Sunnudagsslúðrið & Bale

Hann er velskur, þrítugur að aldri, heimsklassa í gæðum, fastagestur á sjúkrabeddanum, á himinháum launum, gerði okkur grikk í Kiev og gengur illa að læra spænsku. Real Madrid er að þvinga sjálfa sig í brunaútsölu, Zidane er að kveikja í brúnni og umboðsmaður Bale heimtar virðingu.

Stóra spurning þessa sunnudags er því óneitanlega:

Á Liverpool að fá Gareth Bale til liðsins?

Loading ... Loading ...

Ræðið málið í kommentakerfinu og ykkar ástæður og rökstuðning fyrir því af hverju Bale ætti að koma eða ekki að koma.

Í öðrum sunnudagsfréttum þá er að aukast hiti í söluumræðu fyrir Clyne til Crystal Palace en slíkur díll hefur legið í loftinu frá því að Wan Bissaka var seldur og laus staða opnaðist í hægri bakvarðastöðunni. Þá er látið fylgja með í öðrum miðlum að Palace vilji frekar selja Zaha til LFC heldur en Arsenal og þar sem Mignolet hefur líka verið linkað við sama lið þá má dreyma sunnudagdrauma um margslunginn skiptidíl milli höfuðborginnar og Bítlaborgarinnar.

Þá er talað um að Nicolas Pepe sé að tefja Napoli á svörum í von um að Liverpool komi með tilboð í sig en Anfield er auðvitað draumastaðurinn fyrir alla knattspyrnumenn þetta sumarið. Að sama skapi segir Liverpool Echo að við höfum nákvæmlega engan áhuga á Pepe og hann yrði því að bíða lengi.

Talandi um biðtíma þá er Steven Gerrard mikill áhugamaður um Samuel Beckett og ætlar að skrifa doðrantinn “Beðið eftir Kent” þetta sumarið en SteG mun bíða fram á síðustu sekúndu í von um að endurheimta besta unga leikmann skosku deildarinnar.

YNWA

10 Comments

  1. Góður, en oft meiddur og orðinn of gamall.

    Er með tvo miða á Liverpool-Napoli í Edinburgh á næstu helgi.(sunnudagur kl 17:00)
    Kemst ekki sjálfur, fara fyrir 10.000kr. parið.
    Ef einhver er á leiðinni til Glasgow þá er tilvalið að skella sér á leikinn, 50 min með lest frá Glasgow.

    1
  2. Fyrir hversu háa upphæð eru Real Madrid tilbúnir að láta hann fara ?

  3. Sælir félagar

    Mitt svar er nei. Hann er of gamall, launapakkinn bara rugl og svo er hann oft meiddur. hann mætti samt koma ef RM borgar launin hans 90% og við þurfum ekkert að borga fyrir hann því hann er þrusugóður þegar hann er í lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  4. Tad væri alls ekki slæmt ad eiga einn Bale i vopnaburinu enda frabær leikmadur sem getur unnid leiki uppa eigin spytur en se tetta aldrei gerast adallega vegna launa hans.
    Er hann annars eitthvad ordadur vid okkur eda ?

  5. Erfitt að ímynda sér ólíklegri leikmann sem Liverpool væri á eftir í sumar. Ferill hans hjá Real hefur einkenst af miklum meiðslavandræðum þó vissulega hafi hann verið frábær þegar hann var upp á sitt besta. Hann er með svona þrefölld laun á við bestu leikmenn Liverpool og kostar auk þess einhvern pening enda með þrjú ár eftir af samningi. Hann er auk þess þrítugur og því ólíklegt að við séum að tala um þann Bale sem var að spila með Tottenham eða fyrstu árin hjá Real. Auðvitað á hann slatta eftir ennþá en það verður aldrei hjá Liverpool.

    Liverpool á að halda áfram að kaupa “næsta” Bale og þróa leikmenn i að spila í hans klassa, gengur mjög vel so far. Svona fjárhæðir ættu þá frekar að fara í Jaden Sancho sem dæmi.

    7
  6. Samála Einari

    Bale er ekki leikmaður sem ætti að klæðast Liverpool búning úr þessu. Dýr, hálaun, búinn með bestu árin og meiðslavandræði.

  7. Ég ætla að segja JÁ með miklum fyrirvörum þó og kannski óraunhæfum en það leyfist með svona sunnudagsvangaveltur.

