Byrjunarliðið gegn Lyon

Liverpool mætir Lyon klukkan fimm í dag í síðasta æfingaleik liðsins í sumar. Það er töluvert sterkari hópurinn sem mætir í þennan leik en við höfum séð í þeim síðustu. Alisson, Mo Salah, Xherdan Shaqiri, Naby Keita og Roberto Firmino eru allir komnir aftur og byrja þennan leik.

Alisson

Hoever – Gomez – Lovren – Larouci

Keita – Lallana

Salah – Shaqiri – Wilson

Firmino

Bekkur: Mignolet, Lonergan, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Lewis, Duncan, Alexander-Arnold, Elliott, Van den Berg.

Það var sama byrjunarlið í síðustu tveimur leikjum en því öllu skipt út í dag. Larouci kemur óvænt aftur í liðið en hann meiddist um daginn og var talið að hann yrði frá í einhverjar vikur, frábært að sjá hann kominn aftur.

Guð má vita hvernig þessu liði er stillt upp. Líklega er Lallana í þessu djúpa hlutverki á miðjunni.Þetta gæti verið 4231 eða 433 með Wilson eða Shaqiri á miðjunni. Hef bara ekki hugmynd.

Sjáum hvað setur. Æfingaleikir eru æfingaleikir en það væri nú gaman að sjá sigur í dag. Reikna má með að allir þeir sem eru að spila sinn fyrsta æfingaleik í sumar muni taka fyrri hálfleikinn og fá hvíld í seinni.

10 Comments

  1. Skelfileg mistök hjá Alisson en þetta var aldrei víti og hvað þá gult. Hefði átt að vera gult fyrir dýfu.

  2. Finnst vi? vera mjög tæpir í vörninni en allt anna? a? sjá sóknarleikinn

  3. Hoever er búinn að vera vera frábær. Hreint út sagt frábær. Með rosalega mikið af velheppnum sendingum og standa sig vel varnarlega. Sumar sendingarnar algjör snilld. Ég er alveg sannfærður núna að hann geti farið sömu leið og Trent og Gomez. Hann er greinilega búinn að styrkjast líkamlega eftir að hann spilaði gegn Wolves.

    Svo finnst mér að það verði að taka mið af því að leikmenn eins og Harry Wilson spila augljóslega mun betur þegar þeir eru með góða leikmenn í kringum sig. Mér fanst hann koma líka vel út í þessum leik, þó ég Hoever hafi heillað mig hvað mest af ungu strákunum.

    2
  4. Gæði Liverpool komu vel fram í þessum leik og það sást líka afhverju þeir eru svona rólegir á leikmannamarkaðnum. Það er fullt af ljósum punktum sem ég sá þarna. t.d sýndi Harry Elliott afhverju hann spilaði svona ungur fyrir Fullham og átti oft fínar rispur og spilaði líka mjög þroskað þess á milli.

    Mér finnst eins og þónokkuð af leikmönnum úr Unglingaakademiunni sem gætu verið hluti af hóp Liverpool í vetur og einnig var Lallana og keita að koma vel út. Það er ekki bara Brewster, heldur líka Harry Wilson, Hoever, Laraouci og Van Den Berg.

    Mér fannst Hoever engan veginn tilbúinn þegar hann spliaði gegn Wolves en núna sá ég rosalega mikil gæði hjá honum sem minntu mig á Trent Alexsander og Gomez.

    Núna er bara spurning hverjir koma til með að vera valdnir.

    1
  5. Hoever er ótrúlega spennandi leikmaður með rosalega boltatækni og það verður athyglisvert að sjá hvað Klopp gerir með hann í vetur.
    Svo var virkilega gaman að sjá Shaqiri og Keita spila loksins eftir langan tíma, held og vona ennþá að hann eigi eftir að verða okkar besti miðjumaður í vetur.
    Núna má tímabilið byrja, game on.

Gullkastið – Tómas Þór um Enska boltann á Símanum

Liverpool 3-1 Lyon