Liverpool kláraði tímabilið með því að sigra Úlfana 2-0 á heimavelli, og ná þar með 97 stigum í deildinni, sem því miður reyndist ekki nóg til að vinna titilinn.
Mörkin
1-0 Mané (16. mín)
2-0 Mané (81. mín)
Leikurinn
Leikurinn bar þess svolítið merki að menn væru annaðhvort eftir sig eftir leikinn á þriðjudaginn, eða með annað augað á leik Brighton gegn City, eða bæði. Þrátt fyrir þetta náðu okkar menn að skora frekar snemma leiks, þegar Trent og Hendo léku fallega saman hægra megin nálægt vítateig Wolves, Trent gaf svo fyrir (mjög svipuð sending og í fyrra marki Wijnaldum á þriðjudaginn), Mané fékk boltann rétt fyrir innan vítateig og skoraði örugglega. 11 mínútum síðar bárust þær fréttir að Brighton hefðu skorað gegn City, og líklega óhætt að segja að bæði leikmenn og áhorfendur hafi misst einbeitinguna við þær fréttir, en því miður dofnaði gleðin skömmu síðar þegar fréttist af jöfnunarmarki City. Robertson átti gott skot sem Patricio varði, en fátt markvert gerðist fram að leikhléi, annað en að City skoraði annað mark, og var þar með komið í bílstjórasætið.
Í síðari hálfleik áttu Úlfarnir alveg ágæta möguleika á að jafna, en Alisson varði a.m.k. tvisvar meistaralega. Mané skoraði svo annað mark á 81. mínútu, aftur eftir sendingu frá Trent. Var líklega ögn rangstæður, en markið stóð. Á meðan bættu City við tveim mörkum, svo það var ljóst megnið af seinni hálfleik að þetta yrði ekki okkar dagur.
Úrslitin urðu því 2-0, en Brighton náðu ekki að gera okkur þennan greiða sem við óskuðum, umfram það að hafa verið með forystu í eina mínútu og héldu jöfnu fram á 38. mínútu. Ekki við þá að sakast.
Umræðan eftir leik
Það hefur svosem lengi verið vitað að það gerist ekki oft að lið sem er fyrir utan topp 3 vinni svo titilinn árið eftir (Leicester eru undantekningin sem sannar regluna, eins og í fleiru). Það var því vitað að það yrði alltaf erfitt að ætla að sækja titilinn í vetur, rétt eins og sést í spánni sem við hjá kop.is gerðum í haust, en þar spáðum við allir því að City tæki titilinn. Engu að síður komst liðið eins nálægt því eins og hugsast getur. Það eru alveg nógu margir sem hafa bent á að 97 stig hefðu dugað til að vinna í 116 af 119 tímabilum sem enska deildin hefur verið spiluð, en það bara dugði ekki núna.
Setjum nú samt áhersluna á jákvæðu hliðarnar:
- Við erum með lið sem við vitum að er fært um að halda áfram í toppbaráttunni á næstu árum.
- Við erum með lið sem verður í úrslitum meistardeildarinnar þann 1. júní, annað árið í röð.
- Við erum aftur komin með markmann sem vinnur gullhanskann, en Alisson hlaut þann titil eftir að hafa haldið hreinu í 21 skipti.
- Við erum með tvo leikmenn – Salah og Mané – sem deila gullskónum með Aubameyang, allir skoruðu þeir 22 mörk á tímabilinu.
- Ekkert lið fékk færri mörk á sig í deildinni.
- Við erum með besta bakvarðarpar deildarinnar og þó víða væri leitað, sem raða inn stoðsendingunum. Trent bætti tveim við í dag.
- Við eigum leikmann ársins í Virgil van Dijk.
Við óskum City til hamingju með árangurinn, þetta er lið sem fékk 54 af 57 mögulegum stigum í seinni hluta deildarinnar. Vonum svo auðvitað að þeir endurtaki ekki árangurinn á næsta ári.
Hvað er framundan?
Það er eitt stykki úrslitaleikur í meistaradeildinni eftir, þann 1. júní næstkomandi. Við getum hlakkað til þess leiks, rétt eins og við getum hlakkað til þess leiks.
97 stig
1 tap
Fæst mörk fengin á sig
Leikmaður tímabilsins
Tveir markahæstu leikmennirnir
Gullni hanskinn
Samt ekki meistarar – Hversu óréttlátt er það?
Enduðu þetta með sóma og maður er þvílíkt stoltur af liðinu !
