Næst síðasti æfingaleikur Liverpool áður en tímabilið hefst er á dagskrá í dag er Rauði herinn mætir ljósbláu liði Napoli frá sunnanverðri Ítalíu. Við fögnum því að mæta hinum ítölsku að nýju enda var mikil gleði með úrslit síðasta leiks liðanna og við röðuðum einnig inn mörkum gegn þeim í síðasta vináttuleik okkar en það var þó hinu megin við Írlandshafið.
Enn spilum við á leikvelli sem öllu jöfnu er ekki ætlaður fyrir fótboltaiðkun og er Murrayfield Stadium í Edinborg vettvangur dagsins en þar aðallega stundað rugby þó að margir aðrir viðburðir séu haldnir þar. Að því sögðu að þá ætti að vera meira pláss á grasfletinum heldur en á hafnaboltafrímerkjunum og er Murrayfield stærsti íþróttaleikvangur Skotlands og sá fimmti stærsti á Stóra-Bretlandi með sæti fyrir 67.144 áhorfendur. Hvert sæti verður skipað þar í dag enda uppselt á viðureignina.
Eins og vera ber þá verður rigning í Skotlandi og um 17 stiga hiti sem verður kærkomin tilbreyting frá bakaraofninum í Bandaríkjunum en pistlahöfundur getur þó toppað skosku hitatölurnar með 22 gráðum í forsælu í Ísafjarðardjúpi.
Fyrr í dag bárust þær ágætu fréttir að Harvey Elliot hefði loks verið staðfestur sem leikmaður LFC og hann fór beint í 23 manna leikmannahóp fyrir leikinn í dag. Það er því von á að sjá hársnúðinn hárfagra inná vellinum í dag og flestir erum við Púlarar auðvitað farnir að safna í slíka hárgreiðslu sjálfir.
Vel fór á með stjórunum fyrir leik er höfðinginn Ancelotti óskaði Klopp til lukku með Evrópumeistaratitilinn en hann hefur bæði unnið og tapað CL Final gegn Liverpool:
.@MrAncelotti congratulates Jurgen Klopp on @LFC‘s @ChampionsLeague triumph!
#ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/PYGXQwVOan— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) July 28, 2019
Klopp hefur gert byrjunarlið sitt kunngert og það er óbreytt frá síðasta leik gegn Sporting Lisbon:
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Milner, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Origi.
Bekkurinn: Lonergan, Lovren, Gomez, Lallana, Brewster, Lewis, Hoever, Duncan, Wilson, Elliott, Van den Berg.
Byrjunarlið Napoli er komið og það er svohljóðandi:
Napoli: Meret, Di Lorenzo, Maksimovic, Manolas, Mario Rui, Callejon, Zielinski, Verdi, Mertens, Insigne, Milik.
Þar sem rúmur klukkutími er enn í leik er tilvalið að ræða málin sín á milli á kommentakerfinu og einnig til að lesa veglegan pistil Einars Matthíasar frá því í gær.
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Einhver með tengil á leikinn.
Ábending / ósk til síðustjórnenda (þráðarrán).
‘Plugin’-ið hér til hægri ‘Næsti leikur og tölfræði’ er ágætis tól en er afskaplega seinlegt að nálgast í símum (Android). Það þarf að skrolla niður heil ósköp til að nálgast upplýsingarnar um næsta leik.
Er einhver möguleiki á t.d. staðsetningu ofar / ‘short cut’ hnappi ofarlega eða annari ‘jump to end’ útfærslu? (Til samanburðar þá þarf til dæmis lítið skrolla to að fá fram ‘jump to top’ hnapp.)
Stuttur völlur?
Mæli með áskift á LfcTv Go fyrir alla sem hafa áhuga á vináttuleikjum, að geta horft á leiki/highlights eftir á ásamt fullt af öðru aukaefni. Held að ársáskriftin sé í kringum 7000 kall.
Aftur er varnarleikurinn okkar skelfilegur. Já þetta eru æfingar leikir en skipulag ætti nú að vera í góðu lagi í undanförnum leikjum en svo er bara alls ekki. Svo erum við mjög lélegir sóknarlega en skil að það vantar alvöru leikmenn fram á við en Origi er ekki svarið.
Meðalmennska og annað sem einkennir þessa æfingaleiki sýnist mér bara. Ekki sáttur við þennan varnarleik.
Sæl og blessuð.
Slakt hjá okkar mönnum, Napolimenn eru í öðrum gæðaflokki og halda boltanum löngum stundum. Ekkert gengur í okkar liði – sókn, miðja, vörn… allt í rugli.
Chambo missir hann nánast alltaf, Origi er eins og kálfur á svelli, bakverðir koma engu í leik, Hendó, Gini og Fabinho – halda boltanum aldrei, beisíkk-mistök í vörninni… Arfaslakt!
Það er eins gott að menn læri eitthvað af þessu æfingaleikjasprikli. Annars verður þessi leiktíð ekki upp á marga fiska.
Spurning að kaupa einn 17 ára í viðbót?
Það versta við þetta er að þetta er líklega byrjunarliðið, þ.e 4 öftustu og miðjan. Vantar aðal mennina framávið en þá ætti liðið amk halda hreinu þó það vanti bit frammi. Mér finnst hrokafullt hjá Klopp að bæta ekkert við hópinn.
Og ekki þetta kjaftæði að það sé ekki til fjármagn. Ekkert lið fékk meira í kasann en LFC á síðasta ári.
Dómarar mættir á síðuna, og nokkuð svartsýnir sýnist mér.
Öll yfirhollingin á okkar mönnum dapur eins og hún er búinn að vera á þessu preseasoni.
