Byrjunarliðið gegn Dortmund

Þá er komið að næsta æfingaleik okkar manna, en núna á miðnætti hefst leikur gegn fyrrum lærisveinum Klopp hjá Dortmund. Spilað verður á Notre Dame vellinum, en hann ku vera staðsettur í Indiana fylki í Bandaríkjunum, ekki svo fjarri Chicago. Það er reiknað með um 40.000 áhorfendum á leikinn í steikjandi hita sem nú ríkir þar um slóðir.

Næsti leikur er svo strax kl. 22 á sunnudagskvöld, eða u.þ.b. 44 klst. eftir að þessi leikur verður blásinn af. Þetta ætti því að vera sæmileg æfing fyrir mannskapinn.

Liðið sem byrjar leikinn á eftir lítur svona út:

Bekkur: Lonergan, Atherton, Van Dijk, Wijnaldum, Lovren, Henderson, Brewster, Robertson, Lewis, Phillips, Jones, Hoever, Woodburn, Alexander-Arnold.

Semsagt: Lallana og Brewster byrja ekki eins og í fyrstu tveim leikjunum, en Fabinho og Origi koma inn í staðinn.

Við fjöllum svo um leikinn í annarri færslu, mögulega dettur hún ekki inn fyrr en í fyrramálið.

3 Comments

  1. Lonergan – sem er með hópnum án þess að vera skráður leikmaður – er þarna í fyrsta sinn á bekk fyrir félagið, svona í ljósi þess hve fáliðaður markvarðahópurinn er í augnablikinu.

    Þá eru Lallana og Duncan ekki með, sem varúðarráðstöfun vegna smávægilegs hnjasks.

  2. Eg er ekki ad horfa a leikinn en eru eitthvad fàir ad tvi ? Tid sem erud ad horfa megid endilega kommenta herna og segja mer og liklega fleirum allt tad markverda sem er i gangi i tessum leik

Gullkastið – Húkkaraballið byrjað í boltanum

Liverpool 2 – 3 Dortmund