Þeir gerðu allt sem þeir gátu allt til enda og unnu allt en því miður gerði olíutunnan það líka.
Nú er bara vinna úrslitaleikinn í CL og þá hættir maður ekki að brosa sem eftir er sumars!
YNWA
Frábært að klára deildina með sigri. Þetta lið okkar er algerlega frábært og eiginlega lögreglumál að 97 stig dugi ekki til að vinna titilinn. Það þurfti auðvitað kolólöglegt oliufursta-lið til að koma í veg fyrir það. Langdýrasta lið í heim sem hefur komist upp með að brjóta allar UEFA og FIFA reglur. Þorir enginn að taka á þeim. Viðbjóður.
Tökum Stóru Eyrun þann 1. júní nk. Verður geggjað að sjá Jordan Henderson lyfta bikarnum. Upp með hökuna kæru systur og bræður. Þvílíkt lið sem við eigum og besta þjálfara í heimi!
Allisson fékk Golden Glove 🙂
YNWA
Hún er uppi kæri vinur hún er uppi
Stórkostlegt tímabil búið, 97 stig. Magnað lið og gaman að fylgjast með þeim. Nei bíddu þetta er ekki einu sinni búið það er einn leikur í Madrid eftir, þvílík veisla!
Skýrslan er komin inn.
Líka rétt að taka fram að ég er viljandi ekki að taka eitthvað eitt atvik út úr, né að horfa á úrslitin í einhverjum einum leik sem afgerandi ástæðu þess að liðið vann ekki titilinn. Þetta er langhlaup, og þó svo að hlutir hafi ekki fallið með liðinu í sumum leikjum, þá voru ýmsir hlutir sem féllu með liðinu í öðrum leikjum (vítið hjá Mahrez á Anfield, Origi 90+6, mistök Lloris á Anfield o.s.frv.)
Ég er stoltur af liðinu.
97 stig.
Aðhangendur annara liða geta gert grín af okkur eins og þeim sýnist en aðeins eitt lið í sögu enska fótboltans hefur náð fleirri stigum en Liverpool.
Það lið er svo sannarlega ekki Man Und. Það lið er svo sannarlega ekki Chelsea og það er svo sannarlega ekki Arsenal eða hvað þá Tottenham..
Það þurfti ríkasta lið veraldar til þess að viðhalda liverpoolbölvuninni áfram. Lið sem “fótboltalega” séð spilar framúrskarandi fótbolta en lið er fótboltaliðalega séð næstum við ómögulegt að etja kappi við og okkar ástsæla lið var einu stigi frá því að sigra þá.
Það eru nýjir tíma. Burðarásar liðsins eru komnir til að vera og því góður möguleiki á að liðið mæti ámóta sterkt á næsta ári, Jafnvel sterkara.
YNWA
Tvö lið hafa náð betri árangr – City í ár og City í fyrra
Sæl og blessuð.
Talandi um að enda í öðru sæti með reisn og stæl. Allt annað í gangi núna en 2014. Áhorfendur heilla þá og hylla.
Það er ekki veikur flötur á þessum hópi. Meira að segja Origi er að stimpla sig inn sem eðalslúttari. Næst fáum við Chambo inn af fullum krafti og guttarnir verða nær sínum præm-gæðaaldri. Reynslan er rosaleg í þessu liði og við megum gera ráð fyrir þessu næsta síson:
1. Markvissari og öflugri byrjun
2. Breiðari hópi og minni líkum á að low-down hjá lykilmönnum dragi okkur niður
3. Ákveðnari barátta gegn meðaljónum sem hægja á leik
4. Enn öflugri stuðningsmenn
5. Væntanlega verða nýir leikmenn handvaldir úr aragrúa sem vill koma og vera með.
6. Eyrnastór heilsar leikmönnum og staffi á hverjum degi er þau mæta til vinnu.
Bring on the Spurs and on the way to MADRID!!!
Virkilega stoltur af þessu liði.
Þetta var ekki endastöð heldur aðeins byrjun hjá Klopp og félögum. Sjáið hvað staðan á liðinu er í dag miða við liðið sem hann tók við.
YNWA – Tímabilið er svo ekki búið og geta strákarnir breytt sér í goðsagnir 1.júní.
Jæja strákar og stelpur. Niðurstaðan er klár, 2. sætið þetta árið. Mér finnst einhvernveginn að heilladísirnar hafi yfirgefið okkar lið en er samt himinsæll yfir þessum frábæra árangri. En hve svekkjandi er það að þegar Liverpool nær frábærum árangri þá nær eitthvert annað lið frábærum árangri sama tímabilið, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur oftar.
