Jæja! Risaleikur framundan og liðið eins og menn bjuggust kannski við úr því að Virgil er í banni og Lovren meiddur. Fabinho fer í vörnina við hlið Matip, Trent kemur aftur inn í liðið ásamt Henderson og Firmino er búinn að jafna sig á flensunni sem hann var með um helgina. Liðið er sem sagt svona:
Alisson
TAA – Matip – Fabinho – Robertson
Keita – Henderson – Gini
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Mignolet, Moreno, Milner, Lallana, Shaqiri, Origi, Sturridge
Maður er smá smeykur við þessa vörn, höfum séð hana sterkari. Robertson er sá einu hjá okkur sem er á spjaldi og má því ekki við öðru ef hann ætlar að ná leiknum í Munchen.
Lið Bayern er að sama skapi svipað og maður átti von á nema að Martinez kemur inn í stað Goretzka sem er meiddur. Liðið er annars svona: Neuer, Sule, Hummels, Thiago, Martinez, Lewandowski, James, Gnabry, Alaba, Coman, Kimmich.
Trent er í bakverðinum og það er sárabót fyrir það að missa Van Dijk í bann. Ég hef örlitlar áhyggjur af vörninni. Van Dijk hefur spilað nánast einasta leik og er algjör lykilmaður en nú er spurning hvort hans leiðtogahæfileiki hafi skilað sér í hvernig á að stýra vörninni. Það væri missir fyrir öll lið að missa Van Dijk.
Að öðru leiti er þetta í nánd við okkar sterkasta lið. Keita fær þarna gullið tækifæri til að sanna sig og þekkir vel til þýsks fótbolta. Það gæti nýst honum vel í þessum leik. Ég er sannfærður um að hann muni blómstra fyrr eða síðar. Hann þarf bara tíma.
Á einhver góðan link?
Ja, satt er það að miðvarðaparið lítur ekki vel út, en svo mikið er víst að þessi leikur VERÐUR að vinnast !
Fín miðja og Fabinho og Matip er vel treystandi fyrir miðvarðarstöðunni. Sigurstranglegt lið með þetta frábæra tríó frammi!
Ég bið til Guðs að við náum að halda hreinu í þessum leik, en er ekki bjartsýnn á það. Samt mun betra að hafa Fab í vörninni með Matip heldur en Hendo. Við erum með stórhættulega framlínu og góða miðju frábærann markvörð, oft hefur það dugað til þess að vinna leiki. Við eigum að vinna þetta ! NÚ ER ÞETTA AÐ BRESTA Á ! ! ! ! KOMA SVO LIVERPOOOOOOOOOLLLLLLL ! ! !
Auðvitað er það áhyggjuefni að við erum án Virgil í kvöld, ég hef aftur á móti ekki minni áhyggjur af miðjunni án Fabinho eins og hann hefur verið að spila.
YNWA
Er einhver með link á leikinn ?
https://www.reddit.com/r/soccerstreams69/comments/asd8mw/2000_gmt_liverpool_vs_bayern_m%C3%BCnchen/
Fabinho var mjög góður síðast þegar hann leysti þessa stöðu vonandi gerir hann það jafnvel í þessum leik,mjög spennandi að sjá Keita gegn þjóðverjunum hann getur verið leynivopnið okkar í komandi leikjum….
Vörn og markmaður að tefla á tæpasta vað og þekkja ekki inná hvern annan. Þeir hljóta að hafa æft þetta á Spáni. Það heyrist bara í þjóðverjunum á Anfield. Hvar eru okkar aðdáendur ??? Bæjaraa miklu hættulegri
Úff, Allison í tómu tjóni með þessa miðverði fyrir framan sig.
Alisson ! Guð minn góður, losaðu helvítis boltann
vá hvað ég er stressaður yfir vörninni okkar menn svolítið tæpir þarna aftast
liv 40% vs bm 60% í possesion, ekki alveg eins og við viljum hafa þetta og það á heimavelli.
eitthvað stress eða eitthvað í gangi. Hljótum að fara að vakna.
Þvílíkur leikur! Við erum að nálgast rautt mark.
Jesús, þvílíkur hálfleikur! Fáránlega góð vinnsla hjá fyrirliðanum í sexunni og Firmino og Mané að gera virkilega flotta hluti á köflum en vantar herslumuninn.
Koma svo!!
Bæjarar betri fyrstu 15 svo voru við mikklu hættulegri en vantaði herslumuninn að skora mark eða mörk….
Djöfulsins rugl. Er að leigja þennan leik og það kostar 3.800 kr að leigja einn leik.
Þvílíka ránið í þessu pay per view dæmi.
En flottur leikur og við erum miklu hættulegri
Einn flottasti hálfleikur sem ég hef séð vá!! Finnst eins og bæjarar muni þreytast fyrr við tökum þetta 2 0 í seinni
Eftir rólegar 25 mín hjá okkur þá fór allt á fullt og við vorum að vinna alla 50/50 boltana og spiluðum á köflum stórkostlegan fótbolta þar sem Bayern réðu ekkert við okkur en inn vildi boltinn ekki.
Bayern er að reyna að draga úr hraðanum, halda bolta aftarlega láta okkur koma í pressuna og þegar þeir eru komnir í klandur þá er bara sparkað fram.
Ef þeir ná að spila í gegnum pressuna þá vil ég benda á framistöðu Henderson sem er líklega búinn að spila sinn besta háfleik á tímabilinu. Hann er að hjálpa báðum bakvörðunum, vinna boltan trekk í trekk og meiri segja átt tveir frábærar sendingar sem komu okkur í færi.
Bestu menn liverpool ásamt Henderson eru að mínu mati Firmino og Keita sem hefur greinilega fengið sjálfstraust.
