Liverpool 4-0 Barcelona

Kraftaverkin gerast enn á Anfield!

Mörkin

1-0   Divock Origi 7.mín
2-0   Georginio Wijnaldum 54.mín
3-0   Georginio Wijnaldum 56.mín
4-0   Divock Origi 79.mín

Leikurinn

Áður en bolta var sparkað þá var hávær YNWA heiðraður og Suarez fékk hressilegt pú frá Púlurum sem voru ósáttir við framkomu hans í fyrri leiknum. Heimamenn byrjuðu með hápressu og mikilli aggressjón á hina gulklæddu frá Spáni. Það virkaði vel og gaf kröftugan tón fyrir framhaldið.

Strax í fyrstu alvöru sókn Rauða hersins þá tókst okkur að koma boltanum í netið. Henderson tókst með mikilli lagni að þræða sig í gegnum vörn Barcelona og náði skoti af stuttu færi sem ter Stegen varði fyrir fætur meistara Origi sem gerði engin mistök fyrir opnu marki. Draumabyrjun fyrir Liverpool og Anfield ærðist!

Örstuttu síðar prjónaði Mané sig inn í teiginn og féll við eftir snertingu að aftan frá varnarmanninum Roberto en dómari leiksins dæmdi ekkert. Vítaspyrna að mínu mati en dómarinn gaf tóninn fyrir sína frammistöðu með rangri niðurstöðu. Hiti var kominn í leikinn og Fabinho fékk gult spjald fyrir hraustlega tæklingu á Suarez en sá úrúgvæíski hafði frá byrjun leiks haldið áfram með skítlega framkomu sína sem hann hefur lagt rækt við að fullkomna á sínum ferli.

Barca blés til sóknar og á örstuttum kafla fengu þeir tvö dauðafæri í upphlaupum sínum en blessunarlega þá varði Alisson í bæði skiptin frá Messi og Coutinho. Leikurinn var afar opinn og bæði lið að fá tækifæri. Robertson hlóð í fast skot utan af velli en ter Stegen varði vel og hinu megin setti Messi tvö skot rétt framhjá. Suarez gerði sitt besta til að slasa Robertson með tvöföldu hælsparki í leggina á skoska fyrirliðanum en eftir aðhlynningu þá hélt Andrew áfram en þurfti frá að hverfa fyrir seinni hálfleikinn. Busquets fékk gult spjald og Messi enn eitt færið áður en að blásið var til hálfleiks.

1-0 fyrir Liverpool í hálfleik

Wijnaldum kom inná í stað Robertson og Liverpool hóf seinni hálfleikinn með góðum krafti og Virgil ógnaði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Barcelona ógnuðu strax með skyndisókn en Alisson varði vel. Á 54.mínútu og næstu 122 sekúndunum þar eftir snérist leikurinn alveg á haus. Mistök hjá Alba hleypti TAA í fyrirgjöf og Wijnaldum í skot og mark í teignum. Tveimur mínútum og tveimur sekúndum betur þá gerði Gini sitt besta til að herma fullkomlega eftir marki Gerrard í Istanbul. Shaqiri sendi inn örfætta fyrirgjöf frá vinstri vængnum og Wijnaldum reis upp til að hamra boltann inn með höfðinu. 3-0!!! Allt brjálað og leikar jafnir samanlagt!

Coutinho hafði verið grútlélegur í leiknum og var skipt útaf beint í kjölfarið og gjaldkeri Liverpool tók bakföll af hlátri við þá skiptingu. Messi hélt áfram að sækja á vörn Liverpool og í eitt skiptið fórnaði Matip sér í brot og gult spald en í hitt skiptið varði Alisson fast sköt úr þröngu færi. Leikurinn jafnaðist nokkuð um miðbik hálfleiksins þar sem hvorugt liðið vissi hvort það vildi sækja eða halda fengnum hlut fram í framlengingu.

Á 79.mínútu fékk Liverpool hornspyrnu. Trent Alexander-Arnold sýndi gáfumerki á Einstein-leveli með blöffi og leiftursnöggri spyrnu beint á Divock Origi sem smellti boltanum í Samúelinn af stuttu færi! 4-0 og heimamenn komnir yfir í einvíginu í fyrsta sinn af 170 mínútum af fótbolta. Kraftaverkið að gerast? Barca henti strax í skiptingu af Rakitic út fyrir Malcom og eftir það lögðumst við ansi djúpt til að verja sigurstöðu. Meiðsli og þreyta fóru að herja á heimamenn og Origi þurfti að víkja fyrir Gomez og síðan Shaqiri fyrir Sturridge.

