Í dag fer fram leikur Liverpool og MK Dons í FA bikarkeppni kvenna. Þessi leikur átti að fara fram um síðustu helgi, en var frestað vegna aðstæðna á Prenton Park, þ.e. völlurinn var víst frosinn. Hann var því færður til dagsins í dag, en leikur Liverpool og Arsenal sem átti að fara fram í dag var færður fram í mars.
MK Dons er hvorki í efstu né næstefstu deild, heldur í því sem kallast “FA Women’s National League”, og eru þar í 9. sæti. Það á því að gera kröfu um sigur í dag, þó svo við vitum að leikirnir gegn neðrideildarliðum séu líklega ekki jafn auðveldir og þeir ættu að vera á pappírnum.
Það er aðeins verið að rótera liðinu, en svona verður stillt upp í dag:
Purfield – Bradley-Auckland – Little – Robe
Roberts – Coombs – Rodgers
C.Murray – Sweetman-Kirk – Daniels
Bekkur: Preuss, Fahey, S.Murray, Babajide, Hodson
Ashley Hodson er semsagt komin aftur úr meiðslum, lék með yngra liðinu fyrr í mánuðinum og er nú komin á bekkinn. Fyrsti skiptið sem Jemma Purfield er í byrjunarliði, og mér sýnist að hún sé sett í bakvörðinn. Þá getur líka vel verið að það eigi að stilla upp í 4-4-2, enda held ég að Christie Murray sé miðjumaður að upplagi, en látum það bara koma í ljós.
Það er ekki vitað til þess að leikurinn sé sýndur beint á netinu, en við hendum slíku þá inn í athugasemdir við færsluna ef svoleiðis nokkuð skyldi dúkka upp.
Við uppfærum svo færsluna með úrslitum að leik loknum.
Leik lokið með sigri Liverpool, 6-0. Þetta var semsagt ekki þessi týpa af bikarleik þar sem neðrideildarliðið nær með baráttu að hirða stig af liði úr efstudeild.
Fyrsta markið kom reyndar ekki fyrr en á 31. mínútu, og það var Laura Coombs sem skoraði það. Mínútu síðar skoraði Courtney Sweetman-Kirk sitt 10. mark á leiktíðinni í öllum keppnum. Áður en leiknum lauk hafði Leandra Little opnað markareikning sinn hjá félaginu með góðu skallamarki, Jemma Purfield hélt upp á sinn fyrsta leik með tveim mörkum, og að lokum skoraði Ashley Hodson gott mark eftir að hafa komið inná fyrir Sweetman-Kirk þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður.
Það var svo ljóst fyrr í vikunni hvaða andstæðinga okkar stúlkur myndu fá með sigri í þessum leik, en það verða annaðhvort Milwall eða Lewes (undirrituðum er ekki kunnugt um hvort sá leikur hafi e.t.v. þegar farið fram). Bæði þessi lið leika í næstefstu deildinni, og eru þar í næstneðsta og neðstu sætum deildarinnar.
Að allt öðru. Á hverju eru City leikmennirnir? 4-0 yfir á móti Chelsea eftir 25 mínútur!
Búinn að uppfæra færsluna með úrslitum.
Hvað varðar karlaliðið og það hvernig andstæðingunum gekk í dag, þá er líklega best að gera bara eins og Klopp og fara í bíó með fjölskyldunni á meðan andstæðingarnir spila. Hefur ekkert upp á sig að svekkja sig þegar þeim liðum gengur vel.
Hvernig sem þetta rúst City á Chelsea fer, þá vil ég ekki hafa áhyggjur og minni á að Liverpool hefur tapað færri stigum. Chelsea er í mikilli lægð… skíttapar á móti City hér og svo Bournemouth… hefði alltaf allan tímann veðjað á City sigur. Sá þetta ekki sem stórleik. Ergo: Ekkert er nýtt, markamunur City heldur áfram að vera þeim í hag umfram okkur, en við höfum jú tapað færri stigum.
já, krakkar mínir. Staðan er bara þessi að við megum ekki tapa á Old Trafford í næst uumferð. Þetta City lið er ekki að fara tapa neinum stigum úr þessu.
Hér gildir hið fornkveðna: Bara ef strákaliðið gæti nú verið eins geggjað og stelpurnar!
*elska alla*
*ynwa*
Þetta er eitthvað svo Liverpool lekt að tapa síðan 3 stigum á Old trafford sem verða síðan
stigin sem skilur okkur frá titlinum.
bara verðum að vinna þá og fá 3 stig.
Ég get ekki neitað því að áhugi minn er meiri á karlaliðinu en á kvennaliðinu. Engu að síður les ég og hlusta á allt sem kemur inn á þessa síðu og hef mjög gaman af.
Þótt mér þyki öll ummælin hér að ofan áhugaverð, þá finnst mér flest þeirra ekki viðeigandi og í raun vanvirðing við stelpurnar okkar og þennan fína pistil sem Daníel er búinn að leggja vinnu í.
Umræðuþráður um karlaliðið , Liverpool 3-0 Bournemouth , lifir góðu lífi ennþá. 🙂
YNWA
Vona að þessi ferð hjá lfc til Marbella á Spáni fari betur í þá heldur en þessi dubai ferð.
Sælir félagar
Þetta er mjög flott hjá stelpunum finnst mér. Ef til vill var mótstaðan lítil en það þarf að vinna þá leiki líka. Næsta umferð verur erfiðari en samt gott hjá þeim að vera komnar þangað.
það er nú þannig
YNWA
Sturluð staðreynd að ef að við töpum fyrir ManU þá eru staðan þannig að Tottenham getur unnið titilinn með því að vinna restina af sínum leikjum ; )
Varði #6: jú við höfum reynt að halda umræðunni innan sérhverrar færslu “on-topic”, en það gengur misvel eins og gengur. Skulum orða það þannig að við erum ekki að drepast úr áhyggjum þó svo færslur rati einstöku sinnum inn á vitlaus innlegg 🙂
Annars er von á podcasti í kvöld skv. nýjustu fréttum frá Einari Matthíasi og félögum.
Snilld ! Hlakka til að hlusta. 🙂