Sól skín í heiði yfir höfuðborg Englands og jafnvel á Frónni líka. Vor er í lofti á grösugum knattspyrnuvöllum sem þýðir að sverfa fer til stáls í keppni um fótboltasilfrið eftirsótta.
Liverpool FC eru mættir til Lundúnaborgar og mæta þar Fulham FC á hinum fámenna en virðulega Craven Cottage sem staðsettur er við árbakka Thames.
Efsta sætið í deildinni er að veði fyrir Rauða herinn en yfirþyrmandi falldraugur vofir yfir heimamönnum. Scott Parker og Jurgen Klopp leiða saman hesta sína í fyrsta sinn og einnig er það í fyrsta sinn sem að Þjóðverjinn stýrir liði á þessum velli.
Byrjunarliðin eru klár og Klopp stillir sínum rauðu herjum svona upp í dag:
Bekkurinn: Mignolet, Lovren, Milner, Sturridge, Moreno, Shaqiri, Origi.
Tvær breytingar eru gerðar frá byrjunarliði síðasta leiks en hinn meiddi Henderson og hinn hlaupaglaði Milner fara út en inn koma Fabinho og Lallana. Upphitunarhöfundur negldi því spánna um liðsuppstillingu hárnákvæmt í gær og vonandi verður hann jafn getspakur með úrslitin.
Mr. Parker hefur spunnið sinn vef og leikskýrslan hans er svona rituð:
Líkt og velt var vöngum yfir í upphitun gærdagsins þá hefur Jean Michael Seri fengið endurkomu í byrjunarliðið og það gæti verið hugsað sem leynivopn Scott Parker í dag. Babel og Mitrovic í fremstu víglínu en óvænt þá er Sessegnon settur á bekkinn og fær ekki að byrja gegn sínu æskuliði.
Til að stytta stundirnar fram að leik og koma sér á fullt í vígaHam fyrir Fulham þá skal allt sett í botn! Upphitunarlag dagsins eru hamfarir í hæsta gæðaflokki og vonandi verður partý í bæ hjá Púlurum að leik loknum! Hækkið í græjunum og keyrum um fjörið:
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Þurfum 3 stig og ef þeir gætu lagað markatöluna í þessum leik þá væri það kærkomið líka svo má alveg halda hreinu það yrði enn betra.
Flott byrjunarlið og ekkert sem kemur á óvart sosem Lallana átti góðan leik um daginn og vonandi heldur það bara áfram.
Er með middlesbrough 2009 á heilanum núna.
Svipaðar aðstæður.
Er einhver með stream á leikinn?
https://www.vipstand.se/fulham-fc-vs-liverpool-live-sports-stream/1/
prufa þetta
Frábær skrif hjá þér Magnús, maður kemst í hörku stuð.
Ég er svo óendanlega þakklátur fyrir þessa síðu en langar samt að byðja Daníel að setja ekki pistil fyrir ofan leikpistil meðan á honum stendur…þetta er í annað sinn á viku sem þetta er gert.
Hárið á Babel er vá…
Sæl og blessuð.
Okkar menn eru full rólegir fyrir minn smekk. Nokkur tilvik þar sem sprengikraftur hefði getað leyst eitthvað merkilegt úr læðingi. Pressan er hikandi, sendingar ómarkvissar og minn maður, Salah, er ekki búinn að reka af sér slyðruorðið.
Fyrri helmingur fyrri hálfleiks er afar bragðdaufur eins og stundum er sagt.
Manéééééeéééééé
Búinn að jafna Salah!!!
SJÓÐANDI HEITI MANÉ en ekki hver ?
Lallana tókst ekki þvælast fyrir í þetta skiptið 😀
Mane,,
Var ekki eitthvert endurheimtuákvæði í samningnum þegar Babel var seldur?
Hann er, ásamt Mané, búinn að vera bestur það sem af er leiknum. Fer ítrekað illa með varnarmenn okkar. Grínlaust þá gætiég alveg séð hann í okkar liði næsta síson.
Fabinho þarf virkilega að fara passa sig
sorrí en þetta er ægilega slappt.
Frábært mark hjá Mané og Firmino!
Hef smá áhyggjur af TAA. Hann Var hugsanlega að eiga sinn versta hálfleik ever. Lélegur í öllum sínum aðgerðum, sóknarlega sem varnarlega. Spurning hvort það sé eitthvað að þjaka hann…
Fabinho einnig slappur og með seinna gula hangandi yfir sér. Vill sjá hann út fyrir Milner sem fyrst.
Annars erum við full rólegir fyrir minn smekk. Markatala gæti ráðið úrslitum í deildinni og þurfum við að vera að valta yfir þessi lélegu lið.
Sjáum vonandi annað hugarfar í seinni.
Áfram Liverpool!
Lélegasta lið deildarinnar ásamt Huddersfield og við erum með skituna maður þakkar virkilega fyrir það að Mané potaði þessu inn í fyrri ég vill sjá lið koma út í seinni sem er að keppa um titilinn ekki þennan göngubolta
Það er greinilegt að það er erfit styðja Liverpool miða við að menn eru bara ekki sáttir að vera yfir í háfleik á útivelli.
Fulham liðið hefur gert mörgum lífið leitt á þesum velli. Þeir geta haldið bolta og stjórnað leikjum en varnarleikurinn hefur verið þeira höfuðverkur í allan vetur.
Liðið okkar er með góða stjórn á leiknum en okkur vantar þetta annað mark til að brjóta þá á bak aftur en það má ekki vera á kostnað þess að vera værukærir að aftan.
Salah hefur verið mjög nálagt því að sleppa í gegn og ég spái því að honum tekst það í síðarihálfleik en hvort að hann skorar eða ekki kemur bara í ljós.
Lallana aftur að eiga solid leik og er gaman að sjá þegar hann keyrir til baka og vinnur boltan með dugnaði einum saman.
45 mín eftir og einu kröfunar eru 3 stig og ef þau koma í hús þá er maður sáttur
YNWA
Vel mælt Sigurdur Einar.
Sammála 3 stig er það eina sem skiptir máli.
Af hverju kemur ekki gullt merki í hornið á útsendingunnni þegar Babel er í mynd?
Þetta hár er amk bannað innan 12!
Hljótum að fara að brjóta þá
Ég hef áhyggjur af Sala.
vakna, vakna, egg og beikon…
Við erum hættulega lélegir.
Það er ekki þorandi að setja Keita og Shaquiri inn á, með svona tæpt forskot. Hann treystir þeim ekki í vararvinnu.
Millnerinn og Origi verða vonandi í stuði. Það þarf eitthvað til að brjóta þetta upp.
Salah ætti að fara af velli ásamt Gini eða TAA.
JÆJA ?
foooookkkkk
Þetta fjandakornið lá í loftinu.
Svakaleg varnarmistök.
Þetta ótta níðst ég. Það er værukærð yfir liðinu.
Jæja, nú er bara að bæta við marki/mörkum. Erum búnir að vera mjög slappir hingað til
Jæja piltar, við erum að gera 1-1 jafntefli við eitt lélegasta varnarlið í sögu Úrvalsdeildarinnar. Það þarf einfaldlega að gera breytingar á einhverju.
Þetta var skrifað í skýin.
Ef við skorum ekki núna næsta korterið þá getum við gleymt þessum titli
Týpískt hjá Liverpool að fara tapa fyrir liðinu í næðst neðsta sæti fucking týpískt þetta lið er ekki að fara vinna neitt í vetur.
Alveg svakalega barnalegt og hundleleg frammistaða að vera ekki búinn að gera útum þennan leik og hvað i ósköpunum er Milner að gera þarna og Allison verður að vera ákveðnari i svona stöðu og van dijk á bara ekki að taka svona óþarfa séns í 1-0 stöðu
Á eitthver hjartatöflur ?
Úff, eins gott að Milner var látinn taka vítið.
jæja. Lúðvíksspáin gekk út á að sá bleikhærði skoraði í uppbótartíma og leikurinn endaði 2-2.
össs vona að þa sé rangt
Góð þrjú stig í erfiðum leik!
Flott að ná fram sigri og guði sé lof að svona mistök sjáist ekki oft en hrikalega hættulegt og má bara þakka milner og Mané fyrir sigurinn