Stanslaust stress fylgdi næstu 10 mínúturnar fram í uppbótartíma en Barca ógnaði ekki alvarlega fram að lokaflautunum þremur sem var ein fallegasta sinfónía sem heyrst hefur á Anfield!

4-0 sigur fyrir Liverpool! Úrslitaleikurinn í Madrid bíður okkar!!

Bestu leikmenn Liverpool

Allir útispilarar í rauðum búning og markmaður í gráu eru tímalausar hetjur fyrir þennan magnaða leik sem fram fór. Alisson var klettur í markinu og varði allt sem kom á rammann og greip allt sem máli skipti. Hafsentarnir glæsilegir í hjarta varnarinnar, Robertson stríðsmaður sem frá þurfti að hverfa og svo TAA sem átti gullstoðsendinguna úr hornspyrnunni. Fabinho var grjótharður í sinni nálgun og lét hina vafasömu í röndóttu ekki komast upp með neitt múður. Milner hljóp endalaust að vanda og fjölhæfni hans kom í góðar þarfir til að leysa vinstri bakvörðinn. Jordan Henderson magnaður og stanslaus og hans færi skapaði fyrsta markið. Shaqiri með stoðsendingu og keyrði sig alveg út fyrir málstaðinn. Mané stöðug ógn fram á við en varðist einnig eins og brjálæðingur. Wijnaldum reyndist vera super-sub með geggjuð tvö mörk á tveimur mínútum.

Divock Origi heldur svo áfram að stimpla sig inn sem ein óvæntasta költ-hetja síðari ára með sín tvö mörk og ég gef honum titilinn mann leiksins fyrir að opna og ljúka markareikning liðsins í kvöld. Gullmörk sem bæði komu okkur í gang og komu okkur í úrslitaleikinn í Madrid þann 1.júní.

Vondur dagur

Luis Suarez. Var aftur upp á sitt versta og sannaði að innst inni í hjartanu er hann kominn langt fram yfir síðasta söludag með tilheyrandi rotnun. Slasaði Robertson, var sjálfum sér almennt til skammar og fékk makleg málagjöld fyrir vikið. Karma löggan var á vakt í kvöld og Suarez endaði í grjótinu. Réttlætinu fullnægt!

Tölfræði

Umræðan

Gegn allri heilbrigðri skynsemi, líkindum og fótboltafræðum þá erum við komnir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir einn magnaðasta leik í sögu fótboltans. Að hafa hugrekki, kjark og karakter til að yfirvinna þessa hindrun Messi og 3-0 mótvind er ótrúlegt og trónir á toppinum með Istanbul hvað varðar kraftaverk af knattspyrnulegum toga.

Þó allt mæli gegn því þá eigum við enn fræðilegan séns í deildinni og núna höfum við úrslitaleik af hæstu gráðu til að hlakka til í höfuðborg Spánar. Að þora að dreyma er eitthvað sem þessir leikmenn hafa hugrekki til að gera og við hinir erum dolfallnir í þeim ótrúlegheitum sem okkur er boðið uppá.

Liverpool er ekkert venjulegt knattspyrnulið og enginn venjulegur klúbbur. Það hefur mesta karakter af öllum knattspyrnuliðum á byggðu bóli og við höfum bætt við enn einu ógleymanlegu augnablikinu í safnið sem þrælsannar það. Við höldum alltaf áfram!

We are Liverpool. This means more. You Never Walk Alone.

77 Comments

  1. Engin pressa á skýrsluna…. nú er bara tími til þess að fagna 😀 😀 😀 😀 😀

    20
  2. Þetta lið…..vá hvað er hægt að segja um þessa stráka. Til hamingju allir stuðningsmenn

    14
  3. Vá hvað þetta var svakalegur leikur! Trent alveg frábær í sinni stöðu. Maður á bara ekki orð 😀

    8
  4. Veit ekki hvað er hægt að segja maður er enn að jafna sig eftir þetta vááá.
    Eigum við að ræða hornið hjá TAA ????

