Gullkastið – “We must turn from doubters to believers”

Suarez og Coutinho horfa bara á úrslitaleikinn í sjónvarpinu.

Einvíginu er ALDREI lokið ef að Liverpool á seinni leikinn á Anfield Road. Alveg sama hvernig fyrri leikurinn fór, sama hvað leikjaálagið er miklu erfiðara fyrir Liverpool og sama hversu margir meiðast milli leikja eða jafnvel í leiknum sjálfum. Lið andstæðinganna má vera byggt upp að hluta til af fyrrum (bestu) leikmönnum Liverpool. Það er alltaf séns þegar seinni leikurinn er eftir á Anfield.

Það sem við sáum í kvöld til að tryggja farseðilinn í Úrslitaleik Meistaradeildarinnar er eitthvað sem við sjáum á áratuga fresti. Flest lið upplifa svona kvöld aldrei.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Istanbul-Steini

MP3: Þáttur 237

36 Comments

  1. Suárez stóð við stóru orðinn sagðist ætla halda fögnuðinum í lágmarki sem hann og gerði.

    YNWA.

    24
  2. Fjórða markið hefði ekki verið mögulegt ef þetta hefði verið í ensku deildinni. Alexander-Arnold gat tekið hornspyrnuna svona hratt því hann fékk strax annan bolta. Í ensku deildinni eru hins vegar þær kjánalegu reglur að ekki alltaf þurfi að nota sama boltann nema dómarinn ákveði að skipta um hann.

    2
    • Á að vera: “Í ensku deildinni eru hins vegar þær kjánalegu reglur að alltaf þurfi að nota sama boltann nema dómarinn ákveði að skipta um hann.”

  3. Er að geyma þennan þátt og hlusta fyrst á þáttinn frá fyrri leiknum. Hann byrjar vel, Steini að urða möguleikana strax á fyrstu mínútum. Hahaha.

    2
    • Tek hattinn ofan fyrir Magga í podcastinu eftir fyrri leikinn. Gaman að heyra hvernig hann hélt ró sinni, alvöru þjálfaragen í gangi þarna ?

      1
  4. Varð nú fyrir ákveðnum vonbrigðum með að heyra engar tölur þegar menn voru að spá í leikinn við Úlfana. Þetta setur Excel skjalið í talsvert uppnám.

    4
    • Nei ekki í gærkvöldi. Reikna hinsvegar með því að smíða þann 1. júní næstkomandi.

      2
  5. Já er Steini hressari núna ? Hann var kominn í annarlegt andlegt ástand í síðasta podcasti.

    1
    • Held þeir hljóti allir að vera þunnir núna eða þá hafa haldið áfram gleðskapnum með styrktaraðila þáttarins 😉 þeir voru óvenjuhressir a kantinum í gær 😉

  6. Það eru aðeins tvö lið sem hafa fengið fleirri stig í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er með um þessar mundir . Chelsea fékk 95 stig 2004-2004 og Man City í fyrra.
    Mér finnst því mjög mikilvægt að Liverpool vinni Wolves því það yrði sögulegt á svo margan hátt. Núna er allavega hægt að slengja því fram í Man Und aðdáendur að Liverpool hefur fengið fleirri stig á stöku tímabili en Ferguson fékk nokkurn tímann er þeir byrja að ropa því út úr sér að Liverpool hefur ekki unnið neinn titil.

    Þriðja mesta stigasöfnun í ensku úrvalsdeildinni væri mjög einstakur árangur og dálítið súrt að hugsa til þess að það verður aldrei talið betri árangur en að vinna deildina með 81-85 stigi eins og Man und hefur gert í þónokkur skipti vegna þess að Liverpool er að etja kappi við lið sem er augljóslega betra en öll þau lið sem Man und hefur nokkurn tímann haft. Stigasöfnun Man City lýgur ekki og ekki stigasöfnun Liverpool heldur. Þetta eru tvö bestu lið í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.

    4
  7. Smá þráðrán, ef ég man rétt þá var ekkert stuðst við VAR í hvorugum leiknum, passar það?

    • Dómarinn notaði VAR til að staðfesta mark hja Wijnaldum

      1
  8. Þá er nokkuð ljóst að það vera Ajax sem mæta Liverpool í úrslitum meistaradeildarinnar.
    Eru að klára einvígið við spurs.
    Ajax eru með geggjað lið og þessi leikur verður gríðarlega erfiður.

    1
  9. Svona þegar sturlun gærkvöldsins er að mestu runnin af mér þá verð ég að minnast á Matip. Sá er aldeilis búinn að spenna út kassann og hækka sig um mörg númer! Búinn að vera frábær eftir áramót.

    4
  10. Tjah, leikurinn sem er í gangi núna er engu minni sturlun en sá sem var í gær. Þvílík fótbolta veisla.

    1
  11. Ertu ekki að grínast…..þetta var meiriháttar hjá Tottenham. Þvílíkt comeback.

    Liverpool – Tottenham í úrslitaleik.

  12. Hvað er að frétta erum að fara mæta Tottenham allir voru búnir að afskrifa þá líka

  13. ROSALEGT! þvílík keppni, flottasta meistaradeildarkeppni í sögunni.

    Við erum með hreðjartak á spurs, megum ekki sleppa því þann 1.júní!