Jæja hvað um það, heimurinn ferst ekki og enn er hægt að ná stærsta titlinum sem er í boði þó allan daginn hefði ég skipt á honum og sigri í PL. Vona bara að leikmenn og stjóri nái að jafna sig fram að þeim leik og lendi ekki í neinu bulli heldur spili alvöru leik. Tími líka kominn á Klopp að sýna að hann geti unnið úrslitaleiki. Ég veit reyndar ekki hvort ég get afborið það ef MC fer heim með 3 titla aftir þennan vetur.
Áfram Liverpool.
Hvort sem Mané, Salah og Aubameyang fá hver sinn gullskóinn, eða ekki, þá á Mané allt gott skilið. Sá hnyklaði vöðvana þegar á þurfti að halda!
fóru allir 3 heim með gullskó… víst bara mörkin sem gilda og þar sem þeir voru 3 með 22 mörk fengu þeir allir verðlaun.
Ég er gríðarlega stoltur af okkar mönnum sem gerðu allt til vinna titillinn en City sem eru frábært lið sem eru gera hluti sem á ekki vera hægt. Auðvitað má spyrja um réttlætið þegar City eigendur hafa mokað peningum i liðið og búið til tekjur með þvi Etihad sem eru eigu sama aðila til sleppa við refsingar.. Kaupir nafnréttinn à City vellinum fyrir £400 milljòn. Hvar er eftirlitið? Svo má nefna Sameinuðu Arabisku Furstadæmin brjóta mannréttindi þegar lög þeirra er byggt á Sharia. Ekkert lýðræði, trúfrelsi, kvennréttindi o.s.f. Hvernig geta svona aðilar keppt enskt félag?
Andskotinn…. Bruce Grobbelaar hefur ekki fengið að pissa í hitt markið!!!
En við Liverpool aðdáendur getum ekki annað en verið afskaplega þakklátir fyrir ferðalagið sem liðið bauð okkur upp á í vetur jafnvel þó að útsýnið á áfangastað sé ekki það sem manni fannst liðið eiga skilið.
Takk fyrir frábæra ferð – YNWA
Rosalegt að vinna ekki deildina með 97 stig. Undir lok ársins (2018) tapaði City þremur af fjórum leikjum. Síðan þá hafa þeir tapað þremur fokkings stigum í deildinni.
Þetta hefur vissulega hjálpað þeim mjög mikið
Man City hefur ekki selt leikmann “gegn sínum vilja” í 10 ár og eigendur félagsins fá að pumpa í það peningum framhjá öllum FFP reglugerðum. Mjög erfitt að keppa við slíkt og mjög hætt við því að enska deildin verði fljótlega eins og sú þýska eða ítalska. Áhuginn fer væntanlega hratt niður samhliða því. Samt var einhvernvegin óhugsandi ef að Liverpool myndi vinna á kostnað Man City! Fávitar.
Þriðjudagskvöldið mildar höggið töluvert þó það sé rosalegt að sjá á eftir titlinum eftir þetta tímabil. Það er líka fullkomlega galið að ná 97 stigum á tímabili sem liðið kemst í úrslit Meistaradeildarinnar. Stigaskor sem hefi dugað í 117 tilvikum af 119 sem enska deildin hefur verið spiluð.
Það var mjög öflugt að vinna Wolves í dag, Barcelona leikurinn tók augljóslega vel í og liðið fann vel fyrir þeim leik. Wolves eru þræl öflugir nýliðar og hafa unnið stig af mörgum toppliðum í vetur.
Liverpool hefur ekki átt gott tímabil árið eftir harða titilbaráttu undanfarin ár. Vanalega eru lykilmenn seldir og félagið nær ekki að fylgja tímabilinu eftir til að taka næsta skref. Það kemur í ljós hvernig þetta lið svarar en Liverpool hefur í það minnsta alldrei haft eins góðan grunn til að byggja ofan á eins og núna.
Ef að allt er eðlilegt ætti enginn Xabi Alonso að fara núna og félagið er vonandi ekki einu ári frá gjaldþroti eins og staðan var sumarið 2009. Eins er þetta lið miklu betra en 2013/14 árangurinn og væntanlega verður enginn “Suarez” seldur núna. Eins eru sóknarmenn Liverpool aðeins heilsuhrautari núna en Sturridge var 2014/15.