    11
  5. Til Hamingju með þetta félgar….. þvílíkur leikur… þvílík stund…….

    7
  6. Ég bara elska þetta lið og þennan stjóra ?. Til hamingju allir Liverpool aðdáendur

    7
  7. Sagði ekki einhver að við ættum að trúa. Til hamingju stuðningsmenn Liverpool. YNWA

    5
  8. Ég bara elska þetta lið og þennan stjóra ?. Til hamingju allir Liverpool aðdáendur

    3
  9. Vá…..Maður var nákvæmlega að vona þetta myndi gerast, við myndum vinna Barcelona í úrslitaleik eða þannig með coutinho og suarez í liðinu sem þeir fóru í til að vinna titla. Þetta gat ekki verið betra.

    15
    • Það var einn á Ara í kvöld á í forljotri man í treyju með skeifu allan rúman
      , örugglega hann.

      4
    • Og hvar er Ingibjörg vantar eitthvað gáfulegt frá þeim fótbolta snilling

      1
  10. Ég er algjörlega orðlaus, en get skrifað. Ég bara elska alla þessa leikmenn og þjálfara sem glöddu mig svo mikið í kvöld. Ég viðurkenni að ég hafði ekki trú á þessu fyrirfram en ég hef þó ekki gleymt kraftaverkinu í Istanbul.

    11
  11. Mig langar að biðja Robba lukkutröll að halda áfram að trolla okkur. Hann er búinn að stuna þetta undanfarna mánuði með frábærum árangri fyrir okkur ?

    17
  12. Trend Alexander Arnold nýskriðinn upp úr táningsaldrinum, á nær allan ferilinn fyrir sér, afgreiðir Barcelona með einhverri fallegustu og fljóthugsuðustu hornspyrnu ever.

    23
  13. Þetta er eins frábært og hugsast getur. Eins og í bíomynd. Barcelona hvíldi 10 leikmenn í síðasta leik til að tryggja sig í úrslit gegn okkur og það sætasta af öllu sætasta var að suðurAmerísku flóttamennirnir voru báðir í byrjunarliðinu. Að koma til baka úr 3-0 gegn hinu goðsagnakennda Bacelona með fótboltaguðinn sjálfan Innanborðs er eitthvað sem kemst á spjöld sögunnar sem magnaðasti undanúrslitaleikur sögunnar. Þetta er stórafrek.

    YNWA

    25
  14. þessi leikur fer í flokk með Istanbul leiknum, fólk getur kallað þessa leiki goðsagnakennda, sem þeir eru reyndar. En, til hamingju félagar, þessi leikur var okkar frá fyrstu mínútu, og allir góðir, engin tekin út úr.

    YNWA

    7
  15. ég er að japla á sokknum, ég gat aldrei ýmindað mér þetta í minni viltustu fantasíu að við gætum unnið barcelona 4:0 án firmino og salah en fokk hvað wyjanldum og origi voru góðir maður!.. ég hreinlega heimta að origi fái nýjann samning strax!

    13
  16. Er til betra sjónvarpsefni en þetta a.m.k fyrir okku Liverpool aðdáendur. Þetta er sturlað. Það sem er meira er að þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja sinn. Þetta er alltaf að gerast. Mér er næstum því sama hvernig úrslitaleikurinn fer, ég hef núna marga daga til að hlakka til og lesa um leikinn og allar pælingar Kop manna, njóta ferðalagsins. Þetta eru þvílik forréttindi. Það sem er líka best er að allir sem hlógu og hlökkuðu í eftir fyrri leikinn m.a Lineker og Ferdinand geta núna fengið martraðir fyrir mér. Geðveikt.

    20
  17. Sæl og blessuð!

    Það er ekki oft sem maður hefur rétt fyrir sér, en í kommenti 22 við fyrri færsluna sagði sófaspekingurinn þetta:

    ,,Ég hef það á tilfinningunni að feilskotið hjá Börsungum í blálokin á Camp Nou eigi eftir að reynast afdrifaríkt.”

    (LS hneigir sig með tilþrifum)

    31
  18. Jess jessssss , er búin að setja like allsstaðar það er ekkert hægt að segja nema þá kannski þessu ótrúlegu hornspyrnu hún á eftir að lifa lengi og fara í kennslubækur.

