. Winjaldum og Salah menn leiksins en allt liðið var langt yfir meðalagi hefðum auðveldlega getað skorað fleiri.

Upphitun: Bournemouth mætir á Anfield

Liverpool 3-0 Bournemouth