    1
  14. Helvítis. Hefði allan daginn viljað þetta unga Ajax lið sem virtust ekki höndla pressuna í síðarihálfleik. Liverpool – Tottenham eru alltaf hörkuleikir
    Við unnum þá 1-2 á útivelli 15.sept og svo 2-1 31.mars mars þar sem við fengum gefins mark á 90 mín.

    Maður fær ekki allt sem maður vill en maður hefði haldið að sigurlíkurnar væru meiri gegn Ajax en eina sem Liverpool getur gert er að spila við þá andstæðinga sem komust í úrslitaleikinn og það verður Tottenham að þessu sinni.

    YNWA

    3
    • Sammála! Ég var að vonast eftir Ajax því það var bara spurning hvenær þeir myndu springa á limminu og það gerðist því miður í seinni hálfleik í kvöld. Þetta verður 50/50 leikur í Madrid!

  15. Besta comeback í meistaradeildinni frá því í gær.
    Rosalegur leikur og þessi meistaradeild er geggjuð

    1
  16. Hversu viðbjóðslega svekkjandi væri það að enda rúmum tuttugu stigum fyrir ofan Spurs, vinna báða leikina gegn þeim í deildinni en tapa svo þegar það er bikar í boði. Get varla hugsað til þess að liðið tapi tveimur svona leikjum í röð. YNWA

  17. Man eftir því þegar Torres var að gera góða hluti hjá Liverpool. Hann var okkar eini alvöru striker og var látinn spila leik eftir leik. Las einhver staðar að Liverpool hefði ofnotað hann. Kannski er það rétt eða kannski ekki.

    Ég er ánægður með afstöðu Liverpool varðandi Salah og ekki taka neina áhættu með höfuðmeiðslin og láta hann ekki spila.

    Peningakallar hefðu gefið skipun um að Salah mundi spila hvað sem það kostar en það gerði ekki Liverpool sem er gott.

    5
  18. FSG er að gera góða hluti varðandi Liverpool. Þeir eru þekktir fyrir að nota tölfræði og það segir mér að árangurin núna er enginn tilviljun.

    Þeir eru búnir að reikna út hvað þarf að gera og hvaða leikmenn þeir þurfa til að vinna deildina. En eins með tölfræðina þá er hún ekki alsjáandi.

    Ólíklegir hlutir geta gerst og brenglað niðurstöðuna. Eitt tölfræðilegur útlagi (outlier) er að Kompany skori með geggjuðu langskoti.

    Eitt stig frá meistaratiltli er innan skekkju marga. Þetta þýðir allt að líklegast erum við áfram í toppbaráttu á Englandi og náum góðum árangri í meistaradeildinni.

    Núna er þetta bara í höndum Brighton að vinna þetta fyrir okkur með ólíklegum sigri.

    7
  19. Eitt er víst og það er að stóri bikarinn í ár fer til Englands og miklar líkur á að sá nærst stærst geri það líka ! Sem að sjálfsögðu stöðuna á okkar elskulega frábæra fótboltaliði top 2 in the fucking world ef nota má Kloppnesku.

    YNWA.

  20. Frábær leikur, núna eru Barca aðdáendur að kvarta yfir að Roberson kom við höfuð Messi og vildja meina að hann hefði átt að fá rautt, en fatta ekki sjálfir að Messi hefði átt að vera í banni sjálfur í þessu leik eftir að hafa kílt Fabinhio í fyrri leiknum.

    En þessi dómari var brandari, við hefðum vel getað fendið fjórar til fimm vítaspyrnur, en það var ekki fyrr en á 38 mín sem hann dæmdi á Barca.

    Varðandi 21 mínoru í þessu casti, að Shala fagni ekki á móti Chelsea, hann hefur skorað tvö, það fyrra fagnaði hann ekki, það seinna núna í april, þá fagnaði hann, en ekki neitt svakalega, hann hefur sjáfsat ætlað fyrir fram að sína virðingu en mist sig dálitið í hita leiksinns. Munurinn við Suarez er að Suarez sagði fyrirfram að hann myndi fagna einsog enginn væri morgundagurinn, og viti menn, það var enginn morgunndagur fyrir hanns lið.

    1
  21. Það hvort að Suarez fagni mörkum finnst mér engu máli skipta. Hann er leikmaður Barcelona í dag og það eru mörg ár síðan hann spilaði fyrir Liverpool. Getum ekki ætlast til að hann sé einhver erindreki Liverpool út lífið.

    Við getum hinsvegar ætlast til að hann hegði sér ekki eins og fífl. Að hann skuli viljandi reyna að meiða Robertson segir allt sem segja þarf um þessa mannveru. Ef honum þætti í alvöru enn vænt um Liverpool þá væri hann ekki að reyna meiða einn almikilvægasta leikmann Liverpool nokkrum dögum áður en við eigum séns á að vinna loksins enska meistaratitilinn.
    Eða þá að hann skuli hafa komið skýrt fram í fjölmiðlum í fyrra og reynt að lokka Coutinho frá okkur til Barcelona.

    Suarez hefur engar raunverulegar taugar til Liverpool og hann er búinn að fá að rúnka sér nógu lengi utan í okkur með sinni þykjustu væmni. Fuck Off Suarez.

    14
    • Enda maðurinn þekktur fyrir að gera allt til að vinna! Karma er bara að bíta hann á móti.

      1
  22. Hvar verður mest af Liverpoolmönnum að horfa á leikinn á sunnudaginn á Höfuðborgarsvæðinu?

Liverpool 4-0 Barcelona

Allt eða eitthvað: Lokaleikurinn á Anfield – Upphitun