Í aðdraganda Copa America og Africa var við því að búast að okkar sterkustu menn væru ekkert að taka þátt í þessu pre seasoni og það er hafa áhrif en samt hefði maður vonast til þess að einhverjir leikmenn ætluðu að sýna Klopp að þeir séu tilbúnir í næsta tímabil en það er einhver bremsa í þessu so far…
Það má samt ekki gleyma því að liðið okkar er sennilega langt á eftir öðrum liðum hvað varðar bolta og tækniæfingar. Fyrstu 2-3 vikurnar snúast um líkamlegt atgervi og þeir snerta varla bolta á þessum tíma. Önnur lið leggja meira upp úr tæknilegum æfingum. Við gætum sennilega hlaupið hringi í kringum þessi lið þollega séð (a.m.k. Milner).
Við erum ekki evrópumeistarar i æfingaleikjum sem er allt i góðu….tapleikirnir koma á hárréttum tíma….
Vissulega bara æfingaleikur en engu að síður bara 7 dagar í fyrsta bikarleik og 12 dagar í fyrsta deildarleik. Finnst liðið ekki vera komið á sama stað og það var komið á sama tíma í fyrra. Það þarf greinilega að nýta tímann vel næstu daga.
Er ekki hægt að fá Insigne fyrir 60-70m punda. Yfirburða leikmaður í þessum leik og báðum leikjum okkar við Napoli á seinasta tímabili.
Ég vona bara að þessi leikur:
1. Gefi enga mynd af raunverulegu ástandi liðsins, það eigi eftir að eflast á öllum sviðum. Skil samt ekki fyrirvarann um að liðið sé ekki samstill. Þetta er, að frátalinni sókninni, sami hópurinn og í fyrra.
2. Veki stjórnina til vitundar um að það væri ekki galið að bæta einum stórlax í hópinn. Eitthvað hlýtur að vera þarna handan við hornið!
Annars eru magrir tímar framundan! Ferlega dapurt að láta þetta Napoli-lið kjöldraga sig.
Kæru aðdáendur Liverpool. Sparið nú stóru orðin þetta er bara æfingaleikur. Það eru sárafá lið sem spila framá sumar og vinna titla sem leika vel í æfingaleikjum skömmu seinna. Klopp er að prufa mannskapinn og sjá hvernig menn passa saman, því jú stutt er í fyrsta alvöru leik. Ég hef ekki minnstu áhyggjur, liðið okkar verður ekki allt í einu lélegt. Ef einhver af þessum æfingaleikum hefði verið alvöru leikur þá hefði maður kannski einhverjar áhyggjur. Gleymum því heldur ekki að nú vilja öll lið vinna Liverpool og leggja sig extra mikið fram gegn þeim. Áfram Liverpool nú sem endranær.
Mér er alveg sama þó að þetta sé ,, bara ,, æfingaleikur. Það afsakar ekki neitt svona hörmulegu spilamennsku, sem einkennist af áhugaleysi og leti. Liverpool er einfaldlega að verða sér til skammar fyrir framan skoska stuðningsmenn og aðra.
Þetta var hrein hörmung. Bestu leikmennirnir voru guttanir sem komu inná í lokin. Wilson, Brewster, Duncan,Hoever og Elliot. Við höfum einn leik í viðbót til þess að lagfæra þetta, svo er bara alvaran, allt of snemma fyrir framherja okkar sem eru rétt að koma úr fríi.
Miðað við útkomuna úr þessum leik hlýtur að liggja beint við að setja amk. einn af ungu leikmönnunum í byrjunarliðið í næsta leik. Fremsti þriðjungur með Gini-Origi-Ox var ansi slappur í dag. Harry Wilson eða Brewster ættu að fá tækifæri.
Ég sá síðari hálfleikinn og get tekið undir að það sé mikið af veikleikum í liðinu og margt sem þarf virkilega að laga. Vil samt taka nokkrar tölur með í jöfnuna og vill því ekki álykta full mikið.
A- Það vantar mjög mikið af lykilmönnum. t.d alla framlínuna.
B- Undirbúningstímabilið hjá Jurgen Klopp er rosalega erfitt og það er ekki hægt að spila gegn liði eins og Napoli nema á fullum styrk. þessi mikli pressubolti fer fram á mikla orku.
C- Varnarleikur Liverpool eins og hann var á síðasta tímabili hentar ekki fyrir æfingaleiki. Hann byggði rosalega mikið á endalausri seiglu. Fórna sér í hvern bolta og gefa ekki þumlung eftir. Hlaupa úr sér lungun og spila eins langt og dómarinn leyfir.
Á meðan ég sé liðið ekki spila betur en þetta slæ ég ósjálfrátt af kröfunum. Finnst rökréttara að gera fyrst og fremst kröfu um meistaradeildarsæti og að komast í 16liða úrslit í meistaradeildinni. Það er er þrátt fyrir allt framúrskarandi árangur.
Það er leikmanna og stjóra að sanna að það búi meira í liðinu en það hefur sýnt. Ég er mjög þakklátur að liðið sé að sýna svona mikið af veikleikum í æfingaleikjum, því þá er hægt að vinna í því og bæta það sem þarf að laga.
Hef fulla trú á að það gerist.
Nú er ekkert annað í boði en að hysja upp um sig buxurnar. Þessir æfingaleikir eru ekkert að auka bjartsýnina fyrir komandi tímabil.
I see you don’t monetize kop.is, don’t waste your traffic,
you can earn additional cash every month with new monetization method.
This is the best adsense alternative for any type of website (they
approve all sites), for more info simply search in gooogle: murgrabia’s tools