    15
    • Svakaleg hornspyrna og þessi leikmaður er bara barn að aldri.

      4
  19. Þetta var ekkert lítið afrek og einhversstaðar las ég að við ættum 6% líkur á að komast áfram.

    Þetta upplegg hjá Arnold í fjórða markinu var óraunverulegt og afgreiðslan engu síðri hjá DO.

    Sjáumst í Madrid !!

    13
  20. Er einhversstaðar linkur þar sem hægt er að horfa á leikinn aftur?

    Ps. er líka einhversstaðar linkur þar sem hægt er að fylgjast með viðbrögðum Lineker og Ferdinand 🙂

    20
  21. Bobby má fara vara sig, Origi er eitraður. Trent í hægri bakverðinum er nú bara á hraðleið með að vera besti bakvörður í heimi. Sadio gjörsamlega óstöðvandi frammi. Henderson ógeðslega góður og Fabinho gjörsamlega frábær. Van Dijk, Allison……það áttu allir leik lífs sins.

    …og sem stuðningsmaður þá brosir maður bara yfir að hafa valið rétt lið til að halda með

    8
  22. Guðmin almáttaður

    Vissiða!

    Áfram LIVERPOOL!

    Of rýnlaður til að seigja mikið meir

    Ynva!

    9
  23. Er bara orðlaus, var að horfa á Mourinio klappa fyrir Klopp á Bein sports þegar þulirnir spurðu hann útí Klopp og þáttarstjórnendurnir tóku undir og klöppuðu, ufffff

    13
  24. Ég kveikti á leiknum á 53. mínútu og sagði koma svo drengir klárið þetta… You’re welcome ?

    8
  25. Andskotinn… Þumalinn kom út sem spurningamerki. Anyways… You’re welcome 🙂

    5
  26. Sælir félagar

    Ekkert ég endurtek EEEEKKKKKKEEERT knattspyrnulið í heiminum jafnast á við Liverpool í dag. Hjartað, hugrekkið, baráttan og gæði leikmanna eru ásamt Klopp lykillinn að niðurstöðu þessa leiks. Það er mikil hamingja fyrir okkur stuðningsmenn að vera hluti af Liverpool fjölskyldunni

    Það er nú þannig

    YNWA

    28
  27. Sagði það eftir að dagsetningar einvígisins væru ljósar (1. og 7. maí) að þetta væri skrifað í skýin, þar sem ég á afmæli í dag 🙂 Að verða 48 ára, eiga frábæran dag, svæfa þann yngsta á meðan sigurmarkið er skorað … (sko fjórða markið) … það er bara fullkominn endir á fullkomnum degi. Happy birthday indeed!!!! YNWA!

    19
  28. Er hægt að spila leikinn aftur.

    Ég er að spyrja fyrir vin, hann heitir Messi.

    Við erum alveg ótrúlegir, Áfram Liverpool.

    7
  29. Ef einhver segir, eftir síðustu leiki, að Henderson sé ekki nógu góður fyrir Liverpool getur sá hinn sami bara farið að horfa á krikket eða byrjað að halda með Man Utd. Þvílíkur leiðtogi. Þetta snýst ekki alltaf um að vera með mestu tæknina…..

    24
  30. Talandi um Salah…. sáu þið peysuna sem hanm mætti í á leikinn
    “NEVER GIVE UP”

    Og þvílíkt að sjá Liverpool taka Íslenska liðið á
    Þetta og fagna allir fyrir framan KOP end…..

    11
  31. Skýrslan komin inn félagar. Ótrúlegt kvöld sem lengi verður í minnum haft!

    YNWA

    7
  32. Var á þessum frábæra leik og þeir sem voru nálægt mér grétu af gleði. Stemmingin var allan tíma á fullu og það skilaði sér öruglega inná völlinn. Matip, Fabinho og Hendo fanst mér bestir, baráttan hjá þeim sleit spánverjana í sundur. Svo varði Alisson fjórum sinn mjög vel. Annar stóðu allir sig vel. Það var svakalegt að upplifa þetta!!!!

    35
  33. Jesús, er rétt að ná andanum eftir þetta.

    Þvílíkt og annað eins afrek, þvílíkir leikmenn og þvílíkur stjóri. Barcelona gjörsamlega jarðaðir á Anfield í kvöld. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.

    Vá.