Michael Edwards með Klopp hefur svo verið galdramaður á leikmannamarkaðnum og mjög ólíklegt að Liverpool skipti lykilmönnum út fyrir Aquilani, Poulsen / Benteke, Balotelli, Lambert o.s.frv. Haldi hann áfram að bæta lykilmönnum við sem bæta liðið er allt hægt.
Eins erum við með Jurgen Klopp, hann þekkir það alveg að lenda í svona mótlæti og byggja sitt lið upp aftur yfir sumarið til að gera enn betur að ári.
Þetta er besta Liverpool lið sem ég hef séð, það yrði glæpur ef það nær ekki einum risatitli.
Telur þú einhverjar líkur á að liðið sé einu ári frá gjaldþroti ? Og eitt annað hvenær fá við ofdekruðu áhangendur uppgjör um spá ykkar fyrir þetta àr þar sem deildinn er yfirstaðinn ?
Eins og talað úr mínu hjarta. Þessi sigur var grjótharður og góður, rétt eins og langflestir aðrir leikir okkar manna á þessu tímabili.
Nú þarf bara að hamra á FFP-reglugerðunum og vonandi verður tekið á þessum málum því þetta er óþolandi ástand.
Sumarið verður forvitnilegt því maður myndi ætla að allir leikmenn væru tilbúnir að koma til okkar og taka þátt í þessu Klopp-ævintýri. CL-úrslit á hverju ári núna og ósigrandi í heimalandinu. Við fengum 81 milljónir punda fyrir CL í fyrra og erum komnir upp í 100 milljónir þetta árið fyrir þessa keppni. Megi þetta halda svona áfram á næstu árum, takk fyrir!
https://www.thisisanfield.com/2019/05/the-fee-liverpool-earned-by-reaching-champions-league-final-and-how-much-they-get-for-winning/
Eins og þú bendir á einareh
97 stig
1 tap
Fæst mörk fengin á sig
Leikmaður tímabilsins
Tveir markahæstu leikmennirnir
Gullni hanskinn
Bæta má við…
…tvisvar leikmaður mánaðarins
…tvisvar stjóri mánaðarins
…4 menn í liði ársins
…TAA í 3-4 sæti yfir stoðsendingahæstu menn
Auk þess hefur Liverpool ekki tapað í 62 leikjum í röð á heimavelli í PL og Evrópukeppni. Geri aðrir betur en það. Anfield vígið er aftur heldur betur farið að standa sig. En af hverju koma ekki titlar?????
Frábært tímabil að baki.
Getum klárlega byggt á þessu næstu árin.
Nú er eins gott að klára CL svo Klopp neyðist ekki til að fara að þjálfa í Sviss (sagði borubrattur að hann myndi gera það ef að hann myndi ekki ná bikar á fjórum árum).
Er viss um að við vinnum Spurs og förum hlæjandi inn í sumarið.
YNWA.
Töpuðum úrslitaleiknum í meistaradeildinni í fyrra endum í öðru sæti núna með 97 fkn stig!!
bara sorry ég er virkilega byrjaður að hata þessa íþrótt. Ég gefst gjörsamlega upp á þessa íþrótt ef við töpum úrslita leiknum sem er eftir 20 daga. EITT STIG FKN DJÖFULL!!!
11 millimetrar !!
Ellefu millimetrar eru það sem skilja okkur að frá Man City.
Þeir hefðu tapað 2 stigum og við bætt við einu hjá okkur.
Frábær leiktíð 🙂
Gull hanskinn.
Tveir gull skór.
Leikmaður leiktíðarinnar
97 stig
Það eru engir helvítis 11 millimetrar sem skilja að, það var 1 stig.
Þetta er nefnilega ekki svona einfalt að fara aftur í tíman og benda á einhver smáátriði, því að ef þau breyttast þá breyttast allar forsendur í leikjum sem koma á eftir.
Það má nefnilega leika sér í þessum HVAÐ EF leik alveg til hið óendanlega.
Man City menn geta líka talað um sigurmörk okkar á loka sek gegn Everton, Tottenham og Newcastle og ef eitthvað af þeim hefði ekki endað í markinu þá væri þetta löngu ráðið
Þetta var bara eins og þú segir frábær leiktíð sem stigasöfnun hefði í 25 skipti af 27 dugað til sigurs í deildinni. Engin Wenger/Sir Alex lið hafa náð þessum fjölda og segir það allt um hversu magnað lið við erum með í dag.