Varnarlega erum við ekki of traustir. Það er í lagi að spila Fabinho í miðverði þegar Djik er með honum en Matip/Fabinho virkar mjög ótraust par. Trent á í smá vandræðum varnarlega og það væri ágæt fyrir hjartað ef Alisson myndi losa sig fyrr við boltan.
Djöfull hefði verið gott að fá auka 5 mín í fyrirhálfleik en mark hjá okkur lá í loftinu en við höfum verið að koma okkur í góðar stöður.
Stoltur af strákunum eftir fyrirhálfleik 1/4 búinn en við þurfum að skora eitt mark fyrir síðarileikinn og hef ég trú á að það takist .
Frábær leikur, háspenna. Þetta er ástæðan fyrir því að þetta er skemmtilegasta íþrótt í heimi. Henderson frábær.
Sæl og blessuð.
Stórbrotinn hálfleikur. HENDÓ, MANÉ, KEITA, SALAH, FIRMINO, GINI … Allir frábærir. Miðverðir standa sína pligt og Alison (að frátöldu þarna …) Bakverðirnir tveir eru veiki hlekkurinn með slæmar sendingar og oft á hælunum.
Svakalegir andstæðingar en við erum alveg við það að brjóta okkur leið í gegnum vörnina.
Sögulegur hálfleikur!
Þolinmæði er dyggð og nú þurfum við á henni að halda. Þeir þýsku tefja eins og engin sé morgundagurinn og eru síðan hættulegir þegar þeir sækja. Liverpool að komast betur inn í leikinn og vonandi verður framhald á því í seinni. Hef fulla trú á okkar mönnum til að klára þetta
YNWA
Robbo og trent ekki að eiga sinn besta hálfleik, en þeir hafa 45 mínútur til að bæta fyrir það. Sá að þeir voru búnir að skipta um væng í lok fyrri hálfleiks. Vörnin er mjög stressuð hjá okkur, og mikið spil hjá okkur tilbaka. Við þurfum að sækja á kimmich og koma honum útaf, og fara síðan að skjóta á markið fyrir utan teig, í guðanna bænum. Þurfum við að fá GERRARD aftur til þess að sjá mörk skoruð fyrir utan vítateig ?
Heimsklassa fótboltaleikur en við eigum meira inni.
Gæti alveg séð fyrir mér að Shaq komi inn um miðjan seinni og setji sigurmarkið, annars væri 0-0 ekkert galin úrslit í sjálfu sér því þá koma útivallarmörkin sér að góðu í seinni leiknum. Er að farast úr stressi hérna!
Eru menn virkilega að borga 3.800 fyrir stakan leik?:(
Mané er ótrúlega klaufskur á stundum og Matip er í markahug.
Held að við kríum inn sigurmarki á 87 mín.
Söknum þess að hafa Fabino ekki á miðjunni. Þó að Hendo hafi spilað mjög vel, myndi ég gjarnan vilja hafa hraða Fabino framávið og sérstaklega sendingar sem skera sundur vörnina. Annars rangur dagur fyrir Robbó að vondan dag–kannski sýnir það hversu mikið van Dijk leysir af varnarvinnunni hans.
Ef Salah og sérstaklega Mane nýta færin þá vinnst þessi leikur. Með Gomez and van Dijk í vörninni, Fabino á miðjunni ásamt Keita og Gini þá er þetta lið stórkostlegt.
Frábær vinnsla hjá okkar mönnum. En svooooo mikið af misheppnuðum sendingum.
Sala hefur verið mistækur í dag. Hlýtur að klára þetta fyrir okkur.
Ja hérna, gengur lítið upp hjá okkar mönnum og BM eru að leggja leikinn hárrétt upp. 0-0 líklegt eins og þetta er að spilast og Liverpool í vandræðum. Ef að Bayern pota inn marki núna þá verður þetta helvíti erfitt í seinni leiknum.
Fullt af færum en alltaf eitthvað stress í gangi, við erum aldrei góðir eftir langt frí.
Þeir þýsku eru seigir og mér finnst eins og okkar menn vanti smá meiri grimmd í kvöld.
Sendingar og móttökur hjá okkar mönnum ekki góðar. Vantar einbeitingu eða eitthvað… hlutirnir ekki að smella.
Gott að fá ekki mark á okkur þó, tökum þetta í Bæjaralandi!
Þar fór það. Þessar sólarlandaferðir skila Liverpool bara bumbubolta.
Þessi gæi, Orogi, getur ekki lagt sig fram þegar hann fær sénsinn.
Sæl og blessuð.
Þetta er náttúrulega gljáfægður eðalvagn þetta Munchenlið, af eldri gerðinni. Fágað spil og fremur hægt. Þá féllu vafaatriðin þeim í vil. Má ekki gleyma því að varnarmenn þeirra eiga sér fáa líka: Hummels, Sule, Kimmich… ekkert grín að plægja sig í gegnum þetta og á bak við þá hinn rosalegi Neuer. Origi var sannarlega ekki að bæta neinu þarna við.
Hefðum samt mátt vanda ögn ákvarðanir og þá hefði mögulega eitthvað lekið inn hjá okkur. Þeir voru orðnir úrvinda og krampa hver af öðrum.
Geggjað lið sem við eigum en Origi er ekki slúttarinn sem við þurfum þarna í leiknum! Vörnin má vel við una að halda hreinu.
Afhverju hentum við ekki Shaqiri inná í 10 mín?
SHAQ fær að klára þá í Þýskalandi
Í einhverjum af þessum 20 + færum eða hálf færum hefði ég táað hann á markið þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt ef boltinn lekur inn en samt sem áður þá blessunarlega fyrir LFC er ég ekki í liðinu.
YNWA.