    4
  34. Èg er var à leiknum. Bið ekki um meir. Er að kæla mig niður með góðum mjöð. Röddin er alveg farin :). Stemmingin er engri lík. Meira að segja Barcelaona stuðnigsmenn eru að gefa okkur fimmuna en líklega með óbragð í munni :). Klopp I love you!!!

    12
  35. Alisson á svo stóran þátt í þessari leiktíð, og þessum leik. Lokaði algerlega markinu og sýndi okkur hvað við erum komnir langt frá markmannavandræðum síðustu ára.
    Hann var algerlega stórkostlegur í leiknum!

    6
  36. Jæja djöfull svakalega verður erfitt að melta þessa sokka sem var stungið upp í mig áðan. Ég skal éta heila sokkaskúffu ef við náum helv……… dollunni!!!!!

    1
  37. Hvar fæ ég svona húfu og jakka eins og Klopp er í, mig langar að vera fínn.

    3
  38. Séð á reddit, þetta er stórkostlegt:

    [–]BrittAssombalonga 2502 points an hour ago
    [Trent] Alexander-Arnold is literally unreal

    [–]SpeakLikeAChild04 611 points an hour ago
    He’s like Ricky Bobby except he has three first names which explains why he is so good

    1
  39. Vá vá vá vá þvílíkur leikur. Þetta var einn besti leikur sem ég hef séð!!!!!!!!!!!! Óendanlega stoltur af þessu frábæra liði.

    YOU NEVER WALK ALONE

    3
  40. Hver man eftir markinu hjá Messi ? enginn enda var það á endanum áhrifalaust. Nema kannski til að gíra okkur upp.

    1
  41. Maður er algjörlega orðlaus. Var ekkert hræddur fyrir leik enda búinn að afskrifa þetta. Skorum snemma og þá fær maður smá von, eftir 2. og 3. markið þá kemur kvíðahnútur sem losnar ekki fyrr en við lokaflautið.

    Býst ekki við neinu öðru en Man City sigri á sunnudaginn og þetta gæti þvu bjargað tímabilinu. Að enda tímabilið með CL bikarinn og með 97 stig í 2. sæti er stórkostlegt sem ég held að allir hefðu samþykkt fyrir tímabilið.

    Fabinho, Alisson, Wijnaldum, TAA og Origi fá sérstaka heiðurstilnefningu fyrir þennan leik. Einnig var Shaqiri með góða innkomu og krafturinn í Henderson og Van Dijk var til fyrirmyndar. Matip, Milner og Mané voru geggjaðir og baráttan í Robertsson til fyrirmyndar. Svo verð ég að hrósa Mignolet, ekki sjálfgefið að varamarkmaður er svona mikill liðsmaður. Að lokur Herra Klopp, ég elska þig og Anfield.

    Ég ætlaði reyndar aðeins að nefna fáa leikmenn en eftir svona leik er ekki hægt að gera annað en að velja þá alla.

    Salah, Bobby, Keita, Lallana, Lovren ofl, nú getið þið stigið upp og skráð ykkur á söguspjöldin á Anfield.Tveir leikir eftir og með tveimur sigrum eru smá líkur á tvennu. Ef hún kemur ekki núna er ég bjartsýnn fyrir vormánuðum 2020 (geggjað að geta sagt þetta án kaldhæðni).

    YNWA

    7
  42. Þetta var einn stórkostlegasti sigur í sögu Liverpool.
    Einkunn: 10 á allt liði eins og það leggur sig

    Þetta lið okkar er ótrúlegt og með vilja, skipulag og stórt hjarta þá slátruðum við Barcelona í kvöld og 4-0 sigur var sangjart og eftir framistöðuna í fyrirleiknum þar sem maður fannst strákarnir standa sig vel en tapa þá er staðan bara þannig að árið 2019 er Liverpool betra lið en Barcelona(látið þetta síga aðeins inn)

    Ef það er einhvern leikmaður í heiminum sem var að horfa á þennan leik og hugsar ” Mér langar ekki að taka þátt í þessu,, þá er það leikmaður sem okkur langar ekkert í . Því að ég held að þessi leikur í kvöld var stór auglýsing fyrir Klopp, liðið og stuðningsmenn liðsins og held ég að annsi margir umboðsmenn séu að hringja í Liverpool í þessum töluðum orðum.

