FC Bayern sýndi afhverju þeir eru langstærsta lið Þýskalands en um leið gaf upplegg þeirra á Anfield til kynna þá virðingu sem borin er fyrir Liverpool um þessar mundir. Þeim fækkar hratt liðunum sem þora að mæta á Anfield og leggja upp með að spila sinn leik. Næstu helgi er svo enn stærri leikur, stærsti leikur Liverpool og Man United í langan tíma.
00:00 – Intro – Berger og Smicer á Árshátíð Liverpoolklúbbsins
05:20 – Rimman gegn Bayern
37:50 – United umræða
Stjórnandi: Einar
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.
MP3: Þáttur 228
Takk fyrir enn eitt gott kast. Er enn að hlægja að því síðasta með hvernig menn fara að því að teypa skitu. Tek undir að leikurinn á móti þessum djöflum á sunnudag er einhver mikilvægasti leikur okkar manna (rétt eins og íslenska landsliðsins – allir leikir þar sá mikilvægasti) í langan tíma. En, þetta er ekki búið fyrr en feita kerlingin springur eins og einhver sagði, þannig að það þarf að klára mótið og spyrja svo.
Sælir félagar
Menn eru stressaðir fyrir leikinn og hverjir eru það ekki. Young er farinn að berja í brestina og segist vera með rosalegt sjálfstraust fyrir leikinn. Lið af sama kaliberi og Liverpool pakkaði MU saman í Meistaradeildinni. Það eina sem þurftir að gera var að taka Pogba úr sambandi og þá var nákvæmlega ekkert í gangi hjá liðinu. Sigurinn á bláa olíuliðinu gefur þeim sjálfstraust? Ef þeir hefðu ekki unnið þann leik væru MU einfaldlega í vondum málum því Chelsea getur einfaldlega minna en Huddersfield þessa dagana.
Mín spá er 1 – 3 og Pogba mun hanga inná en Gini mun halda honum svo langt niðri að hann verður skælandi allan leikinn og allt hans púður fer í væl.
Það er nú þannig
YNWA
Sæl og blessuð.
Ekkert nema gaman að hlusta á spekingana spjalla. Þetta ótætisjúnætedlið er augljóslega með forgangsröðunina á hreinu og mest langar þá til að spilla fyrir okkur möguleikanum á sigri í deildinni. Gæti alveg ímyndað mér, ef illa fer, að þegar þeir mæti þeim fölbláu þá muni þeir fagna hverju marki sem Aguero, Sterling og co. setja í þeirra eigin mark. Svo merkilegt er nú hugarfarið þarna í hinni fúlu mansésterborg.
Er sammála því að lykilinn að sigri ætti að vera auðvelt að finna undir gólfmottunni. Það er fyrst og fremst að ,,kötta” á Pogba, pirra slánann og fagna svo vel þegar hann fær gula spjaldið og mögulega það rauða einnig, eins og á móti París. En að því sögðu þá á maður von á hverju sem er, alls konar óvænt atriði geta dúkkað upp og það er svo sem ekkert sem þarf að koma á óvart að De Gea er yfirburðarmaður og getur gert okkur lífið leitt. Það er eins gott að fara að æfa slúttinn þegar sá slöttólfur teygir út angana.
Væntalega verður Hendó i hjarta miðjunnar með Gini og Fabinho ásamt Milner. Það er pínu stál í þeim hópi og svo eigum við Keita eða Shaquiri inni, ef þarf eitthvað að tjútta upp á þetta þegar líður á leikinn.
En það væri óráð og ofskynjun að halda að þetta verði ekki níðþungt á sunnudaginn. Æpandi skríllinn á bekkjum og dýrvitlaus þjálfarinn búinn að æsa hverja frumu upp úr sínum leikmönnum.
Algjörlega sammála öllu því sem Maggi sagði frá 14:50 – 19:50.
Það væri alltof langt mál að telja það allt upp sem hann sagði en ég er algjörlega sammála því öllu.
Muniði eftir fréttunum um að Lingard og Martial verða frá í 2-3 vikur hjá Man utd. Þið ættuð að kannast við þær því að þær eru viku gamlar en Lingard verður með um helgina og jafnvel Martial líka 😉
Þetta er bara eins og þegar Sir Alex var með liðið, þegar menn voru skráðir látnir en mættu svo sprellifandi í sprækir í næsta leik(en alltaf meiddir í landsleikjahléum).
Spennand magnast með hverjum deginum og er þetta blanda af tilhlökkun að sjá strákana okkar takast á við erkifjendurnar en líka kvíði um að allt fari til andskotans ef illa fer.
YNWA – Hafa trú á verkefninu
Stressið er að verða það mikið að þetta fer að verða spurning hvort maður lifi af fram að leiknum og hvað þá þar til honum lýkur.
Verður gríðarlega erfitt og einn allra mikilvægasta leikur í sögu liverpool að mínu mati þótt þeir séu alveg margir þannig
Sammala, thetta er staersti Liverpool-United leikur sem eg man eftir. Mega tapa 5-0 fyrir Bayern fyrir mer ef their vinna thennan.