    Fyrirvararnir eru helst fjárhagslegir en ég væri alveg til í að fá Bale á lánssamnings til 1 árs með valkosti á framlengingu í lánsdíl þar sem við værum ekki að borga honum hærri laun en okkar hæstu mönnum (um 200 þús. pund). Í dílnum væru fyrirvarar þar sem við borgum mun minna ef hann er mikið meiddur en mættu á móti vera bónusar ef hann spilar mikið og nær velgengni með liðinu (mörk, stoðsendingar, titlar).

    Sem sagt, fullkomlega einhliða samningur þar sem Liverpool getur varla annað en grætt á því. Virkar kannski fáránleg vangavelta en Real Madrid hafa komið sér í næsta vonlausa stöðu með Bale og hvernig þeir ætla að losna við hann án stórtaps er vandséð. Ég er nokkuð viss um að Bale lætur ekki senda sig til Kína eða annað nema hann sé fullkomlega sáttur við áfangastaðinn og liðið sem um ræðir. Er algerlega í bílstjórasætinu með þetta þar sem hann á heil 3 ár eftir af þessum risasamningi sínum og yfirlýsing Zidane í dag hjálpar ekki hvítliðum í sinni samningastöðu.

    Hin forsendan er auðvitað sú að við séum ekki að fara að styrkja liðið með mönnum í þessa stöðu eins og Pépe, Warner eða öðrum. Ef valið stendur á milli þess að fá engan inn í framlínuna eða fá Bale á réttu verði þá kýs ég að fá Bale allan daginn. Að hafa heimsklassa leikmann sem getur spilað og róterað í allar stöður í framlínunni er draumur í dós. Það væri akkúrat eitthvað sem okkur myndi vanta og styrkja liðið mikið fyrir aukið álag í vetur. Bale spilaði í 42 leikjum á síðasta tímabili og um helmingur þeirra sem varamaður en það þýðir þó hann var leikfær megnið af tímabilinu. Hann spilaði í 2.619 mínútur og hefði líklega spilað meira ef ekki væri fyrir þá ónáð sem hann er kominn í hjá Madrid.

    Að öllu þessu sögðu þá tel ég líkurnar á því að Bale komi vera innan við 5% 🙂

    1
  8. Til hvers að ræða þetta hér? Er ekki vaninn á þessari síðu að fjalla um hluti sem er í það minnsta einhver flugufótur fyrir?

    8
  9. Það væri mjög gott að eiga mann eins og Bale eða Coutinho til að koma og brjóta upp liðið þegar svo ber undir eða hvíla þessa ofur þrjá sem eru yfirleitt frammi hjá okkur. Ég myndi ekki vilja samt fá þessa tvo í liðið okkar, sérstaklega ekki þann síðarnefnda sem sýndi það enn og aftur, hversu takmarkaður hann er, þegar Barca og Liverpool áttust við í undanúrslitum CL.
    Þessum báðum einstaklingum fylgir mikill kostnaður, yfirdrifinn kostnaður og vesen í klefanum myndi ég halda. Þannig að … takk en nei takk.

    2
  10. Varðandi Bale, þá snýst þetta allt um hvað hann kostar. Ég sagði já, því auðvitað myndi ég vilja fá þennan leikmann í einhverri draumautopískri veröld en tel nokkuð víst að það sé ekki boði nema fyrir allt of mikið fé.

    Ég tel hann nógu góðan til að spila fyrir Liverpool en það er ekkert sem bendir til þess að hann verði nokkurn tímann keyptur. Hann er t.d að nálgast seinni hluta ferilsins og það er ekki í anda FSG að kaupa slíkan mann nema á mjög lágu verði. Verðið þyrfti að vera í kringum 20 m pund og það er aldrei að fara að gerast. Svo þyrfti hann að lækka sig verulega í launum og sætta sig við að vera að berjast um sæti við eina bestu sóknarlínu í veröldinni.

    Ég hefði viljað fá Pebe, því ég tel vanta breidd en ég held að Kent eða Wilson verði settir í varaskífuhlutverk fyrir vængmennina okkar. Klopp telji þá einfaldlega nógu góða til að spila fyrir Liverpool.

    Ég er löngu búinn að sætta mig við það að þessi sumargluggi verður sá rólegasti í manna minnum.

Liverpool 2 – 3 Dortmund

Sevilla – leikþráður