Byrjunarliðið gegn Watford

Þá er byrjunarliðið dottið inn fyrir Watford leikinn í kvöld og lítið þar sem kemur á óvart. Firmino er ekki með eins og búist var við og Henderson fer einnig á bekkinn enda spilar hann sjaldan marga leiki í röð og grannaslagur um helgina.

Alisson

Trent – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Milner – Fabinho

Salah – Origi- Mané

Bekkur: Mignolet, Keita, Henderson, Lallana, Shaqiri, Sturridge, Camacho.

Áhugavert að sjá að Origi fær byrjunarliðssætið fram yfir Shaqiri sem flestir vildu sjá koma inn. Það þýðir þá líklega að Salah verður áfram úti hægra megin og Origi fær það gríðarstóra verkefni að fylla í skarð Bobby Firmino.

Hefði sjálfur verið til í að sjá Keita byrja frekar en Milner í dag þar sem Keita hefur verið að vaxa undanfarið en treysti Klopp fullkomlega fyrir þessu og nú er um að gera að sækja þrjú stig í kvöld!

Lið Watford í dag er svo eftirfarandi: Foster, Janmaat, Mariappa, Cathcart, Masina, Capoue, Hughes, Doucoure, Pereyra, Deulofeu, Deeney

53 Comments

  1. Origi? Veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta. Nei annars, nú ætla ég að steinhalda kjafti.

  2. Heyrðu já erum við að berjast um englandsmeistaratitilinn með Origi upp á topp. Fáum við ekki Ngog í næsta leik bara 🙂

  3. Sorglegt að sjá hvað hópurinn ét þunnur, hefði haldið að sturidge væri betri kostur!
    Nú þá er bara að vona að strákurinn nýtti þetta tækifærið.

  4. Ég held að þetta sé bara skársti kosturinn, Origi hefur alveg verið sprækur þegar hann hefur komið inná ólíkt Sturridge t.d
    Núna fær hann að byrja og ég spái að hann skori allavega 1 mark

  5. Ég elska húmorinn hjá klopp, origi á topp :)))) óþarfi samt að gera þetta á þessum tímapunkti.
    Annars óska ég eftir 3 stigum ì kvöld, það nægir mér.

  6. Klopp að henda Origi í djúpulaugina. Firmino er meiddur og honum langar greinilega að hafa alvöru framherja inná. Hann gaf Sturridge tækifæri í síðasta leik og stóð hann sig alveg skelfilega.
    Hann er líka að pæla í föstum leikatriðum þar sem Watford eru mjög sterkir og með Origi erum við með annan hávaxin líkamlega sterkan leikmann til að verjast með.
    Breyddinn okkar sóknarlega ekki bara ekki meira. Það sem mér finnst samt skrítnast er að ef við erum með origi frami afhverju erum við með þá þrjá varnarsinnaða miðjumenn í Fabinho/Winjaldum/Milner(þetta hefði verið miðjan á móti Everton á útivelli ef maður ætti að giska en ekki Watford á heimavelli) en fyrir þetta fær Klopp borgað og maður verður bara að treysta kappanum en ég hefði haldið að Shaqiri eða Lallana myndu fara á miðsvæðið.

    Þetta snýst ekkert um fallega fótbolta heldur að ná í góð úrslit. Ef við spilum ekki sanfærandi en vinnum þá tekur maður það með bros á vör(og ef við gerum það í næstum 11 leikjum í deild þá verður það aðeins meira en bros).

    YNWA

  7. Origi gæti orðið cult hero okkar á þessari leiktíð.
    Aldrei að efast Origi hehe

  8. Það eru 8 varnarmenn eða varnarsinnaðir menn inná og þrír sóknarþenkjandi ?

  9. Takk fyrir það. Er það ekki skrifað í skýin að Origi setji mark í kvöld og leggi upp annað. Flestir telja að hann geri í brækurnar en einhverntímann verður hann að gera eitthvað til að einhver vilji fá hann í sumar. Ef liðið nær sér ekki á strik núna eftir depurð undanfarið þá veit ég ekki hvenær það á að gerast. Ég trúi því varla að menn geti ekki höndlað pressuna eins og menn. Setja svo í fluggírinn og áfram Liverpool.

  10. Þetta byrjunarlið kemur gríðarlega á óvart. Finnst miðjan alltof varnarsinnuð. Milner búinn að vera mjög slakur í undanförnum leikjum. Líka skrýtið að taka fyrirliðann út.

    Skil hins vegar mjög vel að Origi fái sénsinn frekar en Sturridge, sem var afleitur í síðasta leik.

    En hey, ég er bara sófakartafla sem ekkert veit. Við verðum að treysta Klopp.

    Koma svo rauðir!

  11. Ef Milner og Origi munu eiga stórleik í kvöld, þá skal ég samþykkja það sem Klopp er að pæla með þessari uppstillingu.

  12. Je, gjörsamlega _geggjaður_ bolti frá Trent og faglega klárað hjá Mané!

  13. Loksins sjáum við HRAÐA!!!! Sem er að virka, svona á þetta alltaf að vera bara geggjað!!! Óska Mané þrennunni núna

  14. Frábær fyrri hálfleikur hjá strákunum !
    Nú er bara að bæta við öðru marki snemma í seinni og slaka svo á 🙂

  15. Trent , Mane og Fabinho búnir að vera geggjaðir. Milner að eiga sinn besta leik í langan tíma og Salah að sýna sig. Koma svo klára þetta

  16. Hvað eruð þið að pönkast í Origi?
    Virkilega hraður og duglegur.
    Annað en Sturridge á sunnudaginn.
    En TAA geggjaður, Mané eitraður, Salah hættulegur og Fabinho verulega solid.
    Áfram svona, næsta mark skiptir máli
    YNWA

  17. Ég vissi alltaf að Origi mundi skora. Sáuð það fyrst hér.

  18. Kannski sokkur með orego? Nei bara einn fimmaur víst að allir eru svona hressir LOKSINS 😉

  19. Því ber auðvitað að fagna að Origi geti skorað og átt góðan leik svona einu sinni. Annars bara alveg frábær leikur heilt yfir hjá okkar mönnum.

  20. Mané stórkostlegur. Salah stórkostlegur. Origi stórkostlegur. Milner stórkostlegur. Fabinho stórkostlegur. Gini stórkostlegur. Trent stórkostlegur. Robbo stórkostlegur. Matip stórkostlegur. Van Dijk stórkostlegur. Allison í fríi.

    Klopp stórkostlegur.

Gullkastið – Toppsætið endurheimt á Old Trafford

Liverpool 5-0 Watford