YNWA
Flottur sigur hjá okkar mönnum. 1 tapleikur og 7 jafntefli, hefði einhverntíma dugað og enda með 97 stig. En hendum þessu aftur fyrir bak, við höfum öðrum hnöppum að hneppa, nefnilega úrslitaleik meistardeildarinar. Augu okkar allra munu nú hverfast um þann viðburð, sem nb er sá stærsti, hver sem er deildarmeistari í sínu landi er á því augnabliki aukaatriði hvert sem það lið er.
YNWA
Ef ég man rétt var Liverpool með 10 stiga forskot um Jól/Áramót, þá urðum við fyrir miklum meiðsla forföllum í vörn og Klopp gerði ( að mínu mati ) þau mistök að bregðast ekki við á meðan glugginn var opinn. Þar með fór Liverpool að tapa stigum og því raunar orðið löngu ljóst að enginn titill yrði í Englandi. En sá allra stærsti er eftir !!!
Stefán #18. Við áttum reyndar möguleyka að ná 7 stiga forystu, en úr varð ekki, var down tímabil. En á endanum er engum til góðs að reyna að finna ástæðuna, hún er margþætt og er ekkert merkileg, manc er bara of sterkt, núna, og bara heima.
YNWA
Sælir félagar
Það er í raun ekki hægt að kvarta undan þessari leiktíð. Það fengust stig þar sem stig hefðu getað tapast og töpuðust stig þar stig hefðu getað unnist. Frammistaða liðsins okkar var frábær og hún hefði nánast altaf dugað fyrir titli. Það sem skildi á milli er ekkert sem við eða liðið getur gert við. Berum höfuðið hátt og vonum að næsta leiktíð verði jafn gjöful og þessi eða jafnvel gjöfulli. Takk Klopp og strakarnir okkar.
Það er nú þannig
YNWA
#18 og 19. Var það ekki þannig að við vorum komnir með 7 stiga forskot og hefðum getað náð 10 stiga forskoti með sigri á City í byrjun janúar og einu mistökin sem huganlega voru gerð í janúarglugganum var að lána Clyne því við áttum í vandræðum með vörnina á tímabili en líklega sér hann eftir því núna að hafa viljað fara komnir í úrslit CL í Madríd.
Hár rétt hjá þér varðandi stiginn
Ég er mjög sáttur við tímabilið, fór í fyrsta sinn á Anfield þegar Liverpool tók Huddersfield í kennslustund í fótbolta. Hefði vissulega mátt enda með titlinum en ekki hægt að kvarta yfir frábæru tímabili. Ég er aftur á móti ósáttur við tímasetninguna á úrslitaleiknum í CL. Held að það geti verið erfitt
(fyrir bæði lið) að halda mönnum á tánum í 3 vikur fram að þeim leik. Vonandi tekst okkar mönnum það betur en Tottenham. Yrði hreinlega óþolandi að tapa þeim leik.
Fer annars bara brosandi út í sumarið.
YNWA
Madur veit eiginlega ekki hvad madur a ad segja, madur ER svo SEM buin ad Vera undirbuin undir tetta sidustu vikurnar. Frabært timabil SEM tvi midur endar svona, helvitis alogin halda afram og ef tau halda enn afram 1 Juni fer madur ad hafa verulegar ahyggjur skal eg vidurkenna en eg bara trui ekki odru en ad tetta lid sem a tad svo sannarlega skilid lyfti nu teim stora eftir 19 daga.
En vid erum Liverpool og sama hvad gerist ta gefumst vid ekkert upp og tekkjum tad ad segja bara næsta timabil og kannski fyrst nuna getum vid meint tad tvi tetta lid ER frabært og verdur bara betra. Kaupa I sumar 3-4 leikmenn SEM styrkja eda Gera sterkt tilkall til ad styrkja ja allavega 11-14 bestu leikmenn lidsins og ta munum vid keppa um alla bikara næsta vetur ekki spurning
Ég þakka kop.is fyrir tímabilið. Frábærir.
Ég þakka Liverpool fyrir að spilla mér með endalaust af ótrúlegum mínútum, atvikum og úrslitum í allan vetur.
Þessi vetur var forréttindi.
En þetta er rétt að byrja. Ég trúi á CL bikarinn.
Ég trúi á að liðið komi tilbúið til leiks í haust.
Ég trúi á sigra næstu árin takk fyrir. Veisla.
YNWA