Klopp ákærður

Án þess að vita nákvæmlega hvaða refsingu enska knattspyrnusambandið hefur í huga gæti það vel farið svo að Jurgen Klopp verði í banni á Old Trafford þar sem búið er að gefa út ákæru á hann fyrir að hafa sagt sannleikan um Kevin Freind eftir leik Liverpool og Leicester. Þetta var kannski ekki alveg rétti leikurinn sem Klopp valdi til að gagnrýna Friend en á móti er auðvitað alltaf í lagi að gagnrýna Kevin Friend. Eðlilegra hefði þó verið að urða hressilega yfir tríóið eftir Leicester leikinn.

Afhverju það var beðið með þessa ákæru þar til eftir Bournemouth leikinn er erfitt að segja en eflaust er eitthvað í reglum FA sem segir til um það og tilviljun að United leikurinn er næst.

Eins er ekkert útilokað að enska knattspyrnusambandið hafi sekt í huga frekar en bann. Hreinlega nenni ekki að lesa mig til um það.

6 Comments

  1. Þetta eru svo sára saklaus umæli hjá pirruðum stjóra eftir leik.
    Klopp var bara að gefa tilkynna að Friend væri mannlegur og sæi eftir að mark Liverpool stóð í leiknum og það gæti hafa haft áhrif á síðarihálfleikinn.
    Hversu oft hefur maður séð dómara drullu á sig og svo reynt að bæta það upp allan leikinn? Svar : alltof oft en það er bara í mannlegu eðli að vilja rétta við rangan hlut.

    Annars vona ég bara að Klopp segir bara fyrirgefðu og þetta gerist ekki aftur en FA elskar að láta menn beygja sig fyrir þeim.

  2. Dómarinn gerir mistök alveg eins og leikmenn og stjórar. Menn geta svosem pirrað sig eitthvert augnablik yfir ákvörðunum dómara og láta svo gott heita. Klopp er almennt kurteis og veit ég að hann meinti ekkert með þessum ummælum og tekur sektinni þegjandi. Auðvitað eru dómarar ekki hafnir yfir gagnrýni en mér finnst samt sem áður að ekki eigi að hrauna yfir þá fram og til baka. Fjölmiðlar þurfa ekki síst að gæta hófs í umtali um dómara og leikmenn. Breskir fjölmiðlar eru sérstaklega skæðir og reyndar á köflum hundleiðinlegir í gagnrýni sinni. Vandaðir og góðir fjölmiðlar halda gagnrýni á dómara í lágmarki eða sleppa henni alveg nema sérstök ástæða sé til.

  3. Hrikalegt ef hann er í banni í United leiknum sem verður mögulega raunin manni finnst líklegara hann verði dæmdur í bann heldur en ekki þar sem þeir eru búnir að ákæra hann held svörun hans við kæruni sé einungis formsatriði.

    En það sem Klopp sagði var 100% rétt þetta var skelfilegur dagur fyrir dómarana og þá sérstaklega línudómarann og þvi miður þá er sannleikurinn oft sár. En þá hefði verið betra fyrir Klopp að segja ekki neitt um þetta eins og staðan er í dag þá má ekki mikið sem segja 1 píp um dómara á englandi án þess að verða refsað fyrir það.

  4. Mér heyrist á öllu að um er að ræða sekt en ekki leikbann, svo það er í fínu lagi.

  5. Miðað við hvernig viðhorf eru ríkjandi í FA er enginn vafi á að hann fái bann, og jafn litill vafi að annar stjóri , hafandi sagt það nákvæmlega sama fengi í mesta lagi smá sekt.

Gullkastið – Aftur á sigurbraut

xG og Liverpool í ár.