    YNWA – Þetta er ekki bara einhver klúbbur þetta er miklu miklu meira.

    9
    • “The most experient football players in the world have just been caught napping fast the sleep in the semi final Championship.”

  43. OK, vá, það er erfitt að toppa þetta:

    https://twitter.com/Tshepoleaka10/status/1125871765064957955

    Þá ekki vegna þessa klassíska Titanic music meme, eins skemmtilegt og það getur verið, heldur hvernig lýsandinn er varla búinn að sleppa orðinu um hve Trent sé þroskaður fótboltamaður miðað við að vera bara 20 ára. Þetta er algjört magic. Óviðjafnanlegt.

    4
  44. Er að verka podcast þátt sem við tókum upp eftir leik.

    Er samt ennþá að spá, gerðist þetta bara í alvöru?

    Djöfullinn sjálfur maður, Istanbul-Steini fékk líklega mest sokk sögunnar eftir frammistöðuna í síðasta þætti 🙂

    12
  45. Það er allt hægt þegar spilað er með hjartanu það sannaðist í kvöld. Munurinn á LFC og ManC er hjarta vs olía.
    Ég hafði ekki trú á þessu en ég vissi að liðið okkar er betra en þetta á Barca lið allan daginn.
    Ensku miðjumenn okkar hlupu úr sér lungun ef þeir eru með lungu er ekki viss minnsta þindar lausir. Fabinho fór eins og herforingi í allar tæklingar allar og lét Sússa ekki í friði frekar en aðra í leiknum. TAA svona snilld kemur frá dreng sem er bæði fótbolta og skák heili þvílík framtíð sem þessi drengur á fyrir sér, fótboltaheili af bestu gerð. Og þið sem hafið verið að efast í allan vetur um Klopp haldið hér eftir kJ hann er ekki besti stjórinn hann er lang besti stjórinn.

    YNWA.

    4
  46. Mig langar að sjá viðbrögð frá Eiði Smára sem sagði í viðtali að hann vildi síst af
    Öllu lifa það að LFC yrði Englandsmeistari missti allt álit á þessu kappa .

    5
  47. Pumpan enþá á fullu reikna ekki með miklum svefni í nótt þvílíkt og annað eins lið.

    1
  48. Strákar!!! Hvar fær maður Liverpool treyju í dag? Það er ekkert að sjá á heimasíðu Jóa Útherja.
    Er 19-20 treyjan komin í sölu hérlendis???

  49. Ég bið Liverpool menn og konur afsökunar á því bulli sem ég hef verið að skrifa hér inn á þessum vef á síðstu mánuðum. Hef bara ekki verið með sjálfum mér og átt smá erfitt og því miður þurft að pústa hér inni, en vil bara koma því að að ég hef haldið með Liverpool síðan 1979 og mun alltaf halda með þeim og leikurinn í gærkvöldi var í einu orði sagt stórkostlegur.

    YNWA!

    15
  50. Ég er 64 ára gamal Liverpool aðdáandi sem byrjaði að halda með Liverpool þegar þeir spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik gegn KR í Laugardalnum á sjötta áratug síðustu aldar. Hef upplifað margt súrt og sætt með Liverpool í gegnum tíðina, þó mest súrt á síðari árum. Í gærkvöldi þegar fyrstu gleði tárin voru þornuð og ég gerði mér grein fyrir hvað strákarnir hans Klopp höfðu afrekað þá báru tilfinningarnar mig ofurliði. Að horfa á allt liðið ásamt aðstoðarmönnum og þjálfurum syngja ” You”LL Never Walk Alone “ fyrir framan The Kop var meira en ég þoldi og ég gat ekki haldið gleðinni í skefjum og byrjaði að hágráta eins og feður sýna þegar þeir halda á sínu fyrsta barni. Grátur sem tengist algerri gleði. TOTAL EUFORI . Takk Liverpool FC fyrir að gefa mér þessa gleðistund. Get ég vonast eftir því sama nk sunnudag ? JÁ ÉG GET.

    20
  51. Takk “Robbi” það er heiðarlegt af þér að þora að stíga upp og biðjast afsökunar. Það fer rétt þú skuldar síðunni afsvökun.

    5

Byrjunarliðið gegn Barcelona á Anfield

Gullkastið – “We must turn from doubters to believers”