Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar – liðið gegn Tottenham

Jæja börnin góð. Þá er komið að því. Annar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hjá Klopp og lærisveinum hans, og nú á að taka þann sjötta með sér heim.

Rétt eins og fyrir úrslitaleikinn 2005 þá er undirritaður búinn að vera að smíða í allan dag. Eldhús þá, svalir nú. Ég reikna nú samt með að horfa á leikinn núna, ólíkt þá, en hver veit nema frjáls framlög geti orðið til að breyta því (sendið mér bara skilaboð á Twitter). Það hafa svosem engar vísbendingar fundist um að þessar smíðar hafi áhrif á leikmenn eða á úrslit leiksins, og talandi um það: hafa hlustendur einhverja hjátrú varðandi leiki liðsins? Og þá sérstaklega úrslitaleiki Meistaradeildarinnar?

Nóg um það. Liðin hafa verið tilkynnt, og okkar menn stilla svona upp:

Í stuttu máli þá negldi Maggi Beardsley uppstillinguna í annars ágætri upphitun fyrir leikinn.

Bekkurinn er fjölmennari en áður, en á honum eru nokkurnveginn allir leikfærir aðalliðsmenn og einhverjir kjúklingar til viðbótar: Mignolet, Lovren, Milner, Gomez, Sturridge, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Brewster, Origi, Kelleher.

Liðið hjá Spurs er ekki fjarri því sem Maggi ímyndaði sér. Þó er Lucas Moura á bekknum, á meðan Son og Kane byrja frammi, og Winks er á miðjunni í stað Wanyama.

Hafi spennustigið einhverntímann verið hátt, þá er það núna!

KOMA SVO!!!

20 Comments

  1. Full mikið stress í gangi eftir draumabyrjun.Þvílíkt skot samt hjá Trent. Hefði átt að enda inni.

  2. Hef áhyggjur. Finnst miðjan slök og framherjar okkar fá úr litlu að móða.

    1
  3. Sæl og blessuð.

    Jæja, það er ekkert nýtt að hvítliðar séu undir í leikhléi. Hafa alltaf komið inn endurnærðir eftir leikhlésræðuna. Þeir mæta með nýtt geimplan og hinn ógnvænlega Lucas Mora í seinni hálfleik.

    Þá er eins gott að Liverpool spili ekki eins og þeir séu í þjálfun hjá Hamrén.

  4. Mark í leiknum á fyrstu mínútu hjá Liverpool og síðan þá hefur Tottenham verið meira með boltann og stjórnað leiknum nema að því leitinu til að þeir hafa ekki skapað sér nein færi. Þeir hafa reyndar verið líklegir til þess í nokkur skipti en góður varnarleikur hefur komið í veg fyrir það.

    Mér finnst eins og það þurfi að breyta einhverju í seinni hálfleik. Stundum þarf bara ræða nokkur grunnatriði eins og að vera rólegir á boltann eða örlitlar tilfærlsur. Mér finnst eins og Tottenham eigi miðjuna og það gengur ekki mikið lengur. Annað hvort þarf að bæta við miðjumanni á kostnað sóknarmanns eða fara í einhverjar aðrar breytingar eins og að pressa þá framar þegar þeir eru með boltann eða auka sendingarleiðir með fleirri hlaupum í kringum þann sem er með boltann.

  5. Þeir sem segja að þessi gaur kunni ekki að spila fótbolta geta þagnað. Divock kann að klára.

    Til hamingju öll!

    4
  6. Varnarleikurinn er verri eftir að Gomez kom. Hjartað á fullu ennþá. Alisson minn maður leiksins, frábær í kvöld!

    1
  7. Voðalega fá komment eru allir fullir ? djöfull áttum við stuðningsmenn þetta skilið til hamingju allir sem einn!!!!!

    1

Gullkastið – Forsætisráðherra á lokaorðið

Sjötti Evróputitillinn í höfn