Þessu blessaða landsleikjahléi er lokið! Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Eða eitthvað svoleiðis. Reyndar verðum við að bíða fram til 15:30 á sunnudaginn að sjá okkar menn rölta út á Anfield, en þá mætir Mauricio Pochettino með lærisveina sína í heimsókn. Okkar menn geta með sigri í leiknum náð aftur toppsætinu af City eftir hádegisleikinn hjá þeim í dag.
Landsleikjahléið
Okkar menn virðast koma nokkuð vel undan vetri. Trent þurfti að yfirgefa herbúðir Englands og fara aftur á Melwood vegna meiðsla í baki, en þetta eru meiðsli sem hafa verið að hrjá hann undanfarið og komu ekki til vegna veru hans með landsliðinu. Shaqiri þurfti líka að yfirgefa herbúðir síns landsliðs vegna óljósra meiðsla í nára. Lovren náði 90 mínútum með sínu landsliði, og Henderson kom inná í leik fyrir England. Þremenningarnir Brewster, Gomez og Oxlade-Chamberlain eru allir á réttri leið með sín meiðsli, og eru allir mættir til æfinga. Brewster lék fyrri hálfleikinn með U23 í gær og skoraði reyndar ekki nema tvö mörk.
Andstæðingarnir
Nú er loksins farið að spila knattspyrnuleiki á nýja leikvanginum þeirra, reyndar bara æfingaleikir til að prófa öll kerfin og til að sjá hvort allt virkar áður en alvaran skellur á, svo það er örugglega ákveðinn léttir fyrir klúbbinn. Breytir svosem litlu um þennan tiltekna leik, þar sem hann er jú spilaður á Anfield. Eins og gengur eru auðvitað einhver meiðsli í hópnum, t.d. er líklegt að hvorki Harry Winks né Eric Dier spili leikinn, og Aurier virðist vera tæpur sömuleiðis, en að öðru leyti ættu allir þeirra menn að vera heilir. Reyndar er Spurs sá klúbbur sem á hvað fæsta leikmenn á sjúkralistanum í augnablikinu, á meðan United er með flesta. Nóg um það. Þetta lið er með hörkuleikmenn í hverri stöðu, og því skiptir ekki öllu máli hvernig þeir stilla upp, þeir munu mæta með gríðarsterkt lið á morgun.
Staða Spurs í deildinni er sú að liðið er núna 16 stigum á eftir fyrsta sætinu, en það er ekkert svo langt síðan að liðið var alveg við toppinn og var talað um það sem líklegan kandídat í baráttuna um titilinn í vor. Úr þessu er slíkt ólíklegt, ef eitthvað slíkt á að gerast þurfa bæði Liverpool og City að tapa ansi mörgum stigum í þessum síðustu umferðum. Liðið mun því líklegast vera að slást um 3-4 sætið úr þessu, og gæti mögulega farið jafnvel enn neðar ef stigasöfnunin verður eitthvað ámóta og hún er búin að vera núna síðustu vikur. Þannig hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum, og tapað þrem. Vonum bara að þetta form hjá þeim haldist út helgina a.m.k., en eftir það mega þeir alveg fara að braggast, sérstaklega þann 20. apríl þegar þeir mæta á Etihad.
Staðan á liðinu
Það ku víst vera búið að gefa út “provisional squad” fyrir leikinn. Sá hópur inniheldur hvorki Gomez né Oxlade-Chamberlain, og það ætti svosem ekki að koma neitt á óvart, enda eru þeir félagar bara nýbyrjaðir að æfa. Klopp talaði meira að segja um það að hann hefði líklega hent Ox aðeins of snemma út í laugina með því að láta hann spila þennan hálfleik fyrir U23 liðið. A.m.k. talaði hann um að taka hann aðeins úr sviðsljósinu á næstu vikum, en það kæmi sjálfsagt ekki á óvart ef hann sæist á bekknum í einhverjum af lokaleikjum tímabilsins. Það sem vekur hins vegar meiri athygli er að Keita er ekki í þessum hóp, og gæti verið að díla við einhver meiðsli, þó hann hafi reyndar sést á æfingum í vikunni. Ekki alveg ljóst hvert málið er með hann.
Það má segja að helsta spurningamerkið sé ástandið á Trent, hvort hann verði látinn spila eða ekki. Við skulum gera ráð fyrir að svo verði, en líklegast er að Milner taki hans sæti ef hann verður ekki metinn leikfær. Líkleg uppstilling er því eitthvað á þessa leið:
Bekkur: Mignolet, Moreno, Lovren, Milner, Henderson, Sturridge, Origi
Já góðir hlustendur, hver veit nema Lallana fái sénsinn aftur á morgun. Kannski er það rangt mat, en hann fékk tvær vikur án þess að þurfa að standa í einhverju landsleikjaveseni, á meðan t.d. Henderson fékk ekki sömu hvíldina. Sjáum til hvað Klopp gerir á morgun.
Undirritaður ætlar að gerast svo djarfur að spá okkar mönnum sigri í leiknum (við spáum reyndar nánast alltaf sigri í þessum upphitunum okkar, svo þetta ætti nú tæpast að koma á óvart!). Það er þó alveg ljóst að leikurinn verður erfiður, leikirnir gegn Tottenham hafa nánast alltaf verið það (nema náttúrulega leikurinn tímabilið 2013-2014 þegar meira að segja Flanagan skoraði). Við skulum því spá að leikurinn endi 2-1, þar sem Mané og Wijnaldum skori mörkin, en Tottenham nái að svara fyrir sig með stórglæsilegu sjálfsmarki frá Matip. Hver veit, kannski nær Alisson að verja, og þá fer þetta 2-0. Ég væri jafnvel sáttari við það.
Sjö leikir eftir í deild. Nú er að duga eða drepast.
KOMA SVO!
Hef áður sagt, bæði lið eru upp við vegg, bara ekki sama vegginn. Þetta verður hörku leikur tveggja góðra liða, en við erum á heimavelli, það telur, því er ég sammála Daníel 2-1 helst 2-0. Skori Tottenham, verður það úr gefins vítaspyrnu, við þekkjum slík dæmi ósællar minningar.
YNWA
Það er gaman þegar lið koma á Anfield sem ætla sér ekki að pakka í vörn í 90 mín.
Tottenham liðið spilar nefnilega svipaðan bolta og við, þeir vilja sækja hratt og sækja á mörgum mönnum en þeir geta líka spilað hörku varnarleik ef þess þarf.
Ég spái svakalegum leik þar sem verður slatti af færum og drama.
3-2 sigur hjá Liverpool þar sem Mo Salah fer gjörsamlega á kostum og skorað tvö mörk og leggur upp eitt fyrir Mane á meðan að H.kane skorað tvö mörk fyrir Spurs og annað úr vafasamri víti.
YNWA – 3 stig eftir þennan leik og maður mun brosa sínu breiðasta og búnir með einn af erfiðustu leikjum sem við eigum eftir á tímabilinu.
Maður er bara svakalega stressaður fyrir hvern leik, City virðist ekki ætla að migstiga sig og eru í bílstjórasætinu.
En við verðum að vona og trúa… kannski gerist eitthvað en tap leikir koma ekki til greina það sem eftir er.
Er 15:30 réttur tími því klukkan breyttist á miðnætti í gær?
Jæja, enn einn stórleikur á Anfield. Nú er að duga eða drepast.
…menn virðast almennt hafa sloppið vel út úr landsleikjahléinu, fyrir utan Shagiri og TAA
…ef Lallana byrjar þennan leik þá er hann í plönum Klopp
…Spurs eru alltaf hættulegir en geta líka gefið færi á sér
…held að það sé engin hætta að þetta verði markalaus leikur
…Salah verður að skora, markalaus í 7 leikjum
…er Lovren ómeiddur?
…er TAA ómeiddur?
…nú er ekki hægt að vera með einhverjar afsakanir um mikið álag
…er ekki Keita á förum í sumar?
…þetta fer …….
Viðvörunar bjöllur hringja. Klopp farðu að skipta.
